Vísir - 09.11.1957, Blaðsíða 4
ViSIE
Laugardagirm 9. néwmber M57
DAGBLAB
iVSsár kemur út 300 öaga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíðux.
Eitstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
RStstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Aígreiðsla Ingölfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VfSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
. I kr. 1,50 fintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
„Verðstölvun" í framkvæmd.
Um síðustu mánaðamót eða
fyrir aðeins rúmri viku
hefðu verkalýðsfélög víða um
J land sagt upp samningum
i sínum um kaup og kjör með
! mánaðar fyrirvara, ef þau
hefðu ekki komizt að því með
! góðri aðstoð kommúnista, er
bentu á það af venjulegri ó-
í sérplægni, að stjórnarfarið
I væri með sérstökum ágæt-
um, svo að engin ástæða
í væri til uppsagna. Hafa rík-
1 isstjórninni meira að segja
I verið sendar alúðlegustu
! kveðjur frá ýmsum félögum,
! sem hafa borið lof á hana
fyrir ágætar varnir gegn
f dýrtíð í landinu — vercV
* ‘ stöðvunarstefnuna, eins og
j Það heitir á máli kommún-
f ista, þótt ekkert hafi í raun-
• r
inni verið stöðvað nema vísi-
i talan, enda er vitanléga mik-
j ilvægast af öllu að stöðva
! liana, þótt allt annað sé á
fleygiferð.
- Já, verkalýðsfélögin komust að
þeirri niðurstöðu, hvert af
f öðru, að ríkisstjórninni hefði.
f gengið ágætlega að stjórna
landinu og verja þjóðina á-
f föllum. Af því leiddi, að rétt
F væri að veita henni fullan
f stuðning áfram, gera hemii
’ engan grikk, segja ekki upp
samningum, láta allt standa
! óbreytt, að því er kaup og
kjör snerti. Trúlega háfa þó
f margir þeir — ef ekki flést-
! ir — er guldu því jáyrði á
fundum í hinum ýmsu félög-
um, fundið mætavel, að dýr-
tíðinni hefir því miður ekki
r verið haldið í skefjum. Hver
einstakur finnur það á buddu
F sinni, að dýrtíðin hefir ein-
f mitt aukizt liröð>um skref-
um síðasta ár, enda þótt þess
r hafi verið vandlega gætt, að
' það kæmi ekki fram í vísi-
\ tölunni. En í þessu sambaridi
Kirhjét off trúmul :
Biblían óvirt.
er á það að líta, að sumir
ráðherranna eru að vinna
svo mikilvæg störf fyrir
húsbændur sína, að ekki má
trufla þá eða hindra starf-
semi þeirra.
En þess ber að geta, sem gert
er, og það gerðist fleira um
síðustu mánaðamót en a£! á-
kveðið væri aö segja ckki
upp • samrringum yerkalýðs-
félaga. Ríkisstjórnin þakkaði
nefnilega fyrir sig um ieið
og hún hafði fengið að vita
um þessa afstöðu helztu
verkalýðsfélaganna. Hún
samþykkti sem sé heimild til
þess, að hækkað skyldi verc
á hangikjöti o. fl. afurðum.
Vafalaust iiefir verðhækk-
unin á hangkjötinu veriö
samþykkt með tilliti til þess,,
að nú fara jólin senn í hönd
og horfur eru á því, að rjúp- *
ur veröi ófáanlegar, svo að
hangikjötið verður seljan-
legra. Hér er því ura sérstaka
hugulsemi ríkisstjórnarinnar
að ræða.
Verkalýðsfélögin voru þ.ess
vegna ekki fyrr búin að
samþykkja, að „verðstöðv-
unin“ væri ágæt og skyldi
haldast áfram, þegar ríkis-
stjórnin þakkaði þeim stuðn-
inginn með því að sýna þeim
framan í framkvæmdina.
Vitanlega vissi stjórriin, að
henni var óhætt að hækka
verð þessara afurða, því að
hún hafði hækkað afurðavei-ð
áður og það einmitt verið
kallað „verðstöðvun". Hér
var m. ö. o. ekki um neina
verðhækkun að ræða heldur
aðeins framhaldandi fram-
kvæmd á „verðstöðvun“,
sem hér hefir verið í gildi í
meira en heilt ár. Lifi ríkis-
stjórnin og hin skelegga bar-
áttá hennæ' fyrir „verðstöðv-
un?‘.
