Vísir - 24.01.1958, Blaðsíða 7

Vísir - 24.01.1958, Blaðsíða 7
Föstudaginn 24. janúar 1958 VÍSIR SÚ ER VENJAN AÐ BERA LOF Á BRÚÐAREFNIÐ, þegar menn eru á biðilsbuxunum, en það sannast enn sem fyrr, að engin regla er án undantekning- ar. Fjórmenningarnir hafa ekki nógu sterk orð yfir það, hve illa hirt og ótótleg Reykjavík sé á alla enda og kanta. „Lofaðu mér að tína af þér varginn, kerling- artuskan", er uppistaðan i kvron- bænunum samkvæmt hinni nýju formálabók „vinstri aflanna." Sá, sem þessar línur skrifar, var fyrir nokkru samferða kunn ingja sínum í flugvél frá Akur- eyri til Reykjavíkur að kvöldi dags, og gat ekki stillt sig um að dást að hinni undurfögru sjón, er ljósadýrð Reykjavíkur, blasti við úr loftinu, eins og risa- vaxið djásn úr skínandi demönt- um með fjölda litbrigða. Ferðafélaginn, maður, sem víða hafði farið, var þessu sam- mála, en bætti við: „Reykjavík er falleg bæði á nótt og degi, og hvort sem þú kemur að henni á lofti, sjó eða landi. Það er nátt- úrlega erfitt að bera fegurð hennar saman við fegurð ann- arra höfuðborga. og hætt við því að maður sé þar ekki óvilhallur dómari. En hefir þú tekið eftir einu? Allsstaðar. þar sem ég hef farið, hafa menn verið stoltir yfir höfuðborg sinni. En hér á íslandi bregður svo við, að heil- ir flokkar hafa það á stefnuskrá sinni, að níða niður af henni skóinn". ★ ★ ★ ÞESSI TILHNEIGING TIL AÐ NlÐA REYKJAVÍK er sannarlega umhugsunarefni. 1 skjóli ranglátrar kjördæmaskip- unar hefir Framsóknarflokkur- inn áratugum saman haft allfof mikil áhrif á stjórn þessa lands. Illgirni og öfund hafa verið og eru uppistaðan i „hugsjón ‘ Framsóknarflokksins. Hann hef- ir alltaf séð ofsjónum yfir vsl- megun Reykjavikur og yfir þvi aðdráttarafli, sem höfuðborgin hefir haft fyrir fólkið úr öðrum landshlutum. Framsóknarflokkurinn hefir reynt að sverta allt reykvískt. Lýsingarnar hafa minnt á Só- dóma og Gómorra í gamla testa- mentinu, fólk heíir verið var- að við að flytjast á þennan and- styggilega stað, þar sem bæði tímanlegri og eilifri velferð þess væri hætta búin. Þó mátti gera -eina undántekningu: Framsókn- arbroddana, sem áttu að passa kjötkatlana fyrir flokkinn í heild, en þó fyrst og fremst pen- ingapottana fyrir sjálfa sig. Þeir hafa heldur ekki látið sitja við orðin ein, því að varla mun þess nokkurt dænii, að framfaramál Beykjavíkur hafi nokkurntíma verið lagt fyrir Aiþingi, án þess að Framsóknai - flokkiuinn streittist í lengst-u lög við að hefta framgang þess. Sogsvirkjunin, hitaveitan, skól- arnir, íþróttasvæðið, sjúkrahús- in, —- en hvers vegna að vera að telja upp alkunn dæmi? ★ ★ ★ BLYGÐUNARLEYSI FRAM- SÓKNARMANNA GENGUR NOKKUÐ LANGT, þegar tals- maður þeirra, herra Kristján Thorlacius, leyfir sér að bera það á borð fyrir reykvíska kjós- endur, að bærinn geti engu kom- ið í framkvæmd, nema Eysteinn Jónsson og útsendarar lians út- vegi erlent lánsfé. Eysteinn Jónsson, sem er svo gírugur að ná í milljónatollana af öllum stórframkvæmdum, að hann kemur ekki auga á nokkra aðra hlið á málunum. Svo ákafur er þsssi maður í skattpíningunni og toilheimt- unnið, ‘að hann h-efir ekki vilað fyrir sér að gera ísland hlægi- legt á erlendum vettvangi með því að fara fram á erlend lán til þess að borga sjálfum sér toll- ana af efni til Sogsvirkjunarinn- ar. Þetta gerir hann þrátt fyrir það, að ríkið á að greiða veruleg framlög til verksins. Þau mega ekki -einu sinni koma til skulda- jafnaðar við nokkurn hluta toll- anna. Það lítur út fyrir, að 'Eysteinn finnist svo gaman að J)ví, að mega snerta peningana, þótt ekki sé nema ailra snöggvast, að hann er farinn að minna á draugana í þjóðsögunum, sem sitja aliar nætur og ausa pen- ingum aftur yfir sig. Ekki er að furða, þótt deildarstjóra hans, á Kristján Thorlaciusi, finnist sjónin heillandi og fögur. ★ ★ ★ VlÐA GÆGJAST ÚLFSHÁR- IN UNDAN GÆRUNNI. Gula bókbv fi’æga er full af hatri til allra, sem nokkuð eiga, en eink- um þó ef það er sæmilega rúm- góð ibúð. Ofbeldisaðgerðunum, sem þar eru áformaöar, er vitan lega fyrst og fremst ætlað að bitna á Reykvíkingum, en þar næst á ibúum annarra kaup- staða við Faxaflóa. „Umræðiu- nm jafnvægi í liygTffð landsins eru þýðingar- litlar“, segir í gulu bókinni, „meðan ekki eru gerðar ráðstaf- anir til þess, að krónan ávaxtist svipað í fasteignum við sunnan- verðan Faxaflóa eins og á öðr- nm stöðimi í landinu.