Vísir - 20.08.1957, Blaðsíða 4
YlSIR
Þriðjudaginn 20. ágúsi 19-37
irzsiR.
D A G B L A Ð
Tlilr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaösíður,
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Aígreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁTAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
.t
— jlfiiiiKÍiigarorð. —
Barði Guðmundsson
þgóðskgatavörður.
Fegurri borg.
Þv
En
í verður ekki í móti mælt, að
Reykjavík hefir tekið mjög
miklum stakkaskiptum síð-
ustu 15—20 árin. Henni hefir
farið mjög fram á mörgum
sviðum — hún hefir þanizt
út í allar áttir, byggingar
orðið stærri og fallegri og þó
mun það einkum vekja at-
hygli þeirra, sem muna eftir
henni áður fyrr, hvað hún
er miklu skrautlegri og
snyrtilegri en áður. Það er
meiri litagleði í hinum ýmsu
hverfum hennar, svo að hinn
einhæfi, leiðinlegi, grái litur
er smám saman að hverfa.
Reykjavík verður smám
saman betri og viðkunnan-
legri samastaður.
það eru ekki aðeins húsin,
sem verða á margan hátt
smekklegri — þótt menn
kunni raunar að deila um
„smekkinn" sumsstaðar —
heldur hugsa menn meira
um umhverfi sitt en áður. í
hverju hverfi bæjarins eru
fjölmargir fagrir blettir um-
hverfis húsin, og fjölmarg-
ir bæjarbúar verja bæði
miklum tíma, fyrirhöfn og
fjármunum í að fegra garða
sína. Er það vafalaust til
uppörvunar í því sambantí.',
að Fegrunarfélagið hefir
veitt þeim verðskuldaða við-
urkenningu, sem hafa skarað
fram úr í þessurn efnum, og
þeir því séð nokkurn árang-
ur af starfi sinu að því leyti
einnig, enda þótt flest;r
muni ekki sækjast eftir slíku
fyrst og fremst.
Bærinn hefir heldur ekki látið
sitt eftir liggja í þessu efni,
því að hann hefir varið
miklu fé á undanförnum ár-
um til að skreyta almenn-
ingssvæði og aðra staði í
bænum, þar sem nauðsynlegt.
hefir verið. Er það kunnara
en frá þurfi að segja, hversu*
mikið er unnið í þessu efni,!
auk þess sem unglingar
hljóta gott uppeldi við að
hlynna að gróðri í görðum
borgarinnar og græða nýja
reiti, sem verið hafa í órækt.
Enginn bær á landinu vinn-
ur annað eins að þessum
málum og Reykjavík, ekki
einu sinni að tiltölu við
fólksfjölda og aðstæður all-
ar.
Tjörnin og Skólavörðuholt.
Fyrir nokkru var hafizt handa
um að lagfæra bakka tjarn-
arinnar, ,en það hefir verið
íyrirhugað um all-langt
j skeið. Hefir það dregizt úr
. hófi, en það, sem þegar hefir
verið gert við bakkana, þar
sem Skothúsvegurinn liggur
yfir tjörnina, sýnir, að þar
verður snyrtilegt ogskemmti
j legt um að litast framvegis,
þegar endurbótum þessum
verður lokið. Áð vísu er ær-
ið starf eftir, en vonandi
veður haldið áfram við það,
unz því verður að fullu lokíð.
Það eru fleiri staðir í Reykja-
vík, sem þarfnast þess, að
þeim sé sýnd rtokkur rækt-
arsemi, óg mætti til dæmis
nefna Skólavörðuhæðina,
sem hefir verið hálfgert
„vandræðabarn“ á undan-
förnum árumV' Hætt er víð,
að kostnaður við að lagfæra
hana verði mikill, enda er
hún talsvert flæmi, enda
þótt svo mörgum stórbygg-
ingum eigi að troða þar, að
þar verði varla unnt að
drepa niður fingri í framtíð-
inni. Er slíkt mjög misráðið,
og hefði -verið nær að gera
þarna einskonar ,,skólagarð“
til minningar um skólavörð-
una — skemmtigarð með
reit fýrir hvern skóla, bar
sém nemendur sýndu
smekkvísi sina við skreyt-
ihgar.
Hann varð bráðkvaddur að
heimili sínu 11. þ. m. Kom
fregnin um andlát hans vinum
og samstarfsmönnum mjög á
óvart; því að aldur var eigi hár.
Og hress og glaður kom hann
til starfa fram að síðasta ævi-
degi.
Eigi gefst tími til að rekja
hér ýtarlega æviatriði og störf
Barða Guðmundssonar. Verður
að nægja stutt yfirlit ásamt fá-
um kveðjuorðum til góðs vinar
og samstarfsmanns.
Barði var fæddur á Þúfna-
völlum í Hörgárdal 12.okt. 1900.
