Vísir - 12.04.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 12.04.1957, Blaðsíða 4
VÍSIB Föstudaginn 12 ipríl 1957 Julius Gould: Stúdentar hafa verið foringjar í baráttunni gegn kommúnistum Auskn jártifialdsinsiiis berjasf þeir ðlka fyr&r frelsinu. Höfundur þessarar greinar er fyrirlesari við University Coilege í Lundúnum. í tímaritum hafa birzt eftir liann fjölmargar greinar um efnahagsmál, verkalýðsmál o. fl. í grein þessari ræðir hann forystuhlutverk háskólakennara og háskólastúdenta í baráttunni, sem háð er í Austur- Evrópu gegn kúgunarvaldi kommúnismans. Ilann víkur og að því, að í hinum frjálsu löndum liafi margir háskóla- kennarar og stúdentar, er aðhylst höfðu kommúnisma, brotið af sér hlekkina og snúið við honum baki. í öllum löndum, þgr sem lýð- ræði ríkir, eru menntatnenn, sem aðhylst hafa kommúnist- iskar kenningar, að snúa, við þeim baki. Kennarar og stúd- entar hafa brqtið af sér hlekk- ina. Þeirra meðal eru menn, sem stóðú framarlega í flokks- starfinu. Sumir þeirra hikuðu lengi vel, en barátta stúdenta í kommúnistalöndunum sjálfum, vakti þá til nýrrar umhugsun- ar. Kommúnistar hafa alltaf seilst til áhrifa meðal ungra menntamanna. meðal háskóla- stúdenta, en fyrir þeim liggur, mörgum hverjum, að gegna ýmiskonar foi’ystuhlutvei’kum, er út í lífið kemur. Mark flokks „öreiganna“ hefur jafnan verið bylting við forystu slíkra manna, án tillits til vilja vei’ka- lýðsins, jafnvel þai’, sem tæp- lega er hægt að tala um verka- lýðsstétt, í venjulegum skiln- ingi þess orðs. ! ' Samúð þótti nægjanleg. Kommúnistar hafa yfirleitt farið sér fremur hægt, er þeir seilast til slíkra áhrifa, en þeir hafa þó reynt með öllu móti að gylla „hugsjónastefnu kom- múnismans" í augum hinna ungu nemenda. Þeir hafa talað fagurlega um félagsanda. Þann, sem ríkir meðal kommúnista — og um frið. Og margir létu blekkjast — gei’ðust jafnvel mei’kisberar, eins og tilgangur- inn var. Og það var aldi’ei.talið skipta höfuðmáli, hvort hinir ungu menntamenn gengu í flokkinn, — það gerði sama :gagn, ef menn fengu samúð ,|hieð stefnu kommúnista. Gagn cmatti af öllum hafa til þess að ,breiða ut kenningar flokksins, ;.hver í sínum hóp. Þar mundi ír'ödd þeirra hljóma sem berg- 'mál af því, sem haldið var fram 2í Kreml hverju sinni. Þannig ’.y. átti að undirbúa jarðveginn: Sannfæra menn um, að kenn- ingar kommúnista væru ekki hættulegap, öða.-u nær, stefnan væri friðarstefna. Þannig átti að gera menn værukæra. Sumir sneru aftur. & Margir gengu í flokkinn, en ýmsir þeirra fóru úr honum aftur. Sumir hurfu frá villu síns vegar við nánari kynni, aðrir fóru úr honum blátt áfram af leiðindum, en aðrir fengu öðru af sinna, er út í lífið kom, en þrátt fyrir þetta tókst í mörgum löndum frjálsra þjóða að ala upp meðal menntamenna flokk gallharðra kommúnista, sem fengu margvíslegiun störf- um að gegua á ýmsum sviðiun (þjóðlífsins, og voru reiðibúnir hverju sinni að gera það, sem flokkurinn bauð, þrátt fyrir það, að flokksleiðtogarnir sýndu þeim oft megna lítilsvirðingu innan sinna „vébanda“. Þar var talað um þá, sem menn, er hefðu svikið sínar eigin hugsjónir, og héldu fram augljósum kommúnistiskum lygum, til þess að blekkja al- menning til fylgis við flokkinn. Og í sannleika sagt áttu þeir oft ekki betri dóm skilið, því að þeir höfðu selt arftekinn rétt sinn til frjálsrar hugsunar og könnunar. í hinum frjálsu löndum átti þessi uppgjöf sér stað án beinnar þvingunar og' orsakirnar ýmislegar. Það