Vísir - 23.11.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 23.11.1957, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími l-lfi-60. WMS Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60, Laugardagiim 23. nóvember 1957 Þriðjungur málverkanna seldist á skammri stundu. Sýning á máfvsrkum Bjarnð GuSmundssönar Irá Hornafirli. ' Á vegiim fræðsludeildar S. í. S. var í gær opnuð sýning á mál- verkurn og vatnslitamyndum eftir Bjarna. Guðmundsson frá Hornarfirði. Er hér um að ræða 5Í0 myndir alls, allflestar gerðar & Síðasta áratug. Það mun vera næsta fátítt að þriðjungur málverka á sýningu Beljist á fyrstta klukkutímanum eftir að sýningin hefur verið opn- uð, en svo var á sýningu Bjarna ! gær. Kl. 6 var búið að selja E5 myndir, Bjarni Guðmundsson er kom- Inn yfir sjötugt og hefir frá 11 ára aldri dvalið á Höfn í Horna- firði og unnið við verzlunarstörf eg var um skeið kaupfélags- stjóri við Kaupfélag Austurskaft fellinga. Frá unglingsárunum hefir Bjarni helgað málaralist- inni allar frístundir sínar. Motiv hans eru eingöngu frá hinu lit- jrika og f jölbreytta landslagi Hornafjarðar. Meiri dirfsku í lit og formi er að finna í hinum síðari olíumálverkum Bjarna én það er sterkast í vatnslitamynd- unum, sem hinn sárfína lita- Skynjun Bjarna nýtur sín bezt, enda er hann talinn með fremstu vatnslitamálurum á landinu. Sýningin er í Sambandshúsinu og er opin frá 2 til 10 á morgun og sunnudag, og á síðar auglýst- um tímum, ■ Eng!n ný tílmæli um berstö5var í NoregL Norska utanríkisráðuneytið hefur birt nýja tilkynningu í herstöðvamálinu. Segir þar, að Bandaríkja- stjórn hafi ekki borið fram nein ný tilmæli um herstöðvar í Noregi. Tilkynning þessi er birt í tilefni af því, að kunnugt er, að Bandaríkjastjórnin mun biðja um leyfi til að koma upp eldflaugastöðvum í sumum Natolöndum Vestm’-Evrópu. Á bílabrautinni nálægt Niirnberg livolfdi vöruflutn ingabifreið í vikunni og fuðraði farmurinn — 200.000.000 eídspýtur — upp á svipstundu. Tjónið nam 85 þús. mörkum. „Óhreinsaðrar" rússneskrar skáfdsegn beiii í ofvæni. Gefin út á Ítdíu þrátt fyrir hindrunartiiraunir Kremlverja. I gær átti að koma út á Italíu skáldsaga, sem líkleg þykir til að vekja fiieimsathygli. Hún nefnist „Doctor Zhivago“, eftir víðkunnugt rússneskt skáld, Boris Pasternak, og lýsir hann þar þróuninni í Ráðstjórnar- ríkjunum frá því skömmu eftir aldamót til 1950. í undirbúningi er útgáfa bók- arinnar á sænsku og ensku (í Bretlandi og Bandaríkjunum}. Það, sem verða mun til þess að auka um allan helming eða meira eftirspurn að bókinni, er það, að valdhafarnir í Ráð- stjórnarríkjunum hafa haft öll útispjót til þess að hindra út- gáfu sögunnar erlendis, vegna þess að fiiún kemur þar þýdd efíir frumhandritinu, en þeim [þótti mioiir heppilegt, að skáld- sagan kæmi út óendurskoðuð. Höfundurinn lauk samningu skáldsögunnar' fyrir 3 árum. Varðarkaffi í Valh’ill i dag kl 3—5 s.d. Hinn ítalski útgefandi, Feltri- nelli, segir, — að því er hermt er í heimsblaðinu London Tim- es, að mjög hafi verið að 'sér lagt að hætta við útgáfuna eða fresta henni, en hann hafi ekki látið það á sig fá, og komi hún út á þeim tíma ,sem upphaflega var áætlað. Nú er þess að geta, að Feltri- nelli er sjálfur kommúnisti og í kommúnistaflokknum ítalska. Hann er vinur Pasternaks, og er þar skýringin á því, að sag- an kemur fyrst út á ítölsku, en hann fékk handritið hjá hon- um fyrir nokkru, áður en fyrir- skipað var í Moskvu, að „leið- rétta“ bókina. — Fulltrúi Feltrinelli fékk handritið hjá höfundinum, er hann var í heimsókn í Moskvu. Hinn ítalski útgefandi segir, að sá hafi verið hinn eini til- gangur höfundai’ins, að „skrifa skáldsögu í allri einlægni“. Hann segir að áhrifamenn í kommúnistaflokknum hafi reynt að hafa áhrif á sig full- trúi Rithöfundasambandsins rússneska, en það sé „pólitísk sannfæring“ sín, að hann geri það sem rétt er. með því að gefa út bókina, „enda þótt þuð kunni að vera gegn óskum Paster- hak?