Vísir - 15.11.1957, Blaðsíða 10
10
VISIR
FöstuQágiriiiilS. nóvember 1957
— Klukkan er bráðum sex, herra minn. Aðeins stuttur spölur
ófarinn til Basel.
Svefnvagnsvörðurinn rumskaöi gœtilega vio Englenöingnum.
— Við komum til Basel eítir stutta stund, sagði hann aítur.
— Þakka yður fyrir! John Grant glaövaknáð'i. Bráðum sex,
sagði hann við sjálfan sig. Og bráöum kominn til Basel, en þar
átti hann að skipta um lest.
Léttur eftirvæntingarylur fór um John og liann raulaði lágt
meðan hann var að raka sig. Honum var létt í skapi við tilhugs-
unina um þessa skemmtidvöl, sem liami átti í vændum í Sviss.
Áöur en hann veiktist mundi hann sízt af öllu hafa langaö' til
a'ð slíta sig frá störfum sínuni og heimahögunum í Castletown í
Vestur-Engiandi. Hann brosti háðslega framan í andlitið á sér
í speglinum. Hann hafði ráðið mörgum af sjúklingum sínum, um
dagana, til þess að gera einmitt þetta.... fara burt — sjá nýtt
land og slíta sig frá daglega vana-amstrinu.... og nú átti hann
sex skemmtilegar vikur í vændum sjálfur.
Án þess að vita af því raulaöi hann lag, sem einhver hafði
spilað á grammófón hvað eftir annað i húsi skammt frá spít-
alanum,1 sem hann hafði legið í.
„Svölúnnar leið hlýt ég halcLa — heimkynni svölunnar finna.“
Það vár líkast og hrynjandm frá yagnhjólunum væri eins og
undirleikur v.ið þessi stef — þennan óð öskanna.
Eg er iniðaldra læknir, hugsaði John rneó' sér. Nærri því fertug-
ur og á ekkí annaö erindi hingað en að hvíla mig í friði og ró.
John Grant taldi sig lausan við allar rómantískar tilhneig-
ingar, og kvennamál höfðu ekki truflað hann um æfina. Tilvera
hans var mjög tilbreytingalítil, eina starf hans var að berjast
gegn dauðanum og bjarga mannslífum.
Samt gat hann ómögulega hrakið þetta vísustef á burt úr
huga sér, og hann gat heldur ekki varist að verða kátur eins og
krakki þegar lestin ra'nn inn á stöðina í Basel.
Tollskoðunin var fremur yfirborðsleg, en tollarinn glennti þó
upp augun þegar John sýndi honum áhaldatöskuna sína.
— Eg er læknir og ætla að fá mér hvild, sagði hann þurrlega
á frönsku. Hann hefði ekki átt að hafa áhaldatöskuna með sér,
hann hafði lofað yfirlækninum á spítalanum því aö lifa ein-
göngu sem skemmtiferöamaður og forðast að' umgangast lækna
eða tala um störf sín. Og hann mátti ekki undir neinum kring-
umstæðum gera holskurði. Samt hafði hann afráðið á síðustu
stundu að hafa með sér verkfæri sin. Homim fannst það álíka
og að skilja eftir hægri handlegginn að láta þau verða eftir
heima.
John fékk sér kaffibolla í veitíngasalnum og fann sér svo
sæti í hinni lestinni.
Svisslendingur sem ætlaði til Firenze tók hann tali í klefan-
um. — Þér kunnið áreiðanlega vel við yður í Lugano, sagði hann.
— Lugano er i ítalska Sviss. Þar er fagurt og rólegt. En þér ættuð
að sjá eitthvað af Ítalíu lika. Áætlunarbifreiöar fara daglega til
Firenze og Venezia....
John brosti. — Nei, eg ætla mér ekki að fara í neinar kynnis-
ferðir. Eg ætla aðeins að hvíla mig vel.
En það var nú ekki nenia hálfur sannleikur. Hann hafði valið
Lugano eftir að Steve frændi hans hafði sagt honum hina ótrú-
legu sögu um dótturdóttur gömlu frú Stannisford. Steve frændi
var lögmaður Stannisfordfjölskyldunnar — það hafði verið svo
kynslóð eftir kynslóð hjá Grants- og Stannisfordfjölskyldunum.
