Vísir - 28.03.1958, Síða 10

Vísir - 28.03.1958, Síða 10
J0 VÍSIR fyahk Ifeth/ Fjársjóðurinn í Fagradal. L 51 menntun hans — menntun, sem hann hafði haldið svo vel leyndri að aðeins prédikarinn hafði séð við honum er hann um nóttina hafði spurt hann hvort hann hefði numið grísku. Eg ætti að trúa honum fyrir því, hugsaði Bruce. Hann er eini maðurinn sem eg get talað við um hluti, sem liggja uridir yfir- horðinu. En Guð minn góður, hún er laglegasta stelpa, þessi hérna. Hailey dansaði fram hjá með íburðarmikla, ljóshærða stúlku í örmum sér. Hann hægði á sér við hliðina á Bruce í samræmi viö hljómfallið. __ Gullgrafararnir komu fjörutíu og níu, söng hann langt út af laginu. — Hórurnar fimmtíu og ein. Og þegar þau hittust gerðu þau o. s. frv. Stóra ljóshærða stúlkan hló upphátt. Bruce leit á félaga sinn. Hún roðnaði, svo sannarlega. Blessuð stúlkan, hugsaði Bruce, og kampavínið, tónlistin og einveruárin blönduðust í blóði hans. Hann vissi það ekki, en hann stóð auglits til auglits við mestu hættu lífs síns. Maturinn var dásamlegur og hvellir kampavínstappanna kváðu við. Bruce snerti varla við matnum en beindi athygli sinni að kampavíninu og litlu brúnhærðu stúlkunni. Útlimir líkama henn- ar runnu samán fyrir augum hans. Hann pírði á hana, fullur tilgangslausri og óhóflegri tilfinningasemi. __Falleg lítil stúlka eins og þú, sagði hann — ætti ekki að vera á svona stað. Það er ekki rétt. Á eg að segja þér svolítið. Eg á bæ uppi í Fagradal. Það er dálítið einmanalegt þar upp frá. Stúlkan horfði á hann og athugaði andlit hans. Augu hennar voru brún, skær og hlý. Síðan dofnuðu þau. Hún hristi rólega höfuðið. Bruce var þegar orðinn of drukkinn til að taka eftir að fína málfræðin hennar var horfin. __ Sjáðu til karlinn, sagði hún, blátt áfram, þú ert allia bezti náungi. Eg skal segja þér svolítið. Eg hlýt að vera full ann- ars mundi eg ekki tala svona og spilla fyrir mér. I-Iún þagnaði og horfði girndarlega á hann. Flestar stúlkui’nar mundu segja þér hvernig þær voru dregnar út í þetta og það er að mestu haugalýgi. Þær munu allar segja þér hvernig prestssonurinn snerist í kringum þær sem ekki var heldur. Hún þagnaði og starði fram hjá honum, augun voru blíðleg 'Viö minninguna. . — Skrýtið. Hann var prestsonur þrátt fyrir allt. Horaður, lítill, • freknóttur strákur, tólf ára með andlit eins og engill. Eg var þréttán. Og það var eg, sem dró hann upp á hlöðuloftið. Þaö var það skrýtnasta sem eg hef nokkru sinni séð. Þarna vorum við og grétum af þvi við vissum ekki hvað við áttum að gtera. En eftir að við í örvæntingu okkar komust að því þá var það ágætt. Hún brosti með sjálfri sér. — Það sem eg er aö reyna að segja er, að eg er fædd vændis- kona, eins og flestar vændiskonur og stór hópur kvenna, sem eru löglega giftar. Eg býzt'við að eg deyi sem slík. Þú ert ágætis drengur og þú átt eitthvað betra skilið en það. Nú snautaðu út áður en eg skipti um skoðun. Bruce stóð upp, hneigði sig djúpt og þaut út úr dyrunum. Hailey sá hana fara. — Þessi drengur er illa á sig kominn, tautaði hann. — Afsakið, elskan, sagði hann við stóru, ljóshærðu stúlkuna og hann stóð upp og hélt á eftir Bruce. Hann fann hann á gangstéttinni þar sem hann hallaði sér upp að ljósastaur. Hann var með tárin í augunum. — Hvað kom fýrir þig, gamli minn? sagði Hailey. — Þú varst þarna og skemmtir þér svo ágætlega; þá allt í einu.... — Henni leizt ekkert á mig, sagði Bruce, dapurlega. — Hún kastaði mér á dyr. — Þaö var nú gott, sagði Hailey hlæjandi. — Eg var orðinn hræddur um, að þú mundir enda í hjónabandi eins og þú lézt. — Eg.... byrjaöi Bruce, en þagnaði síðan. Köld nóttin var byrjuö að hi’essa hann. — Fjandinn hafi það allt saman, rumdi hann. — Það er gott að fá hreint loft, er það ekki, sagði Hailey. — Jú, sagði Bruce. — Sjáðu til Hailey.... En hvað sem hann ætlaði svo sem að segja, var aldrei lokið, því á sömu stundu kom mexikanski drengurinn út úr skuggunum og greip í handlegg hans. — Komið, herra, sagði drengurinn grátandi. — Ó, herra, þér verðið að koma. — Verð eg að koma hvert? sagði Bruce. Þá sá hann að dreng- urinn var Jaime, sonur vinnumanns Rowes prédikara. Svar drengsins steyptist yfir þá sem flóð af sundurslitnum spönskum orðum svo Hailey skildi ekki nema nöfnin. — Pepe og Juana? sagði Hailey. — Prédikarinn særður — eg skildi svo mikið. Hvað sagði hann, Bruce? — Eru yfirhafnir okkar enn inni? sagði Bruce. Af