Vísir - 02.09.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 02.09.1957, Blaðsíða 4
4 Ví S IR Mánudaginn 2. september 1957 WKSIR. D A G B t A Ð , yjglr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eða 12 blaösíöur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. / Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstrseti 3. Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. fi 00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kosta_' kr. 29,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Spörum vatnið. Menn í miklum hluta bæjarins vöknuðu við vondan draum í síðustu viku, er allt í einu var orðið vatnslaust hiá þeim um miðjan dag eða svo, og var fram eftir kvöldi. Var fyrst haldið, að um bilun á aðalæð væri að ræða, en síð- ar var það boð látið út ganga, að það hefði aðeins verið mikil eyðsla, sem vatnsskort inum hefði valdið, eða jafn- vel loftstíffla, sem myndað- ist í leiðslu, svo að rennsli tregðaðist til mikilla muna eða tók alveg fyrir það um tíma. Þetta minnir menn á það, að oft er næsta vatnslítið í ýms- um hverfum bæjarins, þótt mikill hluti bæjarbúa hafi ekki hugmynd um, að aðrir borgarar hafi ekki gnótt á- gæts vatns eins og þeir sjálf- ir. Hefur þó verið unnið kappsamlega að ýmsum end- urbótum á vatnsveitunni að undanförnu, leiðslukerfið bætt á margan hátt, svo að það geti. betur séð vaxandi bæ fyrir nægu vatni. Þó mun ekki með öllu hafa ver- ið girt fyrir vatnsskort sum- staðar, en það er vitanlega lokatakmarkið, og geta bæj- arbúar á margan hátt orðið að liði í því efni. Menn gera sér ekki grein fyrir því, að krani eða salernis- skál, sem sífellt streymir úr, hleypir mörgum lestum af vatni úr bæjarkerfinu og beint í sjóinn á sólarhring hverjum, þótt vart leki nema í dropatali. Reynslan hefir sýnt erlendis, að bilun af þessu tagi er í annarri hverri íbúð, þar sem ekki er geng- ið ríkt eftir því, að viðgerð- ir séu framkvæmdar tafar- laust og litið eftir því, að ekki sé svikizt um það. Vafa- laust er viða um slíkar bil- anir að ræða hér, og er það ekki nema eðlilegur þegn- skapur, að menn sjái til þess, að gert sé við þær. Vatnið í Gvendarbrunnum er ekki óþrjótandi, en þörfin verð- ur æ meiri í óðum stækkandi bæ, og þess vegna verðum við fara sparlega með það, sem fyrir hendi er. Með Opus Dei eru á Spáni komin til sögunnar ný samtök, scin Franco stvðst æ mcira við <*!* muiiii verða mestu ráðasidi igm framtíð landsins. A Spáni eru komin til sög-| og eru þar til nefndir: Mariano unnar ný samtök, sem hægt og Navarro Rubio fjármálaráð- sígandi eru að grafa undan1 herra, Cirilo Canavas landbún- þeim stjórnmálasamtökum, sem aðarráðherra, Alanso Vega inn- Franco hefur stuðst við, en anríkisráðherra (sem ræður yfir Opus Dei, hin nýju samtök, eru öryggislögreglunni), og loks er komin til sögunnar með sam-[ þess að geta, að „hægri hönd“i þykki og að vilja Fi-ancos, og Francos, Luis Carero Blanco' hann reiðir sig æ meira á þau.1 flotaforingi, er einlægur stuðn- Hið nýja veldi' í einveldinu. I ingsmaður Opus Dei. Sam- ef svo mætti að orði komast, I starfsmaður hans er Laureano er kaþólskur, íhaldssinnaður Lopez Rodo, sem er Opus Dei- þeirra, starfar félagsskapur, sem er að „hálfu1 maður. Hann er einn leynilegur", — kristilegur og sem fáir þekkja, en veraldlegur í senn. Þeir, sem i honum eru, bind- ast því heiti, að lifa hreinu lífi, vera snauðir og hlýðnir, og guma ekki af þátttöku sinni í mikið bak við tjöldin. Opus Dei neitar, að félags- 1 skapurinn hafi nokkurt stjórn-^ málalegt hlutverk að vinna og rw _________ u ij , , . se mikilvægur fra slíkum sión-; Opus Dei en mega heldur ekki ö I arholum skoðað, en það er stað- reynd, að áhrfamenn í samtök- unum og áhrifamiklir stuðn- ’ Rætt um skatta. Þingmannasamband Norður- landa sat á rökstólum hér í Reykjavík í siðustu viku og ræddi