Vísir - 21.06.1957, Blaðsíða 4
4
HISIA
Föstudaginn 21. júni 1957,
flflR
D A G B L A Ð
yísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
i Sími: 1660 (fimm línur).
t Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
„Litlu hvítu riímin".
í fyrradag var haldinn hátíð-
legur dagur Kvenréttinda-
sambands íslands, og um leið
var náð mikilvægum áfánga
á sjúkrahúss- og hjúkrunar-
málum þjóðarinnar. Þá var
efsta hæð Landsspítalabygg-
ingarinnar, sem Hjúkrunar-
kvennaskólinn hefir haft til
umráða til skamms tíma, tek-
inn til annarra nota, því að
þar hefir verið útbúin ný
deild sjúkrahússins, barna-
deildin, sem unnið hefir ver-
ið við að búa nú um nokkurt
skeið. Og samdægurs voru
fyrstu sjúklingarnir fluttir
þangað.
Það eru nú fimmtán ár, síðan
kvenfélagið Hringurinn tók
sér fyrir hendur að safna fé
til að koma á fót barnaspít-
ala hér í Reykjavík. Óþarft,
er að hafa mörg orð um það,
hversu ötullega konurnnar
hafa unnið að þessu hugðar-
efni sínu. Þess hefir svo oft
verið getið opinberlega, bæði
í blöðum og á öðrum vett-
vangi. Þær hafa verið ó-
þreytandi, enda hafa þær
séð gleðilegan árangur af
elju sinni, því að nú er svo
komið, að þær hafa safnað
um það bil hálfri fimmtu
milljón króna, og þær eru
svo sem ekki hættar að safna
enn, þótt svo. mikið sé
komið.
Hin nýja deild Landsspítalans
fyrir ,.litlu, hvítu rúmin“ er
aðeins til bráðabirgða á þeim
stað, þar sem þeim hefir ver-
ið komið fyrir. Ætlunin er,
að hér verði komið á fót full-
komnum barnaspítala, eins
og hefir verið markmið
Hringsins frá upphafi. Þess
vegna er fjársöfnun félags-
ins heldur ekki lokið, og þess
vegna verður enn leitað til
bæjarbúa nú í dag, því að
margir vilja enn bæta við
það, sem þeir hafa lagt af
mörkum til barnaspítala-
sjóðsins, og vafalaust eru
einhverjir, sem hafa ekki
enn komið framlög'um á
framfæri. Þeir eiga að minn-
ast þess, að með gjöfum sín-
um og styrk við málefnið
vinna þeir að því að efla
heilsu komandi kynslóða.
Það hlýtur að vera áhugamál
allra.
Tryggmgamðstöiin h.f. færir
út starfsemi sína.
T«»k til starfa árið 1955.
Stjórn Sölumiðstöðvar Hrað
frystihúsanna hafði forgöngTi
um stofnun tryggingafélags í
desember s.l.
Hlaut það nafnið Trygginga-
miðstöðin h.f., en hlutafé þess
er nú 922.000 og er það allt inn-
borgað. Framkvæmdastjóri fé-
lagsins var í upphafi ráðinn
Gísli Ólafsson.
Tryggingamálefni frystihús-
anna voru orðin það umfangs -
mikil, að talið var nauðsynlegt
að stofna sérstakt félag í stao
deildar, er starfað hafði innan
S.H. frá síðari hluta árs 1955.
Tryggingamiðstöðin tók t:l
I starfa í janúar s.l., og þegar er
| búið að fá hagstæða endur-
I tryggingasamninga, en þeir eru
á gagnkvæmum grundvelli, þ-
e. a. s. félagið tekur strax í
j upphafi þátt í endurtrygging-
um erlendis frá.
Tryggingamiðstöðin -í.f. hef-
ur nú fært út starfsemi sína pg
tekur að sér allar tegundir vá-
trygginga, nema bifreiða- og
líftryggingar, en reynslan hef-
ur sýnt að allur þorri almenn-
ings hefur eignir sínar annað
hvort ótryggðar eða allt of lágt
tryggðar miðað við núgildandi
verðlag.
■ Trygging'amiðstöðin h.f. mun
hafa umboðsmenn í öllum bæj-
um og flestum kauptúnum
landsins, og getur boðið full-
Nýgjöf til Egypta.
Undanfarna daga hafa við og
borizt fregnir af ferðum
þriggja kafbáta, er komu
siglandi út úr Eystrasalti,
en héldu síðan suður með
vesturströnd Evrópu inn á
Miðjarðarhaf og austur eftir
því alla leið til Egyptalands.
þar sem þeir munu framvegis
eiga heima. Fá Egyptar lcaf-
báta þessa að gjöf frá sovét-
stjórninni eða þeir hafa
keypt þá af henni — skipt-
ir ekki verulegu máli hvort
er.
Það virðist álit flestra í vest-
rænum löndum, að ekki
muni þetta verða til að bæta
friðarhorfur í þessum hluta
' heims, sem hefir verið óró-
legi bletturinn undanfarið.
