Vísir - 14.10.1957, Síða 7

Vísir - 14.10.1957, Síða 7
Már..udaginn 14. oRtoner 1957 VlSIS í fótspor fedra minna, Rabbað við ivar Grimsfad, > ■ rifstjéra i AlastEndi. Sl. íöstudag kom hingað til ég tel. Hákon konungur lagði lands norskur blaðamaður, sem | svo traustan grunn að nútíma- ýmsum íslendingum er að góðu konungsdæmi í Noregi, að þar kunnur frá vorinu sem leið, en hann var þá í 6 daga fararstjóri þeirra, sem fóru ,,í fótspor Egils“. Hið bezta í íslenzkri þjóSarsái. Ivar Grimstad er formaður ungmennafélagsins á Sunnmæri og sá félagsskapur stóð m. a. að Ivar Grimstad. heimsókn íslendinganna. Ivar Grimstad segist eiga margar góðar endurminningar frá þess- um 6 dögum cg samveran við íslendingana hafi aukið mjög áhuga sinn á íslandi. Sérstakar mætur fékk hann á Pétri Otte- sen, sem hann taldi persónu- gerfing flests þess bezta, sem hann hefði gerrt sér í hugarlund, að til væri í þjóðarsál íslend- inga, en á mörgum fleiri íékk Grismtad miklar mætur. Ivari Grimstad fannst það ganga ævintýri næst, að hann flaug á fjórum tímum með Flugfélagi íslands frá Oslo til Pteykjavíkur en þegar faðir hans sigldi á fiskiskipi til fs- lands árið 1908 var hann 3 vik- ur á leiðinni. ,,í raun og veru er ég á vissan hátt að feta í fótspor feðra minna þegar ég kem hingað til lands“, sagði Grimstad. „Faðir minn og afi og fjöldi frænda minna sigldi á íslandsmið og íslenzk staðaheiti eru mér jafnkunn frá bernsku eins og' staðaheiti á Sunnmæri. Æt.tmenn mínir hafa sótt björg í bú til íslandsstranda en sum- ir hafa ekki átt afturkvæmt eins og löngum mátti búast við meðan skip og útbúnaður var á frumstæðara stigi en nú ger- ist.‘ Hinn ástsæli kommgur. ..Hvaða mál eru efst á baugi í Noregi um þessar mundir?“ „Kosningarnir voru að sjálf- sögðu mál málanna, en svo and- aðist hinn ástsæli konungur okkar og í virðingárskyni við, minningu þess mæta manns var kosningabaráttu hætt fram! yfir útför. hans og þá var komið j rétt að kjördegi. Teljum við stjórnarandstæðingár, að Verkaj mannaflokkurinn hafi grætt á. þessu þótt aldrei verði það sannað. Eini flokkurinn sem tapaði verulega var kommún- istar, en þeir töpuðu 2 þing- sætum af 3 og eiga nú aðeins einn mann á þingi af 150“. „Hyggja Norðmenn gott til Ólaís konungs?“ ,jJá, undantekningarlaust, að eru engar raddir uppi um lýð- veldi. Réttsýni Hákonar kon- ungs, karlmennska og heilbrigð skynsemi á örlagastundum skip uðu honum á bekk meðal beztu manna Noregssögunnar. Ólafur konungur var föður sínum góð- ur sonur og þjóðin treystir því, að hann muni um flest sem máli skiptir fara þá braut sem hinn látni konungur hafði troð- ið“. Enginn praksis á íslandi. „Er mikið rætt um Mykle- málið í Noregi?