“. L.K. sýnír „Leynþ mel 13" Leikfélag’ Kópavog’s, sýnir sjón leikinn „Leynimeinr 13“ í barna- skólaiiúsinu í Kópavogi í kvölcl kl. 8. Auk frumsýningarinnar í kvöld eru aðeins tvær aðrar sýningar fyrirhugaðar á sjónleiknum. Verða þær báðar á morgun, su fyrri kJ. 4. e.li. og hin síðari kl. 8,30. Aðstaða til leiksýninga í Kópa- vogi er' erfið. Til sýninganna verður að notast við skólastofur barnáskólans. Aðstaðan mun batna til muna þegar lokið verð- ur víð fyrsta áfanga hins nýja félagsheimilis, sem nú er í byggingu. Sjónleikurinn „Leynimelur 13“ var sýndur í Reykjavík fyrir meira en áratug og naut mikilla vinsælda. Leikstjóri er Sigurður Scheving. Uppselt er þegar á sýningúna í kvöld. Tónaregn endur- tekur góða kvöld- skemmtun. Tónaregn, nefnist óvenju fjöl- breytfc kvöldskemmtun, sem fram fór i Ausfcurbæjarbíói í fyrrakvöld. Kom þar fram mikill fjöldi góðkunnra skemmtikrafta. Nú hefur verið ákveðið að endur- taka skemmtuniná og verður það í Austurbæjarbíói annað kvöld klukkan 11,15. Meðfylgjandi mynd er af Guð- mundi Guðjónssyni, hinum vin- sæla söngvara sem er einn í hópi þeirra er þarna munu koma fram. Ný leið, Hagar-19, tekin KGpp hjá SVR á morgun. SmáBrreyfingar á noikkrtsm eldri leiðum. 76 millj. manna í vinnu. Á síðasta ári höfðu 76 millj. manna vinnu allt árið eða hluta úr árinu í Bandaríkj- i unum. ’ Hefur vinnandi mönnimi því fjölgað í landinu um 7 milljón- ir frá 1950, og meira en helm- ingur aukningarinnar varð eftir 1954. Af þeim 76 milljón- u : starfan^i manna, er voru við \unnu á s.l. ári, voru' 28 milljónir kvenna. Á morgun hefst akstur á nýrri sti’ætisvagnaleið, sem hefur hlot- ið nafnið „HAGAR“ og verður nr. 19. Akstur á þessari leið hefst í Lækjargötu, fyrir neðan Mennta- skólann — ekki á Lækjartorgi — og verður ekið um Frikirkjuveg, Skothúsveg, Hringbi’aut, Hofs- vallagötu, Nesveg, Hjarðarhaga, Dunhaga, Ægissíðu, Lynghaga, Suðurgötu, Skothúsveg á Lækj- artorg. í sambandi við þessa nýju leið verða nokkrar breytingar á til- högun leiðanna nr. 4 — Sund- laugar — og nr. 5, Skerjafjörð- ur, þannig, að Skerjafjarðar- og Hagavagnarnir breyta um „nafn og númer“ á Lækjartorgi, og fara yfir á leið nr. 4. — Sund- laugar —. Sundlaugarvagnamir sem að innan koma, fara á Haga- og Skerjafjarðarleiðir og hefja akstur sinn i Lækjargötu. Stæði Sundlaugavagnanna fær. ist til frá því, sem nú er, í stæði Skerjarfjarðarvagnsins gengt anddyri Útvegsbankans. Lækjartorg og Lækjargata verða í sambandi við þessar fjór- ar strætisvagnaleiðir gjaldskipti- stöðvar. Farþegar, sem fara vilja með þessum vögnum um miðbæinn, þ. e. a. s. halda áfram lengra til austurs eða vesturs, greiða nýtt fargjald á fyrrnefndum gjaldskiptistöðvum og verðui’ það fargjald sérstaklega iim- heimt af vagnstjóranum. Sérstök áiierzla er á það lögð, að þeir farþegar, sem ferðast um gjaldskiptistöðvarnar, greiði far- gjöld sín I tvennu lagi, sem fyrr segir. Hagavagninum eru ætlaðar 30 mínútur í hverja ferð. og er brott faratími hans úr Lækjargötu 15 mln yfir og fyrir heila timann. Brottf arar tí mi Sker j ar f j ar ðar- vagnsins breytist þannig, að í stað þess að fora 3 mín. yfir héiían og hálfan tíma, fer har.n nú á heila og hálfa tímanum úr Lækjargötu. Brottfarartiminn á Shellvegi verður hinsvegar ó- breyttur. Samtímis þessum breytingum fiytzt Fossvogsvagninn leið 10 og 11 af Lækjartorgi yfir í fyrr- nefnt Lækjargötustæði og verður tími hans óbreyttur. Hinsvegar breytist leið 11 örlítið þannig, að nú ekur vagninn á heila tíman- um um Bogahlið í stað Löngu- hlíð. Ferðir á þessari leið, kl, 1, 2 og 3, að kapellunni í Foss- vogi falla niður, en fólki, sem þangað leggur leið sína á heila tímanum, er bent á leið 18 —• Hraðferð Bústaðahverfi. Aðalfundur Riblíu- fékgsins. _ Aðalfundur Hins íslenzka j Biblíufélags fer fram í Dóm- kirkjunni á morgun að lokinni síðdegismessu, þar sem Óskar i J. Þorláksson messar, Guð- I mundur Jónsson syngur ein- söng og Sigurður ísólfsson leikur undir. Formælandi Júgóslavm neitar uppl. um það, Sivort Júgóslavía hafi tekið þátt £ kommúnistaráðstefnunni £ Moskvu, en fulltrúar þeirra voru þar meðan hún stóð. I tilkynningu sem kínv. frétta stofan birti, ségir að þeii* bafi ekki tekið þátt í henni. -fc Öryggisráðið ræðir Palest- inuvandamálið. •jjkf- Forsetar Vestur-Þýzkalands og Ítalíu leggja áherzlu é aukna samvinnu Norður- Atlantshafsríkjanna. Hss forseti V.-Þ. er ,nú í opin- berri béimsókn á Ítalíu. Von Bronlano er með hon- um og fer frá Italíu vestur um haf og ræðir við Iciðtoga í Washington.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.