Vísir - 22.04.1958, Blaðsíða 5

Vísir - 22.04.1958, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 22. apríl 1958 7fSIB 5 Frakkland: Taka Caullístar * Ahrif SousteBlas og Chaban- Delmas vaxamti. ..katillisfar sömdn vift Riisíisa 1944 gæfu ajerá }>ad 1958". Öngþveitið í stjórmálum Frakklands hefir nú um all- anörg ár verið mönnum mikið áhyggjuefni, og þá einkanlega Frökkum sjálfum og banda- mönnum þeirra. Að margra ætlan vofir nú bvlting yfir í landinu, og einn þeirra manna, sem þar kynni að koma við sögu, segir frétta- xitarinn Maurice Edelmann, í brezku blaði, er Jacques Sous- ialle, sem „þegar hefir komið tveimur ríkisstjórnum á kné“. „Eg kynntist honum fyrst,“ segir hann, „í kvennaskóla í Alsír og fannst hann vera pró- fessorslegur, og hann er líka prófessor — í mannfræði. Hann er fæddur 1912 og gat sér mik- ið orð fyrir námshæfileika í 'Ecole Normale Supérieure, þar sem margir mestu gáfumenn Frakklands hafa stundað nám, og 1937 var hann orðinn pró- fessor við Sorbonne-háskólann og yngstur prófessoranna við þá frægu menntastofnun. Þegar við hittumst í kvenna- skólanum — sem var þá höfuð- stöð de Gaulles — var Soustelle orðinn víðkunur sem höfundur bókar um Indíána Norður- Ameríku, en hann var líka líunnur sem yfirmaður upp- lýsingaþjónustu stjórnar De Gaulles og leyndarstarfsemi hennar. Hann beið. Þegar eg hitti hann í fyrra var hann enn Gaullisti og stund aði enn sín fræði, en það var einn munur. De Gaulle, þreytt- ■ur á stjórnmálaöngþveitinu og eilífri togstreitu og vandræð- um, hafði dregið sig í hlé, en falið sínum beztu mönnum að hlíta fyrirmælum Soustelles. De Gaulle beið eftir kallinu, — sem ekki kom. Hann var að bíða eftir því, að franska þjóð- in breytti stjórnarskránni að amerískri fyrirmynd, þ. e. að forsetinn fengi mikið fram- kvæmdavald. En á meðan De Gaulle beið hélt Soustelle, sem varð landstjóri í Alsír 1955, uppi sókn á hendur tilslökun- armönnum í þeim málum, sem vörðuðu ekki aðeins Alsír, heldur einnig Marokkó og Túnis. ' , m Gagnrýni Soustelles, hvort sem hann ræðir stjórn- arskrána og þing- og lýðræði eða annað, er ávallt byggð á íhugun og þekkingu- hins xnenntaða manns, á ekkert skylt við niðurrifsstefnu manna eins og Poujades. Gagnrýni Soustell es á Bandaríkjunum, sem varð Gaillard að falli, er í París tal- in allt annars eðlis en hama- gangur Paujades gegn Banda- ríkjunum, enda er Soustelle rnaður, sem þekkir Bandaríkin og sögu þeirra, Bandaríkja- menn og lífsviðhorf þeirra og venjuiy . Menn spyrja. Það er engum vafa undirorp- ið, að Soustelle og gagnrýni hans átti mestan þátt í falli Gaillards, og í París spyrja menn nú, hvort núverandi stjórnarfyrirkomulag Fjórða lýðveldisins sé dauðadæmt. Til skamms tíma hafa menn ekki talið mikla hættu á ferð- um þótt talað væru um bylt- ingu og valdatöku— sem ætti upptök sín í N.-Afríku eins og bylting Francos. „Hverjir ættu svo sem að hafa forystuna?“ spyr almenningur í Frakklandi, en þeir tveir menn, sem mest áhrif hafa í frönskum stjórn- málum í dag, af því að þeir skilja fólkið bezt, eru Chaban- Delmas landvarnaráðherra, Gaullisti — og Jacques Sous- telle .Kannske talar það sínu máli, að Chaban-Delmas hefir nýlega kvatt frá N.-Afríku sem ráðunaut sinn Bigeard her- deildarforingja, fallhlífahetjuna sem allir Parísarbúar dást að. Og fráleitt er það út í bláinn hjá þeim, er gera það að höfuð- atriði, er þeir fella ríkisstjórn- ina, að virðing og álit Frakk- lands hafi beðið mikinn hnekki venga afstöðu Bandaríkjanna, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Báðir gera sér grein fyrir, að alger stjórnarfarsleg breyt- ing kann að vera yfirvofandi, eins og oft áður hefir átt sér stað í sögu landsins eftir bylt- inguna. En þar sem lítið ber á bíður De Gaulle, maðurinn, sem Roosevelt veittist erfitt að tjónka við, gat samið við Stalín. Einn þingmaður hægri flokk- anna æpti nýlega við umræðu á þingi: „Heldur rússneska nýlendu- stefnu en ameríska.