Vísir - 14.05.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 14.05.1958, Blaðsíða 10
VÍSIR Miðvikudaginn 14. maí 1058 ISL CATHERIIME GASKIIVI. Jjhóttir FÖDUR SINS 23 hefði það verið vegna þess, að þú elskaðir mig. Allt hefði farið eins — að öðru leyti en því, að skilnaðurinn hefði farið fram þrem til fjórum mánuðum fyrr. Er það ekki satt, að þú elskir mig, Maura? — Jú, sagði hún. — Eg elska þig. Hann hélt henni frá sér í armalengd og horíði í augu henni. — Eg fór til Lundúna til að heyra þig segja þe.tta. Eg sagði við sjálfan mig, að aðeins ef eg heyrði þig segja þetta, skyldi eg ekki krefjast neins meira. Það var ekki tilgangur minn að hitta þig, að minnsta kosti sagði eg satt, þegar eg sagði þér að eg hefði ekki ætlað að hitta þig. En eg vissi, að eg mundi ekki standa við það. Eg vissi, hvar þú áttir heima. Eg vissi á livaða klúbbum Sir Desmond var. Þetta hefði gerzt einhvern daginn á einhvern hátt. Daginn góða, þarna í garðinum. Eg held, að eg hafi með vilja gengið í áttina til Hannover Terace. En ef það hefði ekki skeð þann dag, hefði það skeð einhvern annan dag. Og eg sannfærði sjálfan mig um, að það væri aðeins til að heyra þig segja, að þú elskir mig. En það nægði ekki nóg, hélt hann áfram og tók fastar um handleggi hennar. — Nú krefst eg mikils meira. Nú nægir mér ekki að heyra þig segja, að þú elskir mig. Það var þess vegna, sem Irene varð að fá að vita það — það er þess vegna, sem eg hef beðið hana að gefa eftir skilnað. — Irene elskar þig. — Já,.... og hún veit, hversu geysilega eigingjarn eg er og hún veit, að eg kvæntist henni vegna þess, að eg hélt, að eg elskaði hana og gaf mér ekki tíma til að gera mér ljóst, hvort þetta var raunveruleg ást eða ekki. Eg hef ekki verið réttlátur gagnvart henni — ekki í neinu tilliti. Og það var þess vegna ekki auðvelt að biðja hana að biðja hana um skilnað. — Hvað sagði hún? — Hún sagði raunar ekkert. Hvorki já né nei. En Irene mundi ekki vilja halda áfram hjónabandi undir þessum kringumstæð- um. Það er vegna þess, að þetta er allt svo ósanngjamt. — Þetta voru mín eigin mistök í upphafi. Hún á ekki sök á neinu. Maura tók hendur sínar af öxlurn hans. — Johnnie! Hefurðu hugsað þig vel um? Hefurðu gert þér ijóst, aö jafnvel þótt þú fáir skilnað, get eg ekki gifzt þér meðan Irene lifir. Hann reyndi að þagga niður í henni. — Eg veit, að þú hefur ekki beðið mig að giftast þér. — En eg segi þér, að eg get það ekki. Hann tók hana aftur í faðm sér. — Er það vegna trúar þinnar? Ef hef -hugsað mikið um það mál. En það breytir engu. Eg elska þig svo heitt, að eg get ekki 'búið með Irene lengur. Hún grúfuði andlitið að öxl hans og hugsaði. Hún hugsaði ekki um Johnnie, heldur um Desmond — og Tom. Hún minntíst leyfistímanna á Rathbeg í bernsku sinni, þegar -hún ók ein með Chris til kirkju á sunnudagsborgna. Henni hafði alltaf fundizt 'það óþægilegt, þegar móðurbróðir hennar kom að heimsækja hana í klausturskólann og börn hans, sem voru eldri en hún. Hún mundi eftir skólaherberginu þar sem litlu telpurnar sátu prúöar og stilltar. Og hún mundi eftir þvi, hvað hún hafði verið j hrædd við biskupinn, sem kom til að ferma þær. Hún minntist þess einnig, þegar kirkjulegur embættismaður, sem kom í heim- sókn, kallaði hana „litla guðfræðinginn okkar“, af því að hún var efst í bekknum. Þetta allt færði henni heim sanninn um, að Johnnie yrði að yfirgefa hana. Skyldi Johnnie geta skilið nokkuð af þessu? Og vissi Johnnie, hversu mikið vald hann hafði? — Ekkert getur breytt ákvörðun minni gagnvart Irene. — Hún veit, hvernig það er okkar á