Vísir - 11.12.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 11.12.1957, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir, Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heiin — án fyrirháfnar af yðar liálfu. Sími 1-16-60. Munið, að l>eir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 11. desember 1957 Fiskimenn séu undan- Sjálfstæðismenn leggja fram frumvarp þess efnis. Lagt hefur verið fram í Sam- einuðu l>ingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- skatt og eignarskatt. Flutnings- menn eru Sigurður Ágústsson, Björn Ólafsson og Kjartan R. ■Jóhannsson^ Frumvarp þetta er í þá átt, að fella niður tekjuskatt sjómanna af þeim tekjum, er þeir afla yfir þann tíma, sem þeir eru lög- skráðir á íslenzk fiskiskip á skattárinu. Jafnframt eru úr gildi numin lög nr. 37 10 maí 1957 um aukinn skattfrádrátt til handa skipverjum á fiskiskipum. Segir m. a. í greinargerð margir sjómenn hafi undanfarin ár hætt sjómennsku, og færri ungir menn lagt sjómennsku fyrir sig. Sé aðalorsökin önnur störf, betur borguð, en þjóðfé- laginu þó ekki eins heillavænleg. Segja megi, að keyrt liafi um þverbak í þessum efnum eftir verkföllin 1955. Kauphækkanir þær, er þá fengust, leiddu af sér óbærilega hækkun á hverju hand taki, I þágu sjávarútvegsins, án þess að afurðir hans hækkuðu. Af þessu leiddi þverrandi geta útvegsmanna að tryggja sjó- mönnum viðunandi kjör. Hafði það aftur á móti þau áhrif að fjöldi valinna sjómanna hvarf að betur launuðum störfum. Var það mjög til baga þegar hér er nm annan aðalatvinnuveg þjóðar innar að ræða — atvinnuveg, sem aflar 90—95% af öllum gjaldeyri. Augljóst sé að þegar hin mikla aukning sem fyrir- huguð er á skipastóli þjóðarinn- ar er komin til framkvæmda, verður um þrennt að velja: 1. gera hlut fiskimannanna svo góðan, að enn verði þetta þjóðholla starf eftirsóknar- vert fyrir unga og hrausta menn að leggja fyrir sig, al- þjóð til efnahagslegs örygg- is: 2. að leggja á land hluta af hin- um eldri skipum eða gera til- raun til að selja þau úr landi. 3. að fjölga enn að stórum mun erlendum sjómönnum á ís- lenzku fiskiskipunum. Hæpið sé um ráðningu Fær- eyinga til langframa eins og gert hefur verið undanfarin ár, þar eð þeir hafi fullan liug á að auka útgerð sína og hafi þegar gert ráðstafanir þar að lútandi og verði þá ísl. illa á vegi staddir Roðasteinninn á svörtum markaði. f Finnlandi liefir „Söngurinn iim roð*asteininn“ hækkað rnjög í verði upp á síðkastið. Bókin var gerð upptæk, eins og skýrt hefir verið frá í frétt- um, en fyrir bragðið hefir hún verið seld á svörtum markaði fyrir 9000 mörk. Áður kostaði hún 1000 mörk. er Færeyingar þurfi ekki lengur að leita til ókunnugra landa á vegi staddir er Færeyingar þurfi ekki lengur að leita ókunnugra landa í atvinnuleit. Telja flutn- ingsmenn því mjög aðkallandi að íslenzk stjórnarvöld geri ráðstaf- anir til þess að einstakl. sem ger- ast sjómenn, njóti eigi lakari af- komu en þeir er í landi búa. Ekki sé að undra þósjómenn séustund um óánægðir með hlutskipti sitt, þar eð þeir séu oft langdvölum frá heimilum sínum og hafi erfið ara og hættulera starf en land- maðurinn, auk þess sem vinnu- tíminn verður oft lengri. iólakort með teikning- um eftir börn. Barnauppeldissjóður Thor- valdsensfélagsins gengst í ár fyrir útgáfu jóiakorta með áll- nýstárlegu sniði, Kort þessi eru teiknuð af nemendum í Barnadeild Mynd listarskólans og eru listamenn h’nir á aldrinum 8—11 ára. fernskonar mismunandi mynd1 ír eru á kortum þessum, sem | eru hin smekklegustu og mjög skemmtileg jólakveðja til vina og kunningja. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem gefin eru út kort með barnateikningum. Þau kosta dr. 2.50 og eru seld í Thorvaldsensbazarnum og í bókabúðum. Einnig kornu út á vegum sjóðsins barnabókin Karius og Baktus, sem er skemmtileg saga fyrir yngstu lesendurna. ekki neyðamerkí Rétt fjrir klukkan þrjú í gær sáust rakettur á lofti vest- ur af Patreksfirði. Sáust þær bæði frá togaran- um Ágústi, sem staddur var í mynni Patreksfjarðar og *rá Breiðuvík á Rauðasandshreppi. Voru þetta fimm hvít rak- ettuljós, sem sáust í röð. Var í fyrstu álitið, að þetta væru neyðarmerki og var Slysavarnafélaginu gert aðvart. Hafði það strax samband við landhelgisgæzluna og flugum- ferðastjórnina, en engin neyð- arköll frá skipum höfðu heyrzt og engar flugvélar höfðu verið á þessum slóðum á þessum tíma í gær. Er því ekki vitað, hvernig