Vísir - 30.04.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 30.04.1957, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 30. apríl 1957 VTSIB Góðviðri á ísafirði að undanförnu. ísafirði, 20 apríl 1957. Um bænadagana hefir verið fegursta veður hér vestra, og hafa menn Ieitað mikið til fjalla á skíðum. Hekla kom hér á skírdag um hádegi og með henni mjög margt manna frá Reykjavík, sem ætlar að dvelja hér um páskana. Verður þetta gott páskaleyfi, ef veður helzt jafn- gott. Frá ísafirði er stutt í góð- ar skíðabrekkur uppi á Selja- landsmúlanum og fjöllunum inn af bænum, og þar er nú nægur snjór, en á láglendi er allt orðið autt. Bílfært er í Súðavík og Bolungarvík, en vegirnir ennþá ógreiðfærir, enda ekkert ennþá verið fyrir þá gert. Sérstaklega þyrfti að sinna Bolungarvíkurveginum meira en gert hefir verið, hreinsa helzt vikulega af hon- um grjót, sem hrynur úr bökk- unum eða ofan úr hlíðunum. Er næsta nauðsynlegt, að sá veg- ur sé alltaf greiðfær, sökum hættu þeirrar, sem alltaf vofir þar yfir vegna ofanfalla. Brezkur togari, Lord Hawke, kom hér á skírdag með bilaða vél, og mun verða hér nokkra dagna vegna viðgerðar. Ennþá er ekki lokið viðgerð á sel- veiðiskipinu Quest, sem hingað kom fyrir nokkru með bilaða vél. Fyrir nokkru er hætt hér rafmagnsskömmtun, enda hafa verið hér allmiklar leysingai' og regn undanfarið. Byggingu nýja stöðvarhússins í Engidal er lokið, en nú er unnið að upp- setningu stórrar díselvélar, sem keypt hefir verið. Fréttaritari. UppfiestrarBeyfi og fornar siðvenjur. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. Mikið var um að vera í sam- bandi við uppleystrarleyfi Menntaskólanema á Akureyri, svo sem vþnja er til hér í bæn- um. Sjöttubekkingar Menntaskól- ans á Akureyri fengu að þessu sinni upplestrarleyfi ásamt með páskaleyfiþriðjudaginn 16. apr. Það er venja í skólanum að fagna upplestrarleyfi „dimit- tenda“ með sérstökum hætti. Að loknum tímum fóru dimit- tendar um bæinn og heimsóttu kennara sína og kvöddu þá með söng, voru sungin ýmis góð og gild stúdentalög. Um kvöldiðj er venja að 5-bekkingar haldi dimittendum kveðjusamsæti. Sitja það kennarar skólans, prófdómendur og ýmsir gestir, sem skólanum eru tengdir auk nemenda. Samisæti þetta var haldið í borðsal heimavistar Menntaskólans. Var þar kaffi- drykkja og' höfðu 5-bekkingar annast allan undirbúning svo og framreiðslu. Þar voru dimit- tendar kvaddir, er þeir fluttu sjálfir kveðjuræður til skólans, skólameistara og þeirra kenn- ara, sem kenna í sjötta bekk. Voru málakennarar kvaddir á þeim málum, sem þeir kenna. Þá var og flfuttur gamanþátt- ur og mikið sungið. Að loknu borðhaldLvar stiginn dans í há- tíðasal skólans. Kaflisiala! í dag kl. 3,00 e.h. hefst KAFFISALAN í Hjálp- ræðishernum til ágóða fyrir starf flokksins. — Reyk- víkingar, drekkið síðdegis- og kvöldkaffið yðar á Hjálpræðishernum í dag! Skrlfstofuherbergi 2 skrifstofuherbergi til leigu í Garðastræti 6. Uppl. gefur Einar Sigurðsson, Garðastræti 6. IAUGAVEG 10 - SIMJ 3JS» r + ALLT A SAMA STAÐ Skiptímótorar fyrirliggjandi í margar tegundir bifreiÓa. Kaupum einnig gamla mótora. H.f. Egill Vilhfálmsson LAUGAVEGI 118 — SIMI: 81812. Plymout 1941 til sölu. Hagkvæmt verð. Bifreiðasalan Bókhlöðustíg 7, sími 82168. Atvinna. Ungur maður með verzl- unarskólapróf og góða tungumálakunnáttu, óskar eftir atvinnu. Vanur skrif- stofustörfum. Tilboð skilist í Box 1324. