Vísir - 25.05.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 25.05.1957, Blaðsíða 5
Laugardaginn 25. maí 1957 VÍSIR 1 Lmræður um banka- málin í aigleymingi. Uraræður xun bankamálin voru í algleymingi á funduni neðri deildar Alþingis í gær og stóð til að ljíika afgreiðslu frumvarpanna um Landsbank- ann og Útvegsbankans á fundi, seni boðaður var klukkan 21:20 í gærkvöldi. Við 2. umræðu um frv. til laga um Landsbanka íslands gerði Skiili Guðmundsson grein fyrir nokkrum breytingartillögum meirihluta fjárhagsnefndar. Voru flestar þeirra til leiðrétt- inga á atriðum, sem semjendum frumvarpsins hafði sézt yfir. Var meira um slíkar flaustursvillur, en ætla Tiefði mátt af þeim langa tíma, sem stjórnarliðar hafa haft til að gera frumvarpið sóma samlega (!) úr garði. Jóliann Hafstein flutti slte- legga ræðu um afstöðu minni hluta nefndarinnar, sem hann skipar ásamt Jónasi Rafnar, — en þeir leggja til að frumvarpið værði fellt. Tók Jóhann einkum til meðferðar og hrakti ásakanir stjórnarinnar á hendur banka- stjórum Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa misbeitt valdi sínu í pólitískum tilgangi. Skoraði hann á þá að færa orðum sínum stað. Björn Ólafsson benti m. a. á það í rökfastri ræðu, að seðla- bankinn ætti að vaka yfir því, að jafnvægi héldist í efnahags- málum þjóðarinnar og hafa, ef þörf krefði, vit fyrir ráðandi stjórnmáiamönnum á hverjum tíma um að framfylgja heil- brigðri fjármálastefnu. Þessu takmarki verður ekki náð, sagði Björn, fyrr en seðlabankinn er orðinn sjálfstæður þjóðbanki. En um ákvæði hins nýja frv. er að þessu lúta, segir í nefnd- aráliti minni hluta fjárhags- nefndar: „í stað þess að undir- búa vandlega stofnun seðla- banka leggur ríkisstjórnin nú fyrir flausturlslegar tillögur, þegar komið er að þinglokum ... Eftir frv. er Landsbankinn bæði seðlabanki og viðskiptabanki og | hvorttveggja i senn. Aðgreining- in er bæði óljós og óeðlileg.“ Einar Olgeirsson, sem hafði sérstöðu í nefndinni, kvað á- kvæði frumvarpsins um aðskiln- að seðla- og viðskiptabanka ,,að vísu nokkurt spor í rétta átt“ en auðheyrt var á máli hans, að miklar deilur hefðu átt sér stað milli stjórnarflokkanna um þetta atriði, og undi Einar illa sinum hlut. Benedikt Gröndal gerði virð- ingarverða tilraun til að rök- styðja tal og skrif stjórnarsinna um „ofstæki" sjálfstæðismanna og „misbeitingu pólitíks valds“ þeirra í bönkunum. Var það þó meir af vilja en mætti, því hvor tveggja var, að B. G. var sein- heppinn með dæmi sitt og hitt, að honum var bersýnilega engan veginn fullkunnugt um þau und- irstöðuatriði, sem hann hugðist býggja mál sitt á. Lyktaði því svo, að Benedikt stóð orðlaus uppi og fór þá eins og til var stofnað. Aðrar tilraunir voru ekki gerðar til að setja fram þau, „augljósu rök“, sem forsætis- j ráðherra taldi liggja því til, grundvallar, að stjórnarflokk- arnir gætu ekki unað Ahrifum sjálfstæðismanna í bönkum landsins, en eftir þeim hefðu margsinnis verið lýst við um- ræður um bankafrumvörpin. Risðvaxin stáirannsókna- stöð reist vestan hafs. Stál gegnir vaxandi hlutverki. Rætt um takmarkaða afvopnun í einiægni og alvöru. I nsræðEim lialdió úíriun eftír liclgi. í undirnefnd afvopnunar- nefndarinnar í London, fiinm þjóða nefndinni, hafa átt sér stað viðræður í einlægni og fullri alvöru uih nokkra tak- mörkxra á vígbúnaði, og verður þeim haldið áfram, er nefndin kemur aftur til fundar í Lond- on mánudag næstkomandi. Þetta er haft eftir Harold Stassen, fulltrúa Bandaríkjanna í nefndinni, en hann er einka- ráðunautur Eisenhovvers í af- vopnunarmálum, og hefur að undanförnu rætt við forsetann um störf nefndarinnar og á- rang'urinn af þeim. Einnig hef- ui' hann rætt þessi mál á fundi þingnefndar í öldungadeildinni, og sagði formaður hennar, Humprey, að Stassen hefði þar sagt frá því að hið takmarkaða samkomulag, sem von væri um, rnyndi ná til eftirlits sprengju- flugvéla, eldflauga, skipa og liðfækkunar. Þá hafa þessi mál verið rædd í Landvarnaráði Bandaríkjanna. Eftir John Foster Dulles utanríkisi'áðherra Bandaríkj anna er það haft, að kostnaður- inn við framleiðslu kjarorku- vopna sé svo gífulegur orðinn, ið Bandaríkin verði að ná sam- komulagi við Ráðstjórnarríkin. Þess er vænst, að ef sam- komulag næst, muni aðrar þjóð- ir en þær, sem nú ráða yfir kjarnorkuvopnum, þ. e. Banda- ríkjamenn, Rússar og Bretar, ekki leggja út í framleiðslu þeirra. Samkomulag það, sem menn nú gera sér nokkrar vonir um, ætti að geta orðið fyrsta skrefið af mörgum í áttina til víð- tækrar afvopnunar. VerðEaunum heitið fyrir biömafrímerki. í ráði er að gefa út innan skamms íslenzk blómafrímerki. Póst- og símamálastjórnin hefur nú ákveðið að efna til samkeppni um gerð frímerkj- anna. Hver þátttakandi má senda allt að fjórar tillögur og skulu þær sendar póst- og simamála- stjórninni fyrir 1. ágúst í sum- ar. Tvenn verðlau verða veitt eru fyrstu verðlaun 1500 krón- ur, en önnur verðlaun 1000 kr. í tilkynningu póst- og síma- máíástjórnar um þetta segir að fyrirhugað sé að gefa frímerk- in út á næsta ári eða síðar. Bandariska stáliðjusambandið — United States Steel Corporat- ion — hefnr látið reisa stálrann- sóknastöð í Uaroevillé í Penns- ylvaniu. Þetta er stærsta rann- sóknastöð sinnar tegundar í Bandai'íkjumim og miðar að því að anka notagikli stáls og Ijá því lið í samkeppninni við aðrar tegundir inálma. Roger M. Blough, fram- kvæmdastjóri stáliðjusámbands- ins, segir, að til þess að stand- ast samkeppnina við aðra málma hafi' rannsóknarstörf á vegum sambandsins verí*" aukin „geysimikið" og nýjar swlvörur verið framleiddai' og framleiðslu- tæk'ú, aukin Kveður hann ambandið vera í þann veginn að senda á mark- aðinn nýjar vörur, eins og til dæmis plasthúðaðar og alúmin- íumhúðaðar málmþynnur. Þá er þess getið, að tilraunir standi yfir með margskonar stálvörur og önnur efni, þ. á. m. titanium. Þess má og geta, að önnur amerísk stálfyrirtæki munu njóta góðs af árangrinum af þessum rannsóknarstörfum. Vaxandi hlutverk stáls — 1 ræðu þeirri, sem Blough hélt við opnun rannsóknarmiðstöðv- arinnar, sagði hann m.a.: „Við erum þeirrar skoðunar, að al- úminíum hafi miklu — og sífellt víðtækara,— hlutverki að gegna og sama máli gegnir um plast. En við erum einnig þess full- vissir, að stáliðnaður okkar hafi svo mikla möguleika, að eins og stendur séu engar líkur á því, að þessi efni muni skera niður markaði okkar og Tramleiðslu. Niðurstaðan verður sú, að