Vísir - 27.07.1957, Blaðsíða 3
VÍSIR
Laugardaginn 27. júlí 1957
|t»
islendingar hafa neytt
Sirius-súkkulaðis í 60 ár.
Franileiðsla þess hér á landi
héfst fyrc.r hart nær 25 árum.
KimIiirl»æ<ÍEBi* vélakosður, nvjar
vör ti i egu'iiili r.
í mikilti vei'ksmLðjubyggingu á horni Barónsstígs og Skúla-
3;ötu starfa þrjú verksmiðjufyrirtæki undir sania þak. Allir
landsmenn hafa löng og góð kynni af þessum fyrirtækjum öll-
um. Ungir sem gamlir kannast við Hrein, Nóa og síðast en ekki
sízt — Sirius. Fullu nafni heitir hið síðastnefnda Súkkulaði-
verksmiðjan Sirius h.f. og þangað lagði tíðindamaður frá Vísi
leið sína nú í vikunni, og verður hér lítils háttar frá þeirri
hcimsókn sagt.
Fann hann þar að máli fram-
kvæmdastjóra allra fyrirtækj-
anna. Hallgrím Björnsson efna-
verkfræðing. og Carl Hemming
Svejns skrifstofustjóra, og
mæltist til þess, að þeir segðu
eitthvað frá verksmiðjunni og
starfseminni þar.
60 ára reynsla.
Eins og í íyrirsögn þessarar
greinar segir eru kynni þjóðar-
innar. af Sirius-suðusúkkulaði
orðin löng, þvi að liðin eru 60
ár frá því að hún fór að neyta
þess og varð það frá upphafi vin
sæl neyzluvara, og. hefur alla tið
haldið vinsældum sínum. Carl
Hemiping Sveins skrifstofustj.,
sem verið hefur starfsmaður
Súkkulaðiverksmiðjunnar h.f.
frá stofnun hennar, sagði tíðinda
manninum, að beiðni fram-
kvæmastjórans, sögu verksmiðj-
unnar í höfuðatriðum:
Stofnuð 1933.
„Súkkulaðiverksmiðjan Sirius
h.f. var stofnuð 27. september
1933. Keypti félagið Sirius-verk-
smiðjuna, sem hin víðkunna
sæigætisverksmiðja Galle & Jes-
sen hafði rekið i fríhöfninni í
Khöfn um langt skeið eða frá ár-
Inu 1897 til framleiðslu á Sirius-
súkkulaði til útflutnings, og fór
víst mikill hluti framleiðslunnar
til Isiands. Aðalframleiðsla verk
smiðjunnar var hið viðurkennda
Consum-súkkulaði, sem Islend-
ingar hafa nú borðað og drukkið
i 60 ár. Galle & Jessen-verk-
. smiðjunnar áttu hluta í íslenzka
félaginu fyrstu árin, en brátt
komust allir hlutir á íslenzkar
hendur. Hófst starfsemin í
marz 1934, með vélunum úr
■dönsku verksmiðjunni, en upp-
setningu þeirra hér annaðist
danskur maður frá Galie & Jes-
sen, Jarming að nafni, og starf-
aði hér um nokkurra ára skeið.
Kókossmjörið sett í blöndunarvélina.
Starfsemin var hafin i nýbyggðu
húsi Brjóstsykurgerðarinnar
Nóa við Barónsstíg, þar sem hún
enn er til húsa. Framkvæmdar-
stjóri hennar, sem hinna fyrir-
tækjanna tveggja, var Eirikur
S. Bech, frá stofnun hennar til 1.
maí 1955, en þá tók við fram-
kvæmdastjórastarfinu Hallgrím-
ur Björnsson efnaverkfræðing-
ur.
Eftirspurn að framleiðslu
verksmiðjunnar hefur jafnan
verið mikil og vaxandi, en á
skömmtunartímanum var erf-
itt um öflun hráefna, svo að
ekki þar þá unnt að mæta þeirri
eftirsþurn, sem byggðist á gæð-
um framleiðslunnar, fyrr en úr
þeim erfiðeikum rættist."