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa og önn- ur til eldhússtarfa. — Uppl. í síma 2423. Gildaskálinn íþrcttir. Frh. af 8. síðu. 2. Björgvin Hólm Í.R. 52.03 m. 3. Ingvi B. Jakobsson í. B. K. 47.99. Stangarstökk: 1. Valbjörn Þorláksson Í.R. 3.60 m. 2. Valgarður Sigurðsson í. R. 3.40 m. 3. Brynjar Jensson Í.R. 3.20 m. Langstökk: 1. Helgi Björnsson Í.R. 6.74 m. 2. Einar Frímannsson K.R. 6.61 m. 3. Björgvin Hólm Í.R. 6.15 m. Sólrík, rúmgóð stofa óskast nú þegar eða 14. maí hjá rólegu, góðu fólki. Tilboð sendist Vísi merkt: „Sumardvöl“ Edwin Árnason Lindargötu 25. Sími 3743.. Hótanir Rússa — Framh. af 1. síðu. Nassers forseta, ræddi í gær við bandaríska sendiherrann. Til- kynning hefur ekki verið birt um þær viðræður. Herskipalieimsókn í Líbanon. Herskip úr 6. flotanum munu liggja næstum fjóra daga úti fyrir Libyuströnd, segir í til- kynningu bandaríska sendiherr- ans þar, en á skipum þessum er ein af landgöngudeildum 6. flotans. Tónn sárrar greniju og hótunar kom fram í Moskvuútvarpinu út af því, að bandariski sjötti flotinn var sendur til austur- hluta Miðjarðarhafs. Er sagt í yfirlýsingu er lesin var, að olíu- milljónamæringarnir banda- rísku standi á bak við áform Bandaríkjanna, sem sé að gera hin frjáls Arabaríki háð sér, og hafiBandaríkjamenn tekið við af Bretum og Fi’ökkum, en lönd eins og írak og Jórdaniu eigi að nota sem stökkpall, ef ekki dugi þau ráð, sem gripið hefur verið til, þ. e. að kaupa sér fylgi með milljónum dollara og með þvi að senda flotann austur. Blaðið Yorkshire Post telur, að þótt þarna sé ráðist á vest- rænu löndin og Bandaríkin fyrst og fremst, sé þó augljóst, að þetta útvarp sé.ætlað til múg- æsirigar í arabisku löndunum. Times segir, að mark Rússa sé nú sem fyrrum að kynda undir pottinum, þar til kraumi í honum, en til þessa hafi þeir gætt, að ekki syði upp úr. — Blaðið segir, að þrátt fyrir allt, sem gerst hafi og sé að. gerast í Arabalöndunum, sé aðalvandinn að leysa Evrópumálið, en lykill- inn að lausn þess sé samkomu- lag um sameiningu Þýzkalands. 8EZT AÐ AUGLYSAIVISI óskast nú þegar. Síld & fiskur Bérgstaðastragti 37. C & 6umu$kA Syndicate. Inc. Dlstr./by Unlted Feai Tarzan lagðist til hyíldar. Verki hans var lokið og nú hlakkaði hann til að halda heimleiðis. En um morg- uninn, þegar hann vaknaði, sá hann sér til skelfingar að úlfaldinn hans var steindauður Qg vopir. hans um að komast lifandi úr eyðimörkinni urðu æ minni, er hann hugleiddi þær hættur, sem liann yrði að yfirstíga. Hann sá að úlfaldinn mundi hafa etið eitraða eyðimerkurþiaUa og nú var ekki, um annað að ger# en að leggja af stað gangandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.