Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 7
Mánudaginn 23. desember 1957 VÍSIR 7 Messur um jólin Dómkirkjan: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6 e. h. Séra Jón Auðuns. Jóladagur: Messað Id. 11 f. h. Séra Óskar J. Þorláksson. — Dönsk messa kl. 2 e. h. Séra Bjarni Jónsson. — Messa kl. 5 e. h. Séra Jón Auðuns. Annan jóladag: Messa kl. 11 f. h. Séra Jón Auðuns. Messa kl. 5 e. h. Séra Óskar J. Þor- láksson. . Bústaðapréstakall: Aðfangadag: Aftansöngur í Kópavogsskólavkl. 6 e. h. Jóladagur: Messað í Háa- gerðisskóla kl. 5 e. h. Annan jóladag: Messað í Kópavogsskóla kl'. 2 e. h. cg nýja Kópavogshæli kl. 3.20 e. li. Laugarneskirk j a: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6 e. h. Séra Garðar Svavars- son. Jóladagur; Messa kl. 2.30 e. h. Séra Garðar Svavarsson. Annan jóladag: Messa kl. 2 e. h. Barnaguðþjónusta kl. 10.15 f. h. Séra Garðar Svavars- son. Hafnarfjarðarkirkja: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6 e. h. Jóladagur: Messa kl. 2 e. h. Bessastaðir: Jóladagur: Messa kl. 11 f. h. Kálfatjörn: Jóladagur: Messa kl. 4 e. h. Sólvangur: Annan jóladag: Messa kl. 1 e. h. Séra Garðar Þorsteinsson. « Kaþólska kirkjan: Aðfangadag: Miðnættismessa M. 12 á miðnætti. Jóladagur: Messur kl. 8.30 og 10 f. h. Bænahald kl. 16.30 •e. h. Annan jóladag: Messur kl. ■8.30 og 10 f. h. Háteigsprestakall: Jólamessur í hátíðasal Sjó- mannaskólans: Aðfangadagur: Aftansöngur M. 6 e. h. Jóladagur: Hátíðamessa kl. 11 f. h. Annar jóladagur: Barnaguðs- '■þjónusta kl. 1.30 e. h. Síra Jón IÞorvarðsson. Elliheimilið: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 7 e. h. Síra Sigurbjörn Á. Gíslason. Jóladagur: Messa kl. 2 e. h. Síra Sigurbjörn Á. Gíslason. Annar jóladagur: Messa kl. 2 e. h. Sirá Bragi Friðriksson. Neskirkja: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6 e. h. Jóladagur: Messa kl. 2 e. h. Annar jóladagur: Messa kl. 11 f. h. (breyttur messutími vegna útvarps). Síra Jón Thor- arensen. Óháði söfnuðurinn: Jóladagur: Hátíðamessa í Kirkjubæ kl. 4 e. h. Síra Emil Björnsson. Langholtsprestakall: Jóladagur: Messa kl. 5 e. h. í Laugarneskirkj u. Annar jóladagur: Messa kl. 5 e. h. í Laugarneskirkju. Síra Árelíus Níelsson. Halígrímskirkja: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6 e. h. Síra Sigurjón Árna- son. Jóladagur: Messa kl. 11 f. h. Síra Jakob Jónsson. — Messa kl. 5, e. h. Síra Sigurjón Árna- son. Annar jóladagur: Messa kl. 11 f. h. Síra Sigurjón Árnason. — Messa kl. 5 e. h. Síra Jakob Jónsson. Fríkirkjan: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6. Jóladagur kl. 2 e. h. Annar jóladagur: Barna- guðsþjónusta kl. 2 e. h. Lúðrasveit arengja leikur. Þýzk messa verður í Dómikrkjunni þann 29. des. kl. 2 e. h. Síra Jón Auðuns dómprófastur prédikar. Organ- leikari: Dr. Páll ísólfsson. Jóla-hefnd Cflir 2)ainon Einu sinni ennþá eru jólin að nálgast, og það minnir mig allt- af á, hve gott við áttum áður fyrr um jólaleytið vestur í gömlu borginni okkar, þar sem eg átti heima. Það minnir mig einnig á jólin þegar Sænski Sam Suden- berg hélt jólaboðið mikla í Union-skemmtigarðinum og gaf öllum litlum drengjum og telp- um — sem voru ótalmörg — jólagjafir. í sannleika sagt sýndu opinberar manntals- skýrslur, að það voru fleiri litlir drengir og litlar