Nasser hefir nú betri aðstöðu
en áður til að koma svo ár
sinni fyrir borð gagnvart
ísraels-mönnum, að þeir
kunni að neyðast til að grípa
til vopna til að verja hendur
sínar. Ofstopi hans sé slíkur,
að.hann sé í rauninni til alls
líklegur, enda búast ísraels-
menn ekki við neinu góðu
eftir síðustu atburði.
Annars er það sannarlega kald-
hæðni örlaganna, að á sama
tíma og fulltrúi sovétstjórn-
arinnar í undirnefnd af-
vopnunarnefndarinnar í
London leggur fram tillögur
um afvopnun og annað þ. u.
1.. sýna yfirboðaðarar hans
hinn raunverulega friðar-
vilja sinn ineð því að blása
að ófriðarglæðunum við
Miðjarðarhafsbotn.
Uppeídismála-
þinginu lokið.
Eins og: áður hefur verið getið
í fréttum, lauk uppeldismála-
þinginu á Akureyri föstudags-
kvöldið 14. þ.m. Síðasta dag
þingsins voru framhaldsumræð-
ur um aðalmál þingsins, og
nefndir skiluðu álitum.
Þinginu bárust kveðjur m.a.
frá forseta Islands, herra Ásgeiri
Ásgeirssyni, og menntamálarað-
herra.
Gerðar voru ýmsar samþykkt-
ir um aðalmál þingsins, en þau
voru, eins og áður er getið, ný
námsskrá fyrir barna- og gagn-
fræðaskóla og ríkisútgáfu náms-
bóka fyrir allt skyldustigið. •
Enn fremur voru gerðar sam-
þykktir í eftirfarandi málum:
komlega samkeppnisfær kjör
miðað við önnur félög, er hér
starfa
Tryggingamiðstöðin h.f. er til
húsa í Aðalstræti 6, og síma-j
númer hennar fyrst um sir.n
verður 7110.
i
Stjórn félagsins skipa þeir
Elias Þorsteinsson form., Ein-
ar Sigurðsson, Ólafur Þórðar-
son, Jón Gíslason og Sigurður |
Ágús+'son. Framkvæmdastióri ^
er, eirs og áður er sagt, Gísli
Ólafsson. Kristján Réykdal hef-
ur verið ráðinn fulltrúi hjá.
Tryggingamiðstöð. {
Hreyfilsmenn
fóru sigurför.
Nokkrir skákrrie.nn úr Tafl-
félagi Hreyfils s.f. fóru nýlega
til Helsingfors og kepptu þar
á skákmóti Sambands nor-
rænna sporvagnastjóra, N.S.U.,
sem fram fór dagana 23.—25.
maí.
Er skemmst frá því að segja,
að sveitin, sem skipuð þar þeim
Þórði Þórðarsyni, skákmeistara
Hreyfils, Guðlaugi Guðmunds-
syni, Zóphóníasi Márussyni og
Jónasi Kr. Jónssyni, vann
frækilegan sigur .yfir öllum
keppinautum sínum í efsta
flokki mótsins. Sjgurðu þeir
sveitir “ sporvagnastjóra frá
Kennarskóli Íslands.
Þingið ítrekaði mjög ákveðið
fyrri samþykktir samtakanna
um að hraða sem mest byggingu | Gautaborg, Kaupmannahöfn og
nýs kennaraskóla. Stokkhólmi, allar með 3 vinn-
ingum gegn 1, og fengu þannig
9 vinninga af 12 mögulegum.
Sjálfsögð ráðstöfun.
Þess hefir verið getið, að þeg-
ar ríkisstjórnin tók á móti
gestum í ráðherrabústaðn-
um þann 17. júní vegna af-
mælis lýðveldisins, hafi
verið tekin upp sú nýbreytni
að veita ekki áfengi eins og
venja mun hafa verið, held-
ur aðeins kaffi og með því.
Hefir oft mikið verið um þáð
rætt, að hið opinbera eigi að
hætta öllum áfengisveiting-
um í þeim vezlum eða
mannfagnaði, sem hún standi
að, og er það vel til fundið,
að hætt hafi verið að veir.a
vín á þjóðhátíðardaginn. Það
væri ekki úr vegi fyrir
stjórnina að hugleiða, hvort
ekki ætti að halda þessu á-
fram, bannfæra vínið úr op-
inberum samkvæmum. Það
Fraeðslumyndasafn ríkisins.
Samþykkt voru eindregin til-
mæli um, að sett yrðu ný lög
um það og fjárhagur þess
tryggður.
Framlialdsmenntun kennara.
Þingið fól stjórnum samtak-
anna að beita sér fyrir bættri
aðstöðu kennara til framhalds-
menntunar i landinu.
Handritamálið.
