Vísir - 13.12.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 13.12.1957, Blaðsíða 6
6 VfSIB Föstudaginn 12. aesember 1957 VISZK D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. ^Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00 Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm linur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið 1 lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. 6egn sjáífum sér!! Það er greinilegt, að stjórnar- flokkarnir hafa samið frum- varpið um breytingarnar á kosningalögunum og lagt það fram á Alþingi, án þess aff hafa hugsao málið veru- lega. Það var ekki fyrr en það hafði séð dagsins ljós, almenningur hafði fengið að kvnnast efni þess og tilgangi, að flokkar stjórnarinnar gerðu sé'r grein fyrir því, að sennilega mundu óbreyttir, heiðarlegir kjósendur ekki kunna að meta þann frið, sem boðaður er með frum- varpinu, eða þær hótanir um viðurlög, sem ætlað er að beita, til þess að koma þess- um sérkennilega friði á. Það er þess vegna engin furða, þótt almenningur hafi gefið frumvarpinu nafnið „friðaf- dúfan“. Tónninn í blöðum stjórnar- flokkanna er nú orðinn sá, að sjálfstæðismenn megi alls ekki halda, að frumvarpinu sé beint eitthvað sérstaklega gegn þeim. Þetta megi menn alls ekki ætla. Þetta bitni svo sem einnig á stjórnar- flokkunum, svo að ekki sé þetta gert til þess að auka fylgi þeirra eða draga úr fylgi Sjálfstæðisflokksins. Hafa menn nokkru sinni heyrt aðra eins firru?! Stjórnarflokkarnir segjast bera frumvarpið fram til að tryggja það, ao iistar þeirra fái ekki alltof mörg at- kvæði við kosningar ■ iram- vegis — en einkum hér í Reyltjavík. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem stjórnmálamenn halda því fram, að þeir beri fram frumvarp til þess að flokk- ar þeirra hafi minni mögu- leika á að afla sér fylgis en áður, Þeir menn, sem þannig tala, hljóta að ætla, að allur almenningur sé gersamlega skyni skroppinn, ef þeir gera ráð fyrir, að þessum full- yrðingum þeirra verði trú- að. Á þessu einu fellur. frumvarpið algerlega í aug- um óbreyttra kjósenda, sem hafa lýðræðisreglur í heiðri, þótt stjórnmálaskúmarnir geri þa'o ekki. Hræðsian ræ&ur öfiu. Hræðslan er máttug kennd í brjósti manna, og hún er eins sterkur þáttur í dagfari stjórnarflokkanna nú og gorgeirinn og montið voru fyrir rúmu ári, þegar stjórn- in var nýbúin að taka við völdum. Stjórnarflokkarnir óttast reiði almennings vegna þess, að úrræðaleysi þeirra er að hleypa öllu í strand. Þetta er þessi hræðsla, sem heltekið hefir stjórnarflokk- ana og ræður því að þeir grípa nú til þess óyndisúr- ræðis að takmarka kosn- ingatíma og allan viðbúnað flokkanna. Þetta gera þeir menn, sem heimta tveggja daga kosningu til sveita, svo að þátttaka verði sem mest, og viðurkenna jafnframt, að þetta muni ekki hafa áhrif á kosningarnar nema helzt í Reykjavílt — enda til þess ætlazt. Það er ekki ný bóla, að gengið sé á rétt Reykvíkinga. Þeir mega bera þyngstu byrð- arnar gagnvart ríkinu, en þeir skulu einnig hafa minnstan rétt í öllum mál- um. Það hefir frá öndverffu verið meginatriði í stefnu framsóknarmanna, og þeir hafa nú fengið dygga banda- menn — krata og kommún- ista. Svar kjösamfans. Hinn óbreytti kjósandi gerir sér grein fyrir því, að með breytingum stjórnarflokk- anna á kosningalögunum er verið að ganga á rétt hans. Hér er því stigið fyrsta skrefið í þá átt að afnema kosningarrétt, og engir munu gleðjast eins og kommúnist- ar , sem sjá „lýðræðisflokk- ana“ berjast fyrir þessu á- hugamáli sínu. En einu gleyma flutningsmenn frumvarpsins. Þeir gleyma Starfsemi leikfélaga utan Reykjavíkur með daufara möti. Lifnar væntanlega við eftir áramótin. Starfsemi Bandalags íslenzkra leikfélaga er með líku sniði í vetur og undanfarin ár. Hún er aðallega fólgin í því að útvega leikfélögum úti á landi verkefni og leiðbeina þeim um val þeirra. Þá eru einnig útveg- aðir leikstjórar og leikfélögun- um yfirleitt látin i té sú íyrir- greiðsla, sem óskað er hverju sinni og hægt er að veita. Bandalag íslenzkra leikíélaga er stofnað árið 1950 og voru for- göngumenn þess Ævar Kvaran, Lárus Sigurbjörnsson og Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi. Sveinbjörn Jónsson hefur verið ráðunautur Banclalagsins síðan 1951 og fastur starfsmaður hjá því. . F.ckkst strax nokkur ríkis- st'Tkur t!l -e'-Ti hefur síðan farið hækkandi og hefur þörfum fé'aganna yfirleitt verið svnd velvild og skilningur. Starfsemi féiaea Bandalagsins úti á le-di rv nú sem hér segir: I pjkféla-T FðravoT'? hefur að undanförnu svnt eamanleikinn T e-nimelur 13. Leikfélag Hafna- fiarðar mun bráðlega frumsýna enskan ""manleik Love is lux- u’". Ur.gmennafélag Afturelding í Mosfellssveit sýnir bráðlega Graenu lyftuna. Leikfélag Akra- ness æfir Frænku Charleys. Ung mennafélag Skallagrímur í Borg arnesi æfir leikþátt sem heitir: Skrifstofan Araor. Leikf. Ólafs- t'íkur sýnir um þessar mundir: >Iann og- konu. Á Patreksfirði var nýlega sýnt leikritið Lítið hreiður eftir sænska höfundinn Herbert Grevehius. I undirbún- ingi eru tvö leikrit: Brúð- kaup Baklvins eftir Villielm Kragh og Kjarnorka og kven- hylli eftir Agnar Þórðarson. Á Bíldudal er verið að æfa tvö leikrit: Skyggn vinnukonan sem er franskur gamanleikur i þýð- ingu Ragnars Jóhannssonar og Góðir Eiginmenn sofa lieima í þýðingu Ingu Laxness. Á Isafirði liafa verið æfðir leikþættir sem sýndir verða sam- an. í Bolungarvík er verið að æfa Sápukúlur. Á Hvammstanga er verið að æfa leikþátt fyrir jólin. Leikfélag Blönduóss æfir Svefnlausa brúðgumann. Á Sauð árkróki hafa verið sýndir nokkr- ir leikþættir. Leikfélag Siglu- fjarðar hefur sýnt Kjarnorka og kvenhylli. Leikféiag Dalvíkur frumsýnir Jeppa á Fjalli nú um hátíðarnar. Ólafsfirðingar sýna á næstunni: Köld eru kvennaráð. Leikfélag Akureyrar sýndi í- myndunarveikina snemma í vet- ur og sýnir bráðlega Tannlivassa tengdr.mömmu. Leikfélag Húsa- víkur sýnir núna Allt fyrir Maríu eftir Johannes Allen. Leikfélag Seyðisfjarðar sýnir Allt Heidelberg eftir Meyer- Föster. Leikfélag Eskifjarðar sýndi Lénharð fógeta eftir Ein- ar H. Kvaran. Ugmf. Stöðvar- fjarðar æfir Elsku Rut. Ungmf. Hrunamanna æfir AHt fyrir Maríu eftir Johannes Allen. Ung- mf. Dagsbrún í Landeyjum sýn- ir á næstunni Brúðkaup Baldvins eftir Kragh. Þá verða margir leikþættir sýndir víðsvegar um land nú um hátíðarnar og rná þar einkum Jnefna Förin til Braziliu eftir . Agnar Þórðarson, sem leikin [verður á fjórum stöðum. Borð- | dans og bíómyndir gamanleikur eftir Alf Sommer verður leikinn á þremur stöðum auk fjölda annarra. — Eins og þessi upp- talning ber með sér hefur leik- starfsemi verið með daufara móti það sem af er vetrar en eft- ir- áramótin munu hefjasst æf- ingar hjá mörgum leikfélögum, sem enn hafa ekki látið á sér hræra. Skák, desemberheftið, er nýkomið . út. efni: Haustmót Taflfé- lags Reykjavíkur, Á förnum vegi, eftir Guðmund Arii- laugsson, Skák mánaðarins, Nýjar bækur, Skákbyrjanir, Af erlendum vettvangi, Lærið að „kombinera“, Hvenær á að gefa skák? og margt fleira. Virða skal rétt auglýsenda. réttlætiskennd almennings í landinu, sem kann ekki að meta þau bolabrögff og þann ójöfnuð, sem hér á aff: beita stóra hópa. Þess vegna geta stjórnarflokkarnir en síður treyst fylgismönnum sínum en áður. Það veit aðeins einn maður, hvað gerist hverju sinni í kjörklefanum, en þar verður dómurinn kveðinn upp yfir þeim, sem telja sig berjast fyrir lýðræðinu með þyi að bregða fæti fyrir það. Effcirfarandi hefir Vísi borizt. Reykjavík, 5. desember 1957. Hr. ritstjóri Magnús Kjartans- son, Þjóðviljinn, Reykjavík. 