Vísir - 11.12.1957, Blaðsíða 11

Vísir - 11.12.1957, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 11. desember 1957 VlSIB 1Z Merk ferðabók um Island. Ferðabðk Hendersons í röð merkustu ferðabóka, sem um ísland hafa verið skrifaðar. Bókaverzhm Snæbjarnar Jóns- sonar gaf í tileful 30 ára afmælis sins út ferðabók Ebenezai- Hend- erson, sem hann skrifaði mn ís- land í byrjun 19 aldar. Mikið rit og gagnmerkí. Ebenezer Henderson kom til Islands á vegum Brezka bibiíu- félagsins sumarið 1814 og dvald- izt hér um eins árs skeið. Á þeim tima ferðaðist hann mikið um landið, að heita mátti þvert og endilangt, og jafnt um óbyggðir og öræfi, sem um byggðir. Meðal annars fór hann norður Kjöl og Kaldadal og niður á Hamrayatns heiði, hann ferðaðist yfir Skaft- fellsk stórvötn, gekk á Snæféils- jökul og lagði leið sína allt norð- ur á Strandir. 1 þá daga voru ferðalög erfið á íslandi og hvergi betri lýsingu eða heimildir um þau að finna en einmitt í ferðabók Hender- sons, enda gerði liann víðreistara um ísland en flestir ferðalangar erlendir sem til Islands hafa komið. En Henderson var margt annað en biblíusali og dugmikill og kjarkgóður ferðamaður, Hann var hámenntaður maður, hafði næmt auga fyrir öllu því sem fyrir hann bar, kunni að meta það sem gott var í fari þjóðar- innar, svo og sérkennileik lands- ins. Það má hiklaust telja ferðabók Henderson’s í röð merkustu bóka, sem um Island.voru ritaðar á fjTri hluta aldarinnar sem leið og i raun réttri frumheimild frá þeim tíma sem Henderson ferö- aðist hér. Hann er glöggskyggn á menn, skilur líka íslenzka tungu og kynnist fyrir bragðið fólkinu, hvað fæstir aðrir ferða- bókahöfundar um ísland hafa gert. Auk þess er hann merki- legur náttúruskoðari, sérstak- lega þó á sviði jarðfræði og út frá því sjónarmiði má telja ferða bók hans gagnmerkt rit. Ferðabók Hendersons í hinni íslenzku útgáfu er 500 síður að stærð ogi hefur Snæbjörn Jóns- son skjalaþýðandi þýtt hana að mestu leyti, hann skrifar og for- mála og stutta grein um höfund- inn og ferðabók hans. Dr. Sigurð- ur Þórai'insson skrifar um nátt- úruskoðarann Ebenezer Hender- son, loks er svo ágrip af sögu ísler.zku biblíunnar, sem próf. Magnús Lárusson hefur samið. Nafnaskrá er aftast í bókinni og er að henni mikill fengur. Að útliti og frágangi er bókin bæði falleg og vönduð og í henni er Islandsuppdrátturihn og aliar teikningar sem voru í ensku út- gáfunni. I morgun lét Vegagerðin hreinsa Hellisheiðarveginn og ,er hann nú fær öllumbifreiðum. Hinsvegar er erfitt að segja til um hversu lengi það helzt, því ef hvessir og skefur getur færð- in versnað á skammri stundu, enda þótt ofankafald sé ekkert. Vegagerðin sendi bíl í morg- un Krýsuvíkurleiðina og fékk þær fréttir frá honum, að þár væri ekki um neinn snjó að ræða og vegurinn fær öllum bílum. Handknattleskur: KR 03 FH sigra í meistaramétuin. Fyrstu leikirnir í undirbúning's keppniuni að heimsnieistaranxóí- inu i liandknattleik vöru háðiit i gærkvöldi. Fjögur lið kepptu, en þau voru úrval úr iK og Val gegn óstynktu liði KR og úrval II; sem skipað er mönnum úr ýmsum félögum, og keppti það við Fimleikafélag Hafnar-fjarðar. Báðir leikii’nir einkenndust af fjöri og góðum samleik’ og má segja að þeir hafi lofað góðu um undirbúninginn. Úrslit urðu þau að KR sigraði samlið þeirra ÍR og Vals með 27 mörkum gegn 24 og Hafnfirð- ingar unnu úi’val II með 25 mörkum gegn 23. Annað kvöld heldur mótinu á- fram og eigast þá við ÍR—Valur gegn F.H. og úrval II gegn KR. Heðfiisheiéi fær ölSum i morgun. Hellisheiðin liefur nú verið hreinsuð og er sem stendur fær hvaða bíi sem er. í gærkveldi þyngdist færðin á heiðinni talsvert og tveir bíl- ar, sem voru á ferð yfir hana tepptust, en Vegagerð ríkisins sendi bíla þeim til aðstoðar og losuðu um þá. ---♦----- Samþykkt S.