Vísir - 19.12.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 19.12.1957, Blaðsíða 9
Fimmtudaginn 19. desember 1957 VlSIR Með þoli og þraietseig|ii Safnrit það, sem hér um ræðir, er fyrir margra hluta sakir hið merkilegasta, enda búið til prentunar af Þorkeli prófessor Jóhannessyni. Hðfir hann frá upphaíi vandað svo til verksins, að þar biríist það eitt, sem bezt hefir ritað verið um þá merkismenn, er frá greinir, eða að þeir hafa sjálf- ir ritað um uppruna sinn og æviferil. Menn geta skyggnst þar inn í lionar aldir starfs og ■-■A Baldvin Einarsson. stríðs, en af ritgerðunum má mikið læra, sem síðar má hverj- um ungum manni að gagni koma í lífinu. Víst er það, að íslenzka þjóð- in má muna tímana tvenna og þrenna, en getur í 'dag fagnað því að aldrei hefir hún verið betur á vegi stödd, þótt hallæri eða harðrétti bæri að höndum. Jafnljóst er hitt að sagnfræðin hefir ýkt dáðleysi þjóðarinnar, sult og seyru á liðnum öldum, enda hefir kjarkur og kraftur ávaltl bjargað henni á örlaga- tímum og aldrei hafa beztu menn hennar misst sjónar af rétti hennar til sjálfsforræðis o g sjálfstæðis. Hitt var svo annað mál, að þannig var að þjóðhmi búið, ao hún var ekki iíkleg til stórræða, þótt allt bjargaðist af, en þetta var ald- arháttur, sem allar þjóðir bjuggu við og báru sig upp undan, þar til lýðræðið leysti einveldið af hólmi og frelsið leysti öll framfaraöfl úr læð- ingi. | I þessu hefti eru birtar ævi- sögur Eggerts Óiafssonar, vicelögmanns sunnan og austan á íslandi, Finns biskups Jóns- sc-nar, Björns prests Halldórs- sonar, Hanncsar biskups Finns- sonar, Árna biskups Þórarins- sonar, Þórðar sýslumanns Björnssonar, Steingríms bisk- | ups Jónssonar, Björns sýslu- ^ manns Blöndals, Baldvins Ein- arssonar cg svo annarra sem næst standa nútímanum, en j þeir. eru Stephan G. Stephans- j scn, Jón Magnússon, Einar H. | Kvai'an, Valtýr Guðmundsson, j Sigurður Eggerz, Ha.Ugrimur Kristinsson, Jón Þorláksson, 'Jón Baldvinsscn, Tryggvi Þór- halisson og Sveinn Björnsson, !— allt menn sem hver maður kannast við. Misjafnar eru ævisögur þess- ar að máli og stíl, en allar hafa þær nokkuð sér til ágætis, þótt þær- mótist af tíðarandanum cg kunni sumar að þykja væmnar vegna embættislegs undirlægjuháttar. En sameigin- legt er það með öllum þeim mönnum, er frá greinir að með þolgæði og þrautseigju hófust þeir til valda og metorða, unnu störf sín af alúð og samvizku- semi, gáfu samtíð sinni fagurt fordæmi og framtíðinni góðan arf. Merkileg afrek voru unnin við aðbúð, sem ekki var mönn- um bjóðandi, en leiddi af marg- víslegri óáran til lands og sjáv- jar, sem mannlegur máttur fékk ekki staðið í gegn. Þannig voru ■ fræðastörf biskupanna Finns Jónssonar og Hannesar Finns- ' sonar unnin við erfiðar aðstséð- ur á mestu vandræðatímum, sem yfir þjóðina hafa gengið, svo að dæmi séu nefnd. Bókfcllsútgáfan hefir marg- ar góðar bækur látið frá sér ' fara, en safnritið „Merkir ís- ! lndingar1 er þess eðiis, að vart verður það ofmetið. Hér er að vísu um endurprentun að ræða á ofangreindum æviminning- ( um, en flestar eru þær lítt að- t gengilegar öllum almenningi, enda mörg þau tímarit ófáan- i leg, þar sem þær hafa birzt í I fyrstu. Er ekki að efa, að „Merk ir íslendingar“ munu þykja prýði í hverjum bókaskáp og verða vel meíin útgáfa af hverjum þeim, sem ann þjóð- legum fróoleik og islenzkri menningarsögu. K. G. Ilelena Rubínstein Og Yardley SNYRTIVORUR GJAFAKASSAR (Reykjavíkur Apótek). Sími 1-98-66. er heimsfrœgt nafn, ekki sízt í heimi barnanna.. Núna fyrst hafa hinar fallegu íitskreyttu barncbœkur frcrrs^ Dumbó, Lísa og Gosi, komið ó markaðinn í mjög vandaðri íslenzkri útgófu. Með einkarétti fyrir íslcnd 1 ‘ >4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.