því meira sem alúminíum og plast eru notuð, þeim mun meiri verð- ur eftii’spurnin eftir stáli." Þessi geysistóra rannsóknar- stöð stendur á hæð, um 24 km. austur frá miðbiki Pittsborgar — hjarta stáliðnaðarins— og; nær hún yfir 57 hektara svæði. Við hana starfa 600 efnafræðing- ar, vélfræðingar, eðlisfræðingar og aðrir vel menntaðir ’vísínda- menn og tæknisérfræðingar. Hjarta rannsóknarstarfsins. Á vegum Stáliðjusambands Bandarikjanna starfa 44 aðrar tilraunastofur, og auk þess hef- ur það samstarf við 60 önnur fyrirtæki með margskonar rann- sóknarstörf. Alls starfa úmlega 1,000 vísindamenn og tæknisér- fræðingar hjá sambandinu. En hjarta rannsóknarstarfs stáliðjusambandsins er hér í Monroeville, þar sem fjórar stór- ar nýjar byggingar hafa verið reistar. Litlir stálbræðsluofnar, valsverk og koksofnar eru meðal hinna fjölmörgu rannsóknar- tækja, sem notuð eru. Af verk- færum á smærri mælikvarða má nefna alla þá hluti, sem not- aðir eru eða verið er að prófa í nýja fullkomna stáliðju, að undanskildum járnbræðsluofn- inum. Loks er þar ótrúlega fljót- virk ijósmyndavél, sem tekur allt að 3,000 myndir á sekúndu. Þióuninni liraðað. Starfsfólkið við þessá rann- sóknarmiðstoð vinnur nú að at- hugunum á alls konar fram leiðslutegundum, bæði varðandi vinnslu hráefnis og prófun á til búnum vörum. Vísindamennirn ir eru önnum kafnir við margs konar tilraunir, allt frá fram leiðslu nýrra málmblanda, sem þola hið háa hitastig í vélaút- búnaði þota, að aukinni notkum fjölda efna, sem unnin eru úr kolum. Clifford F. Hood, forseti banda- rísKa stálsambandsins, sagði, að vísindarannsóknir gætu flýtt „óendanlega mikið“ fyrir þróun nýrra viðskipta, nýrrar fram- leiðslu og nýrra hugmynda á öllum sviðum. Hann gat þess, að fyrir 50 árum hefði mátt telja á fingrum sér þau fyrirtæki í Bandaríkjun- um, sem ráku tilraunastofur, en í dag hefðu rúmlega 6,000 amer- Isk fyrirtæki eigin rannsókna- stofur og þúsundir annarra bandarískra fyrirtækja nytu góðs af starfi þeirra. „Amerískur iðnaður", sagði hann að lokum, „hefur vaxið og dafnað, vegna þess að við höfum neitað að viðurkenna að framleiðsla okkar og starfs- möguleikum séu nokkur tak- mörk sett. Þróun amerísks iðn- aðar er ótrúlega hröð, og ástæð- an fyrir því er, hve miklum peningum er varið til rannsókn- arstarfa, en þetta ár er senni- legt, að sú upphæð nemi rúm- um 4.000 milljóri dollurum. PLASTFÖTUR nvknmnar 3 liáis* Verð kr. 5 .>.00 SJALFSTÆÐIS FLOKKSINSJ^ Dragið ekki að gera skil fyrir þá miða scm yður liafa verið sendir. Einkum er áríðandi áð þeir miðar sem ekki seljast berist af- greiðslu happdrættisins sem allra fyrst. Skilagrein verður sótt til þeirra sem þess óska. Afgreiðsla happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu er opin til kl. f> daglega. sími 7106. Amerískar herberg- islæsingar af öllum gerðum eru nýkomnar. Útihurðarskrár Innihurðarskrár Baðherbergisskrár Lamir tilheyrandi fyrirliggjandi. \\t ti ® U u R/, ISúsííhaitl Aluminíum vörur Kaffikönnur Pottar, margar teg. Pönnur stórar Mjólkurbrúsar Fiskspaðar Ausur Mjólkurkönnur Skálar yea&tmae/tf HIYHJAVÍK 1* y re .v Kklíast ijltT mjög fjölbreytt úrval

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.