Vísir - 11.12.1957, Blaðsíða 6
6
VlSIB
Miðvikudaginn 11. desember 1957
WISIR
BAGBLAD
Vísir kemur út 3Ö0 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl, 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Byggíngarfél. verkamaima
hefur byggt 294 íbúðir.
Byrjað á 32 íbúðum í 9. fl. Verð
íbúða í 8. fl. 265 þús. og 190 þús.
Aiit fyrir kjósendurna.
Ríkisstjórnin hefir borið frarn
á Alþingi frumvarp til laga
urn breytingar á kosninga-
lögunum. Er þar um býsna
sérkennilegt plagg að ræða,
eins og vænta mátti, því að
tiigangurinn með því er að
torvelda almenna þátttöku
í kosningum en ekki að gera
almenningi auðveldara að
neyta kosningarréttar síns.
Er frumvarp þetta mjög í
samræmi. við ýmislegt ann-
að í lýðræðisást ríkisstjórn-
arinnar, svo að það vekur í
rauninni ekki neina furðu,
en hyggilegra hefði verið
fyrir stjórnarflokkana að
láta ekki bera allt of mikið
á „lýðræðisástinni“, sem
frv. sýnir.
Það er eitt af ákvæðum frum-
varpsins, að það varðar 4000
króna sekt að segja manni
frá því, að maður hafi kos-
ið! Að vísu telst það að
nokkru leyti einkamál kjós-
andans, hvaða flokki hann
fylgir, en manni finnst það
víst nokkuð langt gengið í
lýðræðisvörnum, ef það á að
kosta þá 4000 krónúr, ef þeir
skýra kunningja sínum frá
því, hvort þeir sé búnir að
setja kross — eða ekki —
við atkvæðaseðil, þótt þeir
segi ekkert um það, hvort
þeir hafi nú kosið ,,rétt“ eða
ekki! Og Tíminn segir um
þetta, að kosningar eigi að
verða með „virðulegri og
friðsamari blæ“.
Já, stjórnarliðar eru mikið fyr-
ir það, að allt sé slétt og
fellt á yfirborðinu, en hirða
minna um það, sem á bak
við er. Það á að „friða
kosningadaginn“, eins og
Þjóðviljinn hefir eftir fjár-
málaráðherra, sem fylgdi
frumvarpinu úr hlaði í fyrra
dag, og friðunin fer fram
með þeim hætti m. a., að
það á að sekta menn, ef þörf
krefur, eins og getið er hér
að framan. Og að auki á að
stöðva kosningar klukkan
ellefu — eða jafnvel tíu —
að kvöldi, þegar kjörsókn er
oft einna mest, því að marg-
ir eiga ekki heimangengt
fyrr. Það er einkennilegt, að
stjórnarherrarnir skuli ekki
leitast við að stytta sólar-
ganginn, svo að auð /eldara
veitist að ,,friða“ kosning-
arnar og stytta þær enn
meira.
Engum dylst að sjálfsögðu, hvað
það er, sem fyrst og fremst
vakir fyrir stjórnarfokkun-
um með frumvarpi þessu.
Þeir eru að vega að Sjálf-
stæðisflokknum, því að með
þessu á að gera honum erf-
itt fyrir við að taka þátt í
kosningum. Og hvers vegnaj
er svo nauðsynlegt að ná sér
niðri á Sjálístæðisflokknum
nú? Hvers vegna hafa
stjórnarflokkarnir ekki sam-
einazt fyrr um þær breyt-
ingar á kosningalögunum,
sem svo mikið liggur á, að
ekki má bíða alhliða endur-
skoðunar að gera þær?
Svarið er ofur einfalt og blátt
áfram. Stjórnarflokkarnir
vita, að bæjarstjórnarkosn-
ingarnar verða dómur yfir
verkum ríkisstjórnarinnar,
og þeir óttast — eðilega —
að þær verði þungur áfellis-
dómur. Hvert atkvæði, sem
sjálfstæðismenn fá, verður
yfirlýsing um vantraust á
stjórn „umbótaflokkanna“,
og slíkum vantraustsyfir-
lýsingum verður að fækka
með öllum hugsanlegum og
tiltækum ráðum. Það verður
að hafa það, þótt lýðræðinu
sé misboðið um leið.
Byggíngarfélag' verkamanna í
Beykjavík hefur nú byggt 294
íbúðir, og eru þær alls um 21
þúsund fermetrar og rúmlega 86
þúsund rúmmetrar. Hefur félag-
ið því að meðaltali byggt sem
svarar eina íbúð á hverjum þrem
vikum frá því er það tók til
starfa.
Nýlega er flutt í íbúðirnar í
áttunda byggingarflokki, en það
eru 32 íbúðir og grunnflötur
þessara húsa samtals 633.45 fer-
metrar, eða 8.971.54 rúmmáls-
metrar. Ibúðir þessar eru byggð-
ar við Stigahlíð og eru þetta
fjögur fjögurra hæða samstæðu-
hús og i hverju húsi 8 ibúðir, þar
af 28 íbúoii' 82 fermetra og
fjórar 58 84 fermetrar.
