Vísir - 09.10.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 09.10.1957, Blaðsíða 12
Ekkert blað cr idýrara f áskrift en Vísir. Ei£tið hanrt færa yður fréttir og annað ySar hálfa. Sími 1-18-60. Munið, aa> þelr, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. j Miðvikudaginn 9. október 1957 Uppgripa afli í þorskanet i ísafjarðardjúpié Einn bátur fékk 23 lestir í SisSniIng neta sfnna, annar fékk 17 lestir í 20 net. V Frá fréttaritara Vísis. Isafirði í morgun. 1 ísafjarðardjúp var hér áður 'fyrr kölluð gullkista Vestfjarða, <?n um langt árabil hefur mönn- um ekki fundizt það bera þetta xiafn með réttu, en nú er lykill- fenn að gullkistunni fundin og )hann er þorskanetin. Uppgripaafli er nú i þorska- 'rtet í Djúpinu og má því helzt Xíkja við aflahrotu á vetrarvertið við Suðurland. 1 fyrradag fékk t. d. einn bátur 23 lestir og hafði foá ekki dregið nema helming xietanna. Annar bátur fékk í gær 17 eða 19 lestir í 20 net og eru slíks engin dæmi hér um slóðir. Alls eru 13 bátar, sem þessar veiðar stunda, sjö bátar héðan frá Isafirði og sex bátar frá Faxaflóahöfnum. Afli aðkomu- ibátanna hefur verið heldur meiri yegna þess að þeir eru með fleiri net, allt upp í 70 net á bát og auk i|iess hafa þeir lagt ýsunet, en i fcíau hafa þeir fengið talsvert af Stúdungsfiski, sem festist ekki i Jíinum stórriðnu þorskanetum. Netaveiðarnar eru beint fram- liald af tilraunum bræðranna Steingríms og Kristjáns Péturs- sona frá Hjöllum í Skutulsfirði, en þeir hófu þessar veiðar með Sfjóðum árangri i sumar, eins og yísir hefur áður skýrt frá. Heildaraflinn af netjafiski var ** 14 ái'eksírar -». Skýrslur lögreglunnar í Keykjavík um árekstra 1956 foera^það með sér, að á gatna- mótum Hverfisgötu og Rauðar- Érstígs urðu alls 14 árekstrar. Þrjú tilfelli fjalla um á- rekstra af þeim sökum, að að- albrautarréttur Hverfisgötu liefur ekki verið virtur og í öllum tilfellum hafa bifreiðar Isomið norður Rauðarárstíg. Fjórir árekstrar hafa orðið, ©r bifreið hefur reynt að aka fram úr annari í námunda við gatnamótin. Tveir af þeim stafa af því, að bifreið, sem á ttndan ók, sveigði til hægri inn 5 Þverholt um leið og önnur getlaði framúr, Ökumenn minnist þess, er fiér akið á þessum slóðum. að visu ekki nema 300 lestir um síðustu mánaðamót, en veiðin hefur aukizt stórlega siðan. Fisk urinn, sem veiðist er legufiskur, sem ekki hefur tekizt að veiða á færi eða línu og er því þarna um að ræða vérðmæti úr sjó, sem án netanna hefðu aldrei náðzt. 1 fyrstu var veiðisvæðið mjög takmarkað en nú hafa bátarnir lagt netin víða um Djúpið með ágætum árangri. Frétzt hefur að þrir bátar frá Sauðárkróki hafi aflað vel í þorskanet út af Drangey í Skaga firði. Netaveiðar um þetta leyti árs hafa hingað til ekki tiðkast á þeim slóðum. Bandarískur þsng- maður væntaníegur. í fyrri hluta næstu viku er væntanlegur hingað til lands einn af mestu áhrifamönnum í utanríkismálum Bandarikjanna, Er það öldungadeildarþing- maðurinn Theodor Francis Green. Er hann formaður utan- ríkismálanefndar öldungadeild- arinnar. Mun hann dveljast hér í tvo