Vísir - 22.04.1958, Blaðsíða 7

Vísir - 22.04.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 22. apríl 1958 Vf SIR CATHEiíiftlE GÆSSÍEW. ttótíir FÖÐUR S I N S um aldrei kynnst áður, eru okkur eins kunnir og þeir hefðu gerzt í gær ? — Eg veit það ekki, sagði hann, tilgerðarlaust. — Ef til vill hefur það verið það, að eg hélt það hlyti að vera mjög gaman að geta spilað Bach og Brahms, þegar eg var skóladrengur. — Hvers vegna gerðirðu það ekki þá? — Tónlist er óþekkt í minni fjölskyldu. Það datt aldrei nein- um í hug, að mig langaði til að reyna að spila á píanó og eg þorði ekki að reyna það. Eins var það í háskólanum. Það var ætlunin, að eg lærði til að verða kaupsýslumaður. Meira að segja meðan eg var í Cambridge, lagði eg stund á þjóðmegunar- fræði. — Er það of seint nú? — Allt of seint. Nú er mér það eihskis virði, þótt eg kynni að spila eitthvað á píanó. Mig langaði til að læra að spila Bach löngu áður en eg vissi, hvað stríð var. Eg komst að raun um, að jafnvel þótt maður félli ekki, missti maður eitthvað af sjálf- um sér og meðal annars löngunina til þess að fara heim aftur og halda áfram því starfi, sem aðrir hafa skipulagt fyrir mann. Hann sneri sér að henni. — Líttu á mig. Eg er þrjátíu og sex ára gamall og sit enn í mínu horni í Essex af því að eg hef ekki hugrekki til aö segja föður mínum, að eg hafi engan áhuga á fyrirtæki hans. Og eg get ekki heldur fengið mig til að fp.ra heim og hefjast handa um starfið. Eg gerði tilraun, þegar eg hætti í flotanum, en eg hef ekki þol til neins. — Hvað viltu, Johnnie? — Hvað eg vil? Það er spurningin mikla.... eg veit ekki, hvað bíður mín. Hann sagði ekki meira. Koníaksglösin voru fyllt og þau kveiktu í vindlingum. Maura var ljóst, að hann vildi ekki, að hún spyrði hann og hann vildi hvorki hluttekningu né samúð. Hún hafði grun um, að hann mundi taka ákvörðun sína án hjálpar nokk- urs annars, þegar hans tími væri kominn. Á einhvern undarlegan hátt varð hún glöð yfir þeim trúnaði, sem hann sýndi henni og hún óskaði einskis fremur á þessari Stundu, þegar þögnin ríkti á þessu hljóða kvöldi. Eftir stundarkorn fór Johnnie að leita í grammófónplötunum hennar og valdi klarinettríóið eftir Beethoven. Þau voru bæði glöð yfir því að njóta trúnaðar hvors annars. Johnnie raulaði lagið lágt, en þagnaði þegar þrumuveður dundi yfir dalinn. — Skollinn sjálfur, sagði Maura. — Eg hef ekki breitt yfir Regnfuglinn. Eg varð að flýta mér með Pétur aftur til Denham og gaf mér ekki tíma til að ganga frá bátnum. Johnnie stóð á fætur. — Náðu í kápuna þína. Yið göngum frá bátnum strax. Hún gekk út í fordyrið og brá slitinni kápu yfir herðar sér og tók lampann niður af króknum. Þegar þau komu út í trjá- garðinn var ilmur blómanna höfugur og loftið mettað. Það hrikti í hliðgrindinni, þegar Johnnie opnaði hliðiö. Fótatak þeirra bergmálaði eftir veginum. Smásteinar ultu niður í díkið. Þrumveðrið varaði og. fyrstu vindkviðurnar mæddu um þau, Allt -í einu varð loftið svalara. Það hvessti. Háir, hvítir ásar hurfu í skýbólstrana. Þau þekktu lyktina af fljóti og strönd. Báturinn lá í lítilli vík, sem ekki hét neinu nafni. Þar voru fjórar litlar lystiskútur. Bátaskýli Ables var dimmt og lokað. Maura brá upp vasaljósi og hún og Johnnie drógu léttibát Regn- fu'glsins niður að vatninu. Þegar þau komu að fjöruborðinu fóru þau úr skónum. Þegar þau komu um borð, kveikti Maura á luktinni og setti hana á þilfarið. Johnnie fór eftir leiöbeining- um hennar meðan þau breiddu yfir skútuna. Báturinn vaggaö- ist hóglega á ölduhum. Þegar þau höfðu lokio við að breiða yfir skútuna, byrjaði að rigna. Þau klifruöu niður i léttibátínn og Johnnie tók til ára. Síðan stigu þau út í grunnt vatniö og drógu léttibátinn upp á þurrt land. Johnnie virti hana fyrir sér meðan hún fingraði við ilskóna. Svo beygði hún sig niður og festi þá. Það var hvassara uppi á hæðinni. Johnnie opnaði hliögrindina og ætlaöi að láta hana fara á undan inn. Hún nam staöar við hlið honum. — Góða nótt, Johnnie. — Góða nótt, Maura. Vindurinn og regnið kæfðu fótatak hans, þegar hann gekk norður veginn. Fimmti kafli. Það var ekkert æsilegt við ást þeirra. Þau voru aldrei tvö ein saman og þess vegna höfðu þau aðeins færi á að kynnast þar sem fleiri voru saman komnir á kvöldum í bamum og á löng- um skemmtisiglingum. Og þau vissu ekki fyrr en þau voru orðin ástfangin hvort af öðru. Johnnie hvarf úr þögninni, sem var umhverfis kofa Mauru og beygði inn á veginn, sem lá yfir hæðina að dalnum hinum