Vísir - 11.12.1957, Blaðsíða 1
12 síliir
12 síður
»7. árg.
Miðvikudaginn 11. desember 1957
290. tW.
asenhower fer til
Parísar.
íaííð að iássar gerí nýjar tiSraunir til að
hisadra samheidni og samstarf vest-
rænna hióða.
Eisenhower Bandaríkjaforseti
leggur af stað föstudag næstkom
andi til Parísar, til þess að sitja
íimd N.A-vamarbandalagsins í
næstu viku.
Forsetinn kom til Washington
í gær frá búgarði sínum við
Gettysburg og að lcalla þegar
eftir komuna skoðuðu læknar
hans hann og lýstuTyfir, að henni
lokinni, að þeir teldu hann hafa
náð sér, og heilsu hans myndi
^ekki hætta búin af þátttöku í
f undinum. Samtímis var birt til-
kynning um, að Eisenhower færi
loftleiðis til Parisar á föstudag.
Kemur hann þangað því í tæka
tíð til nokkurra viðræðna fyrir
fundinn.
JHiidlvægi þátttöku
hans í fundinum.
Brezk blöð í morgun fagna
mjög ákvörðuninni um þátttöku
hans og telja hana jafnvel enn
mikilvægari, vegna þess að
stefna Bandaríkjanna veldi
nokkrum ágreiningi, en einkum
vegna þess að Eisenhower sé
ekki aðeins leiðtogi mikillar
þjóðar, heldur sé hann einlægur
og vilji jafnan bera sáttarorð í
milli og samningalipurð hans sé
heimskunn. Alla þessa kosti við-
urkenni menn hvarvetna, einnig
austan tjalds.
Bréf frá Bulganin.
Bulganin forsætisráðherra Ráð
stjórnarríkjanna lét sendiherra
Rússa í Bonn og Washington af-
henda bréf frá sér í gær, til Ad-
enauers og Eisenhowers. Ekki
hefur enn verið skýrt opinber-
Iega frá efni bréfanna, en Zaru-
bin sendiherra Ráðstjórnarríkj-
anna í Washington leyfði frétta-
mönnum að hafa það eftir sér,
að bréfið til Eisenhowers væri
mjög mikilvægt. Þessar bréfa-
afhenndingar vöktu allmikla at-
hygli, vegna þess að bréfin eru
afhent aðeins fáum dögum fyrir
Natofundinn.
Komu þegar fram getgátur
um, að af Rússa hálfu sé um
mikilvægan leik að ræða á
taflborðinu, en miðað sé að
því sem fyrrum, að trufla
samstarf og samhéldni Nato-
ríkjanna, bótt annað kunni að
vera látið uppi.
Einnig bárust fregnir um,
að æðstu menn Báðstjórnar-
ríkjanna hafi tjáð Nehru for-
sætisráðherra Indlands, að
þeir gætu fallizt á, að Bússar
hættu tilraunum með kjarn-
orkuvopn, ef Bretar og Banda
ríkjamenn skuldbindu sig til
hins sama.
Framh. á 11. síðu.
Það eru víst ekki margir, sem geta þetta. Þjóðverjinn Rainer Bohm getur leikio á fjóra
trompeta í einu — hann er næstum heil trompetahljómsveit. Hefur hann náð mikilli leikni í
þessu, enda æft sig mikið, og skemmtir nú með þessu í Þuslaraþorpi í Þýzkalandi, en fer síðaa
m 1*1'- vestur um haf.
Forstjórastaðan hjá
Brunabótafél. íslands.
Félagsmálaráðuneytinu hafa
bo'rizt umsóknir frá tveimur
mönnum um forstjórastöðu hjá
Brunabótafélagi íslands, þeim
Ásgeiri Ólafssyni, skrifstofu-
stjóra Brunabótafélagsins og
Sigurði Guðjónssyni, bæjar-
fógeta á Ólafsfirði.
¦^- Aformaðar eru viðræður
milli Bandaríkjanna og Sú-
dan um efnahagsaðstoð.
Nýr ketill í varastöðinni
við Elliðaárnar.
Hann framieiðir 48 tonn af gufu á klst.
í ráði er að setja niður nýjan
ketil í varastöðinni við Elliða-
árnar og bæta þannig við hita-
veitukerfi stöðvarinnar.
Ketill þessi framleiftir um
48 tn. af gufu á klst., sem er
svo leidd inn í hitara, er hitar
upp jarðvatnið frá Reykjum.
Hitara þennan mun Vélsmiðjan
Hamar srm'ða. en hún átti
lægsta tilbnð er hitarinn var
boðinn út. Ketillinn er hins-
vegar fenginn frá Ameríku og
er frá sama fyrirtæki og ketill-
inn, sem fyrir er í stöðinni.
Vatnið er síðan leitt eftir að-
alæð og er það kemur að Hafn-
arfjarðarvegi er hluti þess tek-
inn niður í dælustöðina í Hlíð-
unum og kælt niður í rétt hita-
stig með fr^rennslisvatni hús-
anna. Afgangurinn af því vatni,
sem ekki er notaður þar er síð-
an leiddur aftur til baka og
kælir það vatn, er fer áfram til
geymanna í Öskjuhlíð.
Ketillinn kemur til landsins
í ágústmánuði og verður þá
hafizt handa um uppsetningu
hans og er búizt við að fram-
kvæmdum ljúki næsta vetur.
Deilur Indlands og Portú-
pfs fyrir Haag-dómi.