“ „í Oslóarblöðunum hefur gætt hálfgerðrar móðursýki í því máli. Margt af því, sem sagt hefur verið um „Roða- steininn“ eru öfgar, hvort sem menn hafa fordæmt hann eða’ varið. í Sunnmörsposten hefur lítið verið um bókina skrifað og má geta þes stil gamans að fréttaritari blaðsins í Reykjavík virðist helzt hafa komið skaps- munum fólks þar í borg á hreyfingu. Fi’éttaritarinn skrif- aði eitthvað á þá leið, að „Söng- urinn um roðasteininn“ vekti ekki mikla athygli á íslandi, því íslendingar teldu sig þekkja það sem þar væri lýst, annað- hvort úr fagbókum eða praksis: Þetta með praksisinn fór mjög í taugarnar á roskinni íslenzkri konu, sem búsett er í Alasundi, kom hún með allmiklum þjósti á ritstjórnarskrifstofu blaðsins og sagði að svona nokkuð þekktu íslendingar alls ekki. Annars er kátbroslegt að „Söngurinn um roðasteininn11 skuli hafa komið öllum bægsla- ganginum af stað. Mykle hafði áður skrifað bók, sem heitir „Lasso om fru Luna“. Sú bók er mun betra listaverk en Roða- steinninn, sem hvað sem menn vilja segja um samfaralýsingar hans.“ Enginn Hamsun í Noregi lengur. „Eru margir snjallir rithöf- undar meðal núlifandi Norð- manna?“ „Við eigum engan Knut Ham- sun iengur, en eigi að síður er talsvert líf í tuskunum á bók- menntasviðinu. Fyrír tveimur árum ætlaði allt um koll að keyra meðal kennarastéttarinn- ar þegar hin snilldarlega skáld- saga Jens Björnsboes „Jonas“ kom út. Dagnn áður en ég fór frá Osló kom út ný bók eftir hann, sem heitir „Under en hárdere himmel“ og þar fjallar hann um réttarhöldin og með'- ferðina á þeim sem bornir voru sökum eftir stríðið. í þessari bók er vafalaust sprengiefni svo ekki þarf að búast við logni í bóknienntaheiminum þótt eitt- hvað fari nú sennilega að kyrr- ast um Roðasteininn. Annars álít ég að Tarje Vesaas sé'einhver snjallasti rit- höfundur okkar Norðmanna um þessar mundir, síðasta bókin hans „Fuglane“ er hreinasta perla.“ „Hvað með aðra listamenn en rithöfunda?" „Við eigum eina unga söng- konu sem ber langhæst á söng- himni Norðmanna, hún heitir Áse Nordmo Lövberg og er fast- ráðin við Stokkhólmsóperuna, en ópera er engin til í Noregi frekar en íslandi.“ Ovíst um framtíðar- tungu Norðmanna. „Eru Norðmenn enn að jag- ast um það hvaða mál skuli tal- að og skrifað í Noregi?“ , „Ekki er því að leyna. Sam- kvæmt landslögum eru bókmál | og nýnorska jafnrétthá í skól- ! um, en fyrir nokkru var hafin ! mikil sókn á hendur nýnorsk- unni og stóðu Arnulv Överland og Sigurd Hoel þar fremstir í flokki. Þessi sókn leiddi til þess, að nýnorská var bannfærð í 200 fræðsluhéruðum. Þegar svo var komið var hafin gagnsókn af hálfu nýnorskumanna og er nú svo komið að ástandið er svipað og áður var, en enginn veit hvað muni verða norska framtíðarinnar, en ég vona að málin renni saman og úr verði eitt norskt mál. Ég fylli flokk þeirra manna sem ekki kann við það að Norðmenn tali að- eins dönsku.“ Norskur útvegur í erfiðleikum. „Hversu stór er Álasund og hverjir eru helztu atvinnuvegir fólksins þar?“ „Álasund hefur liðlega 18.000 íbúa og niá heita miðstöð Sunn- mæris en þar búa 80.000 manns. Sunnmæri er hluti af Mæri og Raumsdalsfylki, en Noregi er eins og flestum mun kunnugt j skipt í fylki, sem samsvara sýslum hér á landi. I Aðalatvinnuvegirnir eru 'sjávarútvegur og iðnaður sem 'honum er tengdur. Auk þess.er í Álasund stærsta verksmiðja NorðuiTands sem framleiðir bólstruð húsgögn.