margvísleg mál- efni, er snerta öll Norður- löndin. Ráðstefnur Norður- landabúa eru orðnar tiðar upp á síðkastið, og fjalla um allt milli himins og jarðar, að segja má, og eru góðra gjalda verðar, þótt ekki haf- ist upp úr þeim nema lítið brot af öllu því góða, sem þeim er ætlað að vinna. Meðal þeirra mála, sem til um- ræðu voru í síðustu viku, voru skattar — óbeinir Og beinir skattar, hvorir betri væru og þar fram eftir göt- unum. Er hér um fræðilegt efni að ræða, því að alþýðu manna fýsir að eins að vita eitt um skattana — bæði beina og óbeina: Hvernig er hægt að létta skattabyrðina? Þetta er aðalatriðið frá sjónar- miði hins óbreytta skatt- borgara, og ef ekki hefur verið drepið á það á þing- mannafundinum, þá finnst honum harla lítið til fundar- ins koma og að hann hafi eiginléga brugðizt skyldu sinni að verulegu leyti. neita henni. Það var prestur frá Aragóníu, sem stofnaði félagsskapinn fy.r- ir 29 árum. Heitir hann Jose Maria Escriva. Tilgangur hans er að sameina úrval manna, karla og kvenna, sem eru ein- lægir, fórnfúsir, sannkristnir, til forystu í þjóðfélaginu. Fé- lag'sskapurinn er ekki bundinn við Spán einan. Hann er tekinn til starfa í 17 löndum og höf- uðstöð hans er Rómaborg. Þátttakan í Opus Dei hefur verið ört vaxandi á Spáni — og ^ menn í honum hafa í vaxandi , mæli komist í áhrifastöður. : Þannig eiga Opus Dei menn sæti í stjórnum margra mennta- og kennslustofnana. Félagsskap- urinn hefur opnað sinn eigin háskóla í Pamplona, og mennta- skóla í Compostela og Bilbao og tæknilegan skóla í Barcelona. Hann hefur nýlega náð yfirráð- um yfir dagblaði í Madrid og blöðum í sýslunum Leon og Valladolid. Og nú eiga Opus Dei-menn sæti í stjórn Francos. Þegar Franco endurskipu- lagði stjórn sína í febrúar gerði hann Opus Dei-manninn, Al- berto Ullastres að verzlunar- ingsmenn þeirra starfa með Franco til þess að móta fram- tíð Spánar. Tilgangurinn er að koma fram umbótum og treystaj stoðir „Franco-ríkisins“, búa stjórnina og þjóðina undir (þá breytingu, að í stað ein- [ veldisstjóranr Francos komi óþingp-æðileg konungs- j stjórn, og þessi breyting fari fram rólcga og átakalaust. j Þegar Franco lætur af em-^ bætti eða deyr og konungur j sezt á valdastól á stjór'narfarið í sumu að verða óbreytt frá því sem nú er. Það er ekki lík- 1 legt, að þessi breyting verði | gerð í náinni framtíð (nema1 Franco deyi), og sé því að lík- j indum nægur tími til að styðja þá hægfara þróun, sem hér um ræðir. Franco er 64 ára og er . maður heilsuhraustur. Og þótt hann sætti sig við, að völd sín ' minnki eitthvað, er ólíklegt að | hann í bráð ætli að draga sig í hlé sem Caudillo Spánar. Æ fleiri Spánverjar sannfær- ast að sögn um það, að Opus Dei Sameiginiegt áhugamál. Það er vandamál í flestum löndum, hversu miklar kröf- ur ríkið gerir á hendur þegn- unum, og eru þær þó mis- miklar, eins og menn vita. Orsakirnar eru líka mis- munandi, og þarf ekki að rekja þær hér. Hvarvetna er þess vegna þörfin fvrir það, að útgjöldum sé afiétt eítir mætti, hlutur skattborgár- ans gerður léttbærari, cf þess er nokkur kostur. Þingmannafundir ættu að helga tíma sinn að miklu leyti um- ræðum um þetta og mundu þeir uppskera þakklæti, ef þeir ,,góðu hausar“, sem þar hljóta að vera saman komn- ir, geta bent á einhverjar leiðir til að leyfa almenningi að halda heldur meira af launum sínum en nú er unnt. Þingmennirn'ir mundu um leið „leggja inn“ hjá almenn- ingi, því að fátt er vinsælla hjá kjósendum en að gera meira en tala um skatta. Orð eru til alls fyrst, cn svo verða menn dæmdir af verk- um sínum. málaráðherra. Ennfremur tók sé í þann veginn að verða hið hann í stjórnina menn, semjríkjandi stjórnmálalega vald í hafa mikla samúð með Opus landinu og mestu ráðandi um Dei og styðja þann félagsskapJ framtið Spánar. Góður afli í þorskanet í