Steve frændi hafði lagt John í einelti eftir að hann frétti að
hann ætlaði til útlanda sér til hressingar. — Farðu til Lugano,
drengur minn, sagði hann — og reyndu að koma vitinu fyrir
hana dótturdóttur frú Stannisford. Gamla konan þráir að fá að
sjá hana og slátra alikálfi. En hún endursendir öll bréfin frá
okkur án þess að opna þau.
— Er ekki orðið nokkuð seint að slátra alikálfinum? sagði
John þurrlega. Hann hafði verið strákur í skóla þegar Evelyn
Stannisford strauk með Jean Berenger, sem var blankur, franskur
listamaður. Nú var faðir Evelyn, Henhy gamli Stannisford, dáinn,
og .Tohn hafði nærri gleymt gömlu sögunni um Evelyn og Frakk-
ann hennar. Frændi hans hafði sagt honum a'ð frú Stannisford
i hefði reynt að hafa spurr.ir af dóttur sinni eftír að maður hennar
var dáinn. Hún varð þess vísari að' Jean Berenger haíði fallið í
stríðinu og a'ð Evelyn hefði dáið nokkru síðar, suður í Sviss. Þau
höfðu iátið eftir sig dóttur sem Colette hét, og var oröin tuttugu
og tveggja ára. En Colette Berenger hafði engan 'nug á að kynn-
ast ættingjum sínum í Englandi — hún vildi ekki sættast viö
ömmu sína.
— Hún er ofiátungur, stelpan. Hún hefur erft það frá Henry
gamla, sagði Steve frændi og hristi höfuðiö. — Þetta er leiðin-
legt, úr því að gömlu konuna langar svona mikið til að hún komi
heim. Og allir þessir peningar. Það verður Nigel sem erfir þá, ef
stelpan vill ekki brjóta odd af oflæti sínu.
Frú Helen Stannisford var gömul og veikluö og haíði aldrei
náð sér eftir dótturmissirinn, Evelyn var eina barn hennar. Og
maðurinn hennar hafði verið harðstjóri.
— John, eg dey sæl ef þér tekst að hafa Colette með þér heim,
hafði hún sagt og þráin skein úr augunum á henni. — Heilsaðu
henni frá mér og segðu henni að eg skuli ekki biðja hana um að
vera hérna ef hún unir sér ekki. En mig langar svo mikið til að
sjá dóttur hennar Evelyn.
John hafði nauðugur viljugur lofað að gera sitt bezta. Þó hann
væri ófús á aö taka þetta að sér, hafði hann orðið hrærður er
gamla konan talaði við hann. — En eg beiti engri þvingun við
hana, hvorki andlega né fjármunalega, sagði hann eintaeittur.
„STRÁKURINN“ í BÁTNUM
Lestin rann inn á stööina í Lugano stundvislega klukkan tólf,
og John kvaddi samferðamanninn. Hann var einkennilega ein-
mana þarna sem hann stóð á stéttinni og sá lestina hverfa á
burt áleiðis til ítalíu. Burðarkarlinn gekk á undan honum með
farangurinn og benti honum á strengbrautina upp að brekku-
brúninni og bænum.
— Hvaða gistihús? spuröi hann á ensku.
John sýndi manninum heimilisfang Colette Berenger, sem
frændi hans hafði fengið honum. Eiginlega hafði hann hugsað
sér að fara í gistihús í bænum, en nú datt honum allt í einu i
hug ao kynna sér strax hvar stúlkan ætti heima. „Albergo Fion-
etti, Gandria, Lago di Lugano.“
Burðarkarlinn yppti öxlúm og nú flæddi úr honum ítölsk
romsa, sem John skildi ekki eitt orö af. Svo benti hann amerík-
önskum leiðsögumanni til að fá hjálp. Ungi maðurinn ljós-
hærði þurrkaði fyrst svitann framan úr sér og brosti til Johns,
með'an burðarmaðurinn gaf skýringu. — Hann segir að Albergo
Fionetti sé lélegt gistihús. Það er eiginlega knæpa. Eingöngu
fiskimenn og listamenn, sem dvelja þar. En það eru mörg góð
gistihús til hér í bænum.