Vesaldomur kommúnista.
Það er ekki mikill vandi að gera
sér grein fyrir viðbrögðum
kommúnista, ef þeir hefðu
ekki verið í ríkisstjórn, sem
| þannig framkvæmir „vérð-
! stöðvun" fyrir stuðnings-
! menn sína. Skyldi ekki hafa
■ verið heldur óþvegið orð-
1 bragðið í Þjóðviljanum.
Hann var raunar að hleypa
f af stokkunum happdrætti um
r daginn, og alþýða manna
• átti a'ð kaupa miða, af því
' að Þjóðviljinn hafði alltaf
v staðið svo vel í ístaðinu fyr-
Ir verkalýðinn — meðal
' aaaais barizt • gegn verð-
Stækkrinurn, að mönnurr...
skildist. Virðist nú tiivalið
fyrir Þjóðviljann að endur-
nýja hvatningarorð sín og
minna menn á það að auki,
að hafa happdrættismiða með
hangikjötsbitanum, sem
keyptur verður næst. Það
mun styrkja þetta einarða,
staðfasta blað í baráttunni
fyrir meiri „verðstöðvun“,
alltaf meiri „verðstöðvun“
um hver mánaðamót, þegar
verkalýðsfélögin hafa til-
kynnt, að þau muni ékki
segja úpp samningum. Það
verður að hafa samræmi í
hlutunum — annað kemur
ekki til greina!
Hér hafa að undanförnu ver-
ið gagnrýndar skoðanir á Biblí-
uimi, sér í lagi spámannaritim-
um, sem tímaritið „Dagrenn-
ing“ hefir boðað um margra
ára skeið. Þeim hefir verið
stefnt fyrir dómstól Biblíunnar
sjálfrar og reynslunnar og
þær standast fyrir hvorugum.
Þótt ritstjóri „Dagrenningar“
gæfi tilefnið til þessara hugleið-
inga, fer því fjarri að gagnrýn-
inni sé miðac% að honum ein-
um. Hér á landi er t. d. rekið
aðgangssamt trúboð af háfu s. n.
„Varðturnsmanna" eða „Votta
Jehóva". Þeir hafa Biblíuna
mjög á lofti og „skýra“ spá-
dómana af mjög miklu öryggi
og oft í svæsnum árásaranda í
garð allra, sem fylgja þeim
ekki. Margt ugglaust fólk lætur
glepjast af þeirri Biblíu-festu,
sem þeir láta í veðri vaka, og
vara sig ekki á því, að þeir af-
neita eða halla mjög' flestum
meginkenningum kristinnar
trúar; Það er ekld nóg að bera
Rib.líuna fyrir sig. Ekki ber
spásögnum þessara manna
saman við „Dagrenningu“, en
grundvallarviðhorf er hið sama.
En engir voru vissari í sinni
sök en þeir um það a'ð' þeir
héfðu leyst úr því talnakerfi,
sem þeii1 þykjast finna í Biblí-
unni og gætu sagt fyrir ókom-
in tíðindi út. frá því. Og þótt
spárnar standi hvergi heima, er
ekki verið að endurskoða að-
ferðina, heldur er staðreynd-
um og tölum hnikrað til cftir
nýjura geðþótta,
Ekkert af þessu er nýtt. En
það er ítrekuð sönnun þess, að
það er fánýt iðja að rýria spá-
dómana út frá þeim skilningi,
að þeir séu rósamál um rás
stórviðburða veraldarsögunn- {
ar, sem hægt sé að „tímasetja“;
eftir þeim. Biblían er allt ann-
að en völufræði. Spámenn eru
ekki spásagnamenn. Þeim var
ekki ætlað a'ð rekja fyrirhug-
anir Guðs um ókomna atburði,
heldur að birta vilja hans, boða
hjálpræðisverk hans og heild-
armarkmið. Guð getur vissu-
lega gefið sínum útvöldu inn-
sýn inn í framtíðina. En þótt
hann geri það, áskilur hann sér
frjálsan rétt til þess að haga
stjórn sinni að sínum vilja og
vizku. Því hefir hann ekki
neglt sig við neinar þær for-
sagnir um framtíðina, ér auðið
sé að ráða í einstökum atriðum
frá einum tíma tií annars. Hitt
var hlutvérk spámanna að varpa
því Ijósi yfir eigin samtíð, er
afhjúpar eðlisþætti veruleik-
ans. Þeir sáu ekki alla fram.tíð
fyrir, en þeir skyggndu tím-
ann, sem var að líða, rýndu
djúp rök samtíðarsögu sinnar
og þar með allrar sögu. Því eru
orð þeirra varanleg, sístæð og
sílifandi. Guð stýrir ekki heim-
inum eftir stöðnuðum para-
gröí'um örlagakenndrar fyrir-
hugunar, heldur í skapandi
hugviti og frjálsræði. Vér get-
um ekki rakið yztu takmörk
vega hans (Job 26, 14). En vér
megum treysta honum. Það er
náð og sannleikur trúarinnar.