Foreldrar hans voru Guðmund-
ur hreppstjóri Guðmundssson,
nafnkunnur héraðshöfðingi, og
kona hans Guðný Loftsdóttir
bónda í Baugaseli, Guðmunds-
sonar. Var Barði yngstur af
átta börnum þeirra hjóna, og
eru hin sjö öll enn á lífi.
Stúdentsprófi lauk Barði ár-
ið 1923, Árið eftir hóf hanii
nám við háskólaim í Osló og
lagði stund á sagnfræði, en sú
fræðigrein hafði heillað hug
hans þegar í - æsku. Árið 1928
innritaðist hann í háskólann í
Kaupmannahöfn og lauk þar
meistaraprófi í sagnfræði 16.
sept. 1929.
Hið sama haust serh Barði
lauk meistaraprófi í sögu varð
hann kennari við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Gegndi hann
því starfi til 1935 (og að nokkru
til 1936), en jafnframt var hann
settur kennari í sögu við- Há-
skóla íslands 1930—31. Þjóð-
skjalavörður var hann skipaður
1935 og gegndi því starfi til
æviloka. í Menntamálaráði átti
hann sæti 1931—53 (formaður
1931—33), í stjórn Þjóðvinafé-
lags frá 1934 til æviloka (vara-
formaður frá 1944), í verð-
launanefnd Gjafar Jóns Sig-
urðssonar 1931—38. Félagi var
hann í Vísindafélagi íslendinga.
Á alþingi átti hann sæti sem
landskjörinn þingmaður fyrir
Alþvðuflokkinn 1942—49 og
var forseti neðri deildar 1945
—49.
Ritstörf Barða, sem öll lúta
að rannsóknum á sögu íslands í
fornöld, eru æðimikil að vöxt-
um. Hafa ritgerðir hans einkum
birzt í Andvara (síðan 1936),
en einnig í Skírni (1936—38)
og í Helgafelli, auk þess sem
hann ritaði í norræn tímarit.
Skoðanir þær, er hann hefur
sett fram í þessum fræðum,
hafa vakið mikla athygli, sem
kunnugt er, einkurn þær er
fjalla um rannsóknir hans á
Njálu. Ekki er á faéri leikmanna
að dæma um, hverjar af kenn-
ingum hans muni halda velli í
íramtíðinni, en það dylst eng-
um, að byggðar eru þær á mikl-
um lærdómi og skarplegum at-
hugunum. Er og ekki að efa, að
gert hefði hann þessum efnum
enn ýtarlegri skil, ef honum
hefði enzt aldur til
En nú, þegar minnzt er frá-
falls Barða Guðmundssonar, þá
ér okkur, sem um mörg und-
anfarin ár höfum átt að njóta
daglegra samvista og samstarfs
með hónum, minnísstæðust sú
Ijúfmennska og góðvild, sem
jafnan einkenndi framkomu
hans í okkár garð. Ætla ég og,
að flestir aðrir samstarfsmenn
hans og vinir hafi hins sama
að minnast af kynnum við hann.
En hitt vissum við líka, þótt
aldrei reyndi á það í samstarfi,
1 að' hann gat verið fastur fyrir,
ef hann vildi því beita, og myndi
þá hver einn finna, að þar var
manni að mæta.
Barði kvæntist 12. janúar
1927 Teresiu, dóttur Ingebrekts
Anda, yfirkennara í Kristian-
sand í Noregi, en hún er veður-
íræðingur að menntun og nú
forstjóri Veðurstofu íslands,
sem kunnugt er. Börn þeirra
hjóna eru tvö: Hildur gift Ein-
ari Jónssyni vélfræðing, þau nú
búsett vestan hafs, og Hákon,
löftskeytamaður.
Jón Guðnason.
'
Kiambratúnib.
Að endingu er ekki úr vegi að
nefna eitt stærsta flagið í
bænum, sem gert hefir ver-
ið á Klambratúni. Þar hefir
uppgreftinum úr Miklubraut
og Lönguhlíð verið dreift
á um það bil hálft túnið, og
má geta nærri, hversu
skemmtilegt verð'ur að búa
i grennd við flag þetta í haust
og vetur, þegar vcður fer að
herða og jörð frystir. Þá
verður bókstaflega ólíft í
næstu húsum, ef .ekki verður
eitthvað gert til að binda
jarðveginn. Þess sjást enn
engin dæmi, að ætlunin sé að
gera það, og verður þó að
hefjast handa fyrr en síðar,
því að nú fer mjög að líða á
gróðurlímann, og engin leið,
að vita, hversu lengi hann
endist fram eftir haustinu.
Sennilega verður heldur ekki
ráðizt í að grafa upp nyrðrí
hlið .Miklubrautar á þessu
ári, svo &ð ekki er eftir neinu'
að bíða. í
Forsetarnir í heimsókn
á Norðurlandi.
FerMn gekk vef þrátt fyrir dumbungsve&ur.
lands, en því næst lék lúðra-
sveit þjóðsöng Finna og sungu
kórar með. Þá mælti Kekkonen
fprseti nokkur orð, en karla-
kórár bæjarins, sem þarna voru
mætfir, sungu tvö íslenzk lög.