daga. Ætlar hann að heimsækja öll þátttökuríki Atlantshafsbanda- lagsins og langar til að sjá með eigin augum, hverju Atlantshafs bandalagið hef ur áorkað og hvað gera beri til að styrkja samstarf vestrænna þjóða. Hann mun dveljast hér i tvo daga og mun ganga á fund for- ráðamanna þjóðarinnar. Héðan fer hann til Osló. Tréð grætur og dregur úr hita. f suðurríkjum Bandaríkjanni eykst til mikilla muna ræktun sérstakrar trjátegundar, sem „grætur". Vatn drýpur af laufi trjáteg- undar þessarrar, svo að sjá má, hvernig rignir úr því, þegar veður er kyrrt. Er mjög svai- andi að vera undir greinum þess í hitum, og því keppast menn nú við að rækta tré þessi Á þýzkri vörusýningu, sem stendur yfir í Frankfurt Úm þessar mundir, er m. a. tæki það, sem hér sézt og notað ér til þess að sýna sjónvarpsmyndir á tjaldi og má á þann hátt gera þær 15 sinnum stærri en þær eru í sjónvarpstækinu sjálfu. Þetta er þó kostnaðarsöm skemmtun ennþá, því tækið kostar 2890 þýzk mörk. Aðeins 15,1% bifreila reyndlusf hafa réff Ijés. Alls voru 2726 bifreiðir skoðaðar og ljós 1726 stillt Fylgi kommúnista í Noregi að fjara út. Hafa nu aðeins eitt þingsætí í Störþinginu. Urslit kosninganna til norska Störþingsins urðu þau, að Verka- Hýðsflokkurinn hlaut 78 þingsæti af 150 — elnu fIeira en áðivr og 36k atkvæðafylgi sitt úr 816 þús. Bipp I 848 þús. rúmlega. Fylgishrun kommúnista varð Jafnvel enn meira en búizt hafði verið við (yfir 33%) og háfa þeir Blú aðeins einn fulltrúa á þingi, en höfðu áður 3. Þlngsœtafjöldi annarra flokka: Bændaflokkurinn 15 (14), Hægri- flokkurinn 29 (27), Kristilegi- þjóðfl. 12 (14), Vinstrifl. 15 (15). Verkalýðsflokkurinn hlaut 48,2% atkvæða, jók fylgi sitt um 3,6%, en fylgi Bændafl. jókst um 9.4%. Hægrifl um 0,7%, en fylgi kommúnista, Kristil.þjóðfl. og Vinstrifl. minnkaði, en kommún- ista langsamlega mest sem að ofan geturt Okeypis ljósastillingum, sem tryggingarfélög og félag bifreiða eigenda gengust f yrir í sambandi við umferðarvikurnar, er nú lok- ið og voru alls skoðaðar 2726 bifreiðir. Eins og áður hefur verið skýrt frá fóru Ijósastillingarnar fram á 10 bifreiðaverkstæðum hér í bænum og var stöðug aðsókn þann tíma, sem þær stóðu yfir. Af áðurnefndum fjölda bif- reiða, sem skoðaðar voru, reynd- ust aðeins 412 eða 15,1% hafa rétt stillt ljós, þegar þær komu til athugunar, og er sú staðreynd athyglisverð og vissulega til á- minningar fyrir aðra bifreiðaeig- | endur um að láta huga að ljós- um bifreiða sinna. Á verkstæðunum voru stillt ijós 1726 bifreiða, en 588 reynd- ust þurfa umfangsmeiri viðgerð en unnt var að framkvæma á staðnum án þess að almenn stilling teíðist verulega. Var eig- endum þeirra bjfreiða þvi gerð grein fyrir í hverju nauðsynleg Fíatbíllinn kom á númer 246. Dregið var í morgun í merkjahappdrætti Berkla- varnadagsins. Dregið var um Fiatbifrgið, gerð 1957. Vinningurinn kom á nr, 246, viðgerð yrði fólgin og og þeir hvattir til að Ijóka henni fljótt. Forráðamenn umferðarmál- anna eru mjög ánægðir með það, hve margir bifreiðaeigendur komu með bifreiðir sínar til skoð unar og