Þnð er óvh'ðing við Biblíuna
að bera hana fyrir forspáni,
sem eru fallvaltari en flestar
aðrar mannlegar hugsmíðar. Það
er helgibrot. Og það er ekki
leyfilegt að flytja hvað sem er
í nafni kristindóms. „Dagrenn-
ihg“ birtir á 2. kápusiðu
„nokkar staðreyndir“, sem svo
eru neíndar. Virðist þar um að
ræoa höfuðstaðreyndir, „sem
nauðsynlegt er, að menn gleymi
ekki“, að þvi er segir í ýfir-
skrift. Ein þeirra er sú, að
„kristindómurinn einn, í þeirri
mynd, sem Jesús Kristur birti
hann og geymd er í Bibliunni,
er eina leiðin til að bjarga
mannkyninu frá tortímingu og
algjörri glötun". Mikið rétt. En
boðar „Dagrenning“ þann krist-
indóm? Eg leyfi mér að véfengja
það. Eg finn þess engan stað í
Biblíunni, að grafnýsi egypzkra
fornkónga geymi lykil að
leyndarmálum Guðs. Hvorki
Kristur né neinir þeir, sem
bera honum vitni í Biblíunni,
vísa til neins pýramída né út-
reikninga á honum til þess að
leita þar stuðlnings við útskýr-
ingu á Guðs orði, enda hefir sú
hégilja aldrei verið flutt í nafni
kristinnar trúar fyrr en á síð-
ustu tímum og á sér sem betur
fer fáa formælendur. Eg full-
yrði, að þær kynflokkakenning-
ar ,sem „Dagrenning" hefú'
flutt árum saman, séu gagn-
stæðar bókstaf og anda Biblí-
unnar. Og svo að aftur sé vikið
að fyrrnefndum „staðreynd-
um“, þá finnst enginn stafur
fyrir því í Biblíunní, að mann-
kyn skiptist eftir lit í tvær
andstæðar fylkingar, annars
vegar hið litaða, heiðna mann-
kyn og hins vegar hið hvíta
mannkyn og milli þessara fylk^
inga standi hin síðasta úrslita-
orusta hér á jörð. Biblían segir
hvergi, að aðgreining sauða og
hafra farið eftir hörundslit.
Þvert á. móti. „Eruð þér, ísrael-
menn, mér mætari en Blálend-
ingar segii' Drottinn“ (Amos 9,7).
Og Kristui' segir: „Margir munu
koma frá austri og vestri og
sitja til borðs með Abraham,
ísak og Jalcob í himnaríki, en
sonum ríkisins mun verða varp-
áð út í myrkrið fyrir utan.“
(Matt. 8, 11—12). Frammi fyrir
hásæti Drottins, þegar ríki hans
hefir sigrað, er „mikill múgur,
sem enginn gat tölu í komið af
alls kyns fólki og kynkvíslum
og lýðum og tungum“ ÍOp. . 7,
9).—
Þá er mér það með öilu huiið,
hvernig Kristur eða Biblían
verða borin fyrir því, að Sam-
einuðu þjóðirnar séu tilraun
hins „pólitíska zionisma" og
kommúnismans til þess að
koma á heiðinni alheimsstjórn.