þj. um Alsírmálið. Á allsherjarþinginu var í gær samþykkt tillaga, er sam- ræmdi tillögur Asíu- og Af- ríkuríkja og latnesku ríkjanna, en að hinni nýju tillögu stóðu Japan, Noi'egur o. fl. í tillögunni segir, að alls- herjarþingið hafi veitt því at- hygli, að tilboð um málamiðl- un hafi borizt frá Marokkó og T.unis og vænti þess, að Alsír- vandamálið verði friðsamlega til lykta leitt. Pearson afhent friðarverMaun. Lester Bearson fyrrvcrandi utanrkisráðherra Kanada voru í gær. afhent friðarverðlaun Nobels fyrir- 1957. Fór afheiiding franv í Iiátið- arsal háskólans í Osló, að við- stöddum Ólafi konungi V. og Ástríði piinses.su, Gerhardsen forsætisráðherra, Torp þing- forseta og m. fi. Friðarverðlaunin nema um 14.350 stpd. Sanikomiiiag í Damaskus. Viðræðum Hammarskjölds og Sýrlandsstjórnar í Damaskus lauk í gærkvöldi og er Hamniar- skjöld á leið tU New York. Samkomulag varð um að treysta skilyrði eftirlitsnefndar- innar til að sinna hlutverki sínu. Eisenhower - Framh. af lj síðu. Eldfláugashöðvarnar. Eitt af þvi, sem Rússar óítast mest, er að komið verði upp ekl- flaugastöð\'um í varnarskyni i Vestur-Evrópu, og til þess að hindra það, beita þeir hótunum eða gera girnileg tilboð. Um slík ar stöðvar ræðir McElroy land- varnarráðherra Bandarikjanna nú við sumar Natoþjóðirnar. Hef ur hann þegar rætt við brezka ráðherra og er kominn til Bonn og ræðir þar við vestur-þýzku stjórnina. Af hálfu Bandaríkja- stjórnar liefur verið tekið fram, að hún geri ekki kröfur til neins Natoríkis, að það taki tilboði um mmmm aðstoð við að koma upp slíkum stöðvum — um það sé hver þjóð um sig algerlega sjálfstæð. Vart er búist við fullnaðará- kvörðunum um hvort Bretar og Vestur-Þjóðverjar íaka tilboðum i þessu efni fyrr en kunnugt er um afstöðu Natofundarins. Minna mátti ekki gagn gera. Útvarpið í Moskvu segir, að* Rússar hafi smíðað fullkomn- ustu myndavél í heimi. Myndavél þessi er gerð til þess að taka hvorki meira né minna en 32 milljónir mynda á sekúndu. Minna mátti ekki gagn gera. Jólatorgsalan er byrjuð í Eðóftia - og CrænmetismorkaÖinuni Laugavegi 63 og á Vitatorgi. Mikið úrval af allskonar jólavarningi. Verðlistar á skreyttum blómaskálum: Stórar á kr. 75,— Millistærð á kr. 65,— Millistærð á kr. 50,— Litlar á kr. 35,— Körfur og önnur ílát á kr. 150,—, 85,— og 50,— Mikið úrval af þurrkuðum blórnum bæði í gólfvasa, borðvása og' veggvasa. Skreyttar hi’íslur á veggi. Skreyttar hríslur á leiði. Skreyttir kertastjakar og' margt-fleira. Tek að mér að skreyta körfur óg skálar til 15. des. Sendi um land allt. Reynið viðskiptin. Gefið vinum og vandamönnum blómaskálar frá Blóma- og Grænmetismarkaðinum Laugavegi 63. Kaupmenn og kaupfélög! Seljum í heildsölu skreyttar blómaskálár. Sími 16990. Sendum um land allt gegn póstkröfu. Ýmsar vörur til jólanna: Bökunarvörur, kerti, sælgæti, nýir ávextir og margt fleira. Niðursoðnir ávextir: Perur, ferskjur, aprikósur, plómur, jarðarber, ananas, í Vz og 1/1 dósum. Einnig ferskjur og aprikósur í 5 kg. dósum mjög ódýrar. Nýlcnduvörudeildin. K,íBMfJSiS7&fý5 im Ss’stsi 2 i33 f Étl 'ÍNv ■ Búsáhaldadeildin. Finnskur stálborðbúnaður Úrval af lituðum leirvörum frá ARABÍU. — Kaffistell, matarstell, bollapör, diskar, — Kristalvörur. — Plastvörur, Pottar — og margt fleira. MJOLKURFELAG REYKJAViKUR Laugavegi 164

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.