Vísir - 30.03.1957, Síða 4

Vísir - 30.03.1957, Síða 4
4 VÍSIR Laugardaginn 30. marz 1957 ’VÍSKR D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Tngólfsstræti 3. AfgreiOsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur)' j Útgefandi: BLAÐATJTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Samherjar deila. Enn hefur soðið upp úr kær- leiksheimili ríkisstjórnarinn ar, og eru kratar og komm- únistar komnir í hár saman eins og stundum óður. Er orðbragðið þvílíkt, að það er næsta erfitt að gera sér grein fyrir því, að það skuii vera samherjar innan ríkis- stjórnar, sem við eigast. Það ; eru annars kosningarnar í j Iðju og margvíslegt fram- ferði kommúnista þar, sem komið hefir deilu þessari af stað, en Alþýðublaðið dreg- ur þær ályktanir af viðskiln- aði kommúnista í félaginu, að nauðsynlegt sé að „út - rýma skemmdarstarfsemi kommúnista úr verkalýðs- hreyfingunni“, eins og segir í fyrirsögn greinar um þe'cla á fimmtudaginn. Alþýcjublaðið segir ennfremur, að fyrrverandi formaður Iðju, Björn Bjarnason, þæg- asti þjónn kommúnista hér á landi um langan aldur, hafi „á hinn ófyrirlitnasta hátt notað Iðju til hverskon- ar skemmdarverka, sem kommúnistar hafa stofnað til. Með bolabrögðum hefir Iðja verið dregin út í hvert ævintýrið af öðru, sem kom- múnistar hafa stofnað til í valdabrölti sínu. Er þar skemmst að minnast verk- fallsins 1955, sem kommún- ! istar stofnuðu til i þeim til- gangi að brjótast til valda án minnsta tillits til hagsmuna þess verkafólks, sem þeir drógu út í verkfallið. Verk- fallinu var ætlað að skapa fjárhagsöngþveiti í þjóðfélag inu, sem hægt væri að nota til þess að komast til valda. j Þetta hefir þeim tekizt . . . .“ Þetta er rétt hjá Alþýðublað- inu — kommúnistar stofn- uðu til verkfallsins mikla 1955 af þeirri ástæðu fyrst og fremst, að sæmilegt jafn- vægi hafði verið í efnahags- málum þjóðarinnar um nokkurt skeið. Almenningur undi sæmilega við sitt og jarðvegur hrjóstrugur fyrir byltingarsáðkorn kommún- ista. Við þetta vildu komm- únistar ekki una_ og tóku að undirbúa verkfallið af kappi. Þarna átti að berjast svo að um munaði — sýna „íhald- inu“ í tvo heimana. Kommúnistar fóru ekkf einir í verkfallið mikla 1955. Þeir áttu sér aðstoðarmenn, þeg- ar komið var að því að „skapa fjárhagsöngþveiti". Og þessir aðstoðarmenn voi’u kratarnir sjálfir. Það verður ekki af þeim skafið, að þeir stóðu dyggilega með kommúnistum í verkfallinu, og eiga fyllilega sinn hluta af sökinni — hvort sem þeir fóru út í verkfallið af frjáls- um vilja eða aðeins vegna hræðslu við kommúnista. Því miður hefir hræðslan mótað gerðir þeirra í ríkum mæli síðustu árin_ en kann- ske nú á að vera einhver breyting í því efni. Það væri hinsvegar gleðilegt, ef óhætt væri að líta svo á, að kratar ætluðu að fara að breyta afstöðu sinni til kommúnista — og' einkum, ef þeir ætluðu ekki að láta lengur stjórnast af hræðslu við þá. Þá er ekki ósennilegt, að flokkurinn eigi frekar nokkra lifsmöguleika en áð- ur. Komið að vegamótum? Það er skoðun margra, að nú Tíminn reynir að leiða allar kunni að vera komið að vegamótum fyrir núverandi ríkisstjórn. - Kommúnistar hafa oft sagt, að þátttaka í henni og aðgerðum hennar væri í rauninni ekki annað en tímabundin tilraun, og stuðningur við stjórnina mundi velta á því, hvernig þeim þætti tilraunin takast. Þetta var meðal annars til- kynnt á fundi í Dagsbrún, þegar rætt var þar um hinar nýju álögur ríkisstjórnarinn- ar. og þegar formaður Iðju, Björn Bjarnason, skilaði af 1 , ser storfum fyrir nokkru gaf hann einnig í skyn, að ef til vill væri nú kömið að ; þáttaskilum. deilur kommúnista og krata hjá sér, því að hann þorir ekki að styggja kommún- ■ ista. Framsóknarmenn hafa einmitt reynt að leggja kom- múnistum lið innan verka- lýðsfélaganna — og fengið þakkir Þjóðviljans fyrir — enda þótt það hafi ekki hvar- vetna komið ,að nægu gagni. Virðist því framsókn fús til að ganga langt til að halda kommúnistum í stjórninni. Spurningin er, hvort slíkt nægir til að halda kommún- istum i stólunum, ef þeir teija. að hagkvæmara sé að standa upp. -----4 ----- Kirhga o,7 trúniáí: Til alls nytsamleg. 