Vísir - 24.01.1958, Blaðsíða 11

Vísir - 24.01.1958, Blaðsíða 11
Köstudaginn 24. janúar-1958 VÍSIR 11 Fundur sjáífstæ Framb. af 1. síðu. -kvæmdir er fyrirhugaðar væru. Um 19 millj. króna hefði nú verið varið til bæjarsjúkra- hússins, sem er orðið 4 hæðir og það væri komið svona langt, þrátt fyrir ýmsar liömlur stjórnarvaldanna og þá sérstak- lega Framsóknarflokksins og forkólfa hans. Skoraði liann síðast á Reykvíkinga að reka aj höndum sér áráisarlið vinstri manna, og þá sérstaklega SöíutæknL. Framli. af 6. síðu. til aðtsoðar. Innlendir sérfræð- ingar og kaupsýslumenn verða og fengnir til þess að halda fyr- irlestra hver í sinni grein. Fyrirkomulag kennslu. Fluttir verða fyrirlestrar, sýndar kvikinyndir eða skugga- myndir um sama efni, og einn- ig v.erða umi'æður og verklégar æfingar. Hefir verið aflað margra góðra kvikmynda frá Framleiðsluráði Evrópu. Nýbreytni í f r æðslustar f s emi. Stjórn Sölutækni bauð frétta- mönnum og' stjórnum stofnana, sem hér hafa lagt hendur á plógin-n o. fl., á fund í gær, og var á þeim fundi gerð grein og verðmiða, úrlausn kvartana, fyrir þessum málum. Fyrir hönd Sölutækni talaði Sigurð- ur Magnússon fulltrúi. Það er von stjórnar félagsins, að þess- ari nýbreytni í fræðslustarf- starfsemi verði sýndur fullur skilningur, þannig að þetta megi verða upphaf að víðtæk- ari fræðslustarísemi á. þessu sviði.. Auk stjórnar Sölutækni og Iðnaðarmálastofnunar íslands hafa eftirgreindir aðilar unnið að undirbúningi málsins: Samb, ísl. samvinnufélaga, Samb. smásöluverzlana, Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur, Verzl unarskóli íslands og Vcrzlun- arráð fslands. Framkvæmdastjóri fé’.agsins og undirbúningsnefndarinna:. sem skipuð hefir verið fulltrú- um ofangreindra aðila, er Gísli Einarsson viðskiptafræðingur. Mun hann gefa nánari upplýs- ingar um námskeiðið í síma 14098. höfuðóvininn, Framsóknar- jlokkinn. Birgir Kjaran hagfræðingur talaði næstur, en nafn hans féll því miður niður í umsögn blaðs- ins um fundinn í gær. Kvað hann níðskrifin um Reykjavík að undanförnu eiga rætur að rekja til Fúlalækjar Framsóknar. Kvað hann hina löngu stjórnarsetu Framsókn- armanna hafa glapið fyrir þeim og. gætu þeir ekki sætt sig við, að Reykvíkingar vildu ekki hlíta vilja þeirra. Las hann síð- an úr Tímanum nokkur dæmi fjandskapar Framsóknar í garð höfuðborgarinnar. Vék hann síðan tali sínu að Gulu bókinni og kvað liana engan hugarburð og sýndi fiindarmönnum þetta afkvæmi stjórnliðanna. — Hvatti Birgir menn að lok- um til að skipa sér um og verja frelsið og Reykjavík. Sigurður Sigurðsson talaði næstur og minntist á hve af- drifaríkar þessar kosningar gætu orðið, ekki aðeins fyrir bæinn, heldur og fyrir landið í heild. Kvað hann vinstrimenn hafa ákveðið samstöðu um stjórn bæjarins, ef Sjálfsíæðis- nienn yrðu undir, og minnti á þá hættu, að kommúnistar kæmust að og að það sama gæti komið fyrir hér og í Ungverja- landi. Gísli Halldörsson arkitekt tók næstur til máls og ræddi byggingarmál. Kvað hann gulu bókina nú hafa verið lagða á borðið og slægi óhug á Reyk- yíkinga við fréttina um bygg- ingarfrumv. stjórnliða. Stefna Sjálfstæðismanna hefði jafnan verið að styrkja og styðja menn til að byggja, og bærinn hefði einnig byggt sjálfur og selt mönnum með hagkvæmum kjörum. Vegna aðgerða Sjálfstœðis- flokksins hefði þróunin orð- ið sú, að í stríðsbyrjun voru hér 8800. íbúðir og af þeim 38% i einkaeign þeirra, sem i þeim bjuggu, en nú væru hér.um 17000 íbúðir og 80%. í eigu íbúa. Þatta hefði náðst þrátt fyrir áróður og níð andstæðinganna og sérstaklega kommúnista, sem vildu hafa leiguíbúðir, er væru tilefni þrætu og deilna. Björgvin Frederiksen for- stjóri kvað komraúnista mundu ráða mestu um stefnu andstæð- inganna, ef þeir næðu yfir- hendinni í þessum kosningum. Kvaðst hann hafa átt þess kost að skyggnast austur fyrir hið svonefnda járntjald