“ „Hvað er að frétta af sjávar- útveginum?“ „Utgerðin er sökum allskonar tækja sem nú eru talin nauð- synleg orðin alldýr, og farið er að bera á því að erfitt sé ;,ð fá menn á bátana. Að vísu er alitaf meira en nóg' af mönnum ácm vilja fara á vetrarsíld því ’pir geta menn unnið sér inn 12— 15.000 norskar krónur á 2’—3 jmánuðum. Hinsvegar eru ménn jtregari að fara á fiskveiðar áem ekki gefa eins mikið í aðra liond j og verða útgeðarmenn oft að gera það að skilyrði þegar menn eru ráðnir til síldveiða að þeir fari líka á þorskveiðar. SíðustU BÓK M E N N "F i R I. ARG. ÚTGEFANDI: BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJOÐS - 1. TBL. Fiskarnir eftir Bjarna Sæmundsson í nýrri og aukinni úigáfu Félagsbcekurnar 1957 Félagsbækur Menning- arsjóðs og Þjóðyinafélags- Innan skamins kemur á bókamarkað ný úígáfa af hinu stórmerka alþýðlega Jnunú koma út i lok fræðiriti Bjarna Sæmundssonar uin íslenzka fiska. Er fyrri útgáfa ljósprentuð ásamtoktóbermánaðai. Bækuin- rækilegum viðauka eftir fiskifræðingana Jón Jónsson og dr, Áma Friðriksson.ar eru sex, samtals um 1240 bls. Fiskamir hafa lengi verið uppseldir og mikið eftir þeim spurt. Viðtökur þær, sem fyrsta útgáfa fékk, voru frábærlega góðar, bæði af hálfu sér- fræðinga og almennings. Hin nýja útgáfa ritsins er um 600 bls. að stærð, með um 250 myndum og litprentuðu korti af fiski- miðum umhverfis landið. í viðauka gera fiskifræð- ingarnir Jón Jónsson og Arhi Fi’iðriksson grein fyrir fiskirannsóknum síð- ari áaa. Þar er lýst öllum þeim fiskum, sem fundizt hafa á íslenzkum fiski- miðum síðan Fiskamir komu fyrst út. Hér fara á eftir nokkur ummæli náttúrufræðinga um Fiskana: ,Hér er út komið ágætt rit, mikið að vöxtum, vandað að efni og frá- gangi; fróðleg bók, sem er allt í senn, vísindarit, handbók og alþýðlegt fræðirit. Höfundur bókarinnar er mikils lofs verður fyrir allt sitt starf í þágu ís- lenzkrar fiskifræði, en mest þó fyrir þessa bók, sem ég tel tvímælalaust bezta rit, sem nokkru sinni hefur komið út um íslenzka dýrafræði.“ Pálmi Hannesson. „Bók þessa má óefað telja meðal hinna merk- ustu bóka, er birzt hafa á íslenzku hin síðari árin. . . . Bók þessi er tíma- mótarit í íslenzkri fiski- fræði.“ Guðm. G. Bárðprson. „Útkoma þessarar bókar er merkisviðburður í ís- lenzkum bókmenntum. Bók ... löguð við hæfi almennings, með myndum og lýsingum af hverri einustu tegund fiskjar, sem fundizt hefur liér við land og talinn verður meðal íslenzkra fiska. Eru lýsingamar svo nákvæm- ar, að hverjnm manni er í lófa lagið að ákveða Bjami Sæmundsson. eftir þeim hverja þá teg- und, sem lýst er í bók- inni. Bók þessi á skilið að komast inn á hvert það heimili, er land á að sjó, á eða vatni, sem fiskur gengur í.