Vísir - 09.12.1957, Side 12

Vísir - 09.12.1957, Side 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir or annað iestrarefni heim — án fyrirhafnar af' yðar hálfu. Sími 1-1G-60. VfiSIR Mánudaginn 9. desember 1957 Munið, að þeif, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sírni 1-16-60. íóru á bílum til Austur- lands í desember. Það mun einsdæmi, að ekið sé yfir Möðrudalsfjallgarða á jólaföstu. Það mun nær einsdæmi að bifreiðum sé ekið um J.btta leyti árs yfir Möðrudalsöræfi, en fyrir nokkrum dögum fóru tveir menn á vegum flugmála- stjórnarinnar með bíl austnr til Egilsstaða. Voru það þeir Guð- niundur Guðmundsson"'og fé- lagi hans Kristján Kri&tófers- Eon. Tveir aðrir bílar fóru sömu leið 4. desember. Lögðu þeir þá af stað frá Möðrudal, þar sem þeir urðu að bíða eftir nýjum öxli í annan bíl- jnn, sem bilað hafði í átökum .við ófærðina. Bílarnir eru frá verkstæð- inu Segull h.f. í Reykjavík og eru þrír af starfsmönnum fyr- irtækisins með þá, þeir .Tón Frímannsson, Þorkell Hjálm- arsson og Páll Jóhannesson. 'Annað er verkstæðisbíll, yfir- byggður Vibon og rútubíll. All- mikil áhætta er að leggja bíl- ana í þessa ferð, en nauðsyn- legt er að koma þeim austur á land áður en leiðin lokast al- veg. Segull h.f. hefur tekið að sér raflögn í sveitabæi á orku- svæði Grímsár og þarf því verki að vera lokið fyrir voi'ið, þegar gert er ráð fyrir að stöð- in verði tekin í notkun. Er raf- virkjunum því nauðsyn að hafa bílana. Það eru um 30 bæir alls, sem Segull hefur tekið að sér að ganga frá raflögn í. Á þessum tíma árs bera ör- æfin ekki þann svip sem sum- arferðalangar kannast við. Veg Srnir eru víða horfnir undir fönn og allt líf virðist þurrk- að út. Jafnvel harðgerðir fjalla refir leita til byggða í leit að æti. Og þrátt fyrir nútíma tækni í baráttunni við náttúru öflin, stendur ferðamanninum í dag ógn af öræfunum í vetr- arham, rétt eins og var fyrir hundrað árum, jafnvel svo að hraustur bóndasonur treystir sér ekki að fylgja laglegri vinnukonu milli bæja og er þá mikið sagt. Vísir innti Guðmund Guð- JéB&skreyfingair á Akicreyri. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Akureyri hefur nú Idæðzt jóla- búningi, svo sem hún hefur jafn an gert um þetta leyti á undan- förnum árum. Flestar verzlanir og stærri fyrirtæki skreyttu sýningar- giugga sína nú um helgina og tvö fyrirtæki — annarra en KEA komu einnig upp götuskreyting- um með stórum bjöllum og jóla- stjömum. 1 gær var margmenni á aðal- götum bæjarins að skoða í sýn- ingargluggana, enda veður hið fegursta en nokkuð kalt. mundsson frétta úr ferðalai inu, sem í upphafi virt'ist harla ævintýralegt. Akureyringar hlógu að okkur og kölluðu það barnaskap að leggja í slíka ferð, en við héldum samt áfram sagði Guðmundur, og gekk ferð in vel þangað til við áttur eftir ófarna 5 km að brúnni á Jök- ulsá. Þá bilaði bíllinn og urðum við að bíða í honum um nótt-j ina. Alþýðublaðið taldi okkur| af. Veður var gott en um 5; stiga frost. Urðum við að snúa! við til Akureyrar og þegar gert hafði verið við bílinn, lögð um við af stað aftur og nú gekk betur, og komumst við viðstöðu- laust að Grímsstöðum, en þá var erfiðasti áfanginn eftir. Frá Grímsstöðum lögðum við af stað kl.7 að morgni og vorum komnir í Möðrudal kl. 11 f. h. og lögðum af stað upp á Möðrudals fjallgarð og höfðum nú bæði fylgdarmann, VilhjáJm bónda í Möðrudal og stúlku úr Víðidal, sem var að fara í vist niður á Jökuldal, en hún hafð'i lengi beðið ferðar yfir fjöllin. Ógerningur var að fara eftir veginum og þræddum við því hryggi og auða bletti upp fjall