og lýsti þeirri þrælkun og áþján, er íbúar hinnar fornfrægu borgar Búdapest ættu við að búa. Kon- ur þrælúðu þar í hinum sóða- legustu störfum. Vélamenning- in væri ekki notuð, heldur allt unnið með handafli og það í borg, sem áður var fræg fyrir tækni og menningu. Biðraðir væru við búðir og þá helst rað- ir gamalmenna og barna, því að allir aðrir væru við störf. Hvaíti ræðumaður menn að lokum til að láta ekki söguna endurtaka sig hér, og menn skyld.u standa vörð um höfuðborgina. Guðjón Sigurðsson iðnverka- maður minntist á níð Fram- | sóknarflokksins um Reykjavík svo og fjármálasukk kommún- ista í stjórnum verkalýðsfélag- !, anna. Kvað hann Sjálfstæðis- flokkinn alltaf hafa stutt aðal- atvinnugrein bæjarbúa, iðnað- inn, með ráðum og dáð, og mundu allir, er að þeim grein- um vinna, skipa sér undir merki hans á kjördag. Þorvaldur G. Kristjánsson tók næstur til máls. Kvað hann margt hafa drifið á dagana síð- an menn gengu síðast að kjör- borðinu 1956. Kosningasvik hefðu hjálpað þessum mönnum í valdastólana. Málefnaleg samstaða Sjálf- stœðismanna hefði aldrei v.erið betri. Menn yrðu að skera upp herör og. fylkja sér undir merki Sjálfstæðis- flokksins. Að lokum tók til máls Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri. —- Hann sagði, að undanfarin 4 ár hefðu 16 menn unnið saman að bæjarmálum fyrir hönd Sjálf stæðisflokksins. Nú gengju nokkrir menn úr og minntist borgarstjóri sérlega starfa þeirra Sigurðar Sigurðssonar og Jóhanns Hafstein. Vék hann síðan að kosningarundirbúningi Tímans og aukablaðs þess er hann hefði gefið út. Kvað liann lirœður þœr, er dansa kringum bygging- arnar . á forsíðu sjálfsagt syngja: Syngjum dátt og dönsum, þvi nóttin er svo löng og yrði mánudagsnótt- in ekki Þórðargleði eða Riissagildi heldur Valborg- armessunœturmartröð. Að lokum sagði borgar- stjórinn: „Við skulum stíga á siokk og strengja þess heií að vinna að heill og heiðri Reykjavikur.“ Risu bá íurídarmenn úr sæium og hrópuðu íerialt húrra fyrir borginni sinni. Þessar myndir voru gerðar, er Bretar gerðu þriðju tilraun sína með vetnissprengjur á Jóla- eynni 1 Mið-KyrraliafL Neðri myndin sýnir, er sprengingin liefur átt sér stað og hefur „hvitglóandi“ gas- mökkur með lagi, yfir sjónum sannsu- myndin kværaan undirbúning brezioi sem liöguðu honiim þannig, að tiyggt að liann sogaði ekki neitt upp með sér yfirborði sjávar eða djúpinu, en efri myndin sýnii- „stilkinn“ eða gorkúlulegginn, sem myndaðist er rakt lofí bar inn í rás gasmakk- arins á Ie:ð hans upp háloftin. Sfofna oiiu- skipafélag. Frá fréttaritara Visis. Kaupmannaliöfn í fyrrad. Tvö dönsk fyrirtæki hafa stofn að olíuskipafélag í sameiningu. Eru þetta Austur-Asíu-félagið og Tankskibsreriet, sem er sigl- ingafyrirtæki danska BP-félags- ins. Hefir hið nýja fólag þegar gengið inn i samninga um smíði tveggja 35.000 lesta oiíuskipa, sem munu kosta um 100 millj. d. króna. Loklð stríðsástandí tadonesiu og Japans. I Jakarta í Indonesiu hcfur verið undirritaður sáttmáli milli Japans og Indonesiu, cn forsæíisráðherra Japans er Jþai nú í heimsókn. Með sáttmála þessum er bundinn endi á styrjaldarástand milli landanna. Undirritaðir voru aðrir samningar, sem m. a. tryggja Indonesiu japansks efnhagsaðstoð, sem svarar tii 150 raillj. stpd. Kjósið vissuna — x-D Fuiítíiía- 03 IróiiaBapapæ#' Sjálfstæ$isfé]a§3nna Reykjavík FuIUrúa- cg irúnaðarmamiaráðs Sjálfstæðisfélagauna í Roykjavík fyrir kosningrr verðtir' halilian í Sjálfstæðishúsinu í kvcld kl. 20,30. — liætt verðtrr ,um kosningaimdirbúning.lrm og síarfið á kjördegi. Stiíit ávörp fSytja: Birgir Kjaran hagfræðiugur Jóhtjmn Uafstein ájþiugis.maður . Gunnar Tharoddsen borgarstjóri Bjarni Renediktsson ritstjóri. Fulltrúar og .trúnaðarruenn. eru mir.ntir á að mæta stundvíslega og sýna fulltrúaróðs skírteini við innganginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.