1 í Fjallræðunni og víðar talar Jesús alloft um laun og endur- gjald og oft endranær verður slíkt orðalag fyrir í Nýja testa- mentinu. Ýmsir hafa tekið sér tilefni af þessu til þess að varpa rýrð á siðfræði kristindómsins og sagt sem svo: Kristnir menn hafa enga ást á því góða vegna þess að það er gott, heldur ein- göngu vegna þess, að þeir ætla sér að hafa gott af því, fá eitt- hvað upp úr því, græða á því. Þessi aðdróttun er raunar gömul, eldri miklu en kristin- dómur. Satan sagði endur fyr- ir löngu: Ætli Job óttist Guð fyrir ekki neitt? Þegar Biblían talar um laun þeim til handa, sem ganga braut lifsins, þá er það likingamál, sem getur valdið misskilningi, en ætti ekki að þurfa að gera það. Eilíft líf er aldrei annað en náðargjöf. Enginn vinnur til eilífs lífs. Kristur einn hefir til þess unnið, en ekki sjálfs sín vegna, heldur vor vegna. Að fylgja honum og þiggja lífgjöf hans — það er ekki þakka né launa vert, en það felur alla gæfu og blessun í sér, sem mannshjartað kynni að geta óskað sér — og miklu meira. Hefir þú legið slasaður undir bíl og verið hjálpað þaðan og síðan græddur til lífsins, þá spyrðu ekki: Hvað fæ eg fyrir að hafa látið bjarga mér og leyft læknunum að græða mig? Hafi þér, með strangri aðvörun og öruggri leiðbeiningu verið forðað frá því að smitast af hryllilegum sjúkdómi, þá spyrðu ekki heldur, hvað fæ eg fyrir? Lífið sjálft er launin. Og væri talað um ábata i þvi sam- bandi, þá mætti það að vísu til sanns vegar færa, og þannig verður oft að tala við börn og þannig talar Jesús oft við oss börnin. En það er þó óeiginlegt Afmælissýning Eggerts. Afmælissýning Eggeyts Guð- mundssonar í bogasal Þjóð- minjasafnsins, hefur staðið í 5 daga og er aðsókn mjög góð. Seidar myndir eru fimm (stórar) auk smærri mynda og teikninga. Sýningin er opin hvern dag frá kl. 2—10. Fólki er ráðlegt að' missa ekki af þessari ágætu málverkasýn- ingu. Myndin er af söngkonunni Georgiu Lee, sem um þessar mundir syngur á Hótel Borg, én listamaðurinn hitti hana í Ástralíu fyrir nokkrum árum. orðalag, eins og greind dæmi sýna. Guð kallar oss til lífs, sem eitt er virkilegt líf, eilíft kallað af því að Guð er eilífur. Hið sanna líf er „launin“ fyrir að þiggja björgun Guðs, hlýðnast orði hans, fylgja frelsaranum, ganga Guði á hönd. Óttastu ekki, eg er þín laun, sagði Guð við Abraham. Þegar talað er um að sér- hver muni öðlast laun eftir verk um sínum, þá er átt við það það tvennt, að verk mannsins bera honum vitni og hann mót- ast af því, sem hugur hans snýst um, því sem hann keppir eftir, því marki. sem hann miðar að. Þegar sagt er, að þú verðir dæmdur eftir verkum þínum, þá er með því sagt það eitt (og ekki minna en það), að hinn efsti úrskurður fer ná- kvæmlega eftir því, hver þú ert. Góðverk, sem þú kannt að hafa unnið til þess að öðlast laun, þessa heims eða annars, lýsa þér sem sérgóðum og eig- ingjörnum manni og eftir því fer dómurinn. Hitt, sem rennur úr sjóði hjarta þíns af raun- verulegum kærleik, ber því vitni, að þú átt eitthvað af því lífi, sem heyrir Guðs ríki til. Hitt er og satt, að guðstrúin felur í sér blessun einnig fyrir þetta líf. í gömlu blaði Hjálp- ræðishersins voru tvær myndir af sama manni. Á annari var j hann í rifnum lörfum, óhreinn, ; gugginn, drukkinn. Á hinni var | hann snyrtilega klæddur,1 hreinn upplitsdjarfur glaðlegur í bragði. Undir fyrri m yndinni stóð: Svona var eg áður en eg frelsaðist. Undir hinni: Svona varð eg' við að frelsast. Barnalegt? Það má segja það og getur verið villandi að setja málið svona fram. En enginn getur þó neitað