Vísir - 23.11.1957, Blaðsíða 7
Laugardagirm 22. nóvember 1957
VÍSIB
7
— Móður yðar langaði þá ekkert til að fara heim? sagði hann.
— Jú, vitanlega langaði hana heim! Colette studdist fram á
árarnar. Eg vissi ekkert um þetta fyrr en eftir að við komum
hingað. Eg held að mömmu hafi þótt afar vænt um hana
ömmu, en heimili hennar var hjá pabba og mér. Hún var alltaf
að vona, að þau mundu bjóða pabba heim, en afi var of stæri-
látur til þess að viðurkerma að honum hefði skjátlast, jafnvel
eftir að mamma hafði skrifað honum og sagt honum hve ham-
ingjusöm þau væru. Svo kom stríðið og þá var allt orðið of seint.
Faðir minn var málari — ekki hermaður — en hann var hugaður
og þekkti marga, sem gátu komið að gagni í andstöðuhreyfing-
unni. Þeir reyndu að pína hann til að segja frá þeim, sem höfðu
starfað með honum, áður en hann var skotinn, en hann....
— Já, eg skil. Þetta voru mennirnir, sem hjálpuðu okkur til
að vinna stríðið áður en lauk. Vinir okkar í Frakklandi.
Hún hló stuttan beiskjuhlátur. — Svona menn eins og pabbi
dóu fyrst, svo að gamlir menn eins og Henry Stannisford gætu
haft stóru húsin sín í friði! Og núna eftir að þessi gamli skrögg-
ur er dáinn — dettur yður í hug að mig — Colette Berenger —
langi til að koma á heimilið, sem faðir minn fékk ekki að koma á?
— Eg skil tilfinningar yðar, Colette, en haldið þér að móöur
yðar mundi falla vel að þessi fjölskyldudeila héldi áfram kyn-
slóð eftir kynslóð?
John þótti vænt um að hún hafði sagt honum alla söguna
aídráttariaust, og hann langaði til að segja henni það, sem
hann vissi. En hann óttaðist að það gæti spillt öllu málinu ef
hann yrði of fljótur á sér. — Amma yðar tekur sér þetta vafa-
laust mjög nærri, sagði hann, — og hún hlýtur að vera orðin
gömul.
— Hún hefði þá átt að kippa því í lag fyrir löngu, sagði Colette.
— Móðir mín skrifaði henni eftir að við komum hingað. Stríð-
inu var ekki lokið þá, en Sviss var hlutlaust land, og annna
hlýtur að hafa fehgið bréfið. Það hefði verið hægt að komast til
Engiands ef hún hefði sent okkur fargjaldið. Eg hugsa að
mamma hefði helzt kosið að fara með mig til Englands, eftir
að pabbi var dáinn. En það var aldrei gert boð eftir okkur.
John barði öskuna úr pípunni sinni hugsandi, og sagði ekki
meira.
Colette réri inn að bryggjunni og batt bátinn í hringinn.
Meðan John stóð á bryggjunni og tók á móti svæflunum og værð-
arvoðinni, sem hún rétti honum, sagði hún og fór hjá sér: — Eg
verð að biðja yöur að afsaka, að eg hef gert yður leiðindi með
þessari ævisögu minni. Eg er ekki vön að tala svona mikið við
ókunnugt fólk.
Hann brosti til hennar. — Mér þykir vænt um að yður fannst
að þér gætuð talað um þetta við mig, Colette. Og eg vona að
þér skoðið mig sem vin yðar en ekki sem ókunnugan mann hér
eftir. Megum við ekki þúast?
Grazie! Hún lofaði honum að leiöa sig upp þrepin og þegar
hann tók um mjúka hönd hennar, fann hann að hann hafði
eignast vin.
— Næstu daga varð John meir og meir hissa á því, að honum
skyldi nokkurn tíma hafa sýnst Colette vera strákur. Hún var
að vísu grönn og ekki ólík strák í vaartarlagi, en eigi að síður
kvenleg fram í fingurgómana. Ekki á sama hátt og Bianca var,
með allskonar fettur og tiktúrur, en sál hennar var kvenleg.
