Vísir - 25.10.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 25.10.1957, Blaðsíða 1
12 síður 12 síður f?. áig. Föstudaginn 25. október 1957 251. tbl. IP veitir Mollet stuðn- iiig ¥ÍS stjórnarmymhin. — VerkföBB, éefoðir og ugg- væmiegar horf ur. MRP-flokkurinn franski hefur tilkynnt, að hann muni taka þátt í stjórn, er Guy Mollet myndi. — Hafa nú batnað allmjög horfur á því, að fulltrúadeildln fallist á MoIIet sem f orsætisráðherra á mánudag n. k., er hann fer fram á traust f ulltrúadeildariimar. Talið er, að það hafí ráðið úr- slitum um afstöðu MRP-flokks- ins hve horfur eru ískyggilegar, á sviði fjármála og atvinnulífs. Komið hefur til alvarlegra verk- falla og hætt er við, að þau breið- ist út. Flugferðir liggja næstum niðri í dag milli Lundúna og Par- ísar. Bæði kaþólska vei'kalýðs- sambandið og samband komm- únistisku verkalýðsfélaganna standa að verkföllum, en jafn- aðarmenn hafa lýst yfir, að þeir telji ekki réttan tima nú til að gera verkföll. Það er nú nærri 4 vikur frá því er Bourges-Maunorey fór frá. — Coty forseti sneri sér í upphafi til Mollet, en hann hafnaði til- mælum um að mynda stjórn, og var talið, að hann mundi frekar vilja reyna, ef öðrum mistækist. Varð það svo. Mollet ræddi hin- ar alvarlegu horfur i fjármálum og gjaldeyrismálum í gærkvöldi. Hann kvað allan erlendan gjald- eyri Frakka mundu verða upp urin um áramótin eða byrjun næsta árs og yrði þá ekki annars kostur en að takmarka innflutn- ing og taka upp skömmtun. Hann kvaðst vilja skipa stjórn- arskrárnefnd, sem ynni að breyt- ingu á stjórnarskránni, er yrði hemill á mjög tíð stjórnarskipti. Óeirðir í St. Nazaire. Tilátaka kom milli lögreglu og skipasmiða í verkfalli í gær í St. Nazaire. Þar hafa verkamenn gert hvert skyndiverkfallið á fæt ur öðru til þess að reyna að knýja fram kjarabætur. Margir, bæði lðgreglumenn og verka- menn, meiddust í átökunum, upp undir 30 illa, þar af helming- urinn lögreglumenn. Einn verka- maður beið bana. 1 Nantes hefur einnig komið til óeirða. Fyrir ári: 3. dagur upp- reistar Ungverja Budapest 25. okt. A þing- hústorginu liggja í hrönnum lík frelsisvina, sem féllu í val- inn fyrir skothríð rússnesku hermannanna, og þar er lika margt særðra, deyjandi manna .... frelsisvinir eiga áfram í áköfum bardögum við rússnesku hermennina og leynilögregluna .... eldtung- ur leika um margar frægar byggingar í Budapest, þeirra meðal þjóðminjasafnið, og áfram er haldið skothríð úr byssum Bússa á uppreistar- menn, þeirra meðal konur og ___í útvarp frelsisvina í Mis- breiðst út tif borjranna Szol- nok, Szefl"íd, Gyor osr Pecs ... Janos Kadar verður fram- kvæmdarstjóri Kommúnista- flokksins .... Nagy forsætis- ráðherra lofar samíronuilafrs- umleitunum um, að herlið Bússa verði flutt burt, „þejr- friður er kominn á og kyrrð" . . . . í útvarpi frelsisvina Mis- kolc er lesin þessi aðvörun: „Hættið að bryíja niður unsr- verskt fólk I Budapest, Festið ekki trúnað á lysrar Krefjist þess, að þeir flytji burt úr landinu hersveitir Bússa. Hef.jið verkföll". Piccioni sýkn af ákærunni um morð?ft á Wilntu MonfesL Ekki talinn vafi verið Montesi-málið hefur nú verið til Iykta leitt að sinni, og var Gian- Piero Piccioni sýknaður af á- kærunni um að hafa orðið gleði- meyjunni Wilmu Montesi að bana. Réttarhöldin hafa staðið mánuð um saman, og var þeim veitt mik il athygli, er þau hófust i Fen- eyjum, en siðan'hefur dofnað yf- ir' þeim, uriz dómur var um síð- ir kveðinn upp í síðustu viku. Dómsorð og forsendur fyrir þvi eru hvorki meira né minna en 130 vélritaðar síður. á, að hún hafi myrt. Dómarinn var sammftla ákær- anda hins opinbera um það, að Wilma Montesi, sem fannst ör- end á baðströnd skarnmt frá Rómarborg fyrir liölaga þrem árum, hafi verið myrt, og að ein- hver hafi verið vitni að dauða hennar. Hins vegár