tilburðum hans og raddhreim heyrði og sá Hailey að alveg var af honurn runnið. — Eg þarf að fá yfirhöfn. Það verður kalt þarna upp frá. Náðu í þær, Hailey. Eg bíð.... — Fyrir alla muni, Bruce, sagði Hailey. — Segðu mér.... — Náðu í yfirhafnirnar, Hail. Eg skal segja þér á leiðinni til hesthússins. Eg hef ekki tíma til þess núna. Hailey kom aftur með kápurnar eftir skamma stund. Þær voru settar skinni og mjög hlýjai’. Hanzkar voru í vösunum en pípuhattar dugðu ekki. — Bruce, fyrir alla muni, sagði Hailey. — Pepe fann gull á jörð minni. Eða einhver sagði hann hafa fundið það. Eignaréttarræningjarnir komu þangað í gærkvöldl Bundu Pepe. Fundu ekkert gull, svo öllu var rótað tií. Prédikar- inn var skotinn. Hann.... Hann er dáinn. Bandaríkin veita Póllandi aðstoð og lofa meira. Skip koma með matvæíi til Póllands. Einhvern nœsta dag kemur bandarískt skip til hafnar í Pól- landi meö landbúnaöarvörur, sem Bandaríkin hjálpa Pólverj- um um. Um miðjan síðasta mánuð var undirritaður í Washington samn ingur um aðstoð Bandaríkjanna við Póllandi, og nemur aðstoðin sem svarar hálfum öðrum mill- j'arði íslenzkra ki’óna. Næstum þrír fjórðu hlutar upphæðar- innar verða fólgnar í landbún- aðarvörum, sem Bandaríkja- menn þarínast ekki sjálfir, en Pólverjar hafa mikla þörf fyr- ir, þar sem framleiðsla þeirra nægir ekki til að brauðfæða þjóðina. Fá Pólvei’jar landbún- aðarvörur fyrir 73 milljónir dollará, sem þeir geta greitt í pólskum gjaldeyri. Auk þess hefur Útflutnings- og innflutn- ingsbankinn veitt Pólvei’jum 25 milljóna dollara lán til kaupa á iðnaðarvélum, lyfjum og lækn ingstækjum, gerfiefnum og fleira. Þetta er í annað skiptið, sem Bandai’íkin heita Póllandi að- stoð með samningi. Á síðasta ári nam aðstoðin til Pólvei’ja 95 milljónum dollara. og þess hef- 1 ur verið getið í Washington, að jPólvei’jar nxuni geta vænzt mciri aðstoðar á næstunni — fen ;;ið nauðsvnjar handa land- búnaði og iðnaði. E. R. Burroughs TARZAN 2583 Við létum ekkert, sem við heyi’ðum órannsakað og þar kom, að við áttum aðeins eftir að leita í þessu fjall- lendi. En um kvöldið neitaði fyrirliði burðarmannanna að fara lengra og sagði að við værum komnir í land dverg- anna, sem myndu drepa alla^ una og byrjaði að hýða fyrir- sem þangað kæmu. Þá gerði" liðann til þess að hann Kulp skyssu. Hann tók svip- hlýddi. Föstudaginn 28. marz 1958 kvöldvökunni Kesturinn kom inn í gisti- húsið og bað um herbergi. Dyravörðurinn lét hann hafa lykilinn og starði síðan undr- andi á eftir hestinum og hristi höfuðið. — Þetta hefi eg aldrei séð áður, sagði gestur er leið átti framhjá. — Ekki eg heldur, sagði dyra vörðurinn, sem ennþá glápti undrandi á eftir hestinum. —Hann hefir alltaf tekið her- bergi með baði. ★ Ungi maðurinn fór með unn- ustuna í fyrsta sinn í bíltúr á nýja bilnum. Hún var mjög hrifin af bílnum og fagmanns- legum skýringum unnustans, sem opnaði vélarhúsið og sýndi henni allt þar inni. Síðan stigu þau inn, en bíllinn vildi ekki fara í gang. Þá sagði stúlk- an: — Ef til vill hefir slokknað á kertunum? Framh. af 3. síðu. leriti hann á fylliríi í ódýru gistihúsi og von bráðar var hann enn lagður inn á sjúkra- húsið 'með blóðspýting. Var hann nú enn tekinn til athug- unar og honum hjúkrað. Nokkr um dögum síðar varð hann óð- ur, braut húsgögn og særði sig á læri með skærum. Þá var hann sendur á geðveikrahæli. Hann slapp þaðan von bráðar. Fóru nú að fréttast ýmsar sögur um háttalag Lamphere og allan hans feril. Síðan ái’ið 1943 hafði hann dregið sér tryggingarfé vegna sára á höndum og fótum. Hann hafði fengið dýra læknishálp á sjúki’ahúsum víðsvegar í land- inu. Mörgum sinnum hafði hann rifið af sér sárumbúðir og tætt upp sárin með fingr- unum. Engum tókst þó að upp- lýsa hvernig hann fór að því, að framkalla blóðspýtinginn. Eftir að blöðin fóru að segja sögur af Lamphere tókst hon- um að komast inn á hina frægu John Hopkins stofnun í Balti- more og dvelja þar í tvær vik- ur. Þá höfðu nokki’ir fylkis- spítalar neitað að veita hon- um vist, þar sem hann væri ekki borgari í viðkomandi fylki. Loks var Lamphere dreginn fyrir rétt — það var fyrir rúmi’i viku — og þar féllst hann á að ganga undir geðrannsókn. Honum hefir nú verið komið í' örugga vörzlu og verður nú geng'ið úr skugga' um, hvað hægt er að gera fyrir þenna • r mka mann, sem segir. I xchhausen sögur af veik- ind: :n sínum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.