telja niðurstöðurnar hafa sýnt fram á, að þessum þætti umferðaröryggisins þurfi að gefa enn meiri gaum en gert hefur verið. Hyggja þeir á ýms- ar ráðstafanir i því sambandi. i pofræði kesna hlngað- i heimsókn Á morgun kemur hingað til lancls í boði guðfræðideildar Há- skóla íslands, prófessor dr. theol. Hal Koch frá Kaupmannahöfn. Dr. Koch var skipaður pró- íessor i kirkjusögu við Kaup- mannahafnarháskóla árið 1937, en hafði lokið doktorsprófi 1932 með vörn ritgerðar um Origen- es kirkjuföður. Hefur hann gefið út ýmsis rit kirkjusögulegs efn- is, aðallega úr danskri kirkju- sögu, auk fjölda ritgerða. Kvænt- ur er liann Bodil Koch, sem einnig er guðfræðingur að mennt og nú kirkjumálaráð- lierra Dana. Hér mun dr. Koch væntanlega flytja þrjá opinbera fyrirlestra, einn um Konstantínus mikla mánudaginn 14. þ.m. kl. 10 f.h., og tvo um kirkjuna í veraldlegu umhverfi nútímans miðvikudag- inn 16. og föstudaginn 18. þ.m. kl. 10 f. h. Öllum er heimill að- gangur að fyrirlesturum þess- um, Þann 20 þ. m. kemur hingað prófessor dr. theol. Bent Noack á vegum lútherskra heimssam- bandsins. Hann varði doktorsrit- gerð sina við Árósaháskóla 1948, en var skipaður prófessor í Nýja testamentisfræðum við Kaup- mannahafnarháskóla 1955. Hann mun dveljast hér á landi til 3. des. næstkomandi; og starfa sem sendikennari við guðfrpeðideild Háskóla Islands. „Góðar fréttir" að pundið hækkar. . Thomycoft fjáimálaráðherra Bretlands sagði í gær, að það væri „góðar fréttir", að staða sterlingspunds væri að eflast. En hann bætti því við, að fram undan væri barátta, sem yrði löng, að koma peninga og efna- hags- og atvinnumálum á örugg- an grundvöll. Það verður erfið- ara að fá fé til framkvæmda sagði hann og það verður til- gangslaust að halda áfram að krefjast æ hærra kaups. Allir yrðu að leggja hart að sér, en allir myndu hagnast á því, að lokum. Pa! Beiáö tefSír fjöhefií yio 50 inanns annao kvöht. SáðgMsta iýöltefti hams her í höiuB- sttaðmmtn að ftessm simmi. Pal Benkö, alþjóðlegi skák- meistarinn f rá Ungverjalandi, er dvalið hefur hér á landi sem póli- tiskur flðttamaður síðan heims- ineistaramóti stúdenta í skák lauk siðast i júií, er nú senn á förum til Bandaríkjanna, þar sem hann hyggst setjast að. Benkö hefur sem kunnugt er tekið þátt í skákmótum hér með góðum árangri, varð efstur á skákmótinu íHafnarfirði um dag inn og annar á stórmóti Taflfé- lags Reykjavíkur. Auk þess hef- ur hann teflt f jöltéfli með glæsi- legum árangri bæðl norðanlands og sunnaia. Annað kvöld verður efnt til fjölteflis í Silfurtunglinu við Snorrabraut og mun Benkö tefla þar við allt að 50 manns. Verður þetta væntanlega síðasta tæki- færi skákáhugamanna hér í hðf- uðstaðnum til að þreyta kapp við hinn ungverska snilling, því eng- ar líkur eru á að fjöltefli hans í Reykjavík verði fleiri að þessu sinni. Hins vegar mun í ráði aS hann skreppi til Selfoss og tefli þar um næstu helgi. Fjölteflið annað kvöld hefst kl. 8 og eru þeir, sem vilja tefla við Benkö, beðnir um að taka töfl rheð sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.