Vísir - 23.12.1957, Síða 2

Vísir - 23.12.1957, Síða 2
2 VÍ SIR Mánudaginn 23. desember 1957 þessara jarða. Eigendur Harra- staða mótmæltu, Eiríkur Þor- bjarnarson, Hallbjörg Þor- bjarnardóttir, kona hans og Þórdís móðir Eiríks. Séra Þórð- ur reið til Harrastaða 21. febr. 1388 og hafði með sér prest og þrjá leikmenn að vottum og samdi þar um landamerkin, ^þrætuteig og ítök og kom þá fram bréf Benedikts Kolbeins- s'onar ríka á Auðkúlu, sem ein- hverntima mun hafa átt Harra- staði. Ekki sézt annað en samn- ingar hafi tekizt greiðlega og menn skilið sáttir. Lét hann nokkuð Breiðabólstaður í Vesturhópi. á móti? Á jólaföstu 6. des. 1389, ,er Þórður prestur kominn að Reynistað í Skagafirði, í n.unnu- klaustrið þar. Annar gestur er þar samtímis, Benedikt ríki Brynjólfsson, Bjarnarsonar og veit nú enginn hvort þeir hitt- ust þar af tilviljun eða mæltu sér mót. Hverra erinda sem þeir fóru, skildu þeir svo að Benedikt gaf séra Þórði tvær jarðir í votta viðurvist, Foss og Gauksstaði á Skaga „og skyldi séra Þórður ráða sjálfur hversu mikið fé hann leggði fyrir“. Þar gat presturinn hrós- að vildarkjörum en það veit enginn, hvort hann lét nokkuð koma fyrir eða ekki. Björn Brynjólfsson, bróðir Benedikts, var ekki eins örlátur «g auðteymdur í samningum við séra Þórð, er þeir settust.við borð á Hólum í Hjaltadal 6. marz 1390. Þar lét Þórður pi'est- ur af höndum jarðirnar Illuga- staði og Hrafnagil í Ytra-Lax- árdal og tók fyrir Sneis á „Efra“ (fremra) Laxárdal. Var það vart rneira en jafnaðarskipti og var þó Sneis lengi talin góð bú- jörð og eitthvað' hefur séra Þórður séð í henni, er hann lét tvær jarðir fyrir hana eina. Fjórir vottar voru viðstaddir þennan gerning og er einn þeirra Þorsteinn Bergsson, er löngum var í fylgd með séra Þórði. Til Bólstaðarhlíðar er séra Þórður kominn 22. marz 1392 og á þar erindi. Þangað eru einnig komin Þorkell Cunnarsson og Björg Sigmunds- dóttir kona hans, ókunn bæði. Þau selja presti jörðina Mjóa- <lal á Laxárdal með tilgreindum landamerkjum fyrir láusafé. Það voru þrettán ásauðarkú- gildi, tólf kýr, þrjú hundruð vöru, tvö hundruð vöruvirð, fimm hundruð í slátrum að tí- undarlagi og fimm í hafnarvoð- um. Þetta verður samtals f jöru- tíu hundruð, eða fjörutíu kýr- vrerð. Vel um hnútana Búið. Til skýringar má geta þess, að hafnarvoð var óvandað vað- mál ætlað til hverdagsfatnað- ar, en vara og vöruvirt fé var varningur, sem seldur var og virtur til verðs eftir gangverði «g venjulegu. verðlagi. Gæti manni komið til hugar að þarna væri smuga í samningnum fyrir séra Þórð að giaida í „skjald- skriflum og baugabrotum". Skilmálar voru að lúkast skyldu út á fyrsta ári, tíu ásauðarkú- i*ildi, 5 kýr, þrjú hundruð vöru og tvö hundruð í hafnarroðum, en á tveim árum það sstn. eítir stæði, svo mikið af hvoru, sem þeim semdi og standa hvert hundrað með tólf álna leigu (þ. e. tíu af hundraði) að frátekn- um slátrum, frítt af fríðu og ó- frítt með ófríðu. „Fríður“ gjald- miðill var lifandi peningur en „ófríður' venjulegur varningur. Vextir af kúgildum hafa því átt að greiðast í lifandi fé, en af varningi í dauðum munum eða vöru. Að bréfi þessu voru sex vott- ar, Marteinn Bergsson prestur í Bólstaðarhlíð, Einar Finnsson prestur, Þorsteinn Gunnarsson djákni, Björn Brynjólfsson ríki, Dálkur Einarsson bóndi í Ból- staðarhlíð og Þorgeir Böðvars- son, sem oft er vottur og kem- ur við. bréf.... á þessum árum. Hér var á aílan hátt löglega frá gengið og vel um hnúta búið eins og vænta átti af svo æfð- um samningamanni og séra Þórði. Hér hafa talin verið jarðakaup Þórðar prests. Hann heíur á átta árum keypt sex jarðir fyrir lausafé og fengið eina í jai'ðakaupm. Fyrir jarð- irnar hefur hann goldið sem svarar 150 kýrverðum