Klukkan 3 var ekið að verk-
smiðjum SÍS, Gefjuni og Ið-
unni og þær skoðaðar og
drukkið kaffi.
Klukkan 4,30 var ekið að
sundlaug báejarins og þar tók
á rnóti forsetunum Hermanh
Stéfánsson íþróttákenhari. Eftir
stutta viðdvöl var farið niður
á Oddéyrartanga og skoðað hið
nýja • fiskiðjuver .kaupstaðáf ins.
Frá fréttaritara Vísis. —
Akureyri í gær.
Forseti Finnlands, herra
Urho Kekkonen og ferseti ís-
lands herra Ásgeir Ásgeirsson
komu til Akureyrar klukkan
Iaust fyrir tvö á laugardag,
báðir með fylgdarliði.
Á móti þeim tóku bæjar-
stjóri, forseti bæjarstjórnar og
bæjarfógeti. Ekið var bemt að
Hótél KEA. Hafði safnazt þái'
saman mikill mannfjöldi, þrátt
fyrir rigningarveður.. ,
; Á tröppum hótelsins ávaiþ^
aði bæjarstjóri- forseta Finn-
Á. S. skrifar um síöðumælana
nýju o. fl. á sviði umfeiðarmál-
anna:
Stöðiunælarnir.
„Nú er búið að taka allmarga
stöðumæla í notkun og má vafa-
laust telja það framfaraspor, að
setja upp stöðumæla, þar sem
engri átt nær, að mönnum hald-
ist uppi að láta biíreiðar sinar
standa klukkustundum saman,
eins og enn er sumstaðar í mið-
bænum. Stöðumælamir vei'ða á-
reiðanlega til að greiða fyrir um-
ferðinni í miðbænum.
Óleyst vandamál.
En áfram er það óleyst vanda-
mál, að sjá mönnum fyrir bíla-
stæðum, þar sem menn geta skil
ið bila sína eftir rneðan þeir
gegna skyldustörfum í bænum.
Má þar til nefna menn, sem eiga
heima utarlega í bænum, éii
stunda vinnu í bænum sjálfum,
en gera má ráð fyrir', að æ meira
þrengist um frjáls bílastæði í
miðbænum. Væntanlega tekst að
leysa þetta vandamál á viðun-
andi hátt.
Gulu í-endurnar.
En — meðal annara orða, hef-
ur ekki verið gengið fulllangt í
að banna mönnum að leggja bíl-
um sínum á sumum götum. Sum
staðar eru- gulu rendurnar
bcggja vegna aðalgötunnar.
Kemur þetta sér óþægilega, þeg-
ar hús eru við slíkar götur, sem
viðgerðarverkstæði eru í eða ein-
hvers konár afgreiðslux-. Hvergi
leyfilegt að nema staðar nálægt
slíkum húsum, og verða menn
þá að rogast : méð hluti, sem
menn t. d. hafa meðferðis til við-
gerðar, langa leið — eða leggja
bllum ólöglega.-
Lagt ólöglega.
Eg átti fyrir nokkru erindi í
viðgerðarstofu útvarpsins við
Ægisgötu með bilað tæki.
Beggja vegna götunnar er bann-
að að leggja bílum. Sem löghlýð-
inn borgari hélt ég áfram þar til
ég gat lagt bilnum, þar sem
leyfilegt var og vai'ð svo að bera
tækið -— að mér fannst óþarf-
legá lángt, því að þarna fannst
mér að ætti að leyfa bilum
stutta viðdvöl öðru hvoru meg-
in við götuna. En beggja vegna
hennar var bílum lagt ólöglega.
Vii'ðist mér af þessu, að þar sem
fulllangt er gengið, verður verð-
ur reynslan. sú, að menn leggja
bílunum allt að einu þar' sem
bannað er, til að forðast slík ó-
þægindi, sem ég gat um.
Skynsamlegar hömlur eru
nauðsynlegar, á þessu sviði, það
efa ég ekki, — en er ekki ftill-
langt gengið, eins og t. d. á þess-
um kafla Ægisgöttunnar, og víö-
ar? — Á. S.“
Um kvöldið kl. 7,20 var
kvöldverður að Hótel KEA og
var honum lokið kl. 11.
í gærmorgun laust eftir kl. 9
fóru forsetarnir og nokkuð af
fylgdarliðinu áleiðis til Mý-
vatns. Stanzað var ofurlítið við
Goðafoss, en þvi næst var ekið
upp i Námaskarð. Að því loknu.
var hádegisverður snæddur í
Reykjahlíð.
Fórseti Finnlands kom á
aðra tvo bæi í Mývatnssveit og
skoðaði húsakynni.
Síðán var ekið niður að Laxa
mýri og nötið góðgerða í veiði-
mannaskáíanum þar. ÞaSan var
ekið bcint til Akurcyrar og
fiaug Sólfáxi suður mc-S gest-
ina í nótt.'