1 273. tölublaði Þjóðviljans, sem út kom 3. þ. m. birtist grein undir yfirskriftinni ,.Kærir sig ekki um viðskipti við lesendur Þjóðviljans“. Vér <eljum grein þessa mjög óviðurkvæmilega, þar sem aug- lýsendur hafa óskorðan rétt til þess að kaupa þjónustu dag- blaða eða tímarita, þar sem þeim þykir það líklegast til að svara kostnaði, án þess að eiga á hættu að verða látnir sæta hefndum, ef einhverjum þykir Með frumvarpinu eru stjórn arflokkarnir að leggja grundvöllinn að stórfelld- um óförum sínum, og mun margur segja, að þaV sann- ist hið fornkveðna: „Sér grefur gröf. ...“ af þeim sökum sinn hlutur hafa orðið of rýr. Vér treystum því, að þér ger- ið ráðstafanir til þess, að réttur auglýsenda verði eftirleiðis virt- ur í blaði yðar, en ef það verður gert teljum vér oss ekki þurfa að grípa til annarra og róttæk- ari ráðstafana vegna ofan- greinds en að rita yður þetta bréf. Vér teljum rétt og skylt að senda ritstjórum Alþýðublaðs- ins, Frjálsrar þjóðar, Mánudags blaðsins, Morgunblaðsins, Tim- ans og Visis afrit þessa bréfs í því skyni að minna á skyldur til að virða rétt auglýsenda. Virðingarfyllst, Stjórn Sölutækni, Sigurður Magnússon Þorvarður Jón Júliusson Ásgeir Júlíusson Jón Arnþórsson Guðmundur H. Garðarss. Árni Garðar Kristjánsson Sveinbjörn Árnason. Góðu og gönilu tímaritin. j Þegar gömlu góðu, tímaritin, svo sem Skírnir, Andvari og Eim- reiðin, komu hér fyrrum í sína árlegu eða ársfjórðungslegu ! heimsókn, ef ég má orða það svo I voru þau jafnan aufúsugestir, og koma þeirra þótti jafnan sá viðburður, að hennar var getið allýtarlega í biöðum, enda gegndu þau ávallt og gegna enu i dag, menningarhlutverkum og 1 enn eru þau aufúsugestur á mörgum heimilum, en að vísu allt of fáum, þegar tekið er til- lit til þess hve fólkinu hefir fjölg að, en allt of lítið finnst mér um þessi ágætu rit getið í blöðum nú á tímum, því að vissulega ættu blöðin að vekja athygli á þeim, og stuðla þannig að út- breiðslu þeirra, og þar með að þau geti áfram skipað sinn gamla heiðurssess. Ég hefi áöur vikið nokkuð að eíni nýútkomins Andvara í þessum dálki, og vildi nú víkja nokkrum orðum að Eimreiðinni. Andi, bjartsýni, manndóms og menning'ar. Eimreiðin er nú komin á sjö- tugsaldurinn. Stofnandi hennar var dr. Valtýr Guðmundsson, próf. við Hafnarháskóla, mik- ill forystumaður, og hélt henni úti um mörg ár. Það er hárrétt, sem núverandi ritstjóri, Guðm. G. Hagalín, segir i grein, sem birt var í 1. h. ritsins 1956, er nýir eigendur höfðu tekið við henni, og stofnað til þess félag, Eimreiðin h/f. „Það var í þessum anda bjart- sýni, manndóms og menningar sem hinn ungi og áhugasami mennta- og vísindamaður, dr. Valtýr Guðmundsson safnaði að sér miklu mannvali, þar sem var hópur hinna gáfuðustu lærdóms- manna og flestra af skáldum þjóðarinnar, yngri sem eldri, og hóf útgáfu Eimreiðarinnar. . . . Stefna þessa merka tímarits var í fám orðum sagt frjálsleg, kreddulaus og alhliða umbóta- stefna þroskaðs menntamanns, sem hafði trú á kosti lands síns og bar traust til gáfna og dugn- aðar þjóðar sinnar, ef ekki væri um hana villt, heldur kostað kappa um að veita henni nauð- synlega fræðslu og örvun.“ Ritstjórinn rekur sögu Eim- reiðarinnar í höfuðatriðum, ræð- ir breytt viðhorf og erfiðleika á liðnum tíma, en heim fluttist Eimeiðin 1918. Það var Ársæll Árnason bóksali sem sýndi það framtak. Saga ritsins þann tíma, sem Ársæll átti hana. sannar svo að ekki verður um villst, að megin- tilgangur hans var að tryggja það, að Eimreiðin gæti áfram verið sá boðberi menningar og nýrra strauma, ssem hún var í Kaupmannahöfn í höndum dr. Valtýs. Ég þykist lika vera viss um, að Ársæli hafi verið það metnaðarmál, að Eimreiðinni yrði sem flestra lífdaga auðið og að hún flyttist heim. Hann réð sem ritstjóra Magnús Jóns- son, háskólakennara, hinn þjóð- kunna og fjölhæfa gáfu- og menntamann, og í höndum þeirra skaut ritið nýjum, sterkum rót- um, og naut aimennra, verð- skulcaðra vinsælda, enda prýði- lega ritað og fjölbreytt. Harðnandi sanikeppui. Nærti eigandl Eimreiðarinnar var Sveinn Sigurðsson guðfræð- ingur. 1 hans hðndum var hún einnig ágætt rlt og trútt §ínu menningarhlutverki sem ávállt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.