Vísir - 19.12.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 19.12.1957, Blaðsíða 10
JO VISIB Fimmtudaginn 19. desember 1957 unni. Colette mundi ekki fá neina skýra hugmynd um stórborg- ina að kvöldi dags og alla ljósadýrðina, því að þetta var í júní og ekki orðið dimmt fyrr en um miðnætti. En kannske mundi hún hafa gaman af löngum björtum kvöldum, hún sem var vön stuttu kvöldunum í Lugano. Og það var þó ekki rigning! Það var heitt úti, og heitu ryklyktina, sem er svo sérkennileg fyrir London lagði upp af gangstéttunum. Loftið í Castleton var öðru vísi. Þar var ilmur af blómum og söltum sjó. John hafði elskað Vestur-England frá því að hann var drengur, en nú mundi hann líta það nýjum augum — sömu augunum og Colette. Hann vonaði að þessi litli bær mundi sýna sig frá sinni beztu hlið á morgun, svo að Colette yrði hrifin af honum og hugsaði ekki of mikið til Lugano. Hann leit á klukkuna og símaði upp í herbergið hennar. Mjó rödd svaraði: — Já? og það var undirtónn hræðslu og forvitni í röddinni. Hann gat ekki ímyndað sér hvað það hafði kostað hana að fara og svara í símann — því að hver gat það verið, sem símaði til hennar, þarna í London. — Það er bara eg, kjáninn þinn! John hló dátt. — Gerði eg þig hrædda? — Ónei, eg var bara rétt dauð af hræðslu. Colette brosti glettnislega. Henni fannst gott að heyra þessa djúpu rödd, sem hún kannaðist svo vel við. — Eg fór í bað.... og þvílíkt bað. Ösköpin öll af heitu vatni — og svo hafði ilmvatni verið hellt í það og handklæðin voru upphituð! Hann híó að henni og það hughreysti hana eftir meðferðina sem hún hafði fengið hjá þernunni. Hún hafði gónt á Colette eins og hún væri innfædd frá Borneo, af því að hún vissi ekki hvernig hún átti að nota alla þessa gljáandi krana yfir bað- kerinu og af því að hún hljóp fram og aftur um baðklefann og þuklaði á handklæðunum og þefaði af baðsaltinu. — Vill „madame" láta straua kjólinn yðar í kvöld? spurði þernan. — Nei, þökk fyrir. Eg þarf ekki að halda mér til í kvöld. Við ætlum að borða á ódýrum matstað, sagði Colette eins fullorðins- lega og hún gat. Henni lá við að hlæja, því að þessi þerna gat ekki einu sinni borið „madame“ fram rétt, þó hún þættist mikil. Og auk þess er eg „mademoiselle", ekki „madame" hugsaði Colette með sér og skvampaði í volgu, ilmandi baðinu. Þetta var eitt- hvað annað en þrönga zinkbaðkerið heima, sem þær urðu að ausa vatni í úr pottunum á eldstæðinu. Það veitti ekki af tveimur til að fylla það og tæma það á eftir. — Nú er bezt að við förum út og fáum okkur eitthvað að éta, hélt John áfram í símanum. — Viltu hitta mig niðri í and- dyrinu eftir tvær mínútur? — Já, eg er tilbúin. Hún sagði honum ekki að hún hefði verið tilbúin lengi. Hún hafði staðið við gluggann og beðið og horft yfir garðinn fyrir handan strætið. Þar sátu ung hjónaleysi í grasinu og hlustuðu á tónana frá hljómskálanum skammt frá. Hvernig dirfðust þau að sitja svona og gæla hvort við annað fyrir augunum á öllum, sem fram hjá gengu? hugsaði Colette með sér, og henni blöskraði þetta. Það voru merkilegir siðir þarna í Englandi. John stóð og beið hennar við lyftuna, en hún hafði kosið að ganga stigana niður í anddyrið. Hún mun hafa verið hrædd um að þrýsta ekki á rétta hnappinn í iyftunni, hugsaði hann með sér. Áður en þau fóru út fór hann með hana inn í lyftuna og sýndi henni hvað hver hnappur þýddi. Þegar þau komu út á götuna undraðist hann hið merkilega sambland af heimsreynslu Óg barnaskap og sakleysi sem í henni bjó, er hún leit undan um leið og þau gengu fram hjá hjónaleysunum í grasinu. Hann sá að hún roðnaði. I — Að hugsa sér þetta — kyssa og kjassa hvort annað svo að aílif sjá, sagði hún lágt. — Það mundi jafnvel honum Emilio aldrei detta í hug. • Hún hafði rétt fyrir sér, fannst John. Hann hafði aldrei hugsað tam þetta frá hennar sjónarmiði fyrr. Hann náði í bifreið og er þau óku fram strætiö sagði hann lágt: — Þú skilur það, Colette. Þetta er stór borg. Og fólkið vinnur í verzlunum og skrifstofum allan daginn. Skemmtígarðarnir eru það eina, sem tengir það ,við náttúruna. — En það ætti þá að færa sig lengra frá götunni — garðurinn er nógu stór. Eða þá að biða þangað til dimmt er orðið. Eg læri sjálfsagt aldrei að skilja Englendingana, hélt hún áfram hugs- andi. Stundum efu þeir svo. ifálátir og þykkjufullir. Maður má til dæmis ekki tala um ástamál eða Guð við þá. En Guð og ástin er þó það mikilsverðasta í tilverunni. — Það er óhægt fyrir okkur að tala um það, sem mestu varðar í lífinu, sagði hann hægt. — Og þú mátt ekki gleyma því að þú ert ensk að hálfu leyti. í Lugano hafði hún sýnt á ýmsan hátt að hún var dóttir Evelyn. Hann vonaði að hún mundi ekki verða of „útlendings- leg“ þegar hún kæmi til Castleton. En hann var henni í raun- inni sammála um flest sem hún sagði. Hún sneri sér aö honum og sagði upp úr þurru: — Ailar þess- ar bifreiðar og fína gistihúsið, John — þú ferð á hausinn. Við hefðum getað fariö þetta gangandi. Hann brosti. Hann hafði aldrei vitað manneskju, sem var jafn fljót að hlaupa úr einu í annað. Hann vissi að það var skyssa að fara með hana á þetta dýra gistihús, og eina ráðið til að bæta fyrir það var að fara með hana á stað, sem hún mundi kunna vel við sig á. Honum hafði dottið í hug ítalska matsölu- húsið Giovanni í Soho, alþjóðahverfinu í London. Þar hafði hann etið marga ódýra máltíð á stúdentsárunum, og hann von- aði að staðurinn væri til ennþá. En mörg af þessum matsölu- húsum höfðu horfið eftir stríðið. —- Eg hélt að þá værir þreytt, sagði hann. — Eg er ekki vitund þreytt. Hún var reyndar alls ekki þessleg að hún hefði verið á ferðalagi í heilan sólarhring. Svarti kjóll- inn, sem hún var í, hafði verið sá eini boðlegi sem hún átti áður en þau keyptu fötin í Lugano. Það var samkvæmiskjóllinn hennar, en hún hafði ekki sagt John að hann hefði verið saum- aður á hana undir jarðarför móður hennar. Síðar hafði hún gert hann flegnari og skreytt hann með hvítum kraga, sem hún festi saman að framan með nælu, sem móðir hennar hafði átt. Þetta fór henni vel og John — sem hafði séð hana í kjólnum á hverjum sunnudegi þegar hún fór í kirkju, hafði beðið hana um að vera í honum í kvöld. Lucia hafði gefið henni hvítt blúndu- sjal að skilnaði, og það hafði hún lagt á herðarnar á sér. Colette hafði aldrei lesið neitt um tízku,- en ósjálfrátt hafði hún hitt á það, sem fór henni bezt. Matsala Giovannis var enn á sama stað, en Giovanni sjálfur var orðinn ellilegur, hvítur fyrir hærum og lotinn í heröum. Ennþá tók hann sjálfur á móti gestunum, en það leið heil mínúta þangað til hann þekkti John aftur, frá þeim tíma er hann var mjór og slánalegur læknastúdent meö mikla matarlyst en litla peninga. — Dio mio, doktor Grant! Nei, nú er orðið langt síðan