á þessum ljósum hef- ur staðið, en álitið er, að það hafi ekki verið neyðarmerki. • í s.l. vilcu voru mæðgiu’ tvær fyrir rétti í Detroit, Banda- ríkjunum, Vildu báðar skilja við menn sína — og fengu. Þetta er orðin algeng sjón í þeim löiidum, þar sem snjóalög eru meiri en hér á landi. ísing hefur sest á símaþræði, svo að þeir hafa slitnað, og nú 'þarf að gera við í snatri, svo að truflanir verði ekki á símasamgöngum. „Litli Simrad" fann krossinn í ytri höfninni. Námskeið í meðferð dýptar- mæla' og astficiækja. Um 50 skipstjórnarmeim fir öilum landsf jórðungum liafa sótt námskeið í meðferð dýptavnuela og asdictækja, sem haldið er á vegum Fiskifélags fslands, en kennari og leiðbeinandi náin- skeiðsins er Kristján Júlinsson lofskeytamaður lijá iandhelgis- gæzlunni. Námskeiðið liefur stað ið í viku og lýkur því í kvöld. Um það bil helmingur af skip- unum, sem fóru til sildveiða í sumar voru búin asdictækjum, enda hefur aldrei verið veitt eins mikið af síld, sem ekki óð, en kastað var á eftir tilsögn dýpt- armæla eða asdictækja. Tals- verða kunnáttu þarf hinsvegar til að geta hagnýtt sér asdictæk- in og af þeirri ástæðu var efnt til námskeiðsins. Vísir átti tal við Kristján Júli- usson loftskeytamann í morgun. Sagði hann að kennt hefði verið viðhald og meðferð á fjórum teg- undum dýptarmæla, sem hér eru í notkun: Simrad (norskur), Atl- as og Elac (þýzldr) og Kelvin Hughes (brezkur). 1 gær fór fram sýnikennsla á meðferð asdietækis. Var asdic- tæki komið fyrir í snurpinótar- bát, síðan var siglt út á ytri böfn, þar sem aluminiumkrossi, fóðr- uðitm með svampgúmmí hafði verið sökkt á streng nokkra metra undir yfirborð sjávarins. Var svo leitað að krossinum með asdictækinu úr allmikilli fjar- lægð eða um 60 metra. Kom krossinn greinilega fram á tæk- inu. Við tilraunina var notað Simrad asdictæki, sem sjómenn kalla „Litla Simrad“ og er orðið allútbreitt í fiskibátum. Sagðist Kristján vera ánægð- ur með árangurinn af námskeið- inu og verður annað námskeið að likindum haldið í vor áður en skipin fara á síld. Þátttaka hefði orðið meiri nú, ef allur fjöldinn af bátum á suðvesturlandi liefði ekki verið á síldveiðum um þetta leyti. Stænánginn fundinn. Lögreglunni tókst að ná í nótt manni þeim, seni rændi félaga sinn niður við 'Reykjavíkurhöfn í fyi’rinútt og Vísh- skýrði frá í gær. Við yfirheyrslu kvaðst maður- inn hafa eytt meiri hluta pen-’ inganna, en gat þó skilað 150 krónum aftur, sem hann átti ó- eytt. Ekki kvaðst liann þó hafa notað peningana til áfengis- kaupa, en til ýmislegt annars. Lýst eftir skellinöðruni. Rannsóknarlögreglan hefur beðið Vísi að lýsa eftir þremur skeliinöðrum. sem stolið hefur verið og ekki komið í leitirnar. Skrásetningarnúmer og gerð þeirra er sem hér segir: R-281 af KK-gerð, G-17 af Mielegerð og R-611 af USU-gerð. Biður lög- reglan þá, sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið um tæki þessi eða vita hvar þau eru niðurkom- in, að láta sig vita. Dregið í 12. fl. Iijá HHÍ. - V2 milljón á fjórð- ungsmiÖa. í gær var dregið í 12. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Vinningar voru samtals 2260S, samtals 3 millj. og 40 þús. kr. Hæsti vinningur, % milljón. kr., kom á fjórðungsmiða nr. 7021, en tveir þeirra voru seld- ir í umboði Arndísar Þorvalds- dóttur á Vesturgötu, einn á Ak- ureyri og einn í Keflavík. — 100 þús. kr. vinningur kom á tvo hálfmiða, nr. 10592, er seld ir voru á Seyðisfirði og í Keflavík. 50 þús. kr. vinningur kom á fjórðungsmiða 23135, er allir voru seldir í umboði Arndísar á Vesturgötu. 10'þús. kr. hlutu þessi nr.: 1921, 16206, 18207, 20055, 23649 24690, 31484, 37546. — 5 þús. kr. hlutu: 9003, 16679, 21070, 27123, 30153, 30533 og eftir- taldir 5 þús. kr. aukavinning- ar á nr. 2156, 7020, 7022, 10591, 10593, 23134, 23136. Útborgun hefst 17. þ. m. og verður 4 fyrstu dagana frá kl. 1.30—4 e. h. í Tjarnarbíói. (Birt án ábyrgðar). I Oberaden í Vestur-Þýzka- landi hafa námumönnum vrið afhentir Iyklar að 10.000 nýjum íbúðum. Kola- og stálsamlag V.- Evrópu, sem nær til sex landa, smíðar alls 30.000 hús fyrir verkamenn í kola- og stáliðnaðinum í þessum löndum. Drykkjamln úr sjó. •fc Danski vísindamaðurinn heimsfrægi, Niels Bohr, sem sæmdur var Nóbelsverð- launum fyrir afrek sin, er nú 78 ára að aldri. Hann hefir nýlega verið sæmdur heiðursmerki háskólans í New York (New York Uni- versity).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.