Vísir - 21.06.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 21.06.1957, Blaðsíða 7
Fcstudagmn 21. júní 1957 VlSIB • • • • • • «• i ANDNEMARXHl • • • EFTIR RUTH MÖORE •’ • • • • • • • • 67 • • • • grunni, hráar og gular grindurnar bera við tré skógarins. Það kom fyrir að honum vöknaði um augu, þegar hann gaf þessu gaum. Nokkur húsanna voru alls ekki grá og gul lengur; þau höfðu nú verið máluð rauð, eftir að einn úr Gorham-fjölskyldunni hafði fundið rauðan múrsteinslit. Húsamálning úr ósköp venju- legri leirkeldu — dásemdir sköpunarverksins voru takmarka- lausar. Nei, áhugarm vantaði ekki. Það var einungis Iiitt, að fram- jkvæmdin heyrði Mike til. Frank var mjög stoltur af Mike, enda vissi hann, að á bak við allt framtak stóð bæði dugur og snilli þessa bróður hans. Mike stóð traustum fótum meðan voldugt sagarblaðið rann gegnum bjálkana í mylnunni. En það var ekki auðvelt að starfa með Mike; hann vildi ætíð segja mönnum, hvað þéir áttu að gera, hvenær, hvernig og hve hratt. Þegar maður hafði fengið áhuga fyrir verkefni og fylgzt með því leysast skref fvrir skref undir eigin handai'- jaðri, mátti alltaf búast við því, að Mike kæmi til skjalanna og ræki nefið niður í það; áður en maður vissi af, hafði hann vikið manni til hliðar og lokið verkinu í hendingskasti, við- komanda til sárra leiðinda. Það má Guð vita, að ég er ekki uppbyggjari ríkis, og það eru einmitt mennirnir, sem hér er þörf fyrir, hugsaði Frank með sér og skotraði augunum út á ána. Engu að síður mundi ég geta reist þorp, eða að minnsta kosti mitt eigið hús, ef ég íengi tækifæri til að skipuleggja vérkið og fylgja því eftir stig af stigi. En hans eigið hús fyrir ofan fossana voru menn Mikes nú að smiða, hvattir til dáða af Mike sjálfum, sem ætlaði að koma í veg fyrir, að hin kalda veðrátta kæmi að Frank og Elísabetu á Bfissie. Meðan þessu fór fram vann Frank sitthvað í mylnunni, eða hélt bækur og talnaskýrslur í skrifstofunni. Gagnlaust verk, vissulega, því á hverju kvöldi fór Mike sjálfur yfir bækurnar. Hann gagnrýndi Mike ekki, gæflyndan og velviljaðan mann, góðan bróður, skapaðan fyrir stórvirki. Gallinn var sá, ef um eitthvað slíkt var þá að ræða, að Frank sjálfur vai' seinn til. Þó skorti hann alls ekki sjálfsvirðingu. Það hlaut hvar sem var að geta verið rúm fyrir þá báða, hann og Mike. Vissulega væri dapurlegt ástand ’í heiminum, ef enginn lit- aðist nokkru siimi um og horfði á gi'asið gróa í kringum sig. Ef málum var nú þannig háttað, að það greri líka undir fótúm manns, þá var grasið sjálft kraftaverk. Eitt af hinuin dásamlegu furðuverkum heimsins. Lítill bátur sigldi nú upp ána. Frahk gaut augunum til hans og reyndi að greina, hvort komumaðúr væri einhver af íbúum bæjarins eða ókunnugur. Af seglunum að dæma var hér ókunn- ur maður7 á ferð. Ég vona að það séu ekki fleiri af Cantrilunum að koma heim íil þess að krefjast fæðingarréttar síns. Ég er búinn að fá alveg nóg af þeim. Það var nú meira liðið þessir Cantrilar. Lifnaðarhættirnir, sem þeir höfðu tileinkað sér á þessum slóðum, skelfdu hann. Maynard, sem verið hafði vinur hans, hafði sagt honum ýmis- legt um þá; og hann hafði meira að segia komizt að raun um, að jafnvel Maynard sjálfur hafði óbeit, sem næstum nálgaðist hótúr, á ókunnugum. Frank fór fingrum um sárið á hökunni á sér. Hann leit sem snöggvast á hláðna byssuna á þilfarinu við hliðina á sér. Hann hafði tekið hana með sér af því að endúrnar voru að byrja að fljúga yfir ánni, samt.fannst honum, að í rauninni vildi hann ekki særa neinn eða neitt, svo vel sem honum leið. Það rann upp fyrir honum, að þrátt fyrir það, hver friðsemdarmaður hann í eðli sínu var, höfðu kringumstæðurnar knúið hann til nokkurra undarlegra aðgerða. Hann fylgdist með bátnum nálgast.. Unga manninum, sem stýrði honum, virtist á engan hátt svipa til Cantrilanna, því hann var tötralega klæddur í hina mestu laría. Hann nálgaðist mjög varfærnislega, leit á Bessie, Frank og var vel á verði gagnvart hreyfingum manna í landi. Frank reis á fætur og fór að lunningunni, til þess að sjá þegar hann færi framhjá. Báturinn — þetta var vfirbyggður skipsbátur — þurfti að sigla mjög nsérri Bessie, ef hann átti að sleppa við leirgrynningarnar, sem teygðu sig langt út frá bakkanum; og nú var lágt í ánni. En aðkomumanni virtist ekki vera kunnugt um grynningarnar. Hann stefndi beint á þær. Frank kallaði til hans: — Hæ, kunningi, sláðu