milli. Hún veit, hvað hefur komið fyrir mig og hvað á eftir kemur. Maura leit upp. — Hvað fer á eftir? Hvað áttu við? — Eg fer ekki aftur til fyrirtækisins. — Johnnie! — Til hvers væri það? spurði hann. — hvaða ánægju hefði eg af því? Eftir hálft ár mundi eg leggja af stað á ný. — Eg hélt, að þú værir ákveðinn í að fara heim og reyna að þrguka það af, hvað sem fyrir kynni að koma. — En þá var ekki gert ráð fyrir því, að eg yrði ástfanginn af þér, að eg mundi elska þig svona heitt. Guð minn góður! Eg vildi þetta ekki. Eg elska þig vegna þess, að eg gat ekki við það ráðið. Eg vildi, að eg hefði komizt hjá þessu, en eg var hjálp- arvana. Þangað til þú varst á vegi mínum var eg nærri því sannfærður um, að eg gæti farið heim og byrjað að vinna þar, því faðir minn þarfnaðist mín, en síðustu mánuðina hef eg, komizt að raun um, að það verður ekkert úr því. Nú er öllu lokið. Hann lagði höndina á hár hennar, strauk það aftur og hélt áfram að tala. — Eg hef alltaf vitað, að þótt eg skildi þið Irene mundi eg ekki fá þig. Eg hef ekki hugmynd um, hvert eg á að fara, né hvað verður um mig. En Irene verður að frelsast frá þessu hræðilegu óvissu. Hvort sem hún vill það eða ekki, mun henni líða miklu betur án mín. Það mun taka hana sárt, en það er miklu betra fyrir hana en að búa hálfa ævi sína með manni, sem ekkert er á að byggja. — Johnnie. Þetta er mín sök.... — Hver er að tala um sök? Þú baðst ekki um að vera elskuð. Eg vildi ekki verða ástfanginn af þér. Enginn á sök á því, sem ekki verður hjá komizt. Ef þú hefðir ekki í einu og öllu verið dóttir föður þíns, hefðirðu ef til vill reynt að gera þessa ti'raun' með mér — en þá hefði eg ef til vill ekki elskað þig. Ef eg hefði ekki verið öðruvísi, heldur sá maður, sem eg hefði átt að vera,1 hefði eg ekki setið í knæpunni og beðið eftir að þú kæmir. Maður getur aldrei ákvarðað neitt. Það er alltaí hið óvænta, sem kemur manni út úr jafnvægi. Hann strauk vanga hennar. — Nú skal eg fara. Eg hafði engan rétt til að koma hingað. Þú hefðir orðið miklu hamingjusamari, ef við hefðum ekki hitzt. En eg var of eigingjarn til þess að láta þig í friði og fyrst eg varð að þjást, varzt þú að fá að vita það. Og eg vildi heyra þig segja það. Segðu það einu sinni enn þá. Eg mun alltaf elska þig, Þau kysstust og þrýstu sér hvort upp að öðru af miklu ástríðu. Kossar þeirra voru heitir og mildir. Loks slepptu þau hvort öðru. Án þess að segja orð sneri Johnnie sér við og gekk fram að dyrunum. Maura beið eftir því að heyra dyrunum lokað, en það var þögn. Hún sneri sér hægt við. — Johnnie.... Hann stóð aftur við hlið hennar og vafði hana örmum. —Komdu með mér, Maura. Allt annað er einskis virði. Þú elskar mig. Er nokkuð þýðingarmeira en það? Hann faðmaði hana ástríðufullt að sér. — Johnnie! Eg get ekki komið með þér. Biddu mig ekki um það. — Þú mátt ekki verða óhamingjusöm. ástin mín. Við eigum saman. Allt annað er einskis virði. Gerðu það, Maura, sagði hann, þegar hann sá að hún hikaði: Ástin mín.... Hún fór að gráta. — Við getum það ekki. Eg get það ekki. Tár hennar kvöldu hann. — Við gerum það samt. Við verðum. Eg sleppi þér ekki. Hún hörfaði frá honum. Hún strauk augun með handarbak- inu. Svo strauk hún tárin af kinnv.m sínum. — Eg vil ekki sjá þig framar. Skiluiðu það? E. R. Burroughs ■TAR2AW— 2152 3 Tarzan læddist með varúð opnaði þær gætilega. Hann un af því sem íyrir augu inn íburðarmiklu skrauti, en að dularfullum dyrum og var frá sér numinn af undr- hans bar. Salurinn var bú- það sem dró athygli hans ■ rhest var roðasteinninn. Takmörkun barneigna - Framