Vísir - 11.05.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 11.05.1957, Blaðsíða 8
Mi. itm gerast kaupcndur VlSIS eftii nnrarímm /Æmm nEHi rmmmsms VtSES er <mysasta bfaðið og þó það fjðl- 19. kvers mánað'ar fá blaðið ókeypis til WV«1 K breyttasca. — Hringið í sima ÍIM «f •sáuaðamóta. — Sími ltáB. gerist áskrifendur. Laugardaginn 11. maí 1957 I*jóðtcikhúsii> ; Óperettan „Srnnar í Tyrol“ í uppsiglingu. Sænska söngkonan Evr Tibell sjng- nr og leikur aðalhlurfverkiö. Undir mánaðamótin mun Þjóðleikhúsið frumsýna ópcr- ettuna Sumar í Tyrol, eftir Ralf Benatsky. Aðalhlutverkið leikur og syngur sænska óperusöngkonan Evy Tibell frá Stora Teatern í Götoborg og kom hún hingað í fyrradag og byrj- aði að æfa í gær. Leik- stjóri verður Sven Aage Lar- sen, se mer Reykvíkingum að góðu kunnur, því að hann setti Kátu ekkjuna á svið hér í fyrra. Kom hann hingað fyrir páska og hefur æft síðan af kappi. Svo sem áður er sagt leikur frú Tibell aðalhlutverkið, Josefine, en önnur stór hlutverk leika Bessi Bjarnason, Ævar Kvaran, Hanna Bjarnadóttir, Ólafur Jónsson, Helgi Skúlason, Rósa Sigurðardóttir, Gestur Pálsson og Baldvin Halldórsson. Alls eru um 20 leikarar í ó- perettunni, 20 manna kór og 12 ballettdansarar. Þar dansa sóló Bryndís Schram, Anna Brands- dóttir og Helgi Tómasson. Dr. Urbancic stjórnar hljómsveit- KarS Kvaran opnar sýnlngu. Ivarl Kvaran listmálari opnar sýningu á listaverkum sínum í sýningarsalnum í Alþýðuhúsinu lun helgina. Er þetta þriðja sjálfstæða sýn- ingin hans hér á landi og sýnir hann að þessu sinni rúmlega 20 myndir. Karl Kvaran hélt fyrstu sjálf- stæðu sýningu sína i Reykjavík 1951, næst sýndi hann 1954 og sýnir nú i þriðja sinn. Er íorseti Isiands fór í hina opinberu heim- sókn sína til Danmerkur tók Karl Kvaran þátt i samsýningu þeirri, sem efnt var til í Khöfn í sambandi við forsetaheimsókn- ina. Vöktu listaverk hans þá slíka athygli að Berlingske Tid- ende veitti honum sérstakan styrk. Þá tók Karl og þátt í Rómar- sýningunni og hefur auk þess \tt myndir á ýmsum samsýn- ingum hér heima. Listasafn ríkisins á nokkur listaverk eftir hann. Mynd af Evy Tibell. inni, Lárus Ingólfsson hefur málað leiktjöld og teiknað bún- inga, en Loftur Guðmmidsson þýtt tekstann. Óprettan Sumar í Tyrol ger- ist rétt fyrir fyrri heimsstyrj- öld og var sýnd í fyrsta sinn 1931. Þriðja norræna sundkeppnin hefst n.k. míðvikudag. Möguleikar á sigri íslendinga. Þriðja Samnorræna sund- Ikeppnin hefst n. k. miðvikudag og stendur yfir til 15. septem- ber. Eins og áður verður keppt i 200 metra sundi og verða úrslit keppninnar reiknuð þannig, að þátttakendatölurnar 1951 og 1954 verða lagðar saman og deilt með tveimur, en útkoman verður jöfnunartala keppn- innar 1957. Þjóðin, sem sigrar, AðaSfundur Fél. ísB. stórkaupmanna. Aðalfundur Félags íslenzkra stórkaupmanna var haldinn s.l. þriðjudag 16. þ. m. I stjórn voru kosnir: Páll Þorgeirsson, for- jnaður og meðstjórnendur þeir: Bjarni Björnsson, Guðmundur Arnason, Sveinn Helgason og Tómas Pétursson. í varastjóm voru kosriir þeir Bergþór Þor- valdsson og Björn Hallgrímsson. Öll stjórnin var endurkosin jiema Björgvin Sehram, sem baðst eindregið undan