Vísir - 30.03.1957, Síða 7
Laugardaginn 30. marz 1957
VtSIB
r $
• • •
• •
• •
• •
X
ANÐNEMARNUi
• • •
• •
EFTIR
RUTH MOORE •
• •
11
...... •
•••••:
Annað gat hann ekki sagt.
Karólína sagði ekkert. Beta skríkti og hoppaði kringum
Edda.
Hendur Edda urðu kyrrar.
— Bíddu, mamma! Kara, komdu hingað og taktu kjólinn
þinn.
Hann var sá eini, sem kailaði Karólínu Köru. Henni hafði
alltaf verið illa við það. Hún stóð og starði á hann svörtum,
stórum augum.
Hvað er að þér? Viltu ekki silkikjól?
— Þú hagar þér svo einkennilega! hreytti Karólína út úr
sár. — Hvað er að þér. Höfum við nokkuð verið að hnýsast í
íórur þínar.
— Komdu og sæktu kjólinn þinn, Kara, sagði Eddi blíðmáll.
Hún snerist á hæli og hljóp burtu.
Eddi hrópaði á eftir henni. — Komdu hingað og sæktu kjól-
inn þinn eða ég hendi honum í hausinn á þér. þrjózka bikkjan
þín!
Hann snögg þagnaði, því að Elísabet hafði risið úpp óg slegið
hann með flötum lófanum á munninn.
Hún sló hann ekki fast, en hann roðnaði og það kom glampi
i augu hans.
— Jæja, mamma, sagði hann. Ég vissi, að við yrðum ekki á
■eitt sátt, þegar ég kæmi heim. En að það yrði svona fljótt hefði
mér samt ekki dottið í hug.
— Ég hef verið þolinmóð við þig af því þú varst veikur.
En ég leyfi þér ekki að formæla stúlkunum.
— Sjáðu nú til, mamma. Ég er orðinn eldri en tíu ára. Ég
er orðinn fullorðinn. Og ég hef farið um heiminn. Þetta er
mitt hús. Þáð er vissra fyrir þig að hafa það í huga.
—Æ, þegirðu. Ég held þú hafir ekki látið undir höfuð leggjast
að minna mig á það. Taktu húsið. Það er enginn að banna þéir
það. En leggstu nú niður og hvíldu þig.
— Ég hef sagt þér, að ég er búinn að hvíla mig nóg. Og ég
vil ekki að neinn segi frá því að ég sé kominn heim. Og það
er eins gott þið fáið að vita það hvað skeður ef Jake Ring-
gold nær í mig.
Jake Ringgold, hugsaði Natti. Hann kannaðist við það nafn,
en gat ekki áttað sig almennilega á því. Jú, nú mundi hann það.'
Hann hafði heyrt þetta nafn í skipasmíðastöðinni, þegar hann
var að vinna þar hjá Moses Brown. Þar hafði verið maður, sem
lét mikið yfir sér og Moses hafði sagt: „Hann heldur, að hann
sé Jake Ringgold.“ En það var nú ekki mikið sagt með því.!
— Nær í þig? sagði Elísabet.
Hún hafði allt í einu numið staðar, en hún var á leið út með
’bakkann. — Ef einhver ætlar að koma hingað og gera upp-
steit fær hann að komast að raun um, lögin vernda heiðarlegt
fólk. |
— Ó, guð minn góður, mamma! Lögin! I
— Beta! sagði Elísabet. — Farðu niður og farðu að vinna
eldhússtörfin. Við erum orðin á eftir tímanum. Ég kem rétt
strax. i
Hún horfði á Betu meðan huri tók upp kjólana sina og gekk
hikandi til dyra.
— Ég sagði þér að fara niður, Beta, en ekki rétt fram fyrir
dyrnar.
Rödd hennar var mjúk og blíð, en ákveðin, Natta leið illa
og hugsáði um, hvernig móður sinni mundi liða.
— Eruð þið enn þá vond við Betu? sagði Eddi. — Það breyt-
ist nú bráðlega.
— Segðp okkur hvað hefur komið fyrir þig, Eddi og farðu
svo að sofa.
J=Ö
k*vö»l*d*v»ö*k*u»B»n*i
— Það er allt j lagi með mig. Ég fer á fætur eftir einn eða
tvo daga. Hann lá lengi með lokuð augun.
Hann þagði svo lengi, að þau héldu, að hann væri sofnað-
ur. Elísabet hélt áfram að taka til í herberginu. Hún benti
Natta að fara út úr herberginu. Og loks byrjaði Eddi að tala.
Það var eins og hann hefði verið lengi að hugsa þessa sögu.
— Kvöldið, sem ég fór héðan, fyrir þremur árum, fór ég
til Boston. Þar hitti ég mann að nafni Fig Frazer. Við vorum
saman á timburskipi til Englands. Við vonam alltaf saman
eftir það. Við urðum að lokum góðir sjómenn og fórum til
Skógrækt
ríkisiits.
Verð á trjáplöritum vorið 1957
Sliogarpfnn tur:
Birki 3/0 ...
Birki 2/2 ...
Skógarfura 3/0 ..
Skógarfura 2/2 .