ísafjarðardjúpi nú. Laxveiöi hefir einnig glæÓst meó úrkomunum. Eftirfarandi bréf um unga af- brotamenn og framtíð þeirra hefur blaðinu borist og væri æskilegt, að fleiri en bréfshöf- undur segðu álit sitt um hvað gera mætti til þess að koma á réttan kjöl ungum mönnum, sem komast hafa undir manna hend- ur, margir þrásinnis. Ungir afbrotamenn og' fram- tíð þeirra. „Þeim, er þessar linur ritar, eins og sjálfsagt mörgum fleiri, hefur oft orðið það umhugsun- arefni, hvað gera mætti til hjálp- ar ungum mönnum, sem lenda á glapstigum, og' komist marg- sinnis undir manna hendur, sum- ir hverjir. I-Ivað er hægt gera til að treysta framtíð þeirra? Eg geri ráð fyrir að eftir fyrsta brot fh viaerið farið vægt í sakirnar, og hlutaðeigandi fengið skilorðs- bundinn dóm, eða aðvörun hefur verið látin nægja, og eins geri ég ráð fyrir, að mörgum hafi Fanga hjálpin komið á réttan kjöl — en þrátt fyrir það, sem gert hef- ur verið til bjargar, er þá sorg- legu sögu að segja, að ekkert virðist geta orðið sumum til bjargar. Fangelsi og vinnuhæli. Fangelsi eru að minni hyggju ekki staðir fyrir unga menn sem afbrot fremja — og ekki heldur vinnuhæli. Rúm leyfir ekki, að ég rökstyðji þessa skoðun mína, og læt það nægja að taka fram, að þar muni ekki holt andrúms- loft fyrir þá. Aðrar leiðir. Værir ekki reynandi, að fara einhverjar aðrar leiðir? Mér hefur dottið í hug, hvort ekki væri rétt, er hrundið verður í framkvæmd hugmyndinni um skólaskip, sem sjálfsagt er, að senda pilta á unglingsaldri, sem nýkomnir eru út á afbrotabraut, til starfa, þjálfunar og náms á sliku skipi, og gera það án þess að stimpla þá sem afbrota- menn þegar á unga aldri. Vistin þar yrði skóli fyrir þá í góðri hegðan, skóli, sem gæti gert þá að nýtum mönnum. Þar myndu þeir búa við hollan aga, vera í hollu andrúmslofti, og ef ég þekki íslenzka sjómenn og sjó- mannaefni rétt, mundu þeir rétta þessum piltum hjálpar- hönd, og koma fram við þá sem félaga, þrátt fyrir það, sem þeim hefur orðið á. Á.S.“ Fréttabréf frá ísafirði. 28. ág. 1957. Þeir bræður Steingrímur og Finnbogi Péturssynir frá Hjöll- um í Skötufirði hafa undanfar- ið vcitt nieð þorskanetum hér í ísafjarðardjúpi. Hafa þeir aðallega lagt netin í svonefndan Vigurál og aflað sæmilega. í dag fengu þeir 1500 kgr. í 11 net af rígaþorski. Þyk- ir það góður afli um þetta leyti árs. | Bankahús Landsbankans ] hér er nú komið undir þak og múrhúðun hússins utan vel á veg komin. Er ætlunin að ganga frá húsinu utan nú fyrir haust- ið og taka síðan til innréttingar í húsinu. Bcrjasprctta er með ágætum hér í nágrenni bæjarins. Fjöldi fólks héðan og annars staðar frá stundar berja tínslu hvern dag sem veður leyf ir. S.l. sunnudag fór bátur héð- an í berjaferð að Marðareyri í Veiðileysufirði. Þar var berja- rnergð svo mikil, að þátttakend- ur fengu 80—100 potta hver; mest bláber og aðal-bláber. Er þessa hér getið af því, að það mun næsta fágætt ef ekki eins- dæmi, að fá slíkan berjafeng á tiltölulegu stuttum tíma. Laxveiði. Eftir að vatnsmagn jókst í ám fyrrihluta þ. m., hefur lax- og silungsveiði verið mun betri en áður. í Ósá í Bolungarvík Maudling, brezki ráðherr- ann sem fer með mál er varða frjálsan Evrópumark- að, hefur rætt um það mál í París við franska ráðherra, og fer síðar t:l Benelux- landanna sömu erinda. — Hann segir nokkurn ágrein- ing vera, aðallega varðandi hráefni og endurútflutning varnings unninn úr hrácfn. um. hafa veiðzt um 20 laxar; i Langadalsá 25. Stærsti laxinn þar var IIV2 kgr. Veiddur af Jóh. Gunnari Ólafssyni bæjar- fógeta hér. ' Laugardalsá í Ög- urhreppi hefur einnig verið sæmileg veiði. Rækjuveiði. í ísafjarðardjúpi hefur verið jöfn og góð síðan þær hófust 10. þ. m. Hér í kaupstaðnum starfa tvær rækjuverksmiðjur. Vinna við þær á annað hundruð manns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.