— Eg vil fara þangað samt. John fór a'ð gerast óþolinmóður.
Hann var fastráðinn í að fara í Albergo Fionetti. Hann vildi vera
í næði og innan um fólk, sem átti heima þarna á staðnum, og
sjá með eigin augum hvernig húsakynnin væru hjá dótturdóttur
Helenar Stannisford og hverju hún lifði á.
Ameríkumaðurinn yppti öxlum: — Þér verðið að leigja yður
bát til að komast til Gandria. Hann útskýrði fyrir honum hvar
bryggjan væri, sem hægt væri að fá báta frá til ýmsra staða
kringum vatniö.
a
kvöldvökunni
f
E. R. Burroughs
TARZAN -
2493
í þessu fjalli, sem þú sérð sagði höfðinginn. Þeir koma
\ þarna, eru heimkynni hinna út úr fjallinu á daginn og
. ^ hræðilegu skordýrámanna, ræiia og rupla. Þeir eru að
svelta okkur i hel og það er
tilgangslaust að veita við-
nám, sagði hann. Það er
n.a*is7. i
ekki gagnslaust, sagði Tarz-
an. Látið af hugleysi ykkar
og fylgið mér. Við skulum
drepa þessá óvætti.
Lögfræðíngur nokkur fór til
dómara og kvartaði yfir því,
að skjólstæðingur hans, sem
hann var nýbúinn að vinna mál
fyrir, neitaði að greiða ómaks-
laun.
Senduð þér honum skriflega
rukkun? ,
Já, það gerði eg.
Og hvað sagði hann við því?
j Hann sagði mér að fara til
i heh/....
Og hvað gerðuð þér þá?
Eg kom beint til yðar.
'k
Jón: Frændi rninn féil niður
stiga með hálfpott af viskí og
missti aðeins niður tvo dropa.
! Jói: Það er nokkuð gott.
Hvernig fór hann annars að
jmissa tvo dropa?
Jón: Hann þrýsti ekki vörun-
um nógu þétt saman.
★
Hvernig íórstu að því að
sprengja dekkið svona illa?
Ók yfir flösku.
j Hvað, sástu hana ekki nógu
fljótt?
i Nei, maðurinn var með hana
í vasanum.
★ í
Til hamingju, sagði læknir-
inn, þér hafið eignast tvíbura.
Tvíbura, hrópaði faðirinn,
dreng eða stúlku ?
Ja — annað er drengúr og
hitt er stúlka, já, eða öfugt.
Maður minn, þér munið
aldrei finna aðra eins konu og
hana Önnu, sagði presturinn
við útförina.
Hver ætlar að leita? spurði
maðurinn.
k
„Diplómat“ er maður, sem
getur sagt þér að fara til
helv.... þannig að þig hlakkar
til ferðarinnar. ,
★
Munið nú að hvíld er mjög
nauðsynleg. Hvað gerið þér yð-
ur til hvíldar, spurði geðlækn-
irinn
Eg drep flugur með boga og
örvum, svaraði sjúklingurinn.
Er það ekki svolítið erfitt?
Nei, nei, eg miða bara á lapp-
irnar. f
k
Eg er töframaður, sagði
sjúklingurinn lækninum.
Nú, já, það er skemmtilegt.
Hvað er bezta bragðið yðar?
Eg saga konur í tvennt.
Er það erfitt?
Barnaleikur. Eg lærði þa'ð
þegar eg var krakki.
Eigið þér nokkur systkini?
Já nokki-ar hálfsystur.
★
Eg át orma með þessu epli.
Fáðu þér þá vatnsglas og
skolaðu þeim níður.
Nei, eg held nú ekki. Þeir
geta labbað. (
★
í kuldum hugsaði hún alltaf
til mannsins síns sáluga .Hon-
um var alltaf svo kalt. Hann
var vanur að velta því fyrir séi*
hvort honum mundi nokkurn
tíma hitna. Honum leið svo
illa þegar honum var kalt. En
það veitir hénni huggun að nú
líður honum vel. u