“ Þetta þýðir, að ekki á að hætta fyrr við Reyk.javík, en hún er orðin álíka byggileg og þær útk,jálka- sveitir," sem fólkið flýr nú frá, þótt víða séu þar nýleg og reisu leg húsakynni, oft reist með op- inberum styrkjum. Það er ekki ófróðlegt að hafa þessa stefnuyfirlýsing, sem Hannes Pálsson og Sigurður Sig mundsson, „borgarar“ og „hús- eigendur", hafa orðið fyrir hönd flokka sinna. Tímanum þýðir ekkert að vera að sverja fyrir Hannes lengur. Nú liggur fyrir opinber yfirlýsing Alþýðuflokksins um að það hafi verið hamv — og Hafnið öryggisteysinu — x-D Framsókn hefir alla tíö staðið gegn hagsmunum Reykvíkinga. Greinilegast hefur þetta komið fram í raforkiimálusm. Svo mikid lá við 1931. að þing var rofiA. Tíminn eyðir miklu rúirJ í það fyrir hverjar kosningar, að reyna að telja Reykvíkingum trú um, að hinar stórfelldu fram- kvæmdir í raforkumálum höfuðstaðarins síðustu 20 árin séu Framsóknarflokknum að þakka. Þetta hefur margsinnis verið hrakið og sannað með sögulegum rökum, að Framsóknar- flokkurinn hefur alltaf sýnt þessum málum fullan fjandskap, eins og öllum öðrum hagsmunamálum Reykjavíkur. Nokkru fyrir 1930 ákvað bæj- arstjórn Reykjavíkur að virkja Sogið, og árið 1931 fluttu Sjálf- stæðismenn frumvarp á Alþingi um ríkisábyrgð fyrir lánum til virkjunarinnar. Viðbrögð Framsóknarflokks- ins voru þau, að Iiann rauf Ai- þingi og Tíminn kallaði hina fyrirhuguðu virkjun „samsæri andstæðinga Framsóknar- fIokksins.“ Með þessum hætti tókst Fram- sóknarflokknum að tefja þetta mikla velferðarmál höfuðstaðar- ins um hríð, en 1933 gátu þeir ekki hindrað það lengur, að þingið samþykkti lög um ríkis- ábyrgð fyrir lánum til virkjun- arinnar. Árið 1937 var svo Ljósa- fossstöðin, 8800 kílóvött, tekin i notkun. Árið 1944 var þessi virkjun svo stækkuð um 5500 kílóvött, og síðan hefur hver stórframkvæmdin rekið aðra, og eru nú 80 þúsund hestöfl virkj- uð i raforkuverum Reykjavíkur. Aflstöðin við ElTa Sog verður 39 þúsimd hestöfl og fram- leiða þá aflstöðvar Reykjavík- ur samtals 119 þúsund hestöfl. Er talið að Sogið verði þá full- virkjað, en þó er hægt að bæta einni vélasamstæðu við Ljósa- fossstöðina og annarri við Ira- fossstöðina. Yrði þá raforku- framleiðsla úr Soginu og Elliða- ánum samtals 152 þús. héstöfl. Þegar virkjun Efra Sogs, sem nú stendur yfir, verður lokið, munu 90 þúsund manns njóta ljóss og lífsþæginda frá raforku verum Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að allt Suðurland, austur að Mýrdalssandi, ásamt V-est- manna^yjum fái raforku frá orkuverunum við Sogið. Þegar Óiafur Thors mynd- aði ríkisstjórn með Framsókn- armönnum árið 1953 var það sett inn í stjórnarsamninginn samkvæmt kröfn Sjálfstæðis- flokksins, að virkjun Efra- ekki Framsóknarflokkurinn -— sem stöðvaði gula frumvarpið í bili, er Hannibal hafði þegar lagt það fram sem stjórnarfrum varp. Úlfar Þórðarson læknir komst svo að orði um Hannes á kjós- endafundi í gær, að hann væri samneí'nari Frainsóknarflokks- ins. Það er sönn lýsing, og þar við situr. ★ ★ ★ 1 upphafi þessarar greinar var á það minnst, að „tína af sér varginn." Reykvíkingar eiga að vera sammála um það á kjördag, að losa bæinn við Fi’amsóknarvai’ginn. [ Sogs yrði Iiraðað svo seai framast mætti verða. Voru Framsóknarmenn þann- ig neyddir til að láta af fjand- skap sínum við málið. Ekki voru þeir þó heilir i þessum þætti stjórnarsamvinnunnar fremur en öðrum. Stjórn Sögsvirkjun- innar