Fyrsti úrskurðurinn var
Portugsl í hag„
Fregnir frá Haag lierma, aðfella úrskurði í deilum Porú-
fyrsti úrskurður alþjóðadóm- gals og Indlands.
stólsins í Haag út af deilum
Portúgal og Indlands, hafi ver-
ið Portúgal í hag.
Portúgal hefur þannig unnið
fyrsta leikinn. Hafði Portúgal
krafist hömlulauss umferðar -
réttar milli portúgalskra land-
svæða á Indlandi, og vísaði rétt-
urinn frá fjórum af sex gagn-
rökum índlandsstjórnar, en
tvö eru áfram til athugunar.
Indlandsstjórn gat því ekki
hindrað, eins og hún ætlaði sér,
afskipti alþjóðadómstólsins af
þessum málum. Aðeins þrír
dómarar af 17 töldu kröfur
Indlandsstjórnar réttmætar,
egypzkur, rússneskur og ind-
verskur. Landssvæði þau, sem
um- er að ræða eru Damao,
Dadra og Nagar, öll á vestur-
ströndinni norðan Bombay.
Indlandsstjórn hélt því fram,
?ð tvö þessara landssvæða
væru ekki lengur undir portú-
galskri stjórn, og viðurkennir
Portúgalsstjórn það, en segir
það síðan indversk innrás var
gerð þar fyrir 3 árum.
Mikilvægi úrskurðar réttar-
ins liggur ekki sízt í því, að
hann telur sig hafa rétt til að
GBigoric efstur.
f níundu umferð á skákmót-
inu í Dallas fóru leikar bannig,
að skák Friðriks og Reshevskys'
fór í bið, Gligorie vann Larsen,
Yanovsky vann Evans en Sazbo
og Najdorf gerðu jafntefli.
Jafntefli var úr biðskák Naj-
dorfs og Evans úr 7. umferð.
Staðan er nú þannig: Gligoric
.5% v. Friðrik 5 v. og biðskák,
Szabo 5 v., Reshevsky 4% v. og
biðskák, Larsen 4% v. Najdorf
og Yanovsky 4 v. Evans 2% v.
1 tiundu umferð átti Friðrik að
tefla við Evans og hafði hvítt.
MikSar óeirðir
á Kýpur í gær.
Yfir 80 manns meiddust.
f deirðum á K-ýpur í gær
meiddust um 80 manns, þar ar
41 maðuir úr öryggissveitum.
Atökin voru milli tyrkneskra
manna og grískra.
Bretar gengu í milH og komu
upp gaddavírsgirðingu milli
borgarhluta tyrkneskra manna
og grískra í Nikosia, þar sem
aðalátökin urðu, og voru her-
menn á verði við gaddavírs-
girðingarnar enn í morgun í ör-
yggisskyni, en umferðarbanni,
sem sett var í gærkveldi var
aflétt.
í Karinia grýttu skólaung-
menni lögregluna og var þeim
dreift með táragasi.
Þetta eru einhverjar alvar-
lgustu óeirðir, sem orðið hafa
á Kýpur, um alllangt skeið.
Lestar hvalkjót 09
a
Engin síld hefur borizt til
Akraness síðan á sunnudag.
í dag er gert ráð fyrir að
bátarnir rói, því komið er gott
veður. Jökulfell lestar í dag
350 lestir af hvalkjöti til Ertg-1
lands og 50 lestir af freðsíld til \
meginlandsins.
500 lestir eru enn eftir af
hvalkjöti, sem bíður útflutn-
ings.
Jarðskjálfti
viö Eyjafjörö.
Jarðskjálftakipps varð vart í
fyrrakvöld norður í Eyjafjarðar-
sýslu og fannst hann bæði á Dal-
vík og í Ólafsfirði.
Að því er Vísir var símað frá
Dalvík í morgun varð kippsins
vart um hálfellefuleytið í fyrra-
kvöld. Hann var allsnarpur en
stóð mjög stutt og þvorki varð
vart hræringa á undan né eftir,
og hefur ekki orðið vart síðan.
Ekki varð jarðskjálftinn það
harður að hlutir rómðust til í
húsum i»ini.
Nú eru 23 ár liðin frá því jarð-
skjálftarnir miklu urðu á Dalvík,
en þá hrunndu nokkur hús alveg
eða gjörónýttust, en önnur
skemmdust meira eða minna.
íg er veðrið?
f morgun var djúp Iægð yf-
ir írlahdi á hreyfingu norður
og hæð yfir Grænlandi.
Hér við flóann voru veður-
horfur: Austan gola: Létt-
skýjað.
Hiti erlendis kl. 5 í morgun:
Khöfn—1, London 9, Ham-
borg —4, Osló —5, París 4,
Þórshöfn í Færeyjum 2.
SaMnilegur afSi
Dahííkurbáta.
í Vínarborg þurfa menn eklri
annað en að hringja í tiltekið
númer til að fá jólasvein um-
svifalaust í heimsókn.
Hjá Dalvíkurbátum hefur
verið sæmilegur afli að undan-
förnu, nema síðustu dagana
hafa þeir ekki róið sökum
hvassviðris.
Tveir bátar frá Dalvik hófu
síldveiðar ínnarlegð í Eyjafirði,
þegar fréttist um síldargöngu
þangað inn, en þeir eru báðir
hættir veiðum og öfluðu lítið.
Annar bátanna hætti nær-i
strax, hinn hélt nokkru leng-
ur út, en með litlum árangri.