megin. Hann hafði ekki mikla von um að finna hana þar. Hann reyndi ekki að afsaka það fyrir sjálfum sér, að hann leitaöi félagsskapar hennar að yfirlögðu ráði. Hann langaði til að finna hana og ifela við hana. Hann stanzaði uppi á hæðinni. Dalurinn var lítill og skógi vaxinn. Niður hafsins heyrðist ekki þangað upp og brenniþef- urinn yfirgnæfði þanglyktina. Hann leit í kringum sig og svip- aðist um eftir henni. Hann sá hana um leið og hann leit upp á næsta hvol. Hann gekk af stað og styggði hóp af kúm, sem voru þar á beit. — Maura. Hún heyrði hann koma og settist upp til að sjá hann. Loks komst hann til hennar og kastaði sér niður við hlið hennar. Sólin skein á ljóst hár hans. Hann kom ekki upp um tilfinningar sínar, þegar hann velti sér á bakið og brosti til hennar með aftur augun. Hana langaði til að strjúka brjóst hans og gæla við hár hans. Hún virti hann fyrir sér, horfði á sólbrennt andlit hans og henni fannst hún alltaf hafa beðið eftir þessari stund. Svo opnaði hann augun og sá, að hún horfði stöðugt á hann. Hún leit undan. Þau snertu ekki hvort annað. Þögnin ríkti í almætti sínu. Þau litu upp og sáu hegra svífa hægt niður að fljótinu. Þeim fannst þau nærri því heyra dyninu í fjöðrunum. Hann sveif hægt niður að vík einni við fljótið og hvarf þar sjónum. — Þetta hefur verið gott sumar, sagði Johnnie. — Hann átti ekki við neitt sérstakt með þessum orðum. Máura kinkaði kolli til samþykkis. Það var eins og hann hefði sagt: Sumarið hefur verið dásamlegt. Hún minntist hinna löngu, hlýju daga, gangstéttanna í Lundúnum, sem líkt og brunnu undir fótum hennar. Aftur heyrði hún gleðióp frá fólki, sem þyrptist í lystigaröana og grát barna, sem þjáðust í liitanum. En þrátt fyrir allt átti hún margar minningar um þetta sum- ar, stundum hafði hún getað fleygt sér niður í sólvermt gras og andað að sér höfugum ilmi frá skarlatsrauðum valmúum. Mikiö sólskin og hiti, margir litir. Og nú, þegar sumarið var hérumbil liðið, bar henni þennan gæfudag að höndum. Og meðan Johnnie virti hana fyrir sér, fór hann að hugsa um, hvemig það væri að vera án hennar. Hann hafði kynnzt henni og orðiö ástfanginn af henni á tæpri viku. Og svo mundi hann aldrei sjá hana framar. iKVÖLDVÖKUNNI IftlS Það var í spurningaþætti, ai® einn þátttakandinn var beðinn að nefna vinnu, sem líkleglj væri að blotna við. Stúlkan, sem spurð var, svaraði sam-* stunais: — Barnfóstra * Þungavigtarboxari neitaðf algerlega að láta múta sér me$ 1000 dölum til að falla í annarrf lotu fyrir mikið auglýstum ný- liða. Skýring hans var þessij — Eg hefi aldrei staðlð þac til í annarri lotu ennþá og eg ætla ekki að fara að taka upfl á því núna. Samt olli eg Joe Louis fjandans áhyggjum þeg- ar eg slóst við hann, bætti hann við. — Hann hélt að eg væri dauður. j ★ 1 Það var í glímukeppni annx ai’s flokks, að bardagamönnun- um hafði algerlega mistekizt að fullnægja blóðþorsta áhorfend- anna. Keppendurnir virtust miklu fremur vera að dansa rúmbu en að glíma, þeir sner- ust hvor um annan þreytulega og skiptust ekki á neinum pústrum. Þá herðist allt í einu rödd: — Farðu nú í hann, þarna rumur. Þú hefir vindinn með! þér. E. R. Burroughs iV/jVx/JyXsJ - TARZAN - 2604 I . Tarzan var leiddur inn í bústað Veera, sem sat í há- í sæti og horfði grimmum [ augum á apamanninn. Á borði við hlið hásætisins lá staerðar roðasteinn. „Svo þú ert þá maðurinn, sem boðið hefur valdi mínu byrginn,“i sagði Veera. „ímyndai’þúþér að þú getir staðist töframátt roðasteinsins?“ Allt í einu öskraði Veera af tryllingi miklum: „Ósvifni þín skal kosta þig líh þitt!“ SKIPAUTGCRO RIKISINS M.s. HerBubreið austur um land til Bakka- fjarðar hinn 26. þ.m. TekiSI á móti flutningi til Horna- fjarðar, Djúpavogs, Breið- dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarð- ar og Bakkafjarðar í dagi M.s. Esja Farseðlar seldir á föstudag. austur um land í hringferð hinn 28. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarð- ar, Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Mjóa- fjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers, Húsavíkur og Akureyrar í dag og árdegia á morgun. Farseðlar seldir, á föstudag. M.s. SkjaldbreiB vestur um land til Akur- eyrar hinn 28. þ.m. Tekið á móti flutningi til Húna- flóa- og Skagafjarðarhafna svo og Ólafsfjarðar á morgun, miðvikudag. — Farseðlar seldir árdegis & laugardag. V.s.. Skaftfellniguf fer til Vestmannaeyja í kvöld. — Vörumóttaka -i dag. immm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.