Starfslið og vélakostur.
Hajlgrímur Björnsson skýrði
tíðindamanninum svo frá, að í
verksmiðjunum öllum, ynnu að
jafnaði 30—40 manns. Sameigin-
leg skrifstofa er fyrir allar þrjár
verksmiðjurnar og sameiginlegt
sölukerfi. Sl. tvö ár hefur véla-
kostur súkkulaðiverksmiðjunnar
verið aukinn að verulegu leyti,
keyptar vélar frá Vestur-Þýzka-
landi, af nýjustu og fullkomn-
ustu gei-ð, og verður umbótum
og endurnýjun á vélakosti hald-
ið áfram, eftir því sem aðstæður
leyfa.
1 sambandi við nýju vélarnar
er þess að geta, sagði Hallgrím-
ur, að er þær voru teknar í notk
un varð okkur kleift að hefjast
handa um miklu fjölbreyttari (
framleiðslu vörutegunda, og er
sumt af þeim komið á markað-
inn. Sl. vor var ráðinn til verk-;
smiðjunnar vestur-þýzkur sér-^
fræðingur í súkkulaðiiðnaði, og
hefur hann yfirstjórn framleiðsl
unnar með höndum.
Þetta tvennt, að nýjar, full-
komnar vélar liafa vcrið tekn-
ar í notkun, hefur fyrst og
fremst gert okkur kleift að
framleiða og senda liinar nýju
vörutegunir á markaðinn.
Umbúðir
Mikil áherzla er lögð á vand- (
aðar og smekklegar umbúðir og
fer öll prentun á þeim fram hér- f
lendis, og má fullyrða, að þær
umbúðir, sem nú eru notaðar
séu fyllilega sambærilegar hvað ,
smekklegt útlit og annað snertir,
við vönduðustu umbúðir erlend-
is.
Aðalþættir framleiðslunnar.
Hráefnin, eru eiiend og inn-
lend, aðallega Cacao-baunir,
cacao-smjör, sykur.og bragðefni,
og nýmjólkurduft, sem framleitt
er i mjólkurbúinu á Blönduósi.
Cacao-baunirnar eru hreinsaðar
Og brenndar og malaðar á svip-
aðan hátt og kaffi, og blandaðar
með cacao-dufti, nýmjólkurdufti
og sykri og mismunandi bragð-
efnum. Þegar blandan er hæfi-
lega fint möluð o. s. frv. er
„massinn1* steyptur i mót i hinni
nýju vélasamstæðu, og síðan eru
súkkulaði-plöturnar eða steng-
urnar pakkaðar i pökkunarvél
og eru þá tilbúnar til sölu. Mynd-
irnar skýra nánara hvernig
framleiðslan gengur fyrir sig.
Hallgrímur Björnsson sagði
að lokum: Islendingar hafa nú í
hartnær aldarfjórðung haft
kynni af framleiðslu verksmiðj-
unnar, og fyrst og fremst
af Sirius-súkkulaðinu, sem
alla tíð hefur verið mikil
eftirspurn að, sem og annarri
íramleiðslu verksmiðjunnar, er
komið hefur til sögunnar smám
saman á liðnum tíma, og hinum
nýju framleiðsluvörúm, sem nú
eru að koma á markaðinn, hefur
verið sérlega vel tekið.
Verða nú loksins grafin
göng undir Ermarsund ?
Suez-félariið hefir hug á að
vinna að framkvæmdinni.
Mótun.
Af hinuni imifangsiniklu á-
formum 19. aldariiuiar lun að
tengjá sámaii um'ferð um liöf
og lendur var tveini hrundið í
framkværnd — Súezskuröimim
og Banamaskurðinum.
Hið þriðja — voldug jarðgöng
undir Ermasund milli Englands
og Frakklands — varð einungis
fallegur draumur. Brezkt félag
var stofnað árið 1872 til þess að
vinna að framgangi málsins og
byrjað var á uppgreftri \ið bæ-
inn Fo'.kestone, en meira varð
það ekki. Stjórnarvöldin brezku
voru alls fekki hrifin af því, að
skapa méginlandsveldunum tæki
færi t'il herflutninga beint inn í
landið. Af þeim sökum lagði
jarðgangafélagið niður starf-
semi sína og kom aðeins saman
til fundar einu sinni á ári.