Auk þess nýbyggða flokks,
sem þegar er flutt í, hefur félag-
ið bj'rjað á byggingu 9. flokks,
sem einn'g verða 32 íbúðir, og
eru þær nú í uppstelpingu. Loks
hefur félagið sctt um og fengið
loforð fyrir láni til tiundu bygg-
ingarflokks. sem hka verður 32
íbúðir, öíl þessi hús eru byggð
við Stigáhlið.
\'erð þeirra íbúða mun verða
ufn 265 þúsund krónur, stærri
íbúðirnar, en 190 þúsund þær
minni.
Taldi Tómas Vigfússon form.
félagsins að lánastarfsemi bygg-
ingarsjóðs, eins og hún er nú,
samræmdist vart tilgangi lag-
anna um verkamannabústaði,
með því að lánin eru nú bundin
vissri upphæð á hverja íbúð, eða
150 þúsund krónur en ekki á-
kveðnum hundraðshluta kostn-
aðarverðs eins og áður.
Með þvi verðlagi, sem nú er
orðið á byggingum, verður út-
borgun þeirra, sem ibúðirnar
l kaupa það há, að þeir efna-
, minnstu eigna örðugt með að
! greiða þá útborgun, sem krefj-
ast verður, þegar lánin eru þetta
, takmörkuð. Þetta kvaðst Tómas
I hafa tjáð félagsmálaráðherra í
haust.
1 lok aðalfundarins þakkaði
formaður Grimi Bjarnasyni vel
unnin störf í þágu félagsins und-
anfarin 18 ár, en hann hefur
allan þann íima verið gjaldkeri
þess og jafnframt haft á hendi
daglegan rekstur í skrifstofu
þess, en lét af störfum fyrir ári
síðan, og baðst þá undan endui’-
, kosningu.
j Stjórn félagsins var öll endur-
kosin á aðalfundi félagsins 2. des.
s.l., en hana skipa auk formanns,
Tómasar Vigfússonar þeir Magn
Þorsteinsson, Alfreð Guðmunds-
son, Bjarni Stefánsson og Jó-
hann Eiríksson.
Fiskiþing sat á rökstólum
í hálfan mánuð.
Þú ræddf margvfsleg hagsmunamál
sjávarúfvegsfns,
Gjakfþrot — eða hvað?
Fyrir nokkrum mánuðum var
mikið talað um það, að ríkis-
sjóður Finna væri í fjár-
þröng, og var talað um
gjaldþrot. Þóttu þetta mikil
tíðindi, því að Finnar hafa
ætíð verið orðlögð dugnað-
arþjóð og skilvísin hvergi
meiri.
Hér á landi bregður öðru vísi
við, því að engum kemur
víst til hugar að telja það til
tíðinda, þctc hið opinbera
svíkist um það vikum og
mánuðum saman að greiða
reikninga sína. Vísir veit
með sönnu, að verzlun ein
var fengin sérstaklega til að
afla tækja erlendis fyrir
rikisstofnun. Tækin komu
fyrir 10 mánuðum, en inn-
flytjandinn hefir ekkert
fengið greitt af því, sem
hann lagði fram í upphafi —
kaupverð tækjanna og fleira.
Og hann mun hafa fengið
skilaboð um það, að hann
þyrfti ekki að gera sér nein-
ar vonir um að fá greiðsluna
á þessu ári, en vonandi eru
betri líkur fyrir greiðslu á
því næsta.
Því hefir ekki verið lýst yfir,
að íslenzka ríkið sé gjald-
Fiskiþingið hefir setið að
störfum untlanfarinn hálfan
mánuð. Lauk mánudaginn 9.
þessa mánaðar.
Fiskiþingið afgreiddi fjölda
mála. Skulu hér nokkuð rakin
úrslit helztu málanna.
Landhelgismál. í því máli
samþykkti Fiskiþingið, að
markið væri að fá allt land-
grunnið viðurkennt islen^dít
yfirráðasvæði, en skoraði á Al-
þingi og ríkisstjórn að gera nú
þegar ráðstafanir til útfærslu
landhelginnar í 12 sjómílur.
Friðun hrygningarsvæða. —
Fiskiþingið samþykkti að skora
á Alþingi og ríkisstjórn, að gera
nú þegar á yfirstandandi Al-
þingi ráðstafanir um að friða
hrygningarsvæði sem víðast
umhverfis landið, einkum suð-
vestanlands, þar sem eru stór-
felldustu hrygningarsvæðin,
sem verði valin að fengnum
tillögum Fiskifélagisns og áliti
fiskifræðinga.
Friðunartími verðd ákveðinn
samkvæmt tillögum sömu aðila.
Fiskiklak og fiskirækt. —
Fiskiþingið samþykkti einnig
að fara fram á, að ríkissjóður
leggi fram fé til tilrauna með
fiskiklak og fiskirækt í sjó. Var
á þao bent, að í Vestfjörðum
þrota, en hvað skyldi það á-
stand heita, sem hmflytj-
andinn hefir fengið að kom-
ast í kynni við?
væru mjög líklegir staðir til
fiskiklaks og fiskiræktar.
Fiskirannsóknir. Fiskiþing-
ið óskaði að fiskirannsóknir
yrrðu efldar sem mest, og að
einn af hinum fyrirhuguðu
nýju togurum verði útbúinn
fuílkomnustu tækjum, sem völ
er á, til fiskirannsókna og fiski-
leitar.
Einnig óskaði Fiskiþingið að
síldarleitin verði aukin, svo og
síldarrannsóknir.
Útvegsmenn víðsvegar um
land telja, að rannsóknir þess-
ar hafi haft mikla hagnýta þýð-
ingu og óska, að til þeirra verði
veitt það fé, sem nauðsynlegt
er á hverjum tíma.
Landhelgisgæzlan. Fiskiþing-
ið samþykkti að óska þess, að
landhelgisgæzlan fái sem fyrst
leyfi til að smíða nýtt gæzlu-
skip á borð við varðskipið Þór
en með enn meiri ganghraða.
Einnig óskaði Fiskiþingið að
landhelgisgæzla verði aukin
við Vestfirði og Breiðafjörð.
Er það ósk Vestfirðinga, að
við Vestfirði séu tvö gæzluskip
á aðalvertíðinni
Málflutningsskrifstofa
MAGNÚS THORLACIUS
hæstaréttarlöginaður.
Aðaístræti 9. Sími 11875.
Gamla fólkið vestra.
Ég hitti fyrir nokkru góðan
kunningja, mætan mann, sem fór
að tala við mig um gamla fólkið
vestra — vestur í Ameríku. Þess-
um kunningja mínum hafði
nefnlega orðið hugsað til gamla,
íslenzka fólksins þar, nú fyrir
jólin. Líklega eru þeir marigir
fleiri, sem það hafa gert — og
til annarra ættingja og vina þar.
Sú var tíðin, að miklir fólks-
flutningar áttu sér stað frá ís-
landi til Kanada og Bandaríkj-
anna. Er það kunnara, en frá
þurfi að segja, að flestir settust
að í Norður-Dakota og Mani-
toba og mai’gir fluttust svo
lengra vestur á bóginn, til Sask-
atchewan og Alberta, en á síðari
áratugum hafa myndast íslenzk-
ar nýlendur víðar, vestur á
strönd. 1 Vancouver, Blaine,
Seattle, San Francisco, Los Ang-
eles og fjölmörgum smærri bæj-
um þar á ströndinni. Enn er
margt af gömlu fólki vestra, sem
sá dagsins ljós í fyrsta sinni hér
heima og sleit hér barnsskónum,
og gleymdi engu á langri ævi í
fjarlægu landi.
Þess er vert að minnast, að
í íslendingabyggðunum hafa
menn sýnt gamla íólkinu mikla
ræktarsemi, m. a. reist nokkur
myndarleg elliheimili og mun
hið elzta þeirra ogstærsta vera
að Gimli í Manitoba.
Góð liuginynd.
Þetta fólk hefur.alla tíð hald-
ið tryggð við allt, sem íslenzkt
er og gott, hugurinn tíðum verið
heima alla ævina, og eins og
gengur, er ævikvöldið er komið,
vakna af nýju margar minning-
arnar, og-sennilega ber þar hæst
rninningar frá bernskuárunum.
Á elliheimilum vestra eru is-
lenzkar bækur lesnar. Annað-
hvort les gamla fólkið þær sjálft
eða lesið er fyrir það. Og gest-
um að heiman, sem komið hafa
í þessi heimili ber saman um, að
hvergi hafi þeim verið tekið af
innilegri gleði en af gamla fólk-
inu, þótt raunar vreri allsstaðar
hlýju að mæta.
Kunningi minn, sem ég minnt-
ist á, ræddi við mig hugrr.ynd,
sem mér er ánægja að koma á
framfæri, því að ég veit að gamla
fólkið vestra og aðstandendur
þess, myndu fagna henni, ef
hún kæmist í framkvæmd. Hug-
myndin er sú, að taka upp á
segulband lestur Einars Ói.
Sveinssonar á Njálu, og ef til
vill fleiri Islendingasögum, og
senda elliheimilunum að gjöf,
svo að gamla fólkið geti notið
þessa lesturs, eins og við hér
heima.
Og svo mætti, ef vildi, áfram
halda, og gefa þessu fólki kost
á að hlýða á fleiri raddir að
heiman.
Og um leið og ég kem þess-
ari hugmynd hér með á fram-
færi vil ég mælast til, að t.d.
Félag Vestur-íslendinga og aðrir
j velunnarar landa vestra taki
I þessa tillögu til athugunar í sam-
’ ráði við Rikisútvarpið, en ég tel
engan vafa á, að útvarpsstjóri og
útvarpsráð myndu fyrir sitt leyti
greiða fyrir málinu.
Mér þykir ólíklegt, að sá kostn-
aður yrði þessu samfara, að
málið þyrfti að stranda á þvi,
þar sem ég tel vist, að margiB
myndu fúslega, ef þyrfti, leggja
eitthvað af mörkum til þess, að
hugmyndin kæmist í fram-
kvæmd. — 1.