Vísir - 19.12.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 19.12.1957, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað íestrarefni heim — án fyrhhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-CO. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Fimmtudaginn 19. desember 1957 Parisar ráöstefnunni lýkur í dag. Samkomulag í grundvallaratriðum um tilboð Bandaríkjanna. Tilraunir Itiassa dil »<> íiuíla saniKÍarií Naio niÍKÍiíkusl nieð öBlu. Fundi Norður-Atlantshafsvarnarbandalagsins lýkur í dag. Búið er að ganga að mestu frá yfirlýsingu um niðurstöður l'undarins, en samkomulag er m.a. um það að bandalagið taki í grundvallaratriðum tilboði því um meðallangdrægar eld- flaugar og kjarnorkuhleðslur, sem Bandaríkin lögðú fyrir fundinn. Er þetta mjög mikilvægt fyr- ir samstarf NA-þjóðanna og mun verða til þess að treysta samstarf þeirra og varnir, en nokkur uggur var kominn í menn út af horfunum um sam- komulag. Geta sæmiiega við unað." Er nú litið svo á, að öll NA- ríkin geti sæm'ilega við unað, Bandaríkin yfir, að tilboðinu hefur verið tekið í grundvall- aratriðum, og Evrópuríkin, sem vildu fara sér hægt, mörg mót- fallin að hafa eldflaugastöðvar eða kjarnorkubirgðir hjá sér. Samtím'is varð sú stefna ofan á, að leitast við, eftir diplomaf- iskum leiðum, enn einu sinni, að ná samkomulagi við Rússa. Ætti þá að fást úr því skorið, hvort þeir hafa mælt af he'ilindum, er þeir segjast vilja frið þjóða milli. Ríkisstjórnir og þjóðþing hinna einstöku NA-ríkja munu nú fjalla um tilboð Bandaríkjanna. Ýmsir fréttrit- arar eru þeirrar skoðunar, að ýms smáríki í bandalaginu, svo sem Noregur, Danmörk og ef til villi fleiri, muni halda fast við að leyfa ekki eldflaugastöðvar, geymslu kjarncírkuvopna eða að hafa erlent herlið innan landamæra sinna á friðartím- um, en hins vegar muni Biret'- land, Frakkland, Ítalía og Tyrk land að lík'indum þiggja aðstoð Bandaríkjanna efni. ofangreindu^ Samstarf og eining lielzt. Þá er það álit fréttaritara, að mikilvægast sé, að samstarf helzt og einnig um það meðin- mark, sem sett' var með stofn- un Nato, en tekist hafi að koma í vég'fyrir það, að valdhöfum Sovétríkjanna tækist að tvístra samstarfi Natoríkjanha. í dag verður gengið endanlega frá yfirlýsingu um niðurstöðu fundarins og ráðherrarnir. sem setið hafa fundinn, halda marg ir heimleiðis þegar í dag. Veðrið í morgun. Kl. 8 í morgun var átt vest-norðvestan liér í bæn- um og 6 vindstig. Frost var 3 stig. Veðurhorfur, Faxaflói: Vestan hvassviðri eða storm- ur í dag. Heldur hægari í nótt. Eljagangur. Yfir austanverðu fslandi er óvenjulega djúp ilægð á hreyfingu norðaustur. Vont veður og iítii síidveiði. Frá fréttaritara Vísis. Grindavík í niorgun. Þrátt fyrir vont veður reru allir Grindavíkurbátar i gær- kvöldi. Veðrið var einna verst um lágnættið, stormur og sjór af norðvestri. Fimm bátar voru búnir að landa i morgun. Voru þeir með lítinn afla, frá fjórum tunnum í 40 tunnur. Síldin er svipuð að gæðum og hún var fyrir viku, talsvert misjöfn. Lítið hefur ver ið saltað af afla síðustu daga, og var hann mest megnis frystur. í gær lögðu 18 bátar 743 tn. af síld á land í Grindavík. Er það álit margra sjómanna að síldveiðin sé að verða búin í vetur. Lóðningar eru nú mun minni en þær vooru fyrir storm- inn og mjög litill afli fæst í netin. Bátar frá Akranesi heru ekki í gær. Flugfélagið stofnar til happdrættisláns. tíeildarupphœfö riu u iugu er Íím\ 3009000 tírlega. Flugfélag íslands efnir nú, að fengnu leyfi Alþingis og rík- isstjórnar, til sölu liappdrætt- isskuldabréfa, alls að upphæð 10 milljónir króna, sem endur- greidd verða aö sex árum liðn- um með 5% vöxtum og vaxta- vöxtum. Með happdrættisskuldabréfa- láni þessu leitar flugfélagið að- stoðar almennings, en það þarf nú á auknu fjármagni að halda til að geta gegnt þjónustuhlut- verki sínu við þjóðina í þeim mæli sem til var stofnað. Að öðrum kosti mun ekki verða hjá því komizt að selja verði flugvélar, sem félaginu eru nauðsynlegar til þessarar þjón- ustu sinnar, en flugvélasölur, sem áætlaðar voru við tilkomu Viscountvélanna í fyrravor brugðust mjög til hins verra. Til þess að gera sem flestum Mótor brann yíir. Slökkviliðið var tvívegis kvatt á vettvang í gærkvöldi. í annað sklptið var um gabb að ræða, hafði brunaboði ver- ið brotinn uppi á Bergsstaða- stræti. f hinu tilfellinu var slökkviliðið kvatt út vegna reyks, sem lagði frá kjallara Sænska frystihússins. Orsökin var sú, að mótor hafði brunnið yfir í kjallaranum og lagði fyr- ir bragðið mikinn reyk þaðan. Um edl v’ar ekki að ræða. Réttindalaus og ölvaður. f gærmorgun handsamaði lögreglan ökumann í bifreið, sem búið var að svipta ökurétt- indum fyrir nokkru o’g lék auk þess grunur á, að hann hafi verið ölvaður við stýrið. Þessi mynd sýnir ótakmarkað traust spörfugls til drengs, sem hefur tamið harin. Vafalaust hefur drengurinn eitthvað gott uppi í sér, sem litli fuglinn ágirnist. Óvanaleg mynd, sem sýnir hvernig hægt er að vekja traust dýranna. Fáni SÞ dreginn að hún á suðurskautinu s.I sunnudag. Brezkur blaiamaður lýslr athöfninni. landsmönnum kleift að veita félaginu stuðning, verður láni þessu skift í eitt hundrað þús- und hluti, hver að upphæð 100 krónur. Hvert skuldabréf kost- ar því í dag 100 krónur, en að sex árum liðnum verður það endurgi’eitt með 134 krónum. Auk þess að greiddir verða 5% vextir og vaxtavextir, eins og áður er getið, gildir sérhvert skuldabréfanna sem liappdrætt ismiði og eru vinningarnir, för^ með flugvélum félagsins, eða afslættir af flugförum. Heildar verðmæti vinninga nemur kr. 300.000 á ári og verður dregið um þá í apríl mánuði ár hvert. Happdrættisskuldabréfin verða til sölu í afgreiðslum fé- lagsins, bönkum og sparisjóð- um og hefst sala þeirra í Reykjavík á föstudag, en næstu daga annarsstaðar á landinu. Stjórnarblöðin . . . Frh. af 1. síðu. ir almenning. . Með þessu hefur hin's vegar verið sannað það, sem Vísir hefur haldið fram, að stjórnar- flokkarnir séu nú orðnir svo hræddir við fortíð sína og það eymarástand, sem þeir hafa steypt þjóðinni í með óstjórn sinni og úrræðaleysi, að þeir eru vissir um, að mikill skapa- dómur verður yfir þeim kveð- in í næsta mánuði. Þeir eru að reyna að leyna almenning því, hve alvarlegt ástandið er, og þegar bæjarstjórnarkósning- arnar verða um garð ■ gengnar, telja þeir óhætt að demba skött- unum a. En stjóryiarflókkarnir ættu að vita, að það koma kosn- ingar til þings & sínum tíma, og að áhrif af afrekunum og endurminningin munu enn verða. kjósendum í fersku minni. Síðastliðiim simpudag barst Daily Mail í London skeyti frá fréttaritara síuuin, Noel Barber, sem bá var staddur á suður- heimskautinu, en þángað hafði hann flogið á 8 klst. frá Mc- Murdo-sundi. Fyrir voru þar 19 Banda- ríkjamenn, flokkur manna úr Bandaríkjaflotanum og vís- indameim, en þeir búa þar í skálum, sem fluttir vbru loft- léiðis, og varpað niður í hlut- um, og skeyttir saman af leið- angursmönnum. Skálar þessir eru nú að hálfu leyti huldir snjó. Noel Barber er sjötti Bret- inn, sem komið hefuf á suður- skaut [jarðar, hinir fimm voru í Scott-leiðangrinum 1912, en þeir fórust allir í bakaleiðinni sem kúnnugt er. No,el Barber var emi frétta ritarinn, sem viðstaddur var s.l. sunnudag, er fáni Sam- einuðu þjóðnna var dreginn að hún á suðurskautinu, en það gerði ungur bandarísk- ur sjóliðsforingi og banda- rískiu- vísindamaður. Hátíðleg stund. Nú er „sumar“ þar syðva og bjartar nætur. Noel Barber Isegir, að yfirmaður bandaríska leiðangursins, Vernon Houk, hafi unnið að því í þrjár stund- ir, að höggva gat á ísinn fyrir flaggstöngina. Kl. 11 hófst sjálf athöfnin. Allir leiðangursmanna voru viðstadd'ir. Rómverskur I prestur, faðý Darkowsky, biess- aði fánann, og mælti: j ' „Þ'etta alþjóðatákn friðar og einingar hefur sést blakta víða um heim, en aldrei fyrr með þeim hætti sem nú, er öllum iþjóðum mætti ljósara verða gildi þess — svo táknrænn er staður’inn, þar sem það blaktir.“ Presturinn las bæn, en hin- ir hlýddu á þögulir hneigðu (höfði. Það voru þeir Houk og vís- I indamaðurinn Mogeusen, sem drógu upp hinn bláa og hvíta fána Sameinuðu þjóðanna, sem nú blaktir á suðurskautinu við ; hl'ið stjörnufánans bandarska í Noel Barber fannst mikið til j um ' suðurskautsstöð Banda- ríkjamanna,en þeir hafa dval- izt þar syðra í rúmt ár, við hin erfiðustu skilyrði. FlokkUr Fuchs (brezkur) lagði af stað til suðurskautsins %4. nóv. frá Shackletonstöðinni, én hinn nýsjálenzki flokkur Hillarys 14. október, og hittast á suðurskautinu, en frá leið- öngrum þessum var fyrir stuttu fregn hér í blaðinu. Talsverð síldveiðí í Eyjafirði. Frá fréttaritará Vísis, Akureyri, í morgun. I gær og fvrradag var dágóð- ur síldarafli á EyjáfirSi. Virðist sem grynnkað hafi á síldinni síðustu daganá, auk þess sem hún befir færzt inh- i ar í fjörðinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.