Vísir - 15.01.1958, Blaðsíða 3

Vísir - 15.01.1958, Blaðsíða 3
9561 ■remret *c| uuiSepmiTAgiyi VÍSIB Vinsælustu kvikmyndlmar. Athug'anir hafa verið gerðar á því, hvaða kvikmyndir hafa notið niestra vinsælda í Banda- likjuniun og Kanada, frá því er fyi-st var hafin kvikmyndafram- leiðsla í Holljivood. Er fyrst og fremst stuðst við það, hve mikið myndirnar gáfu af sér og fer það hér á eftir (í milljónum dollara): 1) Gone With the Wind (1939) 33.5 2) The Robe (1953) 17.5 3) The Greatest Show on Earth (1952) 12.8 4) From Here to Eternity (1953) 12.5 5) This is Cinerama (1952) 12.5 6) White Christmas (1954) 12.0 7) Duel in the Sun (1947) 11.3 8) The Best Years of our Lives (1946) 11.3 9) Quo Vadis (1951) 10.5 10) Cinerama Holiday (1955) 10.0 Fróðlegt er að veita því at- liygli, hvaða myndir, af þeim sem að ofan eru taldar, hafa ver- ið sýndar hérlendis og hverjar ekki. Endurtekning á „svefnskálanum“. 20tli Century Foxfélagið ráð- gerir að taka á ný myndina „Svefnskálinn", fyrstu kvikmynd ina, sem Shnone Simon lék í i Hollywood árið 1936. Myndin fjallar um ástarævin- týri, þar sem ung stúlka verður ástfangin af skólastjóra einka- skóla eins í Sviþjóð. Leonard Gershe hefur skrifað handrit nýju kvikmyndarinnar. Hert er enn á sultarólinni i Hdlywoed. i®ó vlija eiisnrs ekki ðáta á því bera. Þeir verða sífellt að herða meira á sultarólinni, kvik- J myndaframleiðendurnir í Hollywood. Að vísu láta þeir sem minnst á jþví bera, en þeir geta ekki dulið þetta lengur. Þó að Twentieth Century- Fox segist ætla að verja 65 Framkvæmdastjórarnir segja milljónum dollara í kvik- myndatökur á þessu ári og' framleiða 65 nayndir, og láti í það skína, að bjart sé fram- undan, er það vitað, að mikill niðurskurður er ákveðinn og verður allsstaðar, í öllum deild- um, fækkað fólki eða laun að vísu, að þessi niðurskurður sé aðeins til þess að losna við óþarfan kostnað —• einskonar fegurðarmegrun. 'Það er þó farið að gera vart við sig í Hollywood, að kreppa er fram- undan og hefur borið á at- vinnuleysi meðal starfsmanna í kvikmyndaiðnaðinum. Uni- versal Internaional kvik- myndaverið efur dregið mest saman seglin, en það er engin undantekning — þau hafa öil hert sutlarólina. Þótt sum kvikmyndaverin hafi ætlað að hafa margt á prjónunum, er þegar afráðið að hætta við ýmsar mynda- tökur og Ijúka því, sem byrj- að var á, en draga svo saman seglin og segja iípp fólki í stórum stíl. Það má því segja, að mikil óvissa sé ríkjandi í þessari at- vinnugrein. Hættulegt ,,skot‘' skilnaður. Bóndínn skrelð inn um svefnherbergisgluggann. og Jayne Mansfield nefnist stúlkutetur, sem leikið hefur talsvert í Hollywooíl undanfar- ið, þótt ekki þyki fara mikið fyrir listræniun hæfileikum hennar. Þess í stað fer mikið fyrir farmi hennar, og þykir þaí< sýnu betra — enda sýni- legra. Hér sést stúlkan, er var nýlega í Lundúnum, þegar frumsýnd var inynd hennar „Oli, wliat a man!“, og kom hún til sýningarinnar í kjól úr hlébarðaskinni og með drag- síða mink-„stólu“ um axlirn- ar. Og það leynir sér ekki, að barmurinn er allslór. Frú Tita Purdom, hin 29 áraj gamla eiginkona brezka kvik- myndaleikarans Edmunds Purdoms, bar þao fyrir rétti í Santa Monica um daginn, að maðurinn sinn hafði komið lieim klukkan 7 að morgni, dag inn sem liann hitti Lindu Christian, fyrrverandi konu Tyrone Power í fyrsta sinn. Og það sem meira var — hinn ástsjúki eiglnmaður klifr- aði inn um gluggann á svefn- herberginu þeirra, þegar hann loksins kom heim um morgun- inn, eftir að hann varð fyrir ,skotinu‘. Það skipti epgum togum, að dómarinn kvað upp þann úr- skurð, að Tita ætti fullan rétt á að fá skilnað frá manni, sem skriði inn til hennar á þessum tíma sólarhringsins, eftir slíka útivist. Hinn ótryggi eiginmaður á að greiða Titu 750 dollara á| ^mánuði og 300 dollara skal hann auk þess greiða með ' börnum þeirra hjóna, en það eru tvær dætur. I Tita bætti því við. þegar hún bar fram kvartanir sínar við dómarana, að Purdom hefði sagt henni að fara beina leið upp að hátta, kvöldið sem þau komu úr veizlunni, þar sem hann hafði hitt Lindu, en sjálf- ur sagðist hann bara ætla að láta inn bílinn. „Eg sá hann ekki aftur fyrr en hann skreið inn um gluggann um morgun- inn,“ sagði vesalings konan. Stórt skáldverk kvikmyndað. M-G-M hefur valið svissnesk- þýzku leikkonuna Mariu Schell til að leika Grushenku i mynd- inni „Karamazovbræðurnir“, sem hyg'gð er á saninefndri skáldsögu eftir Dostðévski. Þetta hlutverk var upphaflega ætlað Caroll Baker, en hún var samningsbundin við Warner Brothers og gat þvi ekki tekizt það á hendur. Yul Brynner leikur eitt af aðallilutverkunum í þess- ari mynd. Þolir ekki and- lit sitt. Franski kvikmyndaleikarinn Louis Pourdan lieimsótti Lon- don í fyrra. Það er í sjálfu sér ekki merkileg frétt. En það, sem merkilegast er við manninn, er það, að hann þolir ekki að líta í spegil og sjá sitt eigið andlit. Hann hatar það — segir hann. Þannig er nefnilega mál með vexti, að hann er talinn svo laglegur í andliti, að annað eins hafi ekki sézt. Kvenfólkið er snarvitlaust í aumingja mann- inum og -honum þykir alveg nóg um — segir hann. Holly- wood vill borga honum offjár, ef hann vildi láta svo lítið að lofa fólkinu þar að sjá hann. Það dáðst yfirleitt allir að manniríum, nema hann sjálf- ur. „Fallegasti maðurinn í Frakklandi“, er hann kallaður. „Eg er orðinn dauðþreyttur á því að ganga um með þet.ta fés,“ segir vesalings Louis Jourdan. Þuiigjr dómar fyrlr ^vagg og velfu/7 Á fimmtudag voru fimni tékk neskir unglingar dænidir fyrir að dansa „rock'n roIl“ á opin- berum veitingastað. Átti þetta sér stað í veitinga- húsi í Prag, og voru ungling- arnir kærðir fyrir hneykslan- legt framferði. Þeir voru dæmdír i 10—20 mánaða fang- elsi, en undirleikarinn var sviptur leyfi til að leika fyrir áheyrendur í fimm ár. Frægir verjeiitlnr I. Fernand Labori og Dreyfusmálii Klukkan rúmlega sex morgun inn 14. ágúst 1899 komu maður og kona gangandi rösklega að skólanum i Rennes í Bretagne. Þar hafði siðastliðna viku á hverjum morgni setið herréttur, sem fjallaði um aðra rannsókn í máii Aiíred Dreyfus. Hann hafði árið 1394 verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í refsivist á Djöflaeynni. Eftir blaðaskrif, sem gagntóku Frakkland, höfðu þeir sem álitu harín saklausan af því ódæði sem hann var sakað- ur um, — en það voru njósnir fyrir framandi ríki og drottins- svik, — getað komið því til leið- ar, að hann var kallaður fyrir herrétt af nýju. Rennes var borg sveitaaðals- ins i Bretagne. Þar var biskups- setur og þar var herdeild. Það var borg sem var greinilega and- vig Dreyfus höfuðsmanni og þeim, sem álitu hann saklausan. Maðurinn sem var ásamt konu | sinni á leið í réttarsalinn, var einn af lögfræðingum Drgyfus, | Fernand Labori. Þegar hann kom til Renr.es, til þess að að- stoða skjólstæðing sinn gekk hon ( um mjög illa að fá leigt. Þessa ^ viku, meðan réttarhöldin voru, hafði honum margsinnis verið sagt á djöfullegan hátt að hann | væri ekki vel kominn þarna, og að borg Rénnes áliti Dreyfus sekan eins og allur þorri manna í Frakklandi og lögfræðingur | sem tæki að sér að verja hann, væri bófi. Á leiðinni i réttinn þennan morgun, var Labori skotinn í bakið af manni, sem hvarf í snatri. Labori féll í rennusteininn með höfuðið á stéttina og allir horfðu á hann:Enginn rétti honum hjálp arhönd. Vagn ók þar hjá og kona Laboris bað ökumanninn tim að í aka manni sínum í sjúkrahús. | En þegar því var hvíslað áð öku j manninum að þetta væri verj-i andi Dreyfus,' þá neitaði hann. í Labori gat ekki hreyft fæturna ; og það blæddi úr sári í bak- j inu á honum. Loks varð kona hans að yfirgefa hann, i augsýn hinna forvitnu og fjandsamlegu áhorfenda og sækja lækni. Ötti læknanna við að hryggurinn hefði skaddast, hafði ekki við neitt að styðjast. Eftir tíu daga var hann aftur kominn á fætur og gat farið í réttinn. Maurice Barrés, rithöfundur, trúði þvi að franski herinn væri verndari föðurlandsins og áleit hverja gagnrýni á hernum vera helgispjöll. Hann skrifaði svo- hljóðandi í Journai, blaðið, sem j hann hafði í mörg ár fyllt með svæsnum dómum yfir Dreyfus og fylgismönnum hans: ,,Eftir þessa árás hefir engin kúla fundist, engirín morðingi heldtir og fórnarlambinu líður ágætlega!" í augiim óvina Dreyfus var þetta Ijóst: Árásin var bara lodd- araskapur. Menn, sem voru hug- vitssamari en Barré fullyrtu að leigður maður hefði skotið La- bori með gúmkúlu. Allir héldu því fram, að þetta væri bara bragð, lubbaleg tilraun til að gera málfræðslumann Dreyfusar Launagreiðslurnar í Las Veg- as — skilnaðarbænum og spila vítinu fræga — eru ekkert lít— ilræði. Vikulaun aðalstjarnanna, sem skemmta þar, nema sam- tals 140 þúsund dölum, að vísu eru þar með talin laun hljómsveitarmannanna og að- stoðarmanna. Aðalskemmti- kraftarnir eru þessir: Marlene Dietrich, Victor Borge, Milton Berle, Harry Bellafonte, Dinah Shore, Patty Paige og Ames Brothers. að píslarvotti. Hið langdregna mál —• frá des- ember 1894 til júlí 1906 — ber því nægilega vitni hversu mikið hatur ríkti á báðar hliðar í máli því, sem fjallaði um sekt Alfred Dreyfus. Atvikið. þar sem Labori liggur i blóði sínu á götunni, en enginn þorir að rétta honum hjálparhönd, er eitt af mörgum. Hið glóandi hatur yfir hinum rangaláta dómi og móti tilraun- unum til að hrinda honum, sem Labori tók þátt í, hefir loðað við Dreyfusmálið í flestúm lýsing- um. Þeim liermönnum sem stóðu bak við tvo dóma yfir Dreyfus — fyrsta dómnum, sem dæmdur var af herréttinum í Parísar- borg og hinum síðari, sem dæmd ur var í Rennes haustið 1899 — hefir verið lýst sem flokki sam- særismanna sem væri samvaldir Gyðingahatarar og studdir af jesúitum. Rólegri lýsingar síðari ára hafa sýnt, að það var ekki mannvonska eða samsæri sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.