Emilio, sem auosjáanlega elskaði hana ineira en sem bróður,
Pietro og Bianca — öll töldu þau hana vera húsmóðurina á
heimilinu og forstöðukonu veitingaskálans. Það var Colette, sem
ákvað hvaða matur skyldi vera á borðum — í samráði við Lucia
— það var Colette sem sá um gestina, þá sjaldan einhver kom,
og það var hún sem hjálpaði börnunum með lexíurnar og sá um
að þau færi að hátta á réttum tíma.
Og það var lika Colette, sem hafði allt reikningshaldið fyrir
Emilio. John varð þess brátt var, að peningarnir, sem Emiiio
hafði upp úr ferðamönnunum og tekjurnar sem Colette hafði af
myndasölunni sinni, runnu i einn sjóð, sem notaður var til dag-
legra þarfa. Og vikulega var ákveðin upphæð lögð í sparisjóðs-
bók Emilios.
— Hugsar þú ekki um framtíðina — leggur þú ekkert til hliðar
handa sjálfri þér? spurði John hana varfærnislega einn daginn
er hann sá hana sitja við bókhaldið.
Colette brosti annars hugar. — Eg sé mér borgið. Eg get unnið
fyrir mér. En Emilio verður að sjá fyrir börnunum, og einhvern
tíma giftist hann.
Hún var svo ráðdeildarsöm og alveg laus við alla viðkvæmni.
John þorði ekki aö bera fram fleiri spurningar viðvikjandi efna-
hag hennar sjálfrar, en hann hafði áhyggjur af framtið hennar.
Ef hún giftist Emilio var málið ofur einfalt. — Þá var hún aö
starfa fyrir sína eigin framtíð. En ef ekki, þá mundi allt hennar
erfiði vera unnið fyrir gýg. John hugsaði til Nigels, góðlynda en
festulausa unga maimsins, sem mundi erfa öll Stannisfordauð-
æfin, sem eiginlega voru eign þessarar ungu stúlku, og hann gat
ekki varizt gremju er hann hugleiddi þann örlagaleik. En Colette
var hamingjusöm þrátt fyrh: æskuraunirnar, og í hvert skipti,
sem John reyndi að fá hana til að hugsa um sinn eigin hag,
brosti hún íbygg og sagði: C’ne sará, sará. Komi það sem koma
viíl. Það er ekkert varið í að sjá fram í tímann. Treystu Guði.
Hann sér fyrir okkur, en auðvitað vill hann að við gerum eitt-
hvað sjálf.
— Trúir þú enn á Guð, eftir allt það, sem kom fyrir foreldra
þína?
Colette horfði á hann stórum augum og sagði alvarleg: — Auð-
vitað trúi eg á Guð. Faðir minn var skotinn af því að hann var
hraustur maður og sannur ættjarðarvinur. Mamma dó ung, og
eg held að hún hafi dáið af sorg. Þeim leið báðum illa, en eg
held að Guð hafi verið þeim góður.
— Hvernig útskýrir þú það? spurði John.
— Eg sagði þér aö þau hefðu verið svo hamingjusöm meðan
þau lifðu saman. Þeim þótti alltaf vænt hvoru um annað.
Colette brosti til hans. — Það mesta sem nokkur getur gert er
að gefa líf sitt fyrir aðra.
John hlustaði á hana niðurlútur. Hann fann allfc í einu, að
hann gat lært mikið af Colette Berenger. Hún aðhylltist auð-
mýktarspeki suðurlandsbúans, hafði óbifanlega trú á örlögunum.
John sárlangaði að biðja hana um að ná sættum við ömmu
sína. Honum fannst að þegar Colette væri í þessu alvarlega,
fallega skapi, mundi hún ef til vill verða eftirlát og taka vel í
það____en samt var hann hræddur við að reyna þetta. Hún
hafði þolað mikla harma án þess að missa trú sína og persónu-
leika, og hann varö að fara mjög gætilega í öllu sem snerti hina
ensku ættingja hennar. Og umfram allt mátti hann ekki leggja
þyngri byrðar á hennar ungu herðar.
