Vísir - 23.11.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 23.11.1957, Blaðsíða 4
4 VÍSIB Laugardagimi 22. nóveraber 1957 WI81K. DAGBLAÐ 'Wítír kemur út 300 daga á árl, ýraist 8 eða 12 blaCsíCur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteiim Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Riígtjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstefur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintaMð í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Kommúnistar í vandræðum. Það kemur greinilega i ljós í Þjóðviljanum í gær, að korn- ! múnistar eru í talsÝerðum | vandræðum vegna greinar ] þeirrar um varnarmálin, sem birt var þar í blaðinu á mið- vikudaginn. í grein þessari / voru kommúnistár hvattir j tii dáða í ..hernámsmálun- j um“, en sið'an venti höfund- ur greinarinnar sínu kvæði í ) kross og tilkynnti, að herinn ' fengi að vera í landinu til t 1960 — eða til loka kjör- I tímabilsins, eins og komizt f var að orði. Yrði hann hins- f vegar ekki á brott fýrir þann tíma, þá mundu afleið- ingarnaf verða þær, að ! kommúnistar hættu stuðn- ingí við stjórnina. Þarna gáfu kommúnistar aiveg ótvíræða yí'irlýsingu um það, hversu lengi þeir ætla I að veita stjórninni stuðning. Þeir ætla að sitja í henni til ! loka kjörtímabilsins, hvern- j ig' sem ailt veltur, og ekki ■skaJ koma til ágreinings, f. fyrr en komið verður að f kosningum. Vii’ðist hafa ver- ið tekin ákvörðun um það, I áður en flokksþing komm- únista á að koma saman nú f á næstunni, að það geri enga breytingu á þeim högum, sem nú eru — áframhald verði á samvinnunni við hálfkommúnistana úr Al- þýðufloltknum og' með þeim við íramsóknarmenn og r krata. Þjóðviljinn tekur aftur tii máls um þetta atriði í gær, og er með einskonar afsökun eða skýringu vegna greinarinn- ar á miðvikudaginn. Hefir höfundur hennar vafalaust sagt meira en ætlazt hefir verið til eða hann hefir haft • leyfi til, úr því að Þjóðvilj- ! inn birtir þessa skýringu ! sína í gærmorgun. Þar er Kirkja ofj irtínttíl: Jörðin er Guðs. gefin sú skýring á þaulsætni kommúnista í stjórninni, að það taki tvö ár að koma hernum úr landi!! Það er skýringin á því, að kommún- ; istar ætla að sitja sem fast- | ast. Broslegar viðbárur, sem j enginn getur tekið alvarlega. Kommúnistar hafa alltaf hald- ið fram, að því verri horfur sem væri í alþjóðamálum, ■ því meiri væri hættan, er vofði yfir íslandi, meðan hér væri lið til varnar. í „samræmi" við þetta sam-! þykktu þeir á síðasta ári, að varnarliðið skyldi vera um kyrrt um óákve'ðinn! tíma. Þeir gerðu það þegar1 heimsstríð virtist yfirVof- andi. Svo mikil var sam- kvæmnin í orðum þeirra og gerð'um. Og með þessu gerð- ust þeir það, sem þeir hafa kallað aðra, „hernámsflokk- ur', og hafa kunnað ágæt- lega við sig í hinum nýja fé- lagsskap — vilja ekki þaðan fara. Þessi „tveggja ára skýring" Þjóðviljans er vitanlega hinn mesti fyrirsláttur. Kommúnistum hér á landi hefir verið skipað af foringj- um sínum úti í Moskvu að sitja sem fastast, meðan við- skiptasamningui’inn við Sov- étríkin er í gildi. Hann er gerður til ársloka 1960. Þar er skýringin fengin á þrá- setunni. Hitt er svo undir tilviljun og hendingu einni komið, hvort varnarliðið fer á þessu tímabili eða ákveðið verður, að þaö skuli fara eða ekki. í stjórninni verða kommúnistar til 1960, og á því tímabili má gera marg- víslegt „gagn“, er mun segja til sín áfram, jafnvel þótt þeir fari úr ráðherrastólun- um. Við öthi búnir. Það er á margra vitorði, að ó- breyttum kommúnistum hefir verið sagt, að þeir skuli vera við öllu búnir vegna 1 nýjustu fyrirmæla frá 1 Moskvu um að ríkisstjórnin ? skuli studd, hvað sem fyrir kemur, næstu 2—3 árin. Er jafnvel hvíslað, að svo . kunni að fara, að ríkisstjórn- in „neyðist“ til að lækka gengið enn meira en gert var með jólagjöfinni í fyrra. r Kommúnistar eiga að verja slíkar aðgerðir á þeim for - i. sendum, að slíka ákvörðun ?• vrði að skrifa hjá „íhaldinu" —• þetta sé arfshluti. Þó er það mikilvægari ástæða, að allt verður að gera til þess að samstarf umbótaflokk- anna rofni ekki, „alþýðan“ e'ð'a jafnvel öllu heldur „vei'kalýðurinn“ (til þess að ekki verði um rugling við krata að ræða) hafi áfram aðstöðu til að „móta“ stjórn- arstefnuna. Það hlýtur að vera góð og létt- bær gengislækkun, sem hiýtur blessun sendisveina Moskvtivaldsins. Sendimenn frá tveimur sterk- um flokkum lögðu spurningu fyrir Jesúm. Hún var kænlega orðuð og mjög mikill vandi að svara henni. Það virtist varla fært að sinna henni án þess að taka bera afstöðu í viðkvæmu máli, sem var í senn stjórnmála- legs og trúarlegs eðlis. Spurn- ingin var gildra. Guðspjall morgundagsins seg- ir frá þessu (Matt. 22,15—22). Lítum fyrst á spyrjendurna. Það vekur athygli, að það er alls ekki þetta brennandi vandamál, sem þeim liggur á hjarta. Þeir eru ekki að leita að lausn á því. Fyrir þeim vakir það eitt að flækja andstæðing og koma hon- um á kné. Ef til vill væri ofmælt að segja, að þessir menn hafi ekki haft neitt stefnumið í sam- bandi við vandasöm málefni af þessu tagi, að skoðanir liafi í þeirra augum verið góðar eða slæmar út frá því einu sjónar- miði, hvort j>a,ð var liagfellt í. bili að íylgja heim eða vera á móti þeim. Slikir menn hafa alltaf verið til og þeir voru að jafnaði ,,góðir“ flokksmenn tald- ir og sérstaklega gagnlegir. Svo mikið er vist um þá ráðkænu menn, sem frá er sagt í guð- spjaliinu, að við þetta tækifæri var þeirra eina mark og mið að leggja andstæðingi snöru. Jesús lét ekki flækjast i hag- legu neti þessara æfðu orðslaga- manna. Hann hafði stefnumið I lífi sínu, sem aldrei hvarf hon- um. Það vár ekki aðeins á vör- um hans, það var eitt og allt í hven’i hugarhræringu, hverju viðbragði kendanna, hverju orði og athöfn. Hann notar tækifærið til þess að benda á það mið: Guði það, sem Guðs er. Guð, Guðs riki, — þetta var boðskap- ur hans, þetta var líf hans. Og hann vissi, að hann var sjálfur konungur þess ríkis. Það vitnaði hann m. a. fyrir dómara sínum, Pilatusi: Eg er konungur, en mitt riki er ekki af þessum heimi. Og þó lifði hann ekki ut- anveltu við þennan heim og þetta líf. Hann einangraði sig ekki, hann lifði meðal mannanna, leið með þeim, hjálpaði þeim, fórnaði sér fyrir þá. Hann var ekki kominn til þess að svipta jarðlífið gildi, heldur til þess að gefa því gildi. í því ljósi ber að skoða svar hans: Gjaldið keisaranúm það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er. Hann er ekki með þessum orðum að draga láuda- mæri milli tveggja stórvelda, jarðnesks og himnesks, og benda á, að hvor skuli hafa sitt. Slíks misskilnings hefur oft gætt: Guði skyldi þjóna í bæn einver- unnar, í tilbeiðsiu kirkjunnar á helgum dögum, i sérstökum góð- verkum. Allt hitt var í rauninni á sviði keisarans, veraldlegt — land og þjóð og mannfélag, at- vinna, viðskipti, hin borgaralegu störf, þetta kom trúarlífinu eig- inlega ekki við. Það var eitt af afrekum Lút- liers að leiðrétta i-angfærslur um þetta, út frá ferskum, djúpum skilningi sinum á boðskap Bibli- unnar. Hann segir: Skyldur dag- legs lífs eru skyldur við Guð. Guð hefur skapað þennan heim, þessi - veröld er hans veröld. Það er ekki starfið, sem helgar eða miklar per- sónuna, heldur maðurinn, sem helgar eða vanhelgar starfið. Smiðurinn, sem jastrar af biki, er eins fagur i augum Guðs og skrýddur prestur fyrir altari, ef hann er trúr í starfi sínu. aflar skylduliði viðurværis áf alúð og minnist þess, að hann hefur sjálfan Guð að vitni um það, hvemig hann þjónar náungan- um með verkum sínum. Og vinnukonan, sem mjaltar kýr og þvær gólf, er Guði eins velþókn- anleg. eí hún vinnur fyrir Guðs augiiti, og nunnan á bæn í klausturklefanum. S. n. andleg I störf eru ekki guðlegri en líkam- jstörf eru ekki guðlegri en líkamleg, því að hinn skap- andi Guð er að verki í samlífi mannanna, liann hagar því svro, að þeir eru háðir hverir öðrum og það er hans vilji, að þeir þjóni hverir öðrum, einn svo, annar svo. Það er engu ó- helgari köllun, og engu ábyrgð- arminni, að vera dómari, þing- maður, oddviti, bóndi, iiúsfi'eyja, heldur en að vera pi'estur, munk- ur eða nunna. Hver og einn verð- ur að gera Guði reikningsskap gjörða sinna, svara því, hvað hann vann Drottins veröld til þarfa, hvernig hann þjónaði ná- unga sínum í þeirri stöðu og köllun, sem hann hlaut. M. ö. o.: Sá einn gefur „keisaranum“, heiminum, jarðlífinu, það, sem skylt er, sem gefur Guði það, sem Guðs er. Hitt er öfughneigð mannsins, að hann vill alltaf halda lifinu frá Guði og hafa Guð utan við iífið, láta hann i hæsta lagi vera þá varaskeifu á víxli lífsins, er gripa megi til, ef allt annað verður örþrota, líta á hann sem ígripainnstæðu fyrir elliár eða aðeins útfarartrygg- ingu. Jörðin er Guðs. Eu nútiminn segir: Jörðin er guð — og jörð- inni allt. Sú hugsun verður ekki farsæl til lengdar. Guðlaus jarð- hverf heimshyggja sviptir mann- inn jörð sinni, hún verður smám saman andleg auðn, ef til vill rjúkandi brunarúst. Jörðin, jarðlífið, ér Guðs. Gjöldum Guði það, sem Gúðs er. Síjórn Sjómannafélags Rvíkur sjálfkjörín. Eins og lög Sjómannafélags Reykjavíkur ákveða var þann 5. nóv. s.l. auglýst eftir Iistum til stjórnarkjörs og skyldi fram- boðsfrestur vera til kl. 22 þann 20. nóvember. Þegar framboð'sfrestur var liðinn hafði aðeins 1 listi bor- ist, borinn fram af trúnaðar- mannaráði félagsins. Kjörstjórn úrskurðaði þann lista sjálf- kjörinn samkv. 