Vísir - 02.09.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 02.09.1957, Blaðsíða 7
Mánudagin'n 2. september 1957 Ví SIB r GATHA j^HRISTIE $ttar íetöit tifda tit... 9 „Eg fer til frænda míns, dr. Pauncefoot Jones, fornfræ3ingsins,“ svaraði hún í flýti, en velti því um leið fyrir sér, hvort stór- mennin meðal frænda hennar yrði ekki bráðlega grunsamlega mörg. „Eg hefi nefnilega mjög mikinn áhuga fyrir störfum hans, en af því að eg er algeríega menntunarlaus á því sviði, kom ekki til mála, að leiðangurinn greiddi farið fyrir mig austur. Komistj eg hinsvegar þangað á eigin spýtur, get eg gengið í þjónustu1 hans.“ „Þetta hljóta að vera mjög skemmtileg störf,“ sagði Hamilton Clipp, „og mér skilst, að Irak sé nær óplægður akur að þessu' leyti.“ „Því miður,“ sagði Viktoria við frú Clipp, er hér var kcmið, „er biskupinn frændi minn staddur í Skotlandi um þessar mundir,' en eg get gefið yður símanúmer ritara hans. Hún er hér í London,1 og hefur síma 87,693 í Pimlico. Hún verður við frá þvi klukkan 1 hálf-tólf, ef þér vilduð hringja til hennar og spyrja um mig.“ j „Hvað, ég er viss um — — “ tók frú Clipp til máls, en maður hennar greip fram í fyrir lienni. „Það er skaminur tími til stefnu, góða mín,“ sagði hann. „Flug- vélin fer eftir tvo daga. Haíið þér vegabréf, ungfrú Jones?" ,,Já,“ sváraði Viktoria, og sagði satt að þessu sinni, því að hún hafði fariö i sumarleyfi til Frakklands árið áður, svo að véga- j bréf hennar var í lagi. „Eg tók það meö mér, til að vera við öllu' búin,“ bætti hún við. „Eg kann að meta sv.ona reglusemi," sagði Ciipp, og Viktoria þóttist sjá, að húii mundi hafa sigrað í kapphlaupinu, enda vart við öðru aö búast, er hún hafði svo góð meðmæli, og átti svo margt stórmenni meðal ættingja sinna. „Þér þurfið vitanlega aö fá ýmiskonar áritanir," hélt Clipp áfram, „en eg skal sjá um allt slikt. Það væri kannske rétt, að þér kæmuð aftur síðar í dag, ef þér skylduð þurfa að skrifa undir eitthvað." Viktoria féllst greiðlega á það, og svo hraðaði hún sér á brott. Um leið og hún lokaði á eftir sér, heyrði hún frú Clipp hafa orð á því, hvað þau hefðu veriö einstaklega heppin, að rekast á svona prýðilega stúlku. Og það skal sagt Viktoriu til lofs, að liún skipti litum, er hún heyrði þetta. 1 Svo flýtti hún sér til herbergis síns allt hvað af tók, og vék ekki frá símanum stundum saman, við því búin að svara mjög virðulega, eins og einkaritara biskups hæfði. En frú Clipp hafði bersýnilega gleypt frásögn hennar hráa, því að hún hringdi ekki. Síðar um daginn var gengið frá öllum skilríkjum Viktoriu, eins og um hafði verið talað, og henni var boðið að sofa siðustu nótt- ina í gistihúsinu, svo að hún gæti hjálpað frú Clipp til að komast af stað þaðan klukkan sjö morguninn eftir. FIMMTI KAFLI. Niður Shatt el Arab-ána kom bátur, sem farið hafði tveim dögum áður frá merskilöndunum. Straumur var allstríður, og bátsmaðurinn þurfti vart að hafa fyrir öðru en að gæta stefn- unnar. Hann stóð við stýrið með hálflukt augú og raulaði, óendan- legan arabiskan söng fyrir munni sér. Abdul Suleiman hafði siglt óteljandi sinnum niður eftir fljót- inu til Basrah. Oftast var hann einn, en að þessu sinni var með honum íarþegi, maður, er var klæddur bæði austurlenzkum og vesturlenzkum flikum, sem stUngu mjög í stúf hver við aðra. Utan yfir síðan, röndóttan baðmullarkufl hafði hann klæðzt gömlum hermannajakka, slitnum og óhreinum. Hann hafði upp- litaðan rauðan prjónatrefil um hálsinn. Á höfði bar hann hins- vegar ósvikið arabiskt höfuðfat. Hann starði dauflega út yfir fljótið. Það