því, að það er mikill sannleikur í þessu fólg- inn. Dæmin eru fjöimörg um það, að Kristur hafi bjargað mönnum úr slíkri eymd og hörmung, sem þarna var bent á. Og það er líka víst, að guð- ræknin er til allra hluta nyt- samleg og hefir fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið komanda. Lærisveinn Jesú er iðjusamur, sparneytinn, skyldurækinn og hefir þá lífsgleði í hjarta sér, að hann þarf ekki að leita hennar í nautnum og glaumi,- Trúnni fylgir öil blessun. en vanblessun vantrúnni. Trú fylgir vaxandi andlegur styfk- ur, þroski alls, sem er bezt í fari manns, þróttur til þess að þola það, sem erfitt er og mót- drægt, aukinn hæfileiki til þess að gleðjast, sjá hið fagra og góða, innri rósemi og friður. Ekkert af þessu er umbun fyrir nein afrek, heldur náðargjafir, þegnar í auðmýkt, þegar tóm- urn lófa er lokið upp fyrir ríki- dómi Jesú Krists, og aðeins daufur fyrirboði og forsmekk- ur þess, sem í vændum er, þeg- ar hann hefir gefið hinn full- komna sigur. Vormerki. Forboði vorsins — heiðlóan — hefur látið i sér heyra. í gær- kveldi hringdi góðkunnur bæj- arbúi til Vísis og tjáði að hann hafi heyrt og séð heiðlóu hér í bænum. „Ljóðelskur" hefur sent Berg- máli eftirfarandi bréf: „Með línum þessum vildi ég þakka fyrir þau orð sem Berg- mál flutti fyrir nokkru um þá lítilsvirðingu, sem dægurlaga- höfundar sýna ljóðum og stök- um ástsælla, látinna skálda, með því að fella hendingar úr þeim inn í botnlausan samsetning þeirra, sem sungin er við svo- nefnd vagg- og veltulög: Ég hefi nú veitt þvi athygli, að öðrum blöðum berast bréf um sama efni, og það er mér og vafalaust mörgum öðrum hið mesta gleði- efni, að menn séu farnir að vakna til mótmæla gegn þessum ósóma. Virðingarleysið. Virðingarleysið fyrir því, sem hvarvetna annarsstaðar mundi í heiðri haft, er því miður al- gengt hér á landi. En fyrr má nú i’ota en dauðrota, ef það á að líðast, að dægui’lagasmiðir taki ljóðapei’lur Jónasar og Kristjáns Fjallaskálds og ati 1 þær auri. — Finnst höfundi þeiri’a, að hann hafi unnið gott og göfugt verk, með því að vinna þetta verk? Ég segi fyi’ir mig, að það er honum til mikill- ar vanvirðu, að hafa gert þetta. En jafnframt vil ég taka fram, að þessi maður er ekki sá eini, sem hér hefur bakað sér van- virðu. Margir niega skammast sín. Hann er ekki sá eini, sem ætti að skammast sin. Vinsæl dægurlagasöngkona iætur hafa sig í að syngja þetta inn á plötu, platan er gefin út og henni er útvai’pað i tíma og ótíma — jafnvel sem einu vinsælasta lag- inu nú. Er það augljós vottur um á hve lágu stigi smekkur mai'gra er. Hjá öllu þessu fólki kernur fram sama skilnings-„ virðingai’- og smekkleysið. Og' „sjálft útvarpið". Og loks er það sjálft útvarpið. Engum dettur í hug að ætla, að forráðamenn útvarpsins vilji halda þessum ósórna að þjóð- inni, andlega þi’oskuðu, ljóð- elsku fólki, til mikillar raunar, og æskunni til spillis, — en því í ósköpunum er þá ekkert gert til þess að hindra það, að þessu sé útvarpað inn á heimili manna? Eru engin takmöi’k fyrir því hverju má útvarpa, er öllu útvai’pað af þessu tagi — bai’a ef einhver — eða nógu margir — óska eftir því? — Ljóðelskur.“ Drykkjuskapur eykst í sænskum borgum. Árið 1956 nam áfengisneyzlan í Svíþjóð 4,4 lítra á hvern íbúa. Er þetta lxin mesta áfengis- neyzla, sem skráð liefur vei’ið í Svíaríki allt frá því árið 1913. Árið 1955 nam hinsvegar áfengisneyzlan á hvern íbúa 4,1 lítra og árið 1954 3,7 lítra. Tala þeirra, sem teknir voru úr umferð í boi’gum landsins jókst um 73 prósent. Þá nam sala stei’ki’a drykkja á sama tima alls 57.67 milljón- um litra, en var ái’ið áður eða 1955 48.37 milljónir. Tekjur ríkisins af áfengissölu urðu á árinu 1956 alls 1290 millj. króna en á næsta ári á undan voru þær 1090 milljónir. (Áfengisvarnarn. Réykjavíkur)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.