“ Myndi e. t. v. ekki vekja óánægju í Moskvu. Það er áreiðanlega sá mögu- leiki fyrir hendi, að núverandi stjórnarfari yrði kollvarpað og komið á einræðisstjórn, þar sem De Gaulle hefði einskonar „Hindenburg-Petain hlutverk“ en menn eins og Soustelle og Chaban-Delmas raunverulega hefðu völdin, — og það vekti ekki óánægju í Kreml. Afstaða kommúnista. Það er satt, að Jacques Duc- los, kommúnistaleiðtoginn, varaði nýlega við þeirri hættu, að hægrimenn freistuðu valda- töku, og' meðal vinstri flokk- anna er megn gremja ríkjandi yfir framferði uppivöðslu- seggja Maitre Biaggis, sem hafa hleypt upp fundum hvað eftir annað, en Biaggi er þjóðernis- sinni ög hægrimaður, lögfræð- ingur að stétt. De Gaulle samdi við Rússa 1944. Gætu ekki Gaullistar gert hið sama 1958? Gaullistabylting, völdin ? þyrfti ekki nauðsynlega að draga þann dilk á eftir sér, að kommúnistum yrðd að mæta, að þeir beittu verkfallsvopninu eða öðrum vopnum. Jafnaðarmenn og róttækir myndu mótmæla kröftuglega, en þeir hafa ekki styrk til að afstýra byltingu. Hið eina sem gæti hindrað að slík bylting heppnaðist væri allsherjarvek- fall, en þar sem kommúnistar ráða yfir meiri hluta verka- lýðsfélaganna, er ekki víst að til þess kæmi. Þeir gngu i lið með Sous- telle til að fella Gaillard og stjórn hans. Þeir gætu vel haft samstarf við hann um að koma á nýrri stjórnarfars skipan. Margrét prmsessa setur ftjB'sitt Indúuþintj. Margrét Bretaprinsessa kom til Port of Spain, liöfuðborgar Trinidad í Vestur-Indium í morgun. Var henni fagnað af æðstu mönnum og gífurlegum mann- fjölda. Hún flaug þangað í Britannia-flugvél og ók svo frá flugstöðinni til Port af Spain í opinni bifreið. A morgun setur hún fyrsta þing Vestur-Iindíu sambands- ríkisins. Iflættuástand I Aden. Brezk blöð í morgun ræða horfurnar í Aden, þar sem hættuástand hefur skapast inn- anlands, út af hreyfingu sem miðar að aoild að sambandslýð- veldi Nassers. Blöðin segja, að Bretar hafi lagalegan rétt til þess að vera í Aden og staða þeirra þar sé mikilvæg vegna siglinga og ekki síður vegna varna brezkra olíulinda við Persaflóa. Fréttir frá ísa- firði. Frá fréttaritara Vísis. Sólborg kom á föstudaginn með 220 smál. af fiski til fryst- ingar og herzlu, og 15 smál. af saltfiski. Sumir vélbátanna hafa hætt sjóferðum sakir aflatregðu, en rækjuveiðd er stöðug og góð og er að henni mikil atvinnubót. Elzti íbúi ísafjarðar, Guðrún Eiríksdóttir, 96 ára að aldri, andaðisf 18. þ. m. Sjálfstæiðskvennafélagið á ísafirði hefir safnað miklu fé til starfsemi dagheimils barna. Vísitalan 192 stig. Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnað- ar í Reykjavík hinn 1. apríl s.l. og reyndist liún vera 192 stig. KONA ÓSKAST til afgreiðslustaría í tóbaks- og sælgætisverzlun. Straumnes, Nesveg 33. Sími 1-9832. OrBsending ísl mjolkurlrasnlelBanda frá MjólkureftirEitsmanni ríkisins 1. Varast ber að hella saman viö sölumjólk mjólk úr kúm, sem eru að verða geldar og eiga það skammt til burðar. að mjólkin hefur fengið annarlegt bragð (óbragð). 2. Varast ber að heilla saman við sölumjólk mjólk ÚO kúm fyrstu fimm daga eftir burð. ; Reykjavík, 21. apríl. / Mjólkureftirlitsmaður ríkisins Kári Guðmundsson. Kristinn 0. Guðmundsson hdl. MaltJutmngur — lnnheimta — bainmngsgerð Hafnarstræti 16. — Sími 13193 Ný bók eftir Jóit Dan Almenna bókafélaginu er það mikil ánægja að j geta tilkynnt félagsmönnum sínum, sð fyrsta .] mánaðarbók þess verður ný skáldsaga eftir ungan íslenzkan höfund, Jón Dan. ] Með fyrsta smásagnasafni sínu, Þytur um nótt, í er kom úr.1956, skipaði Jón Dan sér í fremstu röð íslenzkra smásagnahöfunda. — Sjávarföil er lengsta sagan, sem frá honum hefur komið til þessa, um 150 bls. SJÁVARFÖLL er nútímasaga um ungan mann, sem vilt ráða örlömim sírum, saga um mann. sent kemur í dögun með aðfalli og fer um miðnætti, begar sjórinn hefur sigrað hann. SJÁVARFÖLL er í órofa tengslum við jörð og liaf. Þetta er saga um baráttu, þar sem öllu er fórnað og allt tapast nema það, sem mestu varðar. - Bókin er afgreidd til félagsmanna í Reykjavík að Tjarnar- götu 16. Hún fæst auk þess hjá umboðsmönnum og í bóka- verzlunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.