ið, eftir leiðsögn Vilhjálms. Gekk ferðin sæm'ilega þangað til vélin fór að hita sig. Kom þá í ljós, að trissan fyrir viftu- reimina hafði týnzt. Farið var að rökkva og útlitið ekk’i glæsílegt ef trissan skyldi ekki finnast. En eftir nokkra leit fundum við hana. Eftir þetta var trissan alltaf að týnast og tafði það ferð okkar, en til Eg- 'ilsstaða liomumst við með bíl- inn. Þar verður hann notaður til að ýta snjó af flugvellinum, ef með þarf. — Sáuð þið rjúpu eða refi? — Engan ref, en ég skaut fjórar rjúpur. — Var mikill snjór á leið- inni — Ekki svo mjög, það hafði hlánað og snjór'inn var meira en jörðin harðfrosin undir, svo Ihægt var að aka hvar sem var. Bíffært austur Snjóþæfingur er á vegum á láglendi austanf jalls, en í upp- sveitum er nærri autt. Hvergi er það mikill snjór á leiðinni að austan, að sé til verulegs trafala fyr'ir bifreiðar. í Kömbum var erfitt á kafla, en það er eini staðurinn á allri leið- inni yfir fjalJið, sem færð var erfið. Á fjallinu sjálfu var sæmilega greiðfært og fremur lít'ill snjór, sem virtist fara minnkandi er komið var niður fyrir Kolviðarhól. Flokkaglíman háð í gær. Flokkaglíma Reykjavíkur var háð að Ilálogalandi í gær. Keppt var í tveim þyngdar- flokkum fullorðinna og drengja flokki, og voru' keppendur alls 12 að tölu. Fjórtán höfðu verið skráðir, en tveir forfölluðust sökum veikinda. Formaður íþróttabandalags Reykjavíkur, Gísli Halldórsson, setti mótið, en að því búnu hófst glíman. Úrslit í 1. flokki urðu þau, að Ármann J. Lárusson bar sigur úr býtum, hlaut 2 vinninga, og næstur honum Kristján Heimir bróðir hans, með 1 vinning. í 2. flokki sigraði Hilmar Bjarnason með 3 vinningum og næstur varð Ólafur Bjarnason, hlaut 2 vinninga. Allir framan- taldir keppendur voru frá Ung- mennafélagi Reykjavíkur. í drengjaflokki var þátttakan bezt, eða 5 talsins. Sigurvegari varð Kristján Grétar Tryggva- son, Á., með 4 vinninga, næstur varð Guðmundur G. Þórarins- son, Umf.R., með 3 vinninga og þriðji Sigurjón Kristjánsson, Á., er hlaut 2 vinninga. Að glímunni lokinni afhenti Hermann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Í.S.Í. verðlaunin. 14.000 kr. stolið í nótt. í nótt var brotizt inn í Verzl- un Silla og Valda í Aðalstræti og stoíið þaðan 14 þúsund krón- urn í peningum. Höfðu peningarnir verið skildir eftir í skrifstofuoni inn af verzluninni á laugardags- kvöldið, en í nótt var brotizt þar inn og peningarnir hirtir. Ekki varð séð; að neinu hafi ver- iið stolið af vörum. Ölóður maður á ofsahraða. Seint í nótt var bifreið ekið með ofsahraða niður allan Laugaveg, en ferðinni lyktaði á gangstéttarbrúninni við Vestur- ver og þar stórskemmdist bíll- inn. Lögreglumenn komu strax á vettvang og náðu ökumannin- um, sem brást hinn versti við afskipti lögreglunnar. Varð hún að beita manninn valdi, en hann var hinn ódælasti, æstur mjög og barðist um á hæl og hnakka. Hann var flutur í fangageymslu lögreglunnar. Annar ölvaður ökumaður ók bíl sínum út af Reykjanesbraut aðfaranótt laugardagsins, en náðist. Sömu nótt voru tveir aðrir ölvaðir menn teknir í bíl og fluttir í fangageymslu lög- reglunnar. 'fc Fregn frá Rio de Janerio hermir, að 7 verkamenn bafi beðið bana af völdum jarðlmins, er orsakaðist af dynamitsprengingu. Húsbriiiii á Þvervegs s gær. Vatiisskortur torveldaði Slökkvi- starfið. SíðdegLs í gær varo mikill elds voði að Þvervegl 28 hér í bænum. Laust fyrir klukkan sex í gær- kvöldi var slökkviliðið, kvatt á vettvang vegna elds í timburhúsi á Þvervegi 28, en það er stórt einnar hæðar* timburhús með risi og kjallara og bjuggu 11 manns í þvi, bæði í kjallara, á hæðinni og í risinu. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var eldurinn talsvert magn- aður orðinn, en slökkvistarfið gekk seint og illa sökum vatns- skorts. Var slökkviliðið á Reykja víkurvelli einnig kvatt á vett- vang, en samt tókst ekki að kæfa eldinn fyrr en rishæðin var að mestu leyti hrunin og gerónýt, en hæðin mikið skemmd. Að því er talið var, mun litlu hafa verið bjargað af innan- stokksmunum og heildartjónið mikið. Líklegt þykir að kviknað hafi í húsinu út frá rafmagni og varð eldsins fyrst vart i námunda við ljósastæði á aðalhæðinni. Eigendur hússins eru aðallega Steinn Björnsson og fleiri. 1 moi'gun fór siökkviliðið að seglasaumastofunni Ægi á Ægis götu 1. Þar var þó ekki um elds- voða að ræða, heldur um reyk, sem mundazt hafði út frá olíu- ofni. Um helgina var slökkviliðið kvatt nokkrum sinnum út vegna þess að strákar höfðu safnað saman rusli á ýmsum stöðum og siðan kveikt í. Aíísherjarverkfail á Kýpur, er Sþ. hefja umræ&ur um eyna. EOKA, Ieynfélag hermdar- verkamanna á Kýpur, fyrir- skipaði í gær allsherjarverk- fall, er standa skyldi sólar- hring, og átti það að Jhefjast á miðnætti s.l. Tilgangurinn var að leiða at- hygli að baráttunni fyrir sjálf- stæði Kýpur um leið og umræða hefst á allsherjarþinginu um Kýpurmálið. Sir Hugh Foot, hinn nýi landstjóri á eynni, flutti út- varpsræðu í gær og bað menn gæta stiljingar. Hann. kvaðst hafa farið um alla eyna og tal- að við menn af öllum stéttum og hvarvetna mætt vinsemd og alúð og hann væri ekki í vafa um, að fólkið vildi friðsam- lega lausn málanna, en á hinn bóginn rikti svo mikill ótti í hugum þess við EOKA og tor- tryggni væri ríkjandi milli Gi'ikkja og Tyrkja á eynni. All an ótta og tortryggni yrði að uppræta og væri þá von um friðsamlegt samkomulag. Fyrir allsherjarþinginu ligg- Sprengfngar í sketfæra- bírgðum í iandung. Fregnir frá Jakarta herma, að miklar sprengingar hafi orð- ið í skotfærabirgðuni í Ban- dung. Varð hver sprengingin af annarri í samfleytt 3 klst. Tjón mun hafa orðið mikið, en nán- ari fregnir um það eru enn ekki fyrir hendi. í Bandung er mikill fjöldi Holler.dinga og hefur fólkið verið æst mjög upp gegn þeim í seinni tíð, eða síðan er stjórn- in í Jakarta hóf hefndaraðgerð- ir gagnvart Hollendingur út af því, að ekki er sinnt kröfum hennar varðand'i vesturhluta Nýju Guineu, þar sem Hollend- ingar ráða. ur aðeins ein ályktunartillagæ — frá Grikkjum. Averov utan- ríkisráðherra Grikklands fylg- 'ir henrii úr hlaði. Póiverjar heimta freísi. Pólskir rithöfundar á þingi í Poznan hafa samöykkt ályktun um fullt frelsi rithöfundum til handa. Ályktunin var send Gomulka og lögð áherzla á, að virt væri ritfrelsi rithöfunda og það í engu skert, né nein réttindi þeirra. Kennan gagnrýnir Yesturveldin. Kennan, fyrrverandi banda- rískur sendiherra í Moskvu flutti erindi í brezka útvarpið í gærkvöldi, og gagnrýndi stefnu vestrænna bjúða vagn- vart nálægum Austurlöndum. Hanri kvað þær hafa átt að sýna þjóðunum þar eystra og Rússum líka, að þær gætu kom- izt af án olíunnar í nálægum Austurlöndum, en í stað þess hefði verið mikill asi á mönn- um að koma aftúr í gang um- ferð um Súezskurð, eins og allt væri undir samgöngum um hann komið. í raun og veru væri skurðurinn það alls ekki — og hér hefði átt að fara aðr- ar leiðir, og sýna þessum þjóð- um öllum, að líf, velferð og öryggi vestrænna þjóða væri ekki undir olíu þeirra komin. Útflutnings- og innflutn- ingsbankinn í Washington hefir lánað Spáni 8 millj. dollara.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.