vill dómar- inn alls ekki fallast á, að hún hafi framið sjálfpmorð, og hann tekur til greina santranir þfrr, sem Picconi fs?.rtú fycir því, afi hann hefði verið víðs íjam ímeð kvikmyndaleikkominíii Vaili I, þegár stölkan dó* . Stjórnarvöldin í Búdapest leitast við að láta gera sem mest við þau hús, sem standa við aðal- götur borgarinnar og voru illa útleikin eftir byltingartilraunina í fyrra. Myndirnar hér að ofan eru teknar í febrúár og nú fyrir skömmu af sömu byggingum. — ÖBóoir brennuvargar brenna íbúðar- eg grípahús í Þingvallasveit. Héifiðti að skjóta bóndanii á SvartagiBi og réðmst á hann með baref li. 1 gær sýndu tveir drukknir Reykvíkingar það einstaka ó- þokkabragð að brenna bæ ofan af bónda og útihús hans austur í Þingvallasveit. Bærinn var Svartagil í Þing- vallasveit, en þar býr Markús bóndi Jónsson einsamall sem stendur, því tengdadóttir hans, sem verið hefur þar að undan- förnu ásamt börnum sínum, var í Reykjavík þegar árásin var gerð, og Markús því einn heima. Vísir átti í morgun tal við hreppstjórann í Þingvallasveit, Guðbjörn Einarsson á Kárastöð um, og hefur blaðið frásögn sína eftir honum í aðalatriðum. Það var í rökkurbyrjun í gær kveldi, að leigubifreið úr Rvík renndi heim að Svartako.ti í Þingvallasveit. Auk bílstjórans voru í bílnum tveir bræður, báðir drukknir og hafði ann- ar þeirra unnið um tíma hjá Markúsi á Svartagili í sumar. Þá var enn fremur stúlka í bíln um og loks danskur piltur í bílnum. Þegar heim að Svartagili kom, fóru bræðurnir út úr bíbi um og leituðu uppi Markús bónda, en bílstjórinn, Stúlkan og Daninn héldu kyrru fyrir í bílnum og áttu enga hlutdeild í því sem fram fórheima á bæn- um. Eftir því sem Markús skýrði sjálfur frá segir hann, að for- sprakki fararinnar og sá, sem verið hafði hjá Markúsi í sum- ar, hafi tekið byssu, gamlan heimilisgrip, sem lengi hafði verið í eigu Svartagilsheimilis- ins, miðað henni á sig og kvaðst rétt mundu að drepa hann. Ekki varð þó af lífláti, enda skot- vopnið óhlaðið. Markús segir, að það hafi þá ekki skipt togum, að báðir bræð urnir réðust á hann og börðu hann í höfuðið með barefli, Framh. á 11. síðu. Norðmenn svara Krúsév. Verkalýðsfloklou-mn norski hefur svarað bréfi Krúsévs. I svarinu segir, að lýðræðis- flokkarnir norsku hafi verið og séu einhuga um utanríkisstefnu stjórnarinnar, og norski verka- lýðsflokkurinn kjósi ekki að hvika frá samstarfinu eða stefn- unni, sem fylgt hafi verið, og fara aðrar götur upp á eigin spýtur. Vakin er athygli á því, að mál- ið (ófriðarhætta vegna ástands- ins á landamærum Tyrklands og -, Tyrklands og Sýrlands) hafi ver- lið lagt fyrir Samelnuðu þjóðirn- ar, og von flokksins sé, að þær jlelði deiluna farsællega til lykta Árekstrar fiHir á AkureyrL Mjög mikið hefur borið á árekstrum bifreiða á Akureyri að undanförnu, og miklu meif en venjulega. Samkvæmt viðtali, sem Vísir átti við Jón Benediktsson yfir- lögregluþjónn á Akureyri í gær sagði hann að frá því um síð- ustu mánaðamót hefði borið ó- venjumikið á árekstrum farar- tækja þar í bæ. Oft hefði lög- reglan haft afskipti af tveimur árekstrum á dag, sem teljast verður mikið miðað við fólks- og bílafjölda bæjarins. En svo undarlega brá við, sagði Jón, að í fyrradag, fyrsta daginn sem ökuskilyrði voru verulega slæm á þessu hausti, varð eng- inn árekstur. Þá hafði snjóað nóttina áður og var snjóföl á götunum og hálka. Ennfremur tjáði Jón Vísi að meira hafi borið á því að menn ækju bifreiðum undir áhrifum áfengis það sem af væri þessu ári, heldur en nokkurn tíma á heilu ári áður. Frakkar kaupa tJtflutnings- og innflutnings- bankhm í Bandaríkjunum veitir Frökkum lá til kaupa á f arþega- þotum. Þær verða af gerðinni Boeing- 707. Gert er ráð fyrir kaupum á 15 flugvélum af þessari gerð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.