telpur í borginni okkar á þeim dögum en í nokkurri annarri borg vestan við Mississippi. Þetta var staðreynd, sem allir íbú- arnir voru mjög' stoltir af og skýrðu öllum frá, sem komu ti) borgarinnar. Þessi Sænski Sam Suden- berg, sem gaf öllum litlu drengjunum og telpunum stóra jólatréð og hélt þeim jólaboðið, var stór þverhaus, er stökkt hafði verið úr borginni af Dill- on lögreglustjóra árið áður, af því að hann vann aldrei ærlegt handtak, heldur hékk sífellt á knæpunum, þambaði bjór og whisky og var alltaf blindfull- ur. Úr jólamyndinni í Austurbæjarbíó. imijon. Auðvitað vildi enginn hafa slíkan óþokkagemsa í borginni, og Dillon lögreglustjóri lét ekki aðeins nsegja að stökkva Sam á brott, heldur gaf honum líka duglegt spak í sitjandann, til að flýta burtför hans og koma honum örugglega í skilning um, að enginn óskaði afturkomu hans. Jæja, Sænski Sam flæktist upp í Kripplingsgilshérað, og þegar næst fréttist af honum, var hann orðinn auðugur. Hann hafði verið á gangi innan un hólana þar dag einn, fullur að vanda, og dottið ofan í gamla gulleitarmannsgryfju, og hvað haldið þið að hann hafi fundið þarna nema gullæð, sem gull- leitarmanninum, er gróf hol- una, hafði sézt yfir? Sænski Sam kom nú aflur til gömlu borgarinnar rninnar með fulla vasa af peningum, og auð- vitað voru alíir búnir að geyma, hvílíkur vandræða- garmur hann hafði áður verið. Peningalaus ónytjungur og vellríkur ónytjungur vóru tvennt ólíkt í gömlu borginni minni, eins og annarsstaðar. Jæja, það var um jólaleytið, sem Sænski Sam kom aftur, og hann sagðist vilja hafa stórt jólatré og mikið um dýrðir, því að sér hefði alltaf þótt svo vænt um litlu drengina og litlu telp- urnar í gömlu borginni minni, og einnig af því að hann sé stoltur af, hve mikið sé af iitl- um drengjum og litlum telpum í gömlu borginni minni. Margt fólk, sem þekkti Sænska Sam og vissi, hvernig hann var innrættur, átti bágt með að trúa þessu; það var svo ólíkt honum að þykja vænt um nokkurn eða nokkuð eða vera stoltur af einhverju. En á með- an hann hafði peninga til að borga brúsann, var ekki ástæða til að leggjast gegn þessu. í rauninni voru margir fegnir þessu; gerðu ráð fyrir, að það gæti sparað þeim sjálfum aura fyrir jólagjöfum. Sænski Sam sendi því út í skóginn eftir stærsta grenitrénu í öllu landinu og lét setja það upp í Union-skemmtigarðinum. Síðan fór hann til Denver til að kaupa jólagjafir handa öllum litlu drengjunum og telpunum. Enginn fékk þó að vita, hvers- konar gjafir þetta voru; það beið hlnnar miklu stundar. Jólatréð var vissulega fögur sjón, þar sem það stóð þarna í skemmtigarðinum, upplýst af ótal rafmagnsljósum og skreytt litfögrum glerkúlum og ýmsu öðru skrauti. En undir trénu var stór hlaði af aflöngum pinklum og heill haugur af reiðhjólum. Þarna voru nokk- ur hundruð pinklar með þessu skrítna lagi og nokkur hundruð reiðhjól, sem allir gátu séð að voru telpnareiðhjól. Skemmtigarðurinn fylltist af litlum drengjum og telpum, sem tróðust og toguðu í mömm- ur sínar, því þau hlökkuðu svo mikið til að fá gjafir frá jóla- sveininum, honum Sánkti Kláusi. Svo voru líka allir for- eldrar mættir þarna; og vonuð- ust hálfvegis eftir að jóla- sveinninn ætti ef til vill eitt- hvað handa þeim líka. Sænski Sam gamli gerði þetta vissulega myndarlega. Hann hafði fengið silfurlúðra- sveit McClellands og einnig söngflokk Meþódistakirkjunn- ar, svo að ekki skorti fagra hljómlist. Einnig síra Hatha- way til að halda guðsþjónustu og dr. T. Hannibal Wilcox til að halda ræðu, — en dr. T. Hanni- bal Wilcox var auðvitað enginn annar en Wilcox gamli læknir. Jæja, ýmislegt fallegt var sagt þarna um Sam gamla, og hve mikill sómi hann væri borginni og öllum borgarbúum, sem auðvitað fór nú ekki mik- ið fyrir. Síðan kom Villi gamli Hemming í gerfi Sánkti Kláus- ar — með skegg og hvaðeina — og fór að útbýta jólagjöfun- um. Villi gamli var einn af gömlu félögunum hans Sænska Sams frá gömlu dögunum, þeg- ar Sam gerði ekkert annað en drattast milli knæpanna, en hann var fyrirtaks jólasveinn. Það fór svo, að öll reiðhjólin fóru til telpnanna, svo að allar telpur í borginni fengu sitt hjól, en drengirnir fengu aflöngu pinklana. Þá kom í ljós, að þetta voru rifflar, og fylgdu noku ar dósir af skothylkjum með hverj um riffli. Á eftir fylgdi sælgaíti handa öllum, einnig foreldrun- um. Að síðustu endaði þessi einstæða jólaskemmtun með því að allir hrópuðu ferfalt „húrra“ fyrir Sænska Sam. Jæja, auðvitað var alimikið talað um hið einkennilega val Sænska Sams á jólagjöfunum, því að sumir drengirnir, sem fengu rifflana, voru ekki nema tveggja til þriggja ára og litlu stúlkurnar, sem fengu reiðhjól- in, voru ekki miklu eldri. En öllum . fundust þessar gjafir sönnun þess, að Sænski Sam hefði að minnsta kosti hjartað á réttum stað. En um hádegisleytið daginn eftir var öllum orðið Ijóst, að Sænski Sam hafði valið þessar gjafir í ákveðnu augnamiði og að hann væri vondur maður. En menn voru líka leiðir, því að Dillon lögreglustjóri hafði rekið Sænska Sam burt úr borginni og gert hann svo reið- an í okkar garð. Um þetta leyti dagsins var engin lifandi dúfa eftir í borginni og mjög fáir kanarífuglar, en haltir og lemstraðir hundar og kettir hlupu emjandi og ýflrandi um allt af sársauka undan skotum úr rifflum drengjanna, svo að átakanlegt var að heyra. Öll götuljós í borginni voru skotin í mjöl, og enginn var ör- uggur á götunum, því ef þeir urðu ekki fyrir hendingarskoti, var nærri víst, að þeir yrðu felldir um koll af litlum telp- um, sem voru að læra að fara á hjóli. Þetta var versta á- standið, sem nokkurn tíma kom fyrir í gömlu borginni minni í vestrinu. Úti á götun- um var alveg eins og kominn væri 4. júlí (Þjóðhátiðardagur Bandaríkjamanna). Sumir litlu drengirnir voru í Indíána- leik með byssurnar sínar og hleyptu af skoti við og við, til að gera leikinn skemmtilegri, og aðrir léku kúasmala með engu síðri árangri. En hér og þar heyrðist grátur lítilla telpna, sem höfðu dottið af reiðhjólunum sínum og meiðzt. Þetta var nú ljóta ástandið. Jæja, meðlimir bæjarráðsins komu saman eins fljótt og unnt var, og samþykktu tilskip- un, er bannaði notkun vissrar stærðar riffla og reiðhjóla inn- an borgarinnar. En af því að tjónið var orðið svona miltið, bættu þeir enn einni tilskipun við og bönnuðu opinber jólatré í 10 ár, og Sænski Sam Suden- berg skyldi vera útlægur ger af landi borgarinnar í jafnlangan tíma. En að líkindum stendur Sænska Sam alveg á sama um þetta, því enginn hefur nokkru sinni séð hann í nálægð gömlu borgarinnar minnar síðan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.