Vísir - 15.01.1958, Blaðsíða 7

Vísir - 15.01.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 15. janúar 1958 VÍSIK Þannig er andstaðan! Hún gagnrýnir það, sem iátið var afskifta- laust, er ákvarðanir voru teknar. iVfoldviðri þeirra um flóða- úthlutun og útboð. BlöS minmhlutaflokkanna í Reykjavík hafa löng- um þann sið, þegar líður að bæjarstjórnarkosnmgum, að fara þá að tína fram sem árásarefm á Sjálfstæðis- flokkinn ýmis verk bæjarstjórnarinnar á kjörtímabil- inu, sem engum fulltrúa minmhlutans datt í hug að gagnrýna eða greiða atkvæði gegn, þegar ákvarðan- irnar voru teknar. Skýrir þetta betur en flest annað, hve málefnafátæktin er mikil, og mega Sjálfstæðismenn vel una slíkri andstöðu. Skúlatún 2. Eitt dæmið um þetta eru skrifin um Skúlatún 2, sem er eign Hitaveitunnar og hún hefir leigutekjur af, sem nema uim % milljón króna á ári. Fjárframlög vegna húseignar- innar hafa verið innt af hendi smám saman á kjörtímabilinu með vitund og samþykki allra flokka í bæjarstjórninni. Hefðu fulltrúar minnihlutans talið þessar ráðstafanir hæpn- ar eða rangar, hafa þeir haft ótal tækifæri til þess að gera sínar athugasemdir, en þeim hefir aldrei dottið það í hug fyrr en nú, þegar þeir fóru að leita að einhverjum árásarefn- nm á Sjálfstæðisflokkinn fyrir hosningarnar. Og það er segin saga, þegar eitthvert andstöðublaðið liefir fundið púður af þessu tagi, þá tyggja hin upp eftir því góðgætið, himinlifandi yfir því að hafa nú fengið eitthvert árásarefni, hversu fráleitt sem það kann að vera í augum þeirra, sem þekkja alla málavexti. Ætl- unin er líka að reyna að blekkja hina. líthlutun lóða. Allir kannast við sönginn um lóðaúthlutunina og það ranglæti, sem glundroðablöðin halda fram, að ríki á því sviði. Hið sanna er þó, að það mun mega teljast alger undantekn- ing, ef ágreiningur hefir orðið um úthlutun lóðar. Tíminn hélt því fram hér á dögunum, að hægt væri að nefna „tugi dæma, hvernig hlynnt hefir verið að útvöldum einstak- lingum og þeim þannig sköpuð mikil gróðalind“. Þessir „útvöldu einstak- lingar“, sem Tímimi talar um, eru þá úr öllum stjórn- málaflokkum, því pólitísk sjónarmið liafa aldrei verið látin ráða úthlutuninni. Gætu þeir, sem áhuga hefðu fyrir að kynna sér þessi mál t. d. athugað hverfin, sem byggð hafa verið síðustu árin og séð, hvort andstæðingar bæjarstjórn armeirihlutans hafa orðið þar útundan. Einu dæmin, sem Tíminn nefnir máli sínu til sönnunar, er Vesturver og svo það, að Vallarstræti var lokað á sínum tíma! Það er máske mannlegt og afsakanlegt a? þeim, sem skrifaði þessar hug- ’leiðipgar í Tímann hefði verið kærara að sjá stórhýsi S.Í.S. rísa af grunni þar sem Vestur- ver stendur, en það hefir verið og ef nú enn svo, að Framsókn- armenn ráða litlu í Reykjavík og þess vegna gín ekki Sam- bandið yfir öllu hér eins og það gerir sumstaðar annar- staðar. Útboðin. Það má heita nær undan- tekningarlaus regla, að Reykja- víkurbær bjóði út framkvæmd ir. Verður því að telja það makajausa ósvífni, að blöð andstæðinganna skuli stund- um stagast á því dag eftir dag, að bæjarstjórnarmeirihlutinn vilji ekki bjóða út fram- kvæmdir. Af framkvæmdum síðari ára nægir að nefna þessar, sem allar voru boðnar út: Hringbrautarhúsin, Löngu hlíðarhúsin, Skúlagötuhúsin, raðhúsin við Réttarholtsveg, Bæjarspítalann, Bústaðavegs Jiúsin, fjölbýlishúsin við Gnoðarvog, Heilsuverndar- stöíána og alla skólana. — Samtals eru þetta fram- kvæmdir, sem liafa kostað milljónatugi, og þarf því meira en litla óskammfeilni og virðingarleysi fyrir sann- leikanum til þess að halda því fram, að Reykjavíkur- bær bjóði ekki út fram- kvæmdir. En hvernig er þetta hjá rík- issjóði þar sem Framsóknar- flokkurinn getur látið málin til sín taka? Þar er reglan yfir- leitt sú, að bjóða ekki út, en komi það fyrir er engan veginn víst, að tekið sé lægsta tilboð’- inu, ef það er ekki frá Fram- sóknarmanni. Nægir að minna á Grímssárvirkjunina fyrir austan, sem frá upphafi var ákveðið að láta einn af gæð- ingum Framsóknar fá, hvað sem tilboðunum liði. Hann fékk líka verkið, þótt tilboð hans væri ekki lægst. Þetta er Fram sóknar-réttlæti! Það er ekki að furða þó Tíminn tali um að „hlynnt sé að vissum verzlun- um og einstaklingum"! Sú spilling, Sem á þessu sviði hefir bróast innan Framsókn- arflokksins frá upphafi, eða frá því að hann fór að verða nokkurs megnugur, hefir alið af sér margt af því versta, sem nú einkennir íslenzka stjórn- málabaráttu. Enginn valdamaður á Is- landi setur flokkssjónarmið- in jafn oft ofar drengskap og réttlæti og Eysteinn Jóns- son, og fyrst Tíminn hefir þá trú, að spilling þróist í skjóli langrar valdasetu, ættu Framsóknarmenn að fara að hvíla Eystein frá ráðherrastörfunum og lielzt Hermann líka. Og auðvitað væri löng hvíld Framsókn- arflokksins frá stjórnmál- um mjög æskileg og þjóðinni tií stórrar gæfu. Brunatryggingar. Svo sem kunnugt er hefir Reykj avíkurbær sjálfur hafl brunatryggingarnar á húsum í bænum síðan 1954. Hefir þette tímabil verið tryggingarsjóðn- um mjög hagstætt. Stórtjón urðu engin fyrr en nú á sl. ári þegar Trésmiðjan Víðir brann og svo Þingholtsstræti 28 í árslokin. Tryggingasjóðurinn, sem er orðinn 8.6 milljónir, er ávaxtaður í bæjarsjóði, eins og nokkrir aðrir sjóðir bæjar- stofnana. Ekki hefir minnihlut- inn í bæjarstjórn haft neitt við þetta að athuga fyrr en nú undir bæjarstjórnarkosning- arnar, þá er þetta fyrirkomulag allt í einu orðið ótækt að dómi Tímans, og helgar hann því sérstakan leiðara, að mestu leyti. ‘ Ástæðurnar fyrir þessu nöldri- Tímans eru tvær. Sú fyrri, að eithvað verður að finna til þess að skamma Sjálf- stæðismenn fyrir, og svo hitt, að Framsóknarmenn eru allt- af óánægðir út af því, að bærinn skyldi sjálfur taka brunatryggingarnar. Frairi- sóknarfyrirtækið Samvinnn tryggingar vildi fá þær, og þegar hagsmunir Sambands- ins og Reykjavíkur rekast á þarf nú ekki að spyrj i uin afstöðu rétttrúaðra F"am- sóknarmanna, og skiptir þá ekki máli, þótt þeir séu bæjarfulltrúar fyrir Revl.ja vík. Það kemur því líklega þeim, sem til þekkja, nokkuð spánskt fyrir að sjá það í Tímanum, að fulltrúi Framsóknar í bæjar- stjórn hafi barizt fyrir því áv- um saman, að húsatryggingar bæjarins yrðu boðnar út, því það hafði jafnan verið gert a. m. k. síðan 1929. Það er aum andstaða, sem þannig lætur, enda trúa ekki sumir tryggustu fylgismenn Framsóknar einu orði af þvi, sem Tíminn segir um bæjar- málin. Frií Stgríður St. Helgadóttir hundrað ára í dag. Hundrað ára er í dag frú Sigríður Steinunn Helgadóttir, Barmahlíð 32 í Reykjavík. Hún var fædd lS.janúar 1858 í Vogi í Hraunahreppi í Mýra- sýslu. Faðir hennar var Helgi Helgason alþingismanns Iielga sonar og höfðu þeir allir búið í Vogi, hver fram af öðrum. Móðir hennar var Soffía Vern- harðsdóttir prests Þorkelsson- ar, er síðast þiónaði Reykholts- prestakalli í Borgarfirði. Árið 1886 giftist Sigríður Hallgrími Níelssyni á Gríms- stöðum í Álftaneshreppi. Hófu þau búskap á Grimsstöðum sama árið. Meðal systkina Hall gríms var Haraldur Níelsson' guðfi'æðiprófessor. Hallgrímur á Grímsstöðum var í aldarþriðjung hreppstjóri í Álftaneshreppi. Hann andað-1 ist árið 1950. Frú Sigríður var húsfreyja á Grímsstöðum í. meira en hálfa öld, enda þótt hún um allmörg hin síðari ár hafi ekki háft með hinn dag- Jeaa búrekstur að sýsla. Þau Sigríður og Hallgrímurf áttu sjö börn og' ólu auk þess upp nokkur börn. Afkomendut! þeirra eru nú fimmtíu og þrír.. Sjö börn, tuttugu barnabörn og tuttugu og sex barnabarnabörn. Grímsstaðaheimili