Vísir - 23.11.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 23.11.1957, Blaðsíða 5
Laugardaginn 22. nóvember 1957 VlSIIt iú iLaajg Förutl. Einbúa. Hann kemur oft til mín — allt- ( Já, Einbúi er fróður — ekki af eins og ég. Fólk kallar okkur reyndar einhleypinga eða piþar- sveina, en okkur finnst það missa marks. Hann kemur á mánudagskvöld xim eða miðvikudagskvöldum, en aldrei bœði kvöldin i sömu vikunni. Alltaf kemur hann á sama tíma — klukkan hálf níu. Hann er reglumaður og ákaflega stundvis. Hver hlutur hefur sinn stað, og hvað hefur sinn tíma. Eins og ég sagði, er ég líka einbúi. Ráðskonan mín, sem liirð ir húsið, fer alltaf heim til sin kl. sex síðdegis og kemur ekki aftur yrr en eftir hádegi. Eg er þess vegna einn heima á kvöldin. Það er reglusemi vinar mins, sem veldur því, að hann er aufúsu- gestur. Ef ég gæti átt von á þvi að hann kæmi óreglulega þann- ig, að ég gæti átt von á þvi á íiverju kvöldi, að hann birtist i clyrunum, mundi vináttan ekki hafa orðið svona langvinn. En ég véit, að ef hann kemur ekki á tímabilinu frá 8,30 til 835 á mánu dagskvöldi, þá má ég eiga von á honum á miðvikudagskvöldið á sama tíma. Ef hann er ekki íkominn kl. 8,35, þá veit ég að hann kemur ekki aðþví sinni. Einbúi vinur minn er fróður maður — mjög fróður maður. Eg sagði líka, að hann væri ;! bókalestri eingöngu, heldur er hann ríkur af þeim fróðleik, sem skyggnir menn á sálir með- bræðra sinna einir safna. Hann er hvorki ríkur né fátækur af veraldlegum auði, en hann er ríkur af skilningi og mannþekk- ingu. Hann sér mannlífið ofan frá, og hann kann að segja frá því, sem fyrir augu ber, þess vegna er gaman að hlusta á hann. Stundum segir hann sögur sín- ar í þi'iðju persónu, stundum í fyrstu persónu — með orðum söguhetjunnar -— allt eftir þvi hvað honum finnst bezt við eiga og efni sögunnar gefur tllefni til. Einu sinni sagði hann mér þessa sögu — og hún er sögð í fyrstu persónu — en nú gef ég honum orðið: „Eg veit ekki hvort þú þekkir ‘, hann Fúsa, sem kallaður er Fúsi formaður — en það gerir í sjálfu sér ekkert til — sagan gæti al- veg eins verið af honum Geira eða einhverjum enn öðrum — en hún er svona — sögð með orðum söguhetjunnar. „Það var þegar ég gerði út bát- inn — sællar minningar. Þetta hafði gengið bölvanlega — ein- tómt tap — veiðarfærin fóru í hvalinn og veiðin með — æ, þú troí'íf Vm TAY'M i rr UoHn i rr\ v» TT*_ nln Svo kom Benni aftur og sagði mér, að þetta væri allt i lagi. Nú skyldi ég bara útbúa víxil og fá einhvern til að skrifa upp á hann — bezt væri að fá hann Friðrik til að gera það. Svo skyldi ég fara með víxilinn í bankann — banka- stjórinn væri búinn að fá „ordru“ um að kaupa hann strax. Friðrik skrifaði upp á hann undir eins, þegar ég sagði honum frá pólitikinni — það var eins og ég væri að gefa honum peninga — hann var svo fljótur að skrifa nafnið sittá blaðið. — Það var ekki svona þegar ... jæjá, það er nú önnur saga — segi þér hana seinna. Svo fór ég í bankann. Hann horfði á víxilinn — bankastjórinn — lengi. Svo horfði hann á mig. — Þetta eru miklir peningar fyrir okkur — tólf þúsund krón- ur. — Getið þér ekki komizt áf með minna? sagði hann, og það var hörmung að sjá, hvað maður inn leið undir öllum áhyggjun- um. Eg beinlínis kenndi í brjósti um hann. Já, mikið er á menn- ina lagt. En hvað gat ég gert til að létta honum byrðarnar? — Ha? hvað var maðurinn að segja — hvað ég ætlaði að gera við peningana? Ja — það var víst bezt að segja honum sann- leikann. — Ja — það. er nú þetta — ég fæ vist tæp tíu út úr þessu — svo fær hann .... Eg komst ekki lengra, hann greip íram í íyrir mér og i dauðansofboði, .... þér getið komið á morgun og spurzt fyrir hjá galdkeranum, flýtti hann sér að segja.og svo stakk hann blaðinu niður í skúffu, og mér skildist, að ég mætti fara. Nú þetta var allt i lagi, ég fékk niu og sjö, þegar við voriim bún- ir að afreikna þetta, og nú geng- ur þetta bara ágætlega. Þú veizt hvernig þetta er, þeg- ar maður er loksins kominn i veltuna — það er sko það, sem gildir — að fá það til að veltast! Þeir spyrja mig aldrei núna, hvað ég ætii að gera við pen- ingana!“ Sibeiius-ténleikar í háskólanum á morgun kl. 5. Dr. Páll ísólfsson skýrir þá. . , , veizt hvermg þetta var. Eg skuld reglusamur. Ja, svo sannarlega1 , f , , . , , .: aði velsmiðjunm — eg skuldaði er iiann reglusamur, þo hann sé ... , ,. . , , ; ., ] veiðarfærakaupmamunum — eg ekki af sama tagi og forstjórinn, I , ,, x. . . , , , . ...... ’ i skuldaði .... nu — ja, ég skuld- sem rakar sig alltaf kl. 7,30. s. d. og kaupir alltaf nærfötin sín í feúðinni á Vatnsstígshorninu i. október ár hvert — en það hef-1 ur hann gert s.l. tuttugu og fimm ár eða svo. Einbúi sendir þvottinn sinn í þvottahús hér í. bænum — sennilega mjög reglu- lega eins og forstjórinn gerir. Hann hefur heldur ekki sézt læöast niður bakdyra megin með pokann sinn með óhreina tauinu, eins og forstjórinn, þegar hann ér að fara með hann í borð um strandferðaskipið, til að biðja feátsmanninn fyrir hann norður til systranna. Nei, þeir eiga ekk- ert sameiginlegt nema vissa xeglusemi. 1 aði öllum og skrattanum líka. viðrar og norðan- og norðaust- an vindarnir, sem hér eru að jaínaði þurrir, eru rikjandi um langan tima og oft með þeim mikil harðveður, verður erfitt að halda við gróðri hér sunnan lands." Hætturnar eru fleiri. Þótt rúm leyfi eigi að rekja hér eru hættumar miklu fieiri en þar, sem stafa af sliku veðurof- ríki og að ofan er lýst. Um aðr- ar náttúruhamfarir getur verið að ræða, ogþar sem uppblástur *r hafinn, verður framhald á, þótt vel viðri, ef eklcert er að gert Þá stafa hættur af ofbeit landsins. Með skipulagri vernd- un gegn uppblæstri og græðslu, . skipulagningu beitar ogræktun- ar beitilanda o; fl. verður að heyja baráttuna til þess að græða opin sárin og hirídra að ný myndist. — 1. . Það var ekkert annað að gera en að gefast upp við þetta og láta allt fara undir hamarinn — hleypa hræfuglunum í það — þeir biðu á hverju götuhorni með fulla vasa af peningum tilbúnir til að kasta sér yfir hvern, sem riðaði eða datt. Það var þá, sem hann Benni kom. Honum er svo djöfullega við hræfuglana — þeir kroppuðu einu sinni úr honum áugað — það var þegar lögtaksmennirnir hirtu innbúið hans út af fimm hundruð kallinum, sem hann skuldaði í útsvar eða skalta. Það fór á hundrað kall á uppboðinu og svo komu prósenturnar og allur hinn kostnaðurinn svo hann skuldaði eiginlega jafnmikið eft- ir sem áður. Það töpuðu allir: bærinn og ríkið, Bemii og allir hinir, allir, nema uppboðshaldar- innog hræfuglarnir. Þá hótuðu þeir honum gjaldþroti. — Jæja, ég ætlaði nú annars ekki að fara að segja þér söguna af honum Benna, heldur af sjálfum mér. Nú, hann Benni kom, eins og ég sagði, og hann haíði nú sína reynslu. Hann sagði mér að fara beina leið i pólitíkina og heimta svo lán — lán í bankanum. Eg kunni nú litið í þeim fræð- um, en Benni lagði á ráðin, og nú átti ég bara að bíða rólegur, þangað til hann væri búinn að tala við manninn — manninn í pólitíklnni. —- þú veizt — hann skyldi nokk ordna þessu. Já, hann kunni svo sem lagið á þeim, hann Benni. Undanfarnar vikur hefir einn sunnudag í hverjum mánuði ver ið flutt opinberlega tónlist í hátíðasal háskólans af hljóm- plötutækjum þeim, sem banda- ríski fiðluleikarinn Isaac Stern gaf skólanum, og hafa þá tón- listarfróðir menn skýrt verkin. Hefir þessu verið vel tekið, bæði af stúdentum og bæjar- búum, og er ætlunin að halda því áfram.Einnig hefir sá góði stofn að hljómplötusafni, er Isaac Stern gaf upphaflega, ver- ið aukinn verulega með fjár- veitingum háskólaráðs og á- gætri fyrirgreislðu mennta- málaráðuneytisins. Hljómplötu- deild Fálkans hefir veitt rífleg- an afslátt á plötum og gjafir borizt til safnsins, aðallega frá bandaríska sendiráðinu. Öllum þessum aðilum kann háskólinn beztu þakkir. Á morgun (sunnudag) kl. 5 e. h. stundvíslega hefst næsta tónlistarkynningin, sem helguð er einu mesta tónskáldi Norð- urlanda og einu mesta symfón- íutónskáldi þesarar aldar, Sí- belíusi, er lézt 