Rauðgreni 2/2 . ..
Blágreni 2/2 .. .
Hvítgreni 2/2 . ..
Sitkagreni 2/2 . . .
Bergfura 3/0 ...
Garðptiin tur:
Birki 50—75 cm.
Birki undir 50 cn
Birki limgerði . .
Reynir 60 cm. og
Reynir 40—60 cn
Silfurreynir ....
Sitkagreni 2/3 ..
Sitkagreni 2/2 ..
Blágreni 2/3 ....
Hvítgreni 3/2 . .
Rauðgreni 2/3 ..
fíunitar:
Þingvíðir ........... pr. stk. kr. 5,00 1
Gulvíðir ...................... — — — 4,00
Ribs .......................... — — — 10,00
Sólber ........................ —--------10,Ö0
Ýmsir runnár.......... pr. stk. kr. 10,00—15,00
Skriflegar pantanir sendist fyrir 25. apr. 1957, Skógrækt
ríkisins, Grettisgötu 8, eða skógarvörðunum, Daníel
Kristjánssyni, Hreðavatni, Borgarfirði; Sigurði Jónassyni,
Laugábrekku, Skagafirði; Ármanni Dalmannssyni, Akur-
eyri; ísleifi Sumárliðásyni, Vögium, Fnjóskadal; Sigurði
Blöndal, Hallormsstað og Gaiði Jónssyni, Tumastöðum. —
Skógræktarfélögin taka einnig á móti pöntunum á trjá-
plöntum og sjá flest um dreifingu þeirra til einstaklinga á
félagssvæðum sínum.
pr. 1000 stk. ki. 500,00
— — — — 1.000,00
— — — — 500,00
— — — — 800,00
— — — — 1.500,00
— — — — 1.500,00
— — — — 2.000,00
_ _ _ 2.000,00
— 600,00
........... pr. stk. kr. 15,00
i............. — — — 10,00
.............. — — — 3,00
yfir........ — — — 15,00
í............. — — — 10,00
.............. — — — 15,00
...... — — — 25,00
.............. — — — 15,00
........... — — — 20,00
........... — — — 20,00
.............. — — — 15,00
i 3
«
Á lítilli kaffistofu í San Di-
egó í Kaliforníu, gekk um beina
alúðleg^ ung stúlka, sem hafði
þann sig, að sýna ölium hlýíegt
viðmót er í kaffistofuna komu.
Um tvegga mánaða skeið kom
þangað maður á hverum degi
og fekk sér bolla af kaffi. Gerða
var vingjarnleg við hann eins
og alla aðra, en ekkert þar fram
yfir. Svo var það dag nokkurn,
er hann stóð upp frá kaffiboll-
anum sínum, að hann lagði um-
slag á borðið og sagði við
Gerðu:
„Þetta eru aðeins
nokkrir drykkjupeningar handa
þér.“ Síðan fór hann og kom
ekki aftur. Þegar Gerða opnaði
urrislagið sá hún, að í því voru
miklir peningar. Sem sé upp-
hæð_ sem nemur 180 þúsundum
í íslenzkum krónum.
★
Þegár Filipus prins var í
heimsókn í Nýju Guineu í vet-
ur héldu nokkrir höfðingjar
honum veizlu er hann var að
halda á brott. Þeir færðu honum
að skilnaði töfrakeðju úr fögr-
um skeljum. Hann hélt langa
ræðu og þakkaði gjöfina og
sagðist ætla að gleðja konú sína,
drottninguna með henni, er
hann kæmi heim. Þá hvíslaði
einn höfðinginn í eyra honum:
Ef eg má ráðleggja ýður herra,,
þá myndi eg heldur selja fest-
ina hérna, þér getið fengið fyr-
ir hana sex svín — eða fjórar
konur!
★
Húseigandinn hringdi dyrá-
bjöllunni hjá Andersens hjón-
unum og Andersen kom til
dyra.
— Sambýlisfólk yðar heíir
borið fram kvörtun vegna háv-
aða úr íbúð yðar í gærkveldi.
— Það þykir mér leiðinlegt,
en það stóð þannig á, að kona
mín og eg héldum upp á gull-
brúðkaup okkar.
— Jæja, þá látum við það
gott heita í þetta sjripti, en lát-
ið það bara ekki koma fyrir
aftur.
Skólablað
Menntaskólans í Reykjavík, 3.
tbl. þessa árgangs, er nýkomið
út. Fþ’tur það margskonar
skemmtiefni, greinar, ljóð og á-
gætar teikningar. Skólablaðið
er vélritað og er ritstjóri þess
Pétur Stefápsson. 5. b^kk.
■•na.RÚ-tj.a^eoa-
DLstf. by Unltcd Fo*tuf Byndtoate. Intr.
Núma lá fallinn og Tarzan rak
upp ógurlegt siguróp, siguröskur ap-
ans. Stúlkan varð hrædd og dýr eyði-
merkurinnar spruttu á fætur er þau
heyrðu þetta hræðilega öskur og
héldu að nýr voðalegur óvínur værf
kominn í land þeirra.
f. /?. SuwougkA
-TARZAN
050'!'