endur- kosningu. Fulltrúar í stjórn Verzlunar- ráðs Islands voru kosnir auk formanns, sem er sjálfkjörinn, þeir Gúnhar Guðjóhsson, Egill Guttormsspn og Bjðrn Hall- grimsson,: í eykur mest þátttökuna miðað við jöfnunartöluna. Keppa verð ur um bikar, sem forseti Finn- lands gefur. Sundsamband íslands hefur skipað nefnd, fimm manna, til að sjá um framkvæmdir keppn innar hér á landi. Nefndarmenn eru: Erlingur Pálsson, formaður Sundsam- bandsins, Þorgeir Sveinbjarn- son, forstjóri Sundhallar Reykja víkur, Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, Kristján L. Gestsson og Þorgils Guðmunds- son. Svo sem kunnugt er báru ís- lendingar sigur úr býtum í fyrstu samnorrænu sund- keppninni árið 1951. En Svíar sigruðu árið 1954. Þá syntu hér um 38 þúsund manns, 15 þús- und konur og 23 þúsund karl- menn. Talið er, að við íslendingar höfum aukið sundkunnáttu okkar tiltölulega meira en hinar Norðurlandaþjóðirnar á þeim þremur árum, sem liðin eru síðan síðasta samnorræna sundkeppnin fór fram. Eru því taldar nokkrar líkur til þéss, að við getum sigrað í þessari keppni. Akureyrardeild Rauða- krossins fær nýja sjúkrabifreið. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri f gær.— Akureyrardeild Rauða Kross Islands hélt aðalfund sinn ný- Iega. Deildin starfrækir sem fyrr ljóslækningastofu, og nutu 53 menn ljósbaða í alls 862 skipti, þar af nokkur börn ókeypis. Varð á þeirri starfsemi nokk- urt tap. Safnað var talsverðu fé til hjálpar Ungverjum og merkja- sala á öskudaginn gaf í ágóða kr. 15,686,00, en af því fær deildin 6192.00 Fengist hefur leyfi fyrir nýrri sjúkrabifreið, og er hún væntanleg á þessu sumri, en aftur á móti hefur ekki ennþá fengizt leyfi fyrir jsjúkraflugvél, en deildin væntir þess fastlega að fá leyfið í vor. f sjúkraflugvélas.ióði eru nú um 130 þús. krónur. Tekjur deildarinnar á árinu námu 64,700 kr. og hreinn hagnaður nam kr. 21.617,00. Skuldlaus eign um s.l. áramót var kr, 258,814,71. í stjórn voru kjörnir: Formaður: Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir, ritari: Jakob Frímannsson, framkv.- stjóri, gjaldkeri: Páll Sigur- geirsson, kaupmaður, varafor- maður, Jóhann Þorkelsson, héraðslæknir.. — Varastjórn: Stefán Árnason, forstjóri, Pét- ur Sigurgeirsson, sóknarprest- ur og Þórður Gunnarsson, full- trúi. Flug milli landa: FI efnir til aukaferðar vegna eftirspurnarinnar. Emnig vaxandi eftirspurn á fari miiii staða erSéndis. Flognar verða nokkrar auka- ferðir niilli Reykjavíkur og Kaupniannahafnar í maíinánuði og verða bæði Viscount og Sky- ina.sterflugvélar í þeim ferðum. j Á morgun flýgur -Viseount | beint til Kaupmannahafnar. Brottför frá Reykjavik kl. 4. að ^ morgni. Á heimleið frá Kaup-! mannahöfn verður komið við í Glasgow og komið til Reykja- ( víkur kl. 17,20 sama dag. Sky- masterflugvél íélagsins fer auka- ferð til Kaupmannahafnar þann 14. þ. m. og aftur þann 20. maí. Gullfaxi hinn nýi fór í gær til Glasgow og Kaupmanna- hafnar fullskipaður farþegum. Heim frá Osló í fyrradag var ílugvélin aðeins 3,36 klst. á leið- inni og mun það fljótasta flug farþegaflugvélar á milli þessara staða. , Er flugvélin kom til Hamborg- ar s.l. miðvikudag tók hópur á móti henni. — Fulltrúi Flug- félags Islands í Hamborg, Birgir Þorgilsson bauð gestum í flug- ferð út yfir Helgoland. Árni Siemsen ræðismaður flutti ávarp við það tækifæri og óskaði fé- laginu til hamingju með hinar nýju flugvélar. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi hjá Flugfélagi Islands er var með í þessari fyrstu flug- ferð Gullfaxa til Hamborgar tjáði Vísi að þýzk blöð hafi mjög rómað hinn nýja farkost og voru ummæli þeirra mjög lof- samleg í hvivetna og á einn veg. Þá tjáði Sveinn blaðinu að strax væri farið að bera á auk- inni eftirspurn eftir flugfari með hinum nýju vélum Flug- félagsins, ekki aðeins milli Is- lands og útlanda heldur og á leiðum milli landa erlendis, eink- um milli Glasgow og Khafnar, en einnig á leiðinni Ilamborg -- Khöfn — Osló. Ekki eins mikið fjör á loka- daginn og áður fyrr. Bátarnir hætta ekki róðrum á sama tíma. Nýjum íbúðum í Noregi fjölgaði um 28.000 árið sem leið, en um 32.000 1955. •jr Rússar eru taldir hafa um 100 kafbáta í höföum sínum við Norðnr-íshaf. Lokadagurinn, síðasti dagur vetrarvertíðar á Suðurlandi er í dag. Þenna dag hefur venju- lega verið mikið annríki í ver- stöðvum við að ganga frá veið- arfærum og batum, tína saman pjönkur sínar og búast til heim- ferðar. Jafnan hefur vertíðar- loka verið minnt með gleðskap, dansi og söng og tappi oft verið tekinn úr flösku. Mikil breyting er orðin á þessu, síma fréttaritarar Vísis í | hinum ýmsu verstöðvum. Að vísu er „slegið upp balli“ og; sumir gera sér glaðan dag, en það er ekki eins almennt — ys og þys hins gamla lokadags er horfinn. Ástæðan er sú, að nú hætta ekki allir sama dag. Frá Vestmannaeyjum var 1 símað í gser, að síðasti báturinn, J Sjöfn, væri þá að taka upp net- | in. Frá því um síðustu mán- 1 aðamót hafa bátarnir verið að heltast úr lestinni, eftir því sem aflinn verður tregari. Að- komufólk hefur verið að tínast heim frá því um mánaðamót og eru nú fáir eftir. Sandgerðisbátar fóru í síð- asta róðurinn í gær, því að enn var sami reytingurinn á línuna. Þar eru engin hátíðahöld á loka ! daginn, ekki einu sinni á sjó- mannasunnudáginn. Þetta er orðið breytt frá þvi • sem .áður var. Menn bregða sér kanski á dagleik í Keflavík, en það er allt og sumt. Vertíðin hefir verið léleg. í morgun kom síðasti bátur- inn úr róðri frá Grindavík og var vertíðinni þar með lokið. Eins og annars staðar er eng- inn hátíðablær yfir lokadegin- um þar, því bátarnir hafa verið að hætta smám saman. Nokk- urt annríki er þó við uppgjör og annað og kanski fá sumir sér tár. Sama sagan er í öðrum ver- stöðvum — hinn raunverulegi lokadagur, með gleðskap og önn, er úr sögunni. Tvær ferðir Ferða- félagsins. Ferðafélag íslands efnir til tveggja ferða á morgun. Önnur ferðin er suður með sjó og verður ekið að Garðskaga til Sandgerðis í Stafnes og Hafnir og síðan til Reykjavikur. Hin ferðin er upp á Hengil og. verður ekið annaðhvort upp að Kolviðarhóli eða Skiðaskálanum og þaðan gengið á fjallið. Útsýn af Henglinum er með fádæmum fögur. Lagt verður af stað í báðar ferðirnar kl. 9 árdegis frá aust- urvelli og verða farmiðar seldir við bílana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.