20. september í haust, 91 árs að aldri. Flutt verða eftir hann þessi verk: Söngur Aþenubúa, sunginn af drengjakór, og Finlandia, leik- in af Symfóníusveit Lundúna, undir stjórn dr. Malcolms Sar- gents, en bæði þessi verk hafa með áhrifamagni sínu liaft mikið sönglegt gildi fyrir Finn- land. Svanurinn frá Túónela, eitt af fegurstu verkum tón- skáldsins og eitt þeirra, er hann óskaði að flutt yrði við útför sína. Hljómsveit danska ríkisút- vai’psins flytur. Thomas Jen- sen stjórnar. Loks verða leiknir þættir úr 2. symfóníu Síbelíus- ar af Symfóníuhljómsveit Lundúna undir stjórn Antonys Collins. Þessi symfóna er eink- ar aðgengileg, víða einföld og þjóðlagakennd og þó stórfeng- leg. Hefir hún verið flutt nokkr um sinnum af Symfóníuhljóm- sveit íslands. Dr. Páll ísólfsson mun flytja inngangsorð um tónskáldið og skýra frá verkum þeim, sem leikin verða. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Verður tekinn upp hér sérstak- ur ferðamannagjaidleyrir? €■ jaldeyri&maliu til skainiiiar gagnvart iitlendingutti. Ólafur Björnsson l>er fram í samelnuðu þingi 'till. til þingsál. um ferðamanna gjaldeyri. Er hún svo látandi: Alþingi ályktar að skipa þriggja manna nefnd, kosna af sameinuðu Alþingi, er undirbúi ráðstafanir til þess, að hér verði komið á sérstökum ferðamanría- gjaldeyri. Skal að því stefnt, að nefndin hafi tillögur sínar til- búnar í tæka tíð, til þess að mál- ið geti fengið afgreiðslu á Al- þingi því, er nú situr. Greinargerð. . Tillögu samhljóða þessari flxítti ég á síðasta þingi, og fylgdi henni þá svo hljóðandi greinargerð: ' Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kjör þau, sem er- lendum íerðamönnum, er koma hingað til lands, eru búin með því að skylda þá til þess að selja' gjaldeyri sinn í íslenzkum bönk- um á skráðu gengi, eru þeim mjög óhagstæð. Mun láta nærrl, að kaupmáttur gjaldmiðils ná- grannalanda okkar rýrni um helming, ef honum er breytt £ íslenzkan gjaldmiðil á skráðu gengi. Afieiðing þessa verður sú, að þorri erlendra ferðamanna, er til landsins kemur, sér sig til- neyddan til þess að selja gjald- eyri sinn á svörtum markaði. Eru slík viðskipti þjóðinni tií mikils vansa og álisthnekkis. Tillaga sú, er hér liggur fyrir, felur það í sér, að gerðar verði þegar ráðstafanir til þess að bæta úr þessu. Þótt komið væri hér á ferðamannagjaldeyri, væri slíkt, miðað við núverandi að- stæður, ekki skref í áttina til gengislækkunar. Aðeins Iítill hluti gjaldeyrisverzlunarinnar fer nú fram á skráðu gengí,. þannig að auðvelt er að selja þann gjaldeyri, er irín kemur á vegum erlendra ferðamanna, tii einhverra þeirra nota, aö ekki muni hafa í för með sér verð- hækkanir er þegar hlýtur óhjá- kvæmilega að leiða af þeim ráð- stöfunum, er nýverið hafa verið gerðar í efnahagsmálum. Að öðru leyti verður það hlutverk nefndar þeirrar, er hér er lagt til að skipuð verði, áð gera um það tillögur, hversu þessu verði haganlegast fyrir kömið. Maugham bannar bréfabiríingu. Somerset Maughoum, brokk rithöfundurinn, telur sig nú eiga skammt eftir, Hefir hann látið það boð út ganga af því tilefni, að a’.'ir þeir, senx hann hafi einhvérn tíma skrifað bréf, eigi að brenna þeim, því að hann leggi blátt bann við því, að þau verði gefin út eftir andlát hans. Maughar,% verður 84ra ára í janúar ; Miiina mátti ekki gagn gera. Faisal, ríkiserfingi Saudt- Arabíu, i'ór sjóleiðis frá New York í fyrradag. Förunautar hans voru saxn- tals 26 og hann hafði meðferðis 169 ferðatöskur og koffort af öllum stærðum, og hann leigði 14 káetur til ferðarinnar. Kostn- aður — fyrir utan þjórfé o, þ. h. — 12,000 dollarar. Flugu 13,000 km. á 17 klst. í síðustu viku flugu þrjár bandarískar sprengju*þotur án viðkomu frá San Francisco til Manilla á Filippseyjimu Voru þetta flugvélar af gerð- inni B-66, sem eru búnar tveim hreyflum og geta náð um 1000 knx. hraða á klst. Þær voru 17 klst. á leiðinni til Manilla, en hún er 13,000 km. Þrír menn voru í hverri flugvél. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.