var lengst af mjög fjölmennt, á vetruni oft hátt á annan tug heimilis- manna og á sumrum oftast umi og yfir þrjátíu manns. Jafn- framt fjölbreytilegum heimil- isstörfum var þar iögð mikil alúð og rækt við bókmenningu og iðkun söngs og hljóðfæra- le'iks. i Frú Sigríður Steinunn ber vel hinn háa aldur. Heilsufar hennar hefur yfirleitt verið mjög gott. Enn í dag hefur húni fótavist flésta daga. Enn er hún létt á fæti og teinrétt í baki, eins og kona á bezta aldri. — Heyrn hennar er allmjög farin að deyfast, en þó ekki meira en svo, að hún tekur fullan þátt í viðræðum við einn, eða í fá- mennum hóp, ef talað er greini lega. Sjónin er mjög góð. Les hún mikið, ekki aðeins Reykja- víkurblöðin heldur og hvers konar góðar bókmenntir, ljóð og: sögur, en einkum ann hún þjóðlegum fræðum. Minni henn! ar er frábært. Man hún ekki' aðeins glögglega það, sem gerð- ist í ungdæmi hennar, heldur og það, sem til bar í gær og í fyrra. Er hún mjög ættfróð og þekkir með afbrigðum vel per- sónusögu íbúa Mýra- og Borg- arfjárðarsýsla og nærliggj- andi sveita á umliðinni öld. Síðustu árin hefur frú Sigríð- ur dvalizt til skiptis hjá dætrum' sínum hér syðra og nú síðasfc' hjá Sigríði og manni hennar, Barmahlíð 32, Reykjavík. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiíiiiiiiiiiiiiiiihihiiiiiiiíiiiiiiiiiiih Leyniíögregluþraut dagsins. Hver var árásarmaðurinn ? Ó, hver .... hvað eruð!hafði athugað gestabók hótels- þér .... | ins og yfirheyrt starfsfólkið Afhendið mér lykilinn af , beindist grunur hans að þrem- skartgripaskríninu og komið ur mönnum, Burton Chance, yður svo úr sporunum í áttina Diek Lyon og Peter Drake. Gaillard forsætisráðherra Frakklands hefur farið fram á, að fulltrúadeildin votti sér traust, út af afstöðu þeirri, er liann tók um frtestun á hækk- un eftirlauna uppgjafalier- manna. Hann hafði neitað .að verða við áskorun um, að fresta ekki hækkuninni. Gaillard telur, að áformum stjórnarinnar um sparnað sé'teflt í hættu með því að hækka eftirlaunin. Atkvæðagreiðsla mun fara fram á fimmtudag. að baðherberginu, skipaði harðleiti ungi maðurinn, sem hafði læðzt inn í hótelíbúð kvikmyndardísarinnar Bebe Bedeaux. En .... en . . óttaslegna Bebe. Eg vil síður þurfa að skemma hið fagra nef yðar með byssu- skeftinu, sagði þorparinn, en ef þér afhendið mér ekki þenn- an lykil á stundinni skal eg skemrha framtíð yðar í raun og veru áður en hún hefst. Takk fyrir — nú inn í bað- herbergið. Frekari eftirgrennslanir leiddu í Ijós, að einn þessara þriggja var árásarmaðurinn, sem rak Bebe inn í baðherbergið. Annar I hafði verið glæpafélag'i hans stamaði hin ý mörg ár. Sá þriðji var hótel- starfsmaður. Af tilviljun komsfc Fordney að því, að það var starfsmaðurinn, sem hafðl stungið upp á þjófnaðinura við hina þorparana þó að hanru vissi ekki að þeir væru skart- gripaþjófar að atvinnu. Einu aðrar upplýsingar, sem Ford- ney gat aflað sér í fljótu bragði voru þessar: ....... 1) Burton Chance hafði Og auðvitað fór eg þangáð skrifað sig frá Lima í Perú f inn, sagði Bebe við prófessor gestabókina. Fordney. En rétt í því kom 2) Dick Lyon og árásarmað- annar maður inn í ibúðina. urinn, sem báðir voru ljós- Hann hafði hatt á höfði og var hærðir höfðu setið inni í Lon- með vasaklút fyrir andlitinu. Eg var lokuð inn í baðherberg- inu. Þegar þernan hleypti mér út klukkustund seinna, voru skartgripirnir horfnir. þeim aftur fyrir mig. don fyrir skartgripaþjófnað og fjárkúgun. 3). Að þetta var fyrsta spor hótelstarfsmannsins á glæpa- Náið brautinni. i Hver var árásarmaðurinn? Er ' sakamálafræðingurinn Lausn annars staðar í blaðinu. IIIIIlllllllllllIlllillilllllllIIIIKllIIIIIIIHIiIlllliHlllIlllllUllllllllHI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.