Stundum þegar hann sat við gluggann á kvöldin og reykti
siðustu pípuna sína, fann hann til óbeitar á að skipta sér nokkuð
af þessu máli yfirleitt. Þrátt fyrir sorgina — og þrátt fyrir þá
ábyrgð sem hún bar á Fionettibörnunum, hafði Colette tekizt
að varðveita barnslundina í sér — hún gat enn flúið inn í þann
æviutýraheim, sem var á bak við viðíangsefni líðandi dags. John
var hræddur um að lífið í Osterley House mundi gerbreyta henni,
og hann fann sér til undrunar, að hann kunni ekki við þá til-
hugsun að Colette væri undir aga og ófrjáls. Hún var svo heill-
andi, einmitt eins og hún var.
JOHN FER í BÖÐIR.
Einn morguninn tók Emilio hann með sér inn í bæinn a
„Pegasus“ og skilaði honum af sér á bryggjunni. — Coiette
E. R. Burroughs
TARZAIM
249S
Iryisii sKorayramaöurmn
var fallinn fyrir hnífi Tarz-
ans, en að baki hans gægðist
önnur vera framundan
klettanibbu og hafði séð að-
farirnar. Maður þessi tók til
fótanna og hljóp inn göngin
til að gera félögum sínum
að.vart um a0 hæi ta va£5i s
ferðum.
kvöldvökuitni
Maður yðar verður að hafa
algera ró. Hér eru nokkrar
svefnpillur.
Hvenær á eg að gefa honum
þær?
Honum? Þér takið þær auð-
vitað sjálfar.
★
Heyrið þér læknir. Get eg
spilað á píanó þegar eg kemst
á fætur? ;
Já, auðvitað.
En hvað það er gaman. Eg
hefi aldrei getað það áður.
ir
íþróttam.: Hvað hefi eg
mikinn hita, læknir?
Læknir: 38 stig.
íþróttam.: Hvað er heims-
metið.
★
Við erum búnir að vera vin-
ir svo lengi að eg gæti aldrei
gleymt þér. Ef þú deyrð á und-
an mér skal eg fara og leggjá
vindlakassa á gröfina þína í
hverri viku.
Kemurðu ekki með eldspýtur
líka?
Vertu ekki að þessari:
heimsku. Þú þarft þeirra ekki
þar sem þú verður.
★
Eg hefi oft verið að velta
fyrir mér hvers vegna Englend-
ingai- drekka svona mikið te,
Nú?
!: iil!
Ja, en nú veit eg það. Eg
smakkaði nefnilega kaffið
þeirra.
★
Hvað skilur á milli franskra
og amerískra stúlkna?
Atlantshafið.
★
Tveir drengir horfðu ákafir .
á feitu konuna á vigtinni. En
vigtin var í ólagi og sýndi bara
75 pund.
Ja hérna, hrópaði annar
drengurinn, hún er hol.
★
Svo hann vildi ekki leigja
þér. Hvers vegna ekki? -
Hann sagði að eg væri svo
hjólbeinóttur að eg mundi rífa
veggfóðrið þegar eg gengi eft-
ir ganginum.
★
Hann varð blindur af að
drekka kaffi.
Ja hérna. Hvernig vildi það
til? !
Hann skildi teskeiðina eftir
í bollanum.
★
Þessi tönn heldur fyrir mér
vöku á nóttunni. Hvað á eg að
gera við því?
Þú getur fngið þér vinnu sem
vaktmaður.
★
Hvar fékkstu þetta glóðar-
auga?
Þú manst eftir litlu fallegu
kcnunni, sem sagðist vera
ekkja.
Já.
Hún var það ekki.
Starfsmannafélag
ríkisstofnana
biður alla trúnaðarmenn á
vinnustöðvum að mæta á
fundi i húsi Guðspekifélags-
ins, Ingólfsstræti 22 í ‘dag
kl. 17.15. Áríðandi m#|il