að minnsta kosti. Þó ekki séu kunn fleiri jarða- kaupabréf séra Þórðar má þó víst telja, að miklu fleiri jarðir hafi hann keypt. Fjáraflamaður og oa fégœzlumaður. Undarlegt mætti kalla, ef hann hefði tekið slíkan sprett éingöngu þessi átta ár, en setið auðum höndum á þeim vett- vangi áður og síðar. Það er að vísu líklegt, að mest hafi kveðið að „kaupbraski“ hans þessi misserin því þá hafði hann að- stöðuna góða, vegna starfa í þágu Hólastóls, sem síðar verð- ur vikið að, og staðið mjög í ferðalögum þess vegna. Þá gat hann jafnframt notað tímann og tækifærin, eigin hag til fram- dráttar. Mörg af jarðakaupa- bréfum hans hafa efalaust glat- ast á umliðnum öldum, eins og svo margt annað, er betur væri að varðveizt hefði. Tvennt er það einkum, sem jarðakaup Þórðar prests sýna ljóslega. Annað, mikinn afla- hug og hyggindi við að koma ár sinni vel fyrir borð, hvar sem fangs var von. Hitt að mikil var lausafjáreign hans. Það er mjög líklegt að Þórður prestur hafi verið að auðugu foreldri kominn og stuðst við arfafé í upphafi gróðaferils síns. En auðsætt er, engu að síður, að hann hefur verið hinn mesti f járaflamaður og fégæzlumaður ;ua leiö eg því er ekki vmdar- legt, að hann varð með fésterk- ustu mönnum síns tíma og sinn- 1 ar aldar. Runnu og margar stcð- ir undir að svo mætti verða. Eignir og tekjur Kösk- uldsstað akirkju. Efalaust hefur séra Þórður haft stórt bú á Höskuldsstöðum og ekki ólíklegt að hann liafi átt bú víðar að hætti auð- manna þá. Mjög er trúlegt að hann hafi átt málnytupening, kýr og ær, á leigustöðum, sem altítt var langa lengi. Lögleiga var tíu af hundraði eins og fyrr segir, svo að á einu ári varð afraksturinn eitt kúgildi eftir hver tíu. Auk þess hefur prestm’inn haft álitlegar tekjur af préstakalli sínu. Höskuldsstaðakirkja átti þá eignir allmiklar og tekjustofna marga, sem prestur hiaut arð- inn af. Samkvæmt máldögum, sem gerðir voru 1394 og 1395 átti hún heimaland alit á Hösk- uldsstöðum, Ytra-Hól, Þverá í Norðurárdal, Svangrund og hálfan Sölvabakka og Efri- Mýrar eignaðist hún um þetta leyti. Jörðum þessum fylgdu kúgildi, svo sem venja var um flestar leigujarðir. Greina mál- dagarnir svo frá, að kirkjan ætti tuttugu og þrjár kýr, fjöru- tíu og sex ær, 5 sauði vetur- gamla og fjögur hross. Lands- skuld og leigur tók prestur, ennfremur lýsistoll og heytoll af 26 bæjum sóknarinnar, sem ekki er svo auðvelt að meta til fjár á nútíðarvísu. Kirkjutíund hefur verið mismunandi eftir I árferði og fleiri ástæðum, en , 1394 er hún talin hálft fjórða hundrað (þ. e. hálft fjórða .hundrað vaðmála eða 420 áln- ir). Rekafjörur og rekaítök átti kirkjan víða um Skagaströnd og Skaga. Var það hluti af svo nefndum Spákonuarfi og voru skiptin á rekunum allflókin og margbrotin, eftir því, sem sjá má á reglum um hann, sem geymst hafa og prentaðar eru í fornbréfasafni. Timbur af rek- um kirkjunnar hefur verið mik- ils virði og vildi svo til, að hval- ur kæmi á f jörur hennar taldist það með stórhöppum, Drjúgar heimatekj- ur klerks. Höskuldsstaðasókn er ekki víðlend né býlamörg. Máldag- inn 1394 telur byggðar jarðir í sókninni tuttugu og sex. Samt sem áður eru sjö bæohús þar , auka heimakirkjunnar, svo tveir prestar þurftu að vec* * Höktk- gt&L, jót! (jtJihg jót! %> Olíuverzlun Islands h.f. CttJiLj jót! Hótel Borg. jól! Lúllabúð. (jhklf jót! Farsœlt nýúr! Þökkum viðskiptin. % Ólafur Þorsteinsson h,f. Borgartúni 7. ghk&tjót! m . Yerzlunin Baldursgötu 11. .. Qle&iteq jól! t Kjöt & Fiskur. ■ ghkhf jót! Verzlunin Bi-ekka. ghkihq jót! Farscelt nýtt ár! Yerzlun Vík. ghkht, jót! J J J rr’ JJ • Kjötbúðin Borg. ghkLj jót! 4 Veitingastofan Vega, GiMaskálinn. BreiBfórðingabúð.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.