var algengt að sjá rnenn þannig til fara í Irak. Ekkert gaf til kynna, að maðurinn væri Englendingur, og að hann byggi yfir miklu leyndarmáli, sem áhrifamenn i flestum löndum voru að reyna að komast yfir og eyðileggja ásamt manninum, er gætti þess. Hann rifjaði upp atburði síðustu vikna. Fyrirsátina í fjöllunum. Kuldann, er hann brauzt gegnum skaflana í skarðinu. Eyði- mei’kurförina, þegar hann var fjóra daga að brjótast yfir auðn- j ina með mönnunum tveim, er lifðu á því að halda kvikmynda- j sýningar fyrir landsbúa. Erfiðleikana, hætturnar — hvernig hann brauzt hvað eftir annað gegnum mannhringinn, sem átti að stöðva hann og vinna á honum. Lýsingu á honum hafði verið dreift urn allar jarðir: „Henry Carmichael. Brezkur njósnari. Þrítugur að aldri. Jarphærður,1 dökkeygur, 178 sentimetrar á hæð. Talar arabisku, kurdisku, I persnesku, armensku, indversku, tyrknesku og fjöldmargar fjalla-. mállýzkur. Á vini meðal margra ættbálka. Hœttulegur.“ Carmichael hafði fæðzt í Kashgar, þar sem faðir hans hafði verið embættismaður hins opinbera. Hann hafði lært fjöld- J margar mállýzkur í barnæsku, og síðan hafði hann tileinkað sér enn fleiri. Hann átti vini á öllum afskekktustu stöðum í löndunum fyrir austan Miðjarðarhaf. Það var aðeins í þéttbýl- inu, sem honum var oft vina vant. Er hann nálgaðist Basra, vissi liann, að hætturnar fóru óðum vaxahdi. Förinni var heitið til Bagdad, en hann vildi koma þar bakdyramegin. í hverri borg í Irak hafði verið hafður viðbúnaður til að taka á móti honum, allt undirbúið mörgum mánuðum áður, svo að hann mátti ráða því sjálfur, hvar hann kæmi að laiidi, ef svo mátti að orði komast. Hann hafði ékki gert yfirboðurum sínum orð, þótt hann hefði getað gert það um krókaleiðir. Þáð var líka tryggara, að láta ekki á sér bera. Hann hafði ekki getað gripið til einfaldasta ráðsins — að nota flugvélina, sem átti að hitta hann á ákveðn- MlNÆMW osm•• 4HMUST döm GRÁDAOSTUR SIKUROSTUR GÓDOSTUR RJOMAOSTUR MYSUOSTUR MYSINGUR 45% - 40% - 30% ostur í-árw ‘bÓ8n/n fá osr / Sffóinm / Endið allar mdltíðir með osti Rakvélar Rakblöð Rakkrem Hárolía Tannkrem Tannburstar Söluturninn í Veltusundi. Sími 14120. Tomatar kr. 21,60 kílóið. Urvaiskartöfiur (gullauga). kr. 2,25 kílóið. Intlriða huö Þingholtsst.ræti 15, Sími 17-283. _J^aupi guíl oý óiifti ur i NÆkFATNAÖUR karlmanna «g drengja fyrirliggjandl. /)./ E. R. Burroughs T AIIZ A N 2138 Vísir skýrði frá því nýlega, að norska vikublaðið NÁ hefði oftar en eihu sihni heitið les- VCZ-.z-mZöítiö púi'JCH 'ié*' w -ty.: Dytr. by Unltíd Feature 8U1 Tarzán stökk niður til hins „ókunnuga11 og spurði hann Cross,. en að lofcum stámaði Southampton tryggíngáféíag- hanri uþp úr sér: ,,Nú,' já, ,ég inu,“ las' Tarzáa: sagði höstum rómi,'h\r€i> hánn vær:? ep liérna mrð vegabréf mitt,“ ÞaS virtist koma niíkiS fát á! „Georgé .Ttocke, fuiltrúi hjá Cross, sem hatði nú nað 's£r á strik aftur. „Eg er hér að ránn- sáka .mál út af silfurstöhgúrri, •sém sáknað er.“ ■- endum sínum íslahdsf'erð að launum fyrir góoa i'raministöðu í getraunum eða samkéþþnum á vegum biaðsins. N ú er kunnugt um einn slík- an sigurvcgara, Johan Albart Wáhler, 24. ára gamian og' ný- giftan Oslóbúa, en hann .varð hlutskarpastur í ljósmynda-’ samkeppni, sem NA efndi lil í sumar. Johan, seTn;,\'3rið, heí- ur áhugaljósmyndari urii nokk- urra ára skeið, my.i) leggja af stað méð flugvél tjl-Keflavíkur 18. sept. n.k. , o^g. dvelja hér í vikutíma. Síðár mun hann skýra lesendunrNÁ frá því, sem fýrir augun bar, í myndum og frásögn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.