Drunurnar og dynkirnir frá
kjarriorkusprengingunni yfir
tliroshima. og fyrstu vetnis-
spréngjunni vfir Kyrrahafi
megnuðu ekki einu sinni að
trufla svefii þess, enda þótt þær
röskuðu meðal annars hernaðar-
legum rökum gegn byggingu
jarðganganna.
Verður nú liafizt lianda?
En þegar jarðgangafélagið
hélt venjulegan ársfund sinn um
daginn gat formaðurinn skýrt
frá því, að nú væri á döfinni að
blása lífsanda í framkvæmdirn-
ar á ný. Annað og þekktara félag
hefði verið svipt eigin skipa-
skurði en hefð'i á liinn bóginn
ríflega fjármuni handbæra til
þess að ávaxta. — Súezfélagið,
, atvinnulaust síðan Nasser þjóð-
| nýtti skurðinn i júlí í fyrra, er
reiðubúið til að leggja fram fé
. til framkvæmdanna og er áform-
að að stofna nýtt félag, er skaf
rannsaka tæknilega og efna-
hgslega möguleika á smíði jarð-
ganganna. Verður næstu vik-
urnar unnið að því að kanna
sjávarbotninn.
Ákvörðun Súezfélagsins um að
flytja starfsemi sína undir hafs-
botn og ganga til samstarfs við
jarðgangafélagið varð leiðara-
höfundum víðsvegar í heiminum
tilefni til nokkurra bollalegg-
inga.
„Christian Science Monitor"
hélt því fram, að horfurnar á
| slíkum samruna væru góðar.
Súezfélagið hefði langa reynziu
í að sjá um ferðir skipa gegnum
land. Nú þyrfti það aðeins að.
snúa verkefninu við, til þess að
starfrækja jarðgöng farsællega.
Dætur 19. aldarinnar.
„Manchester Guardian" ræddi
um það, að — jarðgangafélagið
hefði verið án jarðganga í 75 ár;
og það væri orðið vant því. Súez-
félagiö hefði aðeins skamma
reynslu af að vera án skipa-
skurður, og áformin um að
bregða sér niður í jörðina bentu
til mjög skjótrar aðhæfingar-
getu. Þessar tvær dætur 19, ald-
arinnar — önnur aðeins barn
ennþá, og hin ekkja með athafna
saman lífsferil að baki — von-
uðust nú til þess að geta fram-
lcvæmt gagngera rannsókn á
því er lyti að jarðgangafram-
kvæmdunum. Þó að Súezfélagiö
gæti ekki lengur átt hlut að
vöruflutningum miili Evrópu og
Asíu, gæti það að minnsta kosti
haft hönd í bagga með flutn-
ingi vara og farþega milli Calais
og FoJkestone.. Jarðgöng þurfa
lika að vepa stjórnrnálalega
tryggð, segir blaðið, — ekkert
ríki getur þjóðnýtt nema annan
enda þeirra.
Löng göng og dýr.
Ermasundsjarðgöngin eiga að
vera 45 km. löng og er áætlað
að þau muni kosta sem svarar
4,7 miljörðum íslenzkra króna.
Þau verða næstum tvöfallt lengri
en norðurbrautin í neðanjarðar-
kerfi Lundúna, sem nú er lengst
í heimi, allmörgum kílómetrum
lengri en Simplon-jarðgöngin
fi'ægu, sem áður áttu metið.
Ef hinar áformuðu rannsóknir
bera hagstæðan ðrangur, er
ætlunin sú, að afla einnig banda-
, riks fjármagns til framkværnd-
‘ anna.
í fyrstu cfc gert ráð íyr.r
| þrefaldri skiptingu jarðgangn-
‘ anna, þar af verða tvö spor fyrir
I umferð járnbrauta í báðar áttir.
Ekki ér unnt að láta bifreiðir
Pökkun.