1 handritamálinu var eftirfar-
andi tillaga samþykkt: Uppeldis-
málaþing haldið á Akureyri dag-
ana 12 til 14 júní 1957 fagnar
þeirri samþykkt siðasta Alþing-
is, að rikisstjórnin hefji viðræð-
ur við dönsk -stjórnarvöld um
afhendingu handritanna. Jafn-
framt beinir þingið því til nefnd-
ar þeirrar, sem annast hefur
fjársöfnun til byggingar húss
yfir handritin, að þeirri fjáröfl-
un verði haldið áfram pg bygg-
ing hafin svo fljótt, sem kostur
er.
gæti verið vel fil fúndið að
hefjast handa nú, þegar ým-
is stórsamkvæmi erp á næsta
leiti,
Að verðlaunum hrepptu ís-
lendingarnir glæsilegan farand-
bikar til varðveizlu þar til næstE
sveitakeppni fer fram á vegurr
sambandsins, éTi það verður :
Kaupmannahöfn 1959. Enn-
fremur fengu þeir til eignai
nokkra fleiri silfurmuni, sem
einstök fyrirtæki höfðu gefið til
keppninnar. Á heimleiðinni
tóku þeir þátt í hraðskákmóti
sporvagnastjóra í Kaupmanna-
höfn, þar sem þeir unni einnig
fyrstu verðlaun:
Tíðindamenn hittu skák-
sveitina að máli fyrir helgi.
Létu þeir vel yfir förinni og
hyggja á áframhaldandi þátt-
töku í hinu norræna sambandi,
sem er tvítugt að aldri um þess-
ar mundir.
NÆRFATNAÐUR
karlmanna
og drengja
fyrirliggjandi.
L.H. Muiler
Bergmáli hefur borist bréf frá
manni er harmar það hvað menti
stundi hér lítið sjóböð nú orðið.
Fer hér bréfið hér á eftir:
Öðru vísi hér áður var.
„Mér finnst hreinasta skömm
fyrir afkomendur víkinganna ao
þeir þoli ekki lengur að korna !
kalt vatn. Sú var tíðin að ungt
fólk notaði góðviðrisdagana til
þess að iðka sund í sjó eða þeir
sem í sveit bjuggu, í köldum
ám og vötnum. Menn létu það
ekki á sig fá þótt sjórinn væri
kaldur, enda voru þeir fáir sem
höfðu aðgang að heitum laugum
og jafnvel þótt svo væri hikuðu
garparnir sem voru upp á sitt
bezta á fyrstu tugum 20 aldar
ekki við að steypa sér í sjóinn
og má þar minnast Sigurjóns
heitins frá Álafossi og -fleiri
góðra drengja, sem álitu íþrótt-
ir annað meira en að setja met'
í stofuhita.
Kvartað uni kulda.
Suður í Nauthólsvík er ágætis
baðstaður, sjórinn þar er hreinn
og á heitum sumardögum hlýnar
hann talsvert. Fjaran er góð þat’
og hægt að fara í sólbað. En það
er hreinasti viðburður að sjá
þar baðgesti nema kannske tvo
þrjá heitustu dagana á sumrinu
og margir sem þangað koma
vaða í mesta lagi upp í hné
og hlaupa svo í land eins hratt
og þeir geta aftur og kvarta
um kulda. Þetta er kannski eðli-
legt, því til er það fólk sem
nú er að vaxa upp, sem ekki hef-
ur svo mikið sem einu sinni á
æfinni þvegið er upp úr köldu
vatni. Islendingar búa í hlýjum
og góðum húsum og eiga góð
klæði og þetta er gott og blessað,
en hin góðu lifskjör mega ekki
gera fólkið að aumingjum. Menn
verða að stæla og herða likam-
ann því ekki er alltaf hægt að
vera í stofuhita og fatnaður
nægir líkamanum ekki alltaf til
verndar.
Menn eiga að herða sig.
Þess vegna vil ég hvetja unga
fólkið til að herða likamann með
sjóböðum og hreyfingum undir
beru lofti. Margur maðurinn hef-
ur jafnvel- fengið heilsu sína
aftur með því að stunda sjóböð.
En aðgát skal höfð og menn
verða að fara gætilega því of-
kæling getur einnig valdið heilsu
tjóni“.
íþróttainaður.
Mjólkurfræðingar
semja.
í gærkveldi náðist samkomu-
lag • viimudeilu mjólkui’fræð-
inga við vinnuveitendur,
þannig að verkfalli, sem hefj-
ast átti á s.I. miðnætti var af-
stýrt.
Ekki var samið um neina
kauphækkun en hinsvegar um
hiunnindi ög aukin fríðindi, svo
sem styttan vinnutíma og
fleira. Áður var' vinnutíminn
frá kl. 6 árdegis til kl. 5 síð-
degis, en hefur nú verið breytt
þannig að á vinnslubúunum er
vinnutíminn frá kl. 7 til 4 og
í Mjólkurstöðinni í Reykjavílc
kl. 8—5. Þá hefur vinna á laug-
ardögum verið auk þessa stytt
um 26 kls’t. á ári. Önnur megin
hlunnindi, sem um var samið
eru þau að nú fá-mjólkurfræð-
ingar ókeypis vinnuföt 'og þvqtt
á þeim, en þau urðu þeir að
ieggja sér til áður, , ,