Vísir - 15.11.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 15.11.1957, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Yísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni lieim — án fyrirhafnar af yðar liálfu. Sími 1-16-60. Munið, að 'þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. livers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Föstudaginn 15. nóvember 1957 Víggirðlnga- og varnavlka f Damaskus. Virki hlaðin, skotgrafir grafnar og klukkustundar loftvarnaæfing. 1 byrjun vikunnar var stofnað lil svonefndrar Víggirðingaviku S Damaskus, Sýrlandi. Grafnar voru skotgrafir, hlaðin saiulpoka virki og ennfremnr fóru fram íloftvarnaæfingar. I Var hamrað á því í útvarpi, að þetta væri einn þáttur þess við- búnaðar, sem nauðsynlegur væri, öryggis lands og þjóðar vegna, þar sem hætta væri á innrás frá Tyrldandi. Forsetinn sjálfur, Shukri al- Kúwatly, „stakk fyrstu skóflu- stunguna‘“ í þorpi við Aleppo- veginn, skammt fyrir utan borg- ina. Þar ávarpaði hann 5000 manns og bað nú hvern duga sem bezt hann gæti. „Borgarar og verkamenn, tak- ið ykkur haka og rekur i hönd og hamist eins og Ijön við að grafa skotgrafir til varnar borg ykkur, hlaðið virki svo traust, að hrundið verði árás allra glæpa- og innrásarmanna." Og svo var tekið til við að grafa og hlaða og voru margir vopnaðir byssum og hnífum, og hvatningarorð kváðu við í eyr-, um. „Guð er máttugri en innrás- aröflin" o. s. frv., og svo lék .lúðrasveit á milli, fyrst þjóð- sönginn, svo „hergöngulag Bog- ey hershöfðingja", eftir Souza. Deild úr hjálparsveit kvenna .fylkti þar liði og fór fremst 9 ára telpa, sem hafði vafið um sig þjóðfánanum. Og Bizri yfirhershöfðingi flutti ræðu um innrásarhættuna miklu. Hann kvað féndur landsins hafa safnað miklu liði á landamærun- um og vofði sú hætta yfir, að það héldi inn í landið þá og þeg- ar, til þess „að leggja í rústir frelsi vort og sjálfstæði". Þarna voru viðstaddir fulltrú- ar, sem ætluðu að sitja ráðstefnu Asíu- og Afi’ikuþjóða í Kairo, og margir gestir voru frá Kairo. Boi’gin var fánum ski’eytt og hvarvetna spjöld og annað með áletrunum um innrásarhættuna. Kl. 3 var blásið í loftvai’naflautur og þeir sern mæltu gegn þvi, að fara af götunum og leita sér skjóls voru handteknir, götu- virkjum var komið fyrir o. s. frv., og innan 10 mínútna var Damaskus sem dauðra manna borg. Orrustuþotur sveimuðu yf- ir borginni.skotið var af loft- varnabyssum og púðursprengj- um varpað, en sjúkrabílar voru sifellt á ferðinni til þess að liirða þá, sem léku hlutverk hinna föllnu og særðit. Stóð þetta' klst. Þá fór að lifna yfir borginni að nýju. Aðeins einni skák lokið í gær. í 11. umferö Ilaustmóts Tafl- féíagsius, sem tefld var í gær- kveldi varð aðeins einni skák lokið. Það var skák þeirra Guð- mundar Magnússonar og Krist- jáns Sylveríussonar. Varð hún' jafntefli. Hinar skákirnar fimm , fóru allar í bið. Tólfta og næstsíðasta umferð í meistaraflokki verður tefld á sunnudaginn en biðskákir mánudag. Hinn 17. apríl n. á. verður opnuð hcimssýning í tJriissel. Undirbúningur er fyrir löngu í fullum gangi. Áihherjariiiiig Sþ. vestræna tlíiögu nan ir KoniMimÍMlat'íkii] eiu ú mn&ti. Pan Ameritan- ftugsiysið. Nokkur lík far- }iega fundio. Bandarískt lierskip hefur fundið nokkur lík á floti á Kyrraliafi. Fundust þau um 1000 mílur frá Honululu, á þeim slóðum, sem líklegt er, að Pan-Ameri- canflugvélin, sem saknað var, hafi farizt. Með henni munu hafa farizt 44 menn. Páfi hvetur konur tfi virðo- leiks í kiæðaburði. Kirkjan fordæmir klæðnað líkleg- an til syndsamlegra álirifa. Hans |iieilagleiki páfinn Píus XII. telur siim tízkufyrirhrigði í nútíina klæðnaði líkleg til syndsamlegra álilifa. í ávarpi kvað hann rómversk- kaþólsku kirkjuna skilja þá .mannlegu tilhneigingu, að vilja skreyta líkama sinn, og mundi kirkjan ekki fordæma klæðnað, þótt til skrauts væri aðeins, ef ,hann yki á virðuleik þeirrar konu, sem bæri hann, en bætti þó við, að sum tízkufyi’irbrigði ' væru smánarleg, en tízkan mætti ekki einu sinni vekja neina hugsun, sem gæti Ieitt til Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefur verið samþykkt tiU;«;a í afvopnunarmáliun þess efnis, að frá samkomulagi um kj arnorkuvopn skuli gengið um leið og öðrum afvopnunarmál- lun og samkomulag'sumleitunum um afvopnimarmál haldið áfram á þeim grundveUL Að tillögunni stóðu 24 þjóðir. — Fimmtíu og sex greiddu henni atkvæði, en 9 móti (kommúnist- istarikin), en 15 sátu hjá. Frekari ttlraunir með kjarnorkuvopn hættulegar. Noble fulltrúi Breta tók fram við umræðuna, að framhaldstil- raunir með kjarnorkuvopn myndu ekki verða til þess að auka öryggi í heiminum, og myndu jafnvel geta reynZt hættu legar. Bretar hafa nýlega til- kynnt, að þeir muni ekki sprengja fleiri ‘kjamorkusprengj syndar. Vitnaði Hans heilagleiki í orð Páls postula skoðun kirkjunn- ar til stuðnings. — Ávai’pið flutti páfi í viðurvist 70 tízku- fulltrúa frá ýmsum latneskum löndum, en þar hefir verið myndað Latneska tízkusam-j bandið, sem stefnir að því, að á sviði tízkunnar sé lögð áherzla aðeins á það, sem sæmandi er og virðuegt. Eæðan var flutt í Gandolfo kastala og stóð flutningur hennar fulla klukku j stund, Hvatti páfi konur til þess að klæðast virðulega. Fundur Dulless og Stevensons. Tilkynnt hefur verið í Was- hington, að þeir Adlai E. Stevensson leiðtogi demokrata og Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna, komi saman á fund þriðjudag í næstu viku. Á þessum fundi gerir Dulles Stevenson grein fyrir tillögum þeim, sem Bandaríkjastjórn ástlar að leggja fyrir Natofund- inn, sem hefst í París um miðj- an næsta mánuð. James C. Hagerty, einkarit- ari Eisenhowers, kom á fram- færi við Stevenson boði um að sitja fundinn, en vegna milli- göngu Hagertys var þá talið, að Stevenson myndi einnig ræða við Eisenhower. um sínum a. m. k. ekki á Jóla- eyjasvæðinu á Kyrrahafi. Þar sprengd vetnissprengja fyrir nokkru. Sigurför FH um Þýzkafand. í gær kom handknatíleiks- flokkur Fimleikafélags Hafn- arfjarðar úr Þýzkalandsför sinni, sem hafði orðið liin mesta sigurför, því F.H. tapaði engum leik, en vann sex og gerði eitt jafntefM. í Þýzltalandi háði F.H. leiki bæði við 1. deildar og 2. deildar lið og keppti 7 leiki við sex fé- lög'. Síðasti kappleikurinn var í hraðmóti á miðvikudaginn og bar F.H. þar sigur úr býtum. Fararstjóri flokksins var Guðmundur H. Garðarsson, en Hallsteinn Hinriksson þjálfari. Við komu þeirra á Reykjavíkur- flugvöll í gær var tekið á móti Hafnfirðingunum með viðhöfn og ræðuhöldunu Nýr togari í febráar. Gert er ráð fyrir að hinum nýja togara, sem verið er að byggja í Þýzkalamdi fyrir Bæj- arútgerð JKeykjavíkur, verði hleypt af stokkmium um eða reftir næstu mánaðamót. Skipið, sem byggt er í Brem- erhaven og á að verða fullbúið í febrúar n.k„ er 900 lestir og því allmiklu stærra en nýsköp- unartogararnir, sem eru milli 600 og 700 lstir. Fallbyssur eða smjör. EldfSaugar eBa fsvotta- véfar. Blaðið Scotsman gerir að un» talsefni ræðu Eisenhower for- seta, þar sem hann brýndi fyrir þjóð sinni, að nú yrði að leggja svo mikið fé af mörkum til framfara á sviði vísinda og tækni að þjóðin yrði að vera við því búin að spara og leggja liart að sér. Víkur blaðið að hinum frægu orðum á fyrri vígbúnaðartíma um „fallbyssur eða smjör“, og þótt þau væru ekki fyrst sögð í ýðræðislandi eða í nafni lýð- ræðisins væri raunverulega svipuð stefna að skjóta upp kollinum, — og væri nú eftir að vita hvernig Eisenhower gangi að sannfæra bandarískar húsfreyjur um, að nú sé það „fjarstýrð skeyti eða þvotta- vélar“, sem um sé að ræða, m. ö. o. sé boðað, að ekki verði unnt að láta fólki í té tæki og áhöld, sém menn vestra eru farnir að líta á sem sjálfsagða hluti á heimilum, vegna kapp- hlaupsins um fjarstýrðu skeyt- in og geimförin, sem komið sé í algeyming. Landfræðilegar minnisvísur. Einar Bogason frá Hringsdal í Arnarfirði iiefir gefið út „LandfræÖélegar minnisvísur“, 35 blaðsíðna kver. Einar hefir stundað barna- kennslu áratugum saman, og eru vísurnar ortar á þeim tíma. en tilgangurinn með þeim er að nemendum veitist áuðveld- ara að festa nöfnin á borgum, ám, ríkjum o. s. frv. í minnú

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.