31. gr. félags- laga og verður því stjórn fé- lagsins árið 1958 skipuð eftir- töldum mönnum: Formaður: Garðar Jótisson, Skipholti 6. Varaform.: Hilmar Jónsson, Nesveg 37. Ritari: Jón Sigurðs- son, Kvisthaga 1. Gjaldkeri: Sigfús Bjarnason, Sjafnargötu 10. Varagjaldkeri: Sigurður Bachmann,' HQÍmgarði 2. — Aðalfundur félagsins verður í jahúar, 1 grein, sem birtist hér í blað- inu i gær í tilefni af hálfrar ald- ar afmæli sandgræðslunnar og verndunar lands gegn upp- blæstri, er vildð að liinum miklu verkefnum, sem Sandgræðsla ís- lands nú hefur með höndum, auk þeirra, sem fyrir voru og smærri verkefna. Stóru verkefnin eru uppgræðsla Landeyjasands og Hólssands. Verður nú sagt nán- ara frá nokkrum átriðum, til glöggvunar um þessi mál, eftir yfirlitsgrein Runólfs heitins Sveinssonar, sem Páll bróðir hans, núverandi sandgræðslu- stjóri, góðfúslega leyfði afnot af. Eitt víðáttumesta foksvæðið. „Eitt viðáttumesta foksvæði landsins er á Hólsfjöllum, Mun hvergi hafa blásið meira en þar á þessari öld. Þó segja kunnug- ir, að uppblásturinn hafi ekki verið mjög aðsópsmikill né hrað- ur síðustu áratugina (þetta er skrifað í ársbyrjun 1953). Mun þar valda mestu um, að veðr- áttan hefur verið miid það, sem af er þessari öld, einkum síðustu þrjá áratuginn. Uppblásturinn á Hólssandi hefur stefnt á Axar- fjörðinn, sem er ein af blómleg- ustu og beztu sauðfjársveitum þessa lands. Er því mikil og að- kallandi nauðsyn aö stöðva upp- blásturinn þar, sem og annars staðar, svo fljótt sem verða má. Af reynslu undangenginna ára er ljóst, að hægt er að stöðva sandíok og uppblástur í byggð- um landsins, ef efni eru til að gera viðeigandi ráðstafanir." Mikill uppblástur lands 1860—1890. „í Rangái'V’allasýsiu blés mik- ið land á árunum 1860—1890. Stórkostlegust Var eyðileggingin í kringum 1880. Árið 1882 var nefnt „Sandár" hér á Suðurlandi. Veðráttunni snemma vors það ái’ er lýst á þessa leið: „Norðan hai’ðviðri stóð um langan tíma og bruddi upp urið valllendið, reif torfþök af hús- um, görðum og húsaveggjum, sem voru úr torfi. Sú eyðilegg- ing og þær hamfarir voru svo stórkostlegar og gjöreyðandi, að því verður vart trúað af þeim, sem ekki þekkja til. Fólk flýði, sumt til Ameríku, nokkuð til annarra sveita á Islandi, en sumt flutti liús sín í grasskákir, sem enn voru eftir i löndum bújarða þeirra." Góðar Iníjarðif fóru í eyði. Margar góðar bújarðir fóru I eyði i Rangárvallasýslu á þess- um árum. Um eyðingu einnar þeirrar er eftirfarandi skráð: „í tvo sólarhringa áræddu vöxkustu karimenn ekki út úr húsum, svo var sandfokið mikið og grjótflugið mannskætt. Þeg- ar á þriðja degi er brotist var út, var aðkoman sú, að búpeningur- inn var ýmist dauður eða hálf- dauður í húsunum sandoi'pnum. Sum húsinvoru svo hart leikin eftir fárviðrið, að gaddfreðnar þekjurnar höfðu flettzt af viðun- um veðurmegin." Gróðui’ lét undan síga. Engum ætti að dyljast, að í slikum ofveðrum eins og nú var lýst, og á því harðindatímabili, sem gekk hér yfir landið á ár- unum 1860—1890., hefur mikill gróður orðið að láta undan siga slíku veðurofríki. Enda hefur þá mikið land blásið og mikill gróð- ur eyðzt, einkum á elcgosasvæð- inu hér sunnanlands. Þegar svo

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.