er ekki kunnugt til dæmis, að það hafi átt sér stað í Lundúnum og París, að nokkur maður hafi verið neyddur til þess að ganga í kommúnistaflokkinn, en af sjálfsdáðum sóttu stúdentar fyrirlestra um kenningar Marx og Lenins, gleyptu við þeim, og unnu af frjálsum vilja sem liðs- menn Stalins og Krúsévs. Þetta má kalla „kaldhæðni örlaganna“, því að austan járn- jtjaldsins var þetta öðru vísi. Þar var öll starfsemi háskól- I anna og háskólanemanna hneppt í stálviðjar. Vikið var ' umsvifalaust frá störfum kenn- 'urum, sem ekki dönsuðu á Íín- í . ’ ;unm, nemai’ voru þvingaðir til : þess að ganga í æskulýðsfélög, ’ og felld var niður kennsla í ýmsum námsgreinum. En þrátt fyrir. allt þetta hafa alltaf verið stúdentar við háskólana austan járntjaldsins, sem neituðu að sætta sig við slík örlög, að verða viljalaus verkfæri kommún- ismans. Það voru þessir menn, sem tóku forystuna í Póllandi og Ungverjalandi, og komu því til leiðar, að allt það, sem kommúnistar höfðu byggt upp með áróðri og gyllingum, hrundi til grunna. Sú spilaborg hrundi til grunna — hervaldið eitt var eftir. Nýjar lygar og hótanir höfðu engin áhrif. Það, sem gerðist í Ungverjalandi, sýndi, að frelsisþrá verður aldrei bæld niður með vopna- valdi, þótt hægt sé um stundar sakir að halda henni í skefjum með grimmdarlegu atferli. Stúdentar Ungverjalands hóf- ust handa um að ryðja braut- ina til frelsisins fyrir hinar undirokuðu þjóðir. Margir. munu feta í fótspor þeirra og brautin verður rudd til fulls um það er lýkur. dyggur lærisveinn Stalins og Hitlers. En hvaða áhrif hefur það haft um gervalla Evrópu? Blindir fá sýn. Atferli Rússa vakti hrylling heilla þjóða, mótmæli voru samþykkt og kröfugöngur farnar, en sterkust voru áhrif- in á stúdenta hvarvetna. Þeir hófust handa um að hjálpa flóttamönnum. Hinir „blindu“ þeirra meðal fengu sýn. Fjölda margir sneru baki við komm- únismanum. Kommúnistisk stúdentafélög hafa verið leyst upp, til dæmis við háskólann í Oxford (Oxford Communist Club). í Lundúnum víttu stúd- entar opinberlega leiðtoga sína, sem reyndu að réttlæta atferli Rússa. .En áhrifin hafa náð lengra en til háskólanna. Fylgi komm- únistiskra forsprakka í verk- smiðjunum og verkalýðsfélög- unum er dvínandi og meðal kommúniskra blaðamanna og ritstjóra hafa risið upp menn, sem hafa tekið svipaða afstöðu og stúdentar, og fordæmt fram- komu Rússa. Og þó eru enn til stúdentar, sem hafa ekki hug t.il þess að brjóta af sér hle'K,- . Þeir eru sekir um ný, ógurleg svik, svik við félaga sína í Budapest, sem börðust fyrir freiskð félagana, sem létu lífið til þess að aðrir gætu starfað, menntast og auðgað andann við frjálsræði og frið. FfýSf UngverjaianJ isieo 140 km. firaSa. Flótti ungversks eimreiðar- stjóra vrekur allmikla athygli. Kona hans og börn voru flú- in til Austurríkis og voru hafð- ar sérstakar gætur á mannin- um, þar sem grunur hafði vakna'ð um, að hann myndi hafa í huga að reyna að kom- ast til þeirra. — Nú hefur á- form hans heppnast, en hann varð að aka inn yfir landamær- in með. 145 km. hraða á klst. til að sleppa þangað. Tveir ungverskir hnefaleiks- menn, sem voru í flokki, er var á ferðalagi í Þýzkalandi, hafa beðið um hæli sem pólitískir flóttamenn. Þannig er það víðar. Þess ber að geta, að því fer fjarri, að stúdentar í Tékkó- slóvakíu, Austur-Þýzkalandi, Rúmeníu, Búlgaríu og fleiri lönduni, séu ekki sömu skoð- unar og stúdentar Ungverja- lands. Hvorki harðsoðnir kom- múnistar í stétt