Vísir - 19.12.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 19.12.1957, Blaðsíða 7
Firamtudaginn 19. desembex 1957 VÍSIR Þrjár faiíegar mymiskreyttar barnabækur. Bókaútgát'an Litbrá í Reykja- Vík hefur gefið út þrjár einkar fallegar barnabækur eftir Walt | Disney, en í þýðbigu Guðjóns' Walt Disney er löngu heims-: kunnur maður fyrir snilligáfu J sína og hugmyndaauðgi jafnt í j kvikmyndum sínum sem bókum, j hefur hvort tveggja farið sigur- j för um heiminn og verið talið í, röð þess bezta, hvort á sínu sviði. j Fyrir nokkru öðlaðist Litbrá einkarétt á útgáfum bóka Walt Disneys á Islandi eftir mikið umstang og stímabrak. Útgáfu- j fyrirtækið taldi sig hafá slæm kynni af íslendingum fyrir rit- stuld og iilan frágang á útgáf- um og taldi að í jafn litlu þjóð- félagi yrði ekki unnt að gefa Disneybækur þannig út að hægt væri að una við. Það lét samt að lokum tilleiðast eftir tveggja ára samningaþóf, en með þvi skilyrði að það legði samþykki sitt á frágang allra þeirra Dis- neybóka, sem hér væru gefnar I fyrra gaf Litbrá út fyrstu Disneybókina „Konungur land- nemanna“ og nú komu þrjár bækur fyrir yngstu iesendurna á markaðinn, allar óvenju smekklegar að frágangi og með mörgum teiknimyndum, bæði litprentuðum oog svörtum. Hin- ir erlendu eigendur útgáfuréttar Disneybókanna töldu frágang- inn framúrskarandi góðan og standa ekki að baki amerísku eða dönsku útgáfunum, hvorki hvað prentun né annan frágang snertir. Þessar þrjár nýútkomnu Dis-1 neybækur eru Disa í Undralandi, Dumbó og Gosi, allt heimskunn ævintýr úr kvikmyndum og hugarheimi Disney’s. Hér er ekki ástæða til þess að rekja efni hverrar einstakrar bókar, en foreldrum og öðrum aðstand- endum barna hinsvegar bent á, að hér er um óvenju fagrar bæk ur að ræða, sem vert er að skoða áður en jóiagjafir til barnanna erú ákveðnar. um hans og' vinum. Allir bré- Meðal göfugra manna. Undanfarna daga hefi eg verið í samfélagi við marga göfuga og góða menn. Eg hefi verið að lesa bókina um Skrif- arann á Stapa, — hið gáfaða og óeigingjarna göfugmenni, sem fann hamingju sína í einföldu lífi, og offraði sér sjálfum fyr- ir þá, sem þurftu á honum að halda. — Hann var svo gáfað- ur, að hann trúði því ekki, að hamingja lífsins lægi á vegum embættisframans eða leyndist j undir þeirri upphefð og því prjáli heimsins, sem venjulega fylgir honum. — Páll skrifari fann hamingju sína í því að vinna alla daga og fram á næt- ur, án þéss að mæna til hárra launa, og lét sér jafnvel nægja þakklætið eitt. — Hans ánægja var líka það, að dvelja mestan hluta ævinnar á sama heimil- inu, hjá amtmanninum góða og hinni göfugu frú hans, sem var síðasta biskupsdóttirin úr Skálholti. — Hafi eindrægni og samúð verið yfir nokkru heimili á íslandi á öldinni sem leið, þá var það yfir heimili Bjarna amtmanns á Stapa. Bókin er safn sendibréfa til skrifarans á Stapa frá ættingj- BARNAKIÓLAR, fallegir og ódýrir, til sölu á Frakkastíg 26. ritararnir, menn og konur. er göfugt fólk og lijartahlýtt, og flest er það að leita ráða og andlegs styrks hjá skrifaran- um, sem hann lét því í té af ein- lægni hjartans og góðvild. — Það er yndisleiki yfir mörgum þessara bréfa. Fólkið er svo opinskátt og einlægt, að þeim, sem les .þau, hlýtur að hlýna um hjartaræturnar, sé hann ekki með steinhjarta í brjóst- inu. — Þessi góða bók á því er- indi til allra manna, ungra og gamalla. — Allir menn þurfa að kynnast kynslóðinni. sem átti ..hinar fornu c}yggðir“ í svo ríkum mæli í fari sínu, og hér er sagt frá. — Það er þarft verk að gefa út slíka bók sem þessa, ^ og ættu allir að lesa hana sér til sálubótar. Mörg bréfanna eru merki- legustu heimildir til sögu ís- lands á öldinni sem leið, auk þess sem þau eru bráðskemmti- leg. — Þegar eg hafði lokið lestri þessarar yndislegu bókar, var eg ergilegur 5’fir því að hún skydi ekki vera helmingi lengri. — Eg veit að fáar þeirra bóka, sem út hafa komið síð^ ustu vikurnar, verða íslending- um kærkomnari jólagjöf en þessi. Frá hverri blaðsíðu henn- ar andar hlýr blær, sem yljar okkur. Oscar Clausen. ÍSLENZK skáldsaga J. K. segir í Tímanum: „Eyrarvatns Anna heyrir til þeim flokk: bókmennta, sem nefndar hafa verið ,,sögu- legar skáldsögur“. Efnið er að nokkru leyti sótt til raunverulegra atburða sera gerðust í Breiðafjarðardölum snemma á 19 öld. Ef mönnum' þykja atburðir sög- unnar nokkuð reyfarlegir, geta þeir hugg- að sig við það, að þetta og annað eins hefur gerzt í raun og veru, þegar réttar- far var miskunnarlaust og öll vor hörð á íslandi. Eg tel það höfuðprýði þessarar sögu, að auk þess sem hún er myndarlegt skáldrit, geymir hún mikinn fróðleik um liðna tíma.“ JÚLABÆIim ÍSAFOLDMÍ -J OG DAG ,,Hún varð fræg í einu vetvangi skáld- mærin unga, Francoise Sagan, þegar hún -sendi frá sér fyrstu skáldsöguna . . Senni- lega er helzta ástæðan til frægðar Franc- oise Sagan sú, að hún skrifar um efni, . sem nútíminn virðist.vera sólginn í, frjáls- ar ástir og hömlulaust kynlíf . . . Fyrsta bók hennar sannaði, að hún kunni að skrifa. Hún hafði næman skilning á sálar- lífi manna, knappan og lifandi stíl og lipra frásagnargáfu . . . í þriðju skáldsögu sinni „Eftir ár og dag“, færist Francoise Sagan meira í fang. Þar tekur hún fyrir hóp af fólki, níu manns, og reynir að draga upp mynd af samskiptum þess, ástarævintýr- um, svikum og framhjátökum, árekstrum, framtíðardraumum og baráttu. Hér sýnir hún sem fyrr ótvíræða hæfileika til að lýsa hinum smáu atvikum lífsins og við- brögðum manna við þeim . . .“ •— Morgunblaðið 15. des. Mtók ní'orl«ttp Otfds Mtjiimssonur er nýjasta skáldsagan eftir FRANCOISE SAGAN sem skrifaði bækurnar SUMARÁST (BONJOUR TRISTESSE) OG EINS KONAR BROS Verð kr. 78.00 í bandi. ISLENZK ByGCING Vantar yður jólagjöf fyrir iúsameistara, byggingameistara, málara, trésmið eða múrara? Fegursta gjöfin er bókin ÍSLENZK BYGGING NORÐRI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.