Vísir - 11.05.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 11.05.1957, Blaðsíða 1
i7. árg. Laugardagiijn 11. maí 1957 102. tbl. Samningar um vírkjun Efra-Sogs undírrítaðír. Lán veitt yestan hafs til framkvæmdanna. í gær fór frain undirskrifí j að rafmagnsframleiðsla geti samninga um virkjun á Efra- Soginu, sem verið hefur í und- irbúningi um all-Iangt skeið, en ekki komizt í framkvæmd, þar sem fé hefur skort ííl framkvæmdanna. ¦ Undirskriftin fór fram í skrifstofu borgarstjóra, og er samningurinn gerður annars- vegar milli stjórnar Sogsvirkj- unarinnar og verktaka, sem eru Pihl & Sön —- að helmingi — Almenna byggingafélagið — að þriðjungi — og Verklegar frarokvæmdir -r að einum sjötta. i' í' í tilk. frá Sogsvirkjuninni í gær segir svo: Er samið samkv. tilboðum, sem voru gerð snemma árs 1955 og eru samningsupphæðir kr. 37.875.000.00 miðaðar við þá- verandi verðlag, ennú er áætl- að_ að kostnaður verði um 50 millj. krónur. Fyrir hönd stjórnar Sogs- virkjunarinnar undirritaði for- maður stjórnarinnar, Gúnnar Thooddsen borgarstjóri, samn- ingana. í samningum er við það mið- að, að rafmagnsframleiðsla nýju stöðvarinnar geti hafist í nóv- ember 1959, en vitað er að sá tími er mjög naumur. Framkvæmdastjóri verktak- anna verður Kay Langvad verk fræðingur, en yfirverkfræðing- ur á vinnustaðnum verður Árni Snævarr verkfræðingur. í stjórn félagsskapar, er verktakan, mynda með sér, verða verkfræðingarnir: Gústaf E. Pálsson, Ólafur Jensen og Kay Langvad. . Eftirlitsmaður við bygging- arframkvæmdirnar verður A. B. Berdal verkfræðingur í Oslo, sem hefir verið ráðunautur um virkjanir Sogsins frá byrjun. Fyrir nokkru síðan voru undirritaðir samningar um kaup á vélum og rafbúnaði til nýju stöðvarinnar við lægst- bjóðendur: , Almanna Svenska Elektriska AB (ASEA), Vasterás í Sví- þjóð, um tyo rafala, spenna og rafbúnað fyrir, 12.5 millj. kr. B. Meier K-G, Brackwede- Bielefeld, Vestur-Þýzkalandi, um tvær Kaplan-túrbínur fyrir 5.360.000.00. Afgreiðslutími er að sjálf- sögðu einnig yið það miðaður, ~k ,,Þingi" Sovétríkjanna hefir verið.stefnt saman til fund- ar þ. 7. maí. hafizt í nóvember 1959. Þá hafa einnig, samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu, verið undirritaðir vestan hafs samningar um tvö lán fyrir íslands hönd. Uhdirritaður var 5 milljóna dollara lán til 20 ára hjá Im- port-Export Bank er veitti það fyrir hönd Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar í Washington. Lánið á að endurgreiðast í dollurum'eða íslenzkum krón- um. Því verður varið til að greiða með erlendan kostnað við virkjunina. Þá var einnig undirritaður samningur við Bandaríkja- stjórn um lán áð upphæð 2,280 milljónir dollara að jafnvirði af fé því, sem hún eignast hér á lándi samkvæmt samningi um sölu á tilteknum landbúnaðar- afurðum. Lánið er til 20 ára og með því á að greiðast innlend- ur kostnaður við virkjunina og j lagningu háspennulínu suður á Reykjanes og til Keflavíkur. I Vilhjálmur Þór bankastjóri undirritaði samninga fyrir hönd : íslenzkra aðila. > Skift verður um jaröveg á 2-3ja m. dypi í Lönguhlíð og Miklubraut. Merkjasöludagur SlysavarnaféL Hinn árlegi merkjasöludagur SlysavarnarféÍagKins er í dag — lokadaginn, og er þess að vænta aðnú sem fyrr verði hinum góða niálstað Iagt Hð. c JMeð • samstilltu átaki undir merki Slysavarnarfélagsins hefir þjóðinni tekizt að efla slysavarn- ir og björgunarstarfsemi, svo að til fyrirmyndar þykir hjá öðrum þjóðum, en takmarkinu er ekki náð enn, sagði Henrý Halfdánar- son framkvæmdarstjóri við Vísi i gær. Við þurfum að eignast helikoptefbjörgunarvél, og yið þurfum að fá bætta aðstöðu fyrir björgunarbátinn hér í Reykjavik, og.