eg sá yður hérna seinast. Giovanni hafði átt svo lengi heima í Eng- LÖGMANNAFÉLAG ÍSLANDS FUNDARBOÐ Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnarcafé uppi, föstudaginn þ. 20. des. n.k. kl. 5 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál sem fram kunna að verða borin. Borðhald eftir fund. Stjórnin. , Rafmagns- HÁRÞURRKA er írjög kærkomin og gagnley jtlagjöf fyrir kvenfólk á öllum aldrí. Ilöfuni 3 geiðir. Verð frá kr. 280,00. Véía- ag raftækjaverzluníii h. f. Bankastræli 10. Sími 12852. Tryggvagötu 23. Sími 18279. I Keflavík á Hafnargötu 28. | &œjafþéttir Jólablað Víkings: Jólablað Sjómannablaðsins Víkings er komið út. Efni: Hin ævintýralega sjóferð Páls postula frá Sýrlandi til Rómaborgar. Séra Óskar J. Þorláksson þýddi. Þegar þýzka skólaskipið Pamir sökk. Frásögn eins skipverj- ans. Á hi’aðri leið til sið- menningar. Grímur Þor- kelsson þýddi. Stutt land- helgissaga í myndum. Grein um skipaeftirlit eftir Ólaf Björnsson. Umsetin af sæ- slöngum. Þýtt. Viðburðarík sóferð. Frásögn eftir Sigurð Sumarliðason skipstjóra. Vélbáti bjargað úr strandi. Myndasaga. Laumufarþeg- inn. Þýdd frásögn. Norður- ferðin með björgunarskipinu Albert eftir Júlíus Havsteen sýslum. Harmsaga hugvits- manns og marglyttan, mein- vættur sjómanna, þýddar frásagnir. Stóriðja á íslandi. Athyglisverð grein eftir Ósk- ar Jónsson Vík í Mýrdal. Frjálsir íslenzkir þegnar voru fyrstu landnemar Græn lands, eftir dr. Jón Dúason. Ályktanir frál8. þingi F. F. S. I. Þátturinn: Ungir sjó- menn hafa orðið. Frívaktin og ýmsar fleiri greinar. Faxi: 9,-—10. tbl. er nýkomið út. Efni: Gjafir jólabarnsins, eftir séra Björn Jónsson, Bréf frá Ólafi Skúlasyni, Minningar frá Keflavík eftir Mörtu Valgerði Jónsdóttur, Það er erfitt, smásaga eftir Jón Dan, Skátafélagið Heiða búar 20 ára, eftjr Helga S. Jónsson o. m. fl. Útgefandi er Málfundafélagið Faxi í Keflavík. Leiðrétting: í yfirlýsingu frá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur sem birt var hér í blaðinu í gær átti að standa: „Að gefnu tilefni skal tekið fram, að vinnutími afgreiðslu- stúlkna í lyfjabúðum er háð- ur samningi milli vinnuveit- enda og Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur“ c. s. frv. Jólasöfnun Mæ'írastyrksnefndar: Rannsóknarst. Háskólans starfsf. kr. 430.00. Verzl. Brynja 780. Verzl. Fálkinn 200. Smjörlikisgerðin, starfsf. 260. Laugavegsapótek starfsf. 210, Björgvin & Óskar 200. Sig. Þ. Skjaldberg úttekt fyrir 300, N.N. 100, Edda og Ingi 100. Lýsi h.f. 470, Á. Einarsson & Funk 500, Garð- ar Gíslason h.f. 200. Trygg- ingarstofnun ríkisins starfsf. 1.710. Verksm. Vífilfell, starfsf. 300. Þ. Sveinsson & Co„ starfsf. 600. Áfengis- verzlun ríkisins 1000. Skelj- ungur olíufélag 500. Vél- smiðjan Hamar 500. Vél- smiðjan Hamar starfsf. 570. Sent til frú Aðalbjargar Sig- urfardóttir 200. Skjólfata og Belgjagerðin nýjan fatnað. S. J. 200. Frá sytskinum 50. Frá Hjördísi 50. Óskar Jó- hannesson 200. Verzl. Har- aldur Árnason, starfsf. 830. Sölufélag garðyrkjumanna 375. Bæjarskrifst. Aust. 10, starfsf. 150. Bæjarskrifst. Aust. 16 stárfsf. 810. N. N. 100. Garðar Gísla. 25. Mið- stöðin h.f. og starfsf. 490. H. Toft verzlun 300 og vörur. Sveinbjörn og Ásgeir 100. Vélsm. Kr. Gíslason 200. R. Þ. 100. Har. Árnason heild- verzl. vörur. Egill Vil- hjálmsson 500. --- (Frh.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.