“ Magnús Bjömsson. „Bjami Sæmundsson var forvígismaður á sviði fiskirannsókna hér við land. Bók hans um ís- lenzka fiska er þrekvirki á sínu sviði og mega aðrar þjóðir öfunda okkur af slíku riti fyrir almenning." Jón Jónsson. Leikritasafnið Leikritasafn Menningar- sjóðs hefur nú hafið göngu sína að nýju, eftir ems árs hvíld, Áður voru komin út 12 hefti. Að þessu sinni bætast tvö ný í hópinn. Eru það Kjamorka og kyenhylli eftir Agnar Þórðarson og Andbýlingamir eftir J. C. Hostmp í þýðingu Lárusar Sigurbjörnssonar. Leikrit þessi eru komin í bóka- verzlanir. Áskrifendur Leikritasafns njóta sér- stakra hlimninda um verð. MœSrabókin eftir prófessor Alfred Sun- dal í . þýðingu Stefáns Guðnasonar læknis hef- ur nú verið á markaði í tvo inánuði og hlotið hinar beztu viðtökur. Er það einróma álit þeirra, sem hafa kynnt sér bók- ina, að hún sé mjög' gagn- legur og hagnýtur leiðar- vísir, eigi aðeins fyrir barnshafandi konur og ungar niæður, heldur alla þá, sem fást við umönnun og uppeldi ungrá baraa. Að þessu sinni er fé- lagsmönnum í fyrsta' skipti gefinn kostur á að velja á milli bóka. Brátfc verður sagt nár.ar frá ár- bókum og tilhögun val- frelsisins. Hlunnindi félags- manna Félagsmenn Bókautgáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins njóta ekki aðeins þeirra hlunninda, að fá félagsbækumar viS mjög vægu verði, heldur er þeim einnig gefinn- kostur á að fá aukabækur útgáfunnar með um 20% afslætti. Eftir því sem.út- gáfa aukabóka færist í vöxt, eftir því em þessi hlunnindi mikilvægari. Bók eins og Fiskana, sem mun kosta hjá bóksölum 180 kr. í góðu bandi, fá félagsmenn á 144 kr. Kalevalakvæði kosta 120 kr. í bandi. Félagsmeœi fá þau á 96 kr. Gerist áskriíendur ■ og njótið þessara mikilvsegu hlunninda! Afgreiðsla er að Hverfisgötu 21, Reykja- vík. Þýðirsg Karls Ísfelds á Kafevo§aIjóc£ym Fyrra bindi Kalevala- ljóða í þýðingu Karls ísfelds, sem út kom á vegum Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs í ágústmánuði síðastliðnum, hefur lilotið hinar beztu viðtökur ís- lenzkra lesenda. Bendir allt til þess að bókin selj- ist upp á skömmum tíma. Dómar gagnrýnenda um þýðinguna hafa verið afar lofsamlegir. Sigurður Einarsson kemst svo að orði í Al- þýðublaðinu 8. sept.: „Það er eins og orð- fimi ísfelds, hugkvæmni og skáldlegum þrótti séu u r engin takmörk sett, þá er á hann rennur ásamóður og honum tekst bezt upp. . . . Hinn ramefldi töfra- heimur kvæðanna stígur frani ferskur og eins og nýskapaðar. ... Það þarf mikla skyggni og djúpa, auðmjúka innlifun til þess að leysa siíkt vérk svo meistaralega af hendi. Og mikið skáld. Og mikinn völund í smiðju íslenzkrar tungu.“ Morgunblaðið 15. ágúst: „Kalevala-ljóðin eru Finnum jáfndýrmæt bók- menntaperla og Edda er íslendingum. Þar er að finna kjama og undir- stöðu finnskra lífsviðhorfa fyrr og síðar. Karl ísfeld hefur uhnið mikið afrek með þýðingu sinni, sem er bæði lipur, hljómmikil og myndrík að hætti frumtextans. . . . Bókin er frábærléga úr garði gerð.“ Guðmundur Daníelssoa í Suðurlandi 21. sept.: „Útkoma þessarar bókar á íslenzku hlýtur að telj- ast meiriháttar bók- menntaviðburður. . . Þýð- ing Karls 'ísfelds er rneð afbrigðum glæsiieg.“ (Auglýsing), ,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.