af, þú strand- ar í leðjunni annars. | Ungi maðurinn dró úr ferðinni, vék til hliðar og kom uþp til Franks. Frank fylgdist með honum fella seglin og lét bátinn reka ofurlítið til baka með straumnum, til þess að geta lagt beint að Bessie. Þétta var liðlega að verið; og Frank fann til aðdáunar. Hann lét það álit sitt uppi, um leið og hann velti því fyrir sér, hvar í ósköpunum hann hefði séð manninn áður. Bát- inn ætlaði að reka frá aftur, svo hann henti út enda. Náunginn tók í spottann og stóð glápandi upp til Franks. -— Fjárinn hafi það, ef ég hefði nokkurn tíma látið mér detta í hug að hitta hér nokkurn úr Carnavon-fjölskyldunni, ' sagði hann. :—: Ég bjóst við, að Cantrilarnir mundu taka á móti mér. — Carnavon! Sagði Frank og hvikaði um, skref. — Hér er Frank Ellis, það heili ég, óþekkjanlegur vegna þess, að ég hef rákað af mér skeggið. Ungi maðurinn glotti. — Þú hlýtur að vera af mínum ættstofni, úr því svo er, sagði hann. — Ég er Natan Ellis. Ég sá þig nokkrum sinnum í vöru- geymslunni í Boston, þegar ég var þar hjá pabba. Þii mannst eftir Ellis gamla? Ég ér sonur hans. — Guð komi til! sagði Frank. Hann leit skyndilega við og hugði að Elísabetu yfir öxl sér, en annað hvort hafði hún ekki heyrt neitt, eða hún var ejn- hversstaðar í burtu. Það var ekki um að viilast, að hér var Natti á ferðinni, hinn sonur hennar — sá, sem Frank hafði ékki séð áður — var nú kominn þangað í leit að móð'ur sinni. Frank varp öndinni. Ef þessum svipaði að eínhverju léyti til bróður síns, var annað stríð framundan hjá honum friðsemdar- manmnum. Frank fann til mikillar löngunar til þess að kippa rösklega í spottann, s.teypa náunganum í ána og segja algjörlega skilið við hann. Það var samt svo, að Natan Ellis virtist alls ekki hegða sér eins og honum væri stríð í hug. — Mér er það mikið gleðiefni, að 'finna hér mann af þinnii tegund, Carnavón, sagði hann. — Ég var að litast um eftir yljandi móttökum, eftir að sló í brýnu milli mín og eins af Cantrilunum neðar með ánni í gær. En ég varð að finna bæ af einhverju tagi. Konan mín og ég búum hinum megin við flóann1 og áformum að hafa þar vetursetu; til þess þuríum við matar-i forða. Heldurðu að ég gæti fengið keypt það sem mig van-i hagar um hérna? — Ég efast ekki um, að þú gætir það, sagði Frank. — Jæja, ég vona það, það sparar mér þá að skreppa alla leið niður til Weymouth. Mér fannst rétt að r.eyna íyrir mér hér! fyrst, þó það gæti haft átök í för með sér. 9 k*v*ö*l*d-v«5»k*u*n«n-i Tvær piparmeyjar seldu hú$ | sitt í borginni og fíuttu upp i jsveit. Þær hugðust stofna ihæsnabú og pöntuðu 150 hæn- jur og 150 hana. Bóndinn, sem j þær pöntuðu hænsnin hjá jsagði, að þær þyrftu ekki nærri svo marga hana. ■ „Jú, svo sannarlega“, sögðu þær, „við vitum hvað það er, að vera einmana.“ Gerum okkur í hugai'lund, hvað mundi ske, ef ein kona og tveir karlmenn yrðu skip- reika á eyðiey. Ef þau væru spænsk, mundi mennirnir drepa hvor annan. Ef þau væru ítölsk, mundi kvenmaðurinn drepa annan; karlmanninn. Ef þau væru ensk mundi ekkert gerast, því að þau biðu eftir að vera kynnt. Ef þau væru amerísk, mundi heldur ekkert gérast, því að karlmennirnii' væru svo upp- teknir af að ræða viðskiptamál. Ef þau væru frönsk, niundi nást fullt samkomulag á jafn- réttisgrundvelli. I ; f Vitið þér — að vindlingsglóð verðuil allt að 450 stiga heit? — að aðeins kvenkyns iriý- flugur stinga? r ; j — að ekki nema 10 af hvei'j- um 100 plöntum í yeröldiani ilma? — að í Hollandi byggi 29Æ manns hvern ferkílómetra og! að það sé þar með þéttbýlasta land jarðai'innai'. : — að fólk hafði gleraugu I fornöld. Þarrnig er t. d. sagt aíS Nero hafi lesið í gegnum gler- brot. — að Inkarnir í Peru hafi framkvæmt heilauppskurð fyr- ir 3000 árum? — að öryggisnælur voru fyrsfc búnar til 1840. Það var Banda- ríkjamaðurinn Walter Hunt, sá hinn sami sem fann upp þvotta- klemmurnar. Hann lézt í mikilli fátækt árið 1852. — að fyrsta blaðið í Þýzka- landi byrjaði að koma út 15« jgnúar 1609? I f. SuwcuqhA TARZAISI- Eg er viss um að það liggur eitt- hvað á bak við þetta hjá Roy, sagði Bedfield. Þá var það sem gróf jrödd. greip frani í, Rétt hjá þér gamli minn,. sagði Roy Briste.v, sem gekk ;.nn úr dyrunum og miöaði á þá skammþyssu sinni. Hann gekk var- lega I áttina til þeirra pg spenr.ti gikkinn. En nú þarftu lengur, sagði hann. c-kki að kvíðö^ . t i....- L__ 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.