-því fé, sem við væntum að safnist í dag verður varið til þess. Daglega eru þess dæmi, hversu mikil þörf er fyrir sjúkra- og björgunarflugvél og má í því sambandi nefna flug Björns Pálssonar til Grænlands í fyrra- dag. Slysavarnar.deildin Ingólfur' sér um merkjasöluna í dag. Mðclar 09 óvenjuíegar framkvæmdcr hafnar vso endurbætur á þessum götum. ílti'ii við Eitttii' JPátsson yiir- vt>rkít'ci'tiiiitf. Mynd þessi er af Wyszynski, pólska kardinálanum, er hann fyr- ir nokkru kom í heimsókn í pólskt klaustur. — Kardínálinn er nú í heimsókn hjá páfa í Rómaborg. — Þegar kardínálinn heimsótti klaustrið voru menn að minnast með hátíðahöldum 166 ára afmælis pólsku stjórnarskrárinnar, og tóku 3000 manns 'þátt í skrúðgöngu í klausturbænum og báðu fyrir frelsi Pól- lands. Klaustrið er í sögufrægum bæ, SzestochoAya, þar sem geymt er Maríumálverk, sem þjóðsogn hermir, a ðsjálftír guS- spjallamaðurinn Lúkas hafi málað. Miklar gatnafranikvæmdir eru á döfinni á Lönguhlíð og Miklubraut, og þegar byrjað að vinna í Lönguhlíðiniú. Þær framkvæmdir, sem þar er um að ræða, eru einstakar í sinni röð hér í bænum og eiga ekki neina hliðstæða. Er verið að skipta um jarðveg í götun- um, grafa upp þann, sem fyrir er, og flytja burt en setja nýjan jarðveg í staðinn. Ástæðan fyrir þessum að- gerðum éru þær, að á bæjar- svæði Reykjavíkur eru nokkr- ar rnómýrar, sem orðið hafa til frá því á síðustu ísöld og hafa inni að halda í jarðveginum meira af vatni, heldur en föstu efni. Slík mómýri er þar sem Miklabraut vestanverð óg Langahlíð liggja og réyridar víðar í bænum eins og t. d. við austanverðar Sundlaugarnar. Þar sem svo háttar ti.l, er mikl- um erfiðleikum bundið að byggja eða gera varanlega götu fyrir þungaflutninga. Hefur því verið gripið til þess ráðs að grafa 2—3 metra niður í göt- una og flytja jarðveginn burt, en í staðinn verður fenginn mal arvegur og gatan fyllt með hon VingiÍEigar í HtfL Dregið var í 5. flokki í Happ- drætti Háskóla íslands í gær um 687 vinninga, samtals 895 þúsund krónur. 100 þúsund krónur kom á miða nr. 18071, sem er fjórð- ungsmiði hjá Frímanni, á Borð- eyri, í Vestmannaeyjum og Stykkishólmi. 50 þúsund krón- ur komu á miða nr. 35662, hálf- miða, báðir miðarnir seldir í umboðinu í Vesturveri. 10 þúsund krónur komu á miða nr. 4956, 10162, 10367, 18221. 5 þúsund krónur komu á miða nr. 13681, 16058, 31406, 36649. um. Er byrjað á þessum fram- kvæmdum í Lönguhlíð og er unnið að því að grafa þar allt að 9 metra breiða gryfju og 2 —9 metra að dýpt. Er jarðveg- urinn fluttur yfir á Klambra- tún, en hann er. hinn ákjósan- legasti fyrir alla gróðursetn- ingu. Seinna verða sams konar framkvæmdir hafnar á Miklu- braut og verður byrjað á ræmu | f ram með húsaröðinni en seinna breikkað eftir því sem aðstæð- ur leyfa. Sem stendur er verið að vinna við strengjastokk Raf- j magnsveitunnar í- Miklubraut, en þær framkvæmdir eru gatna gerðinni ekki beint viðkomandi. Einar Páisson yfirverkfræð- ingur tjáði Vísi, að framkvæmd iii- þessar væru hafnar nú með hliðsjón af : væntanlegri hita- veitulögn í Hlíðunum og talið nauðsynlegt að vera búið að ganga frá götunum áður. Þá sagði Einar énn fremur, að við þessar framkvæmdir væri nú unnið með stórvirkari vélakosti en yfirleitt hefði sézt unnið á götum Rej'kjavíkur áð- ur. Meðal annars taka vagnarn- ir, sem notaðir eru til færslu á jarðveginum um 10 teningsm. í eiriu. Fyrir bragðið gengur vinnan óvenjulega fljótt og vel, enda slíkt stórvirki naumast framkvæmanlegt nema með mikilvirkum vélum. Þá má að lokum geta þess, að til þess að umferðin geti gengið greiðlega fyrir sig með- an á áðgerðum á Miklubraut steridur, er fj'rirhugað að breikka gótuna nokkuð út á Klambratúnið. -^ Samkvæmt hinni hagfræði- legu árbók Samcinuðu þjóð- anna er bruggað tíu sinnum meira öl í Ungverjalandi en fyrir seinustu hepnsstyrj- 5Id. Frá 1949 hefir fram- leiðslan fimmfáldazf. Skipin enn á Með- iöru. Efcki hefur ennþá verið hægt að ná úrt strönduðu skipunum á MeðaJIandsfjöru. Var gerð tilraun til þess með stórstraumi, rétt eftir síðustu mánaðamót, en þá spilltist veð- ur og varð að hætta við tilraun- irnar. Nú verður i'eynt aftur með næsta stórstraum, sem er 14 til 15 næstkomandi. En til þess þarf; veður að vera hagstætt, norðan eða norðaustanátt eða Iogn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.