Og loks er sú staðhæfing alger
og óhrjáleg nýlunda, sem eng-
inn stafkrókur er fyrir í Guðs
orði, að hinar vestrænu lýð-
ræðisþjóðir séu hinn fomi
ísrael, sem Biþlían segir frá
og eigi (einar?) öll þau miklu
fyrirheit, sem þar eru gefin.
Engum verður þannað að hafa
þessar skoðanir og flytja. þær.
'En þegar þær eru fluttar í haíni
X. skrifar um símaskrána:
„Símaskrá 1957“.
„Eg hef furðað mig á því hve
fáir hafa látið álit sitt í Ijós £
bréfum og greinum í blöðum um
simaski’ána 1957 — þessa bók,
sem fjöldi manna þarf að fletta
upp í daglega, en er flestum til
ama að þurfa að nota, letursins
vegna. Eg ætla ekki að tala um
aðra galla hennar, því að ég tel
þá miklu smávægilegri, en hið
smágerða og granna letur bók-
arinnar torveldar mönnum notk-
un hennar. Forráðainenn símans
hefðu átt að hafa í huga, að það
er fólk á öllum aldri, sem þarf
að nota þessa bók, og auk þess er
sjón fólks á öllum aldri misjöfn
— og ætti að vera gengið þannig
fi’á henni, að jafnvel fólk með
meðalsjón þurfi ekki að rýna í
hana, til þess að finna það, sem
leitað er að, en sjóndapurt fóllc
þarf helzt stækkunargler eða að-
stoðar annarra við, ef það þarf
að leita að símanúmeri.
Það er orðið dýrt að hafa síma,
og mér finnst stofnuninni skylt
að ganga þannig frá þessum leið-
arvísi sínum til notenda, að þeir
séu ánægðir.
Ekki er ráð —
Ekki er ráð nema i tima sé
tekið, og held ég, að þeir sem
óánægðir eru ættu að láta til sín
heyra fyrr en seinna, svo að bætt
verði úr fyrrnefndum galla næst.
Eg veit ekki betur en að menn
kvarti almennt yfir hinu ólieppi-
lega letri á símaskránni, en sjálf-
sagt er ekki að vænta þeirra um-
bóta, sem menn óska eftir, nema
þeir beri fram óskir sínar. Eg
trúi því ekki að óreynöu, að
stofnunin taki ekki tillit til ,öska
símanotenda, ef ljóst liggur fyr-
ir, að þær eru almennar. Nú má
líklegt telja, að undirbúningur
næstu símaskrár byrji mörgum
mánuðum áður en hún kemur
notendum í hendur, og því rétt-
ast, sem fyrr var sagf, að menn
beri fram óskir sínar fyrr en
seinna.
Skoðanakönnun.
Sé póst- og símamálastjórnin
í vaía um, að menn óski abnennt
breytinga þeirra, sem hér hefur
verið rætt um, gæti hún hæglega
fengið úr þvi skorið, með skoð-
anakönnun meðal simanotenda,
Slik skoðanakönnun þyrfti ekki
að hafa neinn teljandi kostnað
í för með sér. — X.“
Biblíunnar og boðaðar sem
hinn eini sanni kristindómur,
þá verður ekki komizt hjá þvi
að mótmæla, því að þær eru
algerlega gagnstæðar Biblíunni
og eiga ekkert skylt við kristin-
dóm. Það nálgast trúníð að boða
slíkt í nafni Krists. Eg harma
það, að jafnmætur maður og
hr. Jónas Guðmundsson, seni
verðskuldar alþjóðarþökk fyrir
óeigingjarnt mannúðarstarf og
vill vafalaust í einlægni vera
lærisveinn Jesú Krists, skuli
hafa farið út á þessa braut, að
leiðsögn manna, sem eg hika
ekki við að kalla falsspámenn
um þessi atriði — þótt þeir séu
það ekki með vitund pg vilja.
Eg harma það vegna þeirrar
virðingar, sem .eg ber, bæði
fyrir persónulegri einlægni og
sannleika Biblíunnar.
Sigurbjörn Etnarssíwí.