háskólakenn- ara né flokkurinn hafa getað bælt niður kröfur þeirra. Og hvers hafa þeir krafist'? Minni fræðslu um Marxisma, meiri tíma til þess að stunda önnur fræði, meira frjálsræðis í félags- og stjórnmálalífi. Valdhafarnir í Kreml vita, að. stúdentar í þessum löndum vilja reta í fótspor félaga sinna í Ungverjalandi. Þess vegna eru ungir háskólanemar fluttir hundruðum saman í fangabúð- ir. Þar sem ekki er hægt að kúga þá, skulu þeir upprættir verða. Það er hin „nýja skipan“ Krú- sévs fyrir Evrópu. Hann er Kokktail-kjóllinn Pandora, saumaður í dökkt chiffon, „skap- 1 aður“ á Ítalíu. Vandaður ltjóll en dýr — að því er útlitið virðist gefa í skyn. ingurinn og notáði sér srax gamansemina af þessu, „að þér ^’ruð mótfallinn frú Bolton?“ f „Já, mjög svo,“ svaraði eg. „En ekki samt svo að eg fremji meinsæri þess vegna.“ Þá bað lögfræðingur Sams um leyfi að mega leggja fyrir mig eina spurningu í viðbót. „Það hefir orðið tízka á síðari árum,“ sagði hann, „að lýsa mörgu, þar á meðal vissu sinni, í stigum. Vilduð þér svo vel gera, að lýsa því fyrir réttin- xrm hversu mikla stigavissu þér hafið fyrir því að þessi maður —“ og hann benti á Sam — „sé Sam Bolton, eiginmaður frú Bolton, sem leitar leyfis til þess að álíta að hann sé dáinn?“ „Þér megið telja, að eg þekki hann að 98 hundraðshlutum," svaraði eg. En það voru þessi tvö stig af óvissu, sem töpuðu málinu fyr- ir Sam, því miður. Við borðuð- um miðdegisverð saman um kvöldið og þegar á alt er litið álít eg að hann hafi tekið dómn- um með heimspekilegri ró. Eg vldi að eg hefði getað stutt hann betur, því að hann gerði enga tilraun til að ýta undir mig eða hvetja mig til að lita vitnisburð minn honum í hag. Eg kom nú húsi mínu fyrir til sölu hjá húsasölumanni og hélt síðan til Lundúna í þeirri trú að eg hefði nú heyrt það síðasta frá Sam og Thérésu. Það var árið 1947. Einhvern tímann á árinu 1948 fekk eg tilboð í húsið. Húsasölumaðurinn sagði mér, að væntanlegur kaupandi vildi að líkindum borga meira fyrir húsið en eg hafði ráð fyrir gert. Hann væri ríkur Amerík- ani, sem hefði stórauðgazt í Venezuela. Tveim vikum siðar var húsið selt fyrir hátt verð. Þetta gerði mér fært að láta Alphonsine fá eftirlaun; hún hafði þjónað frændkonu minni og mér af trúmennsku. -v- Skömmu eftír þetta fekk eg bréf frá Alphonsine. Hún sagði mér að 80 hús hefðu verið byggð á lóðareigninni við La Bastide, en föðurbróðir Thér- ésu, væri nokkuð sniðugur og hefði tekið í sinn hlut megnið af ágóðanum. Thérése byggi enn 1 sama húsinu, en nú væri þar enginn ólífulundur lengur, heldur ótal smá hús. Hún drýgði litlar tekjur sínar með því að hafa fólk í fæ'ði. Eg kom ekki til Miðjarðar- hafsstrandarinnar fyrr en sum. arið 1955. Eg reikaði niður eftir Boulexvard Carnot í Cannes þegar stór bifreið, dýr að sjá, renndi hljóðlega jafnhliða mér og nam staðar. Við stýrið var Sam. „Sæll Bill,“ sagði hann. „Gaman að sjá þig aftur. Hvernig gengur?“ „Sæll Sam,“ sagði eg. ,.Það er að segja ef þú ert Sam.“ „Jæja, kallaðu mig þá 98 hundraðshluta Sam,“ sagði hann og brosti. „Hefirðu borðað hádegisverð?“ Við ókum upp í hæðirnar og hin stóra bifreið rann gegnurn hliðið á — já á Mas des Vio- lettes. Þetta er fegursti og frið- sælasti blettur í öllum heimi,“ sagði liann og var djúp ánægja í rómnum. Þessi ást hafði: þó enst honum gegnum árini Húsið var fullt af fínum myndum, forkunnarfögrum persneskum gólfábreiðum og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.