átti marga fundi með fyrr- verandi ríkisstjórn um þeíta mál, og fór Gunnar Thoroddsen, sem er formaður Sogsstjórnar- innar, margsinnis fram á það, að ríkisstjórnin útvegaði lán til virkjunarinnar, eins og henni bar að gera, eða leyfði að Sogs- stjórnin sjálf leitaði fyrir sér um lán og fengi á því ríkisá- byrgð. Eysteinn Jónsson, sem þá var illu lieilli fjármálaráð- herra, eins og nii, svaraði i livert skipti, að hvorugt mætti gera fyrr en aðrar tilteknar lánbeiðnir, sem lágu fyrir Al- þjóðabankanum væru afgreidd ar. Það er gott dæmi um blygðun- ai-leysi Framsóknarmanna í málflutningi, að Tíminn er lát- inn stagast á því dag eftir dag og ræðumenn flokksins í út- varpsumræðunum bera það á borð fyrir Reykvíkinga, að Sogs stjórnin hafi sjáif haft óbundn- ar hendur um útvegun lána til virkjunarinnar, en ekkert orðið ágengt. Það er þó staðreynd, sem þýð- ingarlaust er fyrir Framsóknar- menn að neita, að eftir hina op- inberu heimsókn Ólafs Thors til Vestur-Þýzkalands stóð til boða þar stórlán til framkvæmda á íslandi, m. a. til Sogsins. En þá gerðist sama saga og fyrr, að Framsóknarflokkur- inn rauf stjórnarsamstárfið og núverandi stjórnarflokkar samþykktu hina frægu álykt- un, 28. marz, um brottflutning varnarliðsins. Lán, sem staðið hafði til boða í Bandaríkjunum um vor- ið, var svo tekið eftir að núvei’- andi stjórn var sest að völdum, og getur það varla talizt þakkar- vert. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft forustuna í þessum málum og yfirumsjón þeirra verið hjá Rafmagnsveitu Reykja víkur, undir hinni frábæru yfir stjórn Steingríms Jónssonar raf- magnsstjóra, sem með framsýni sinni og dugnaði hefur reynzt Reykjavíkingum ómetanlegur maður. Framsóknarflokknum er að sjálfsögðu að verða það Ijóst nú, að liomuit er ekki lengur stætt á þeim fjandskap, sem Iiann Jiefur sýnt þessnm mál- imi hingað til. Raforkuver Reykjavikur eru ekki lengur hagsmunamál Reykvíkinga einna, heldur eru þau undirstaða framfara og bættra lífskjara fólks um allt Suðvesturland. Það er því orðið mikið hagsmunamál fyrir Fram sóknarflokkinn sjálfan að fortíð hans í þessum málum gleymist. Fólkið í sveitum Suðvesturlands, sem nú nýtur Ijóss og lifsþæg- inda fyrir forgöngu Sjálfstæðis- flokksins í raforkumálunum, myndi kannske sumt hika .við að veita Framsóknarflokknum brautargengi, ef því væri saga hans í þessu stórmáli hógu vel kunn. £n Reykvíkingar ætii® aö bekkja hana svo vel, aS teir veittu Jsessum eina íulltrúa, sem hann á í bæjarsíjórn Reykiavíkur, lausn í náÖ á sunnudaginu kemur. Mistök utanríkis- ráðuneytisins. í tilefni af grein í blaðinu Frjálsri þjóð 23. janúar 1958 í sambandi við atkvæðagreiðslu ^hjá sendiráðum og ræðismönn- um erlendis tekur utanríkis- ráðuneytið þetta fram: Strax og kjörgögn kosninga erlendis höfðu borizt utanrík- ; isráðuneytinu voru þau send öllum sendiráðum íslands er- I , ■ 'xt j lendis, ásamt bréfi, þar sem meðal annars var skýrt frá því, að framboðslistar hefðu enn ekki verið auglýstir. Var jafn- framt í sama bréfi tekið fram, að sendiráðunum yrði tilkynnt nánar um listabókstafi flokk- anna, er þeir hefðu verið aug- lýstir. Var það og gert, og sér- staklega bfent á, að listabók- stafur Þjóðvarnarflokksins væri F en ekki E, eins og gert hafði verið iáð fyrir í bréfi ráðuneyt- isins að hann ju’ði. Nú liggja fyrir upplýsingar frá sendiráðunum, að 9 menn hafi kosið í sendiráðum og ræð- ismannaskrifstofum erlendis, áður en tilkynning um auglýsta listabókstafi lá fyrir. Öllum þessum mönnum var gefinn kostur á að kjósa aftur eftir að endanlegar upplýsingar bárust um listabókstafina. Aðeins einn þeirra (sem kosið hafði í París), óskaði að kjósa á ný. Aí ofanrituðu er ljóst, að um- ræddur misskilningur var leið- réttur í tæka tíð og kemur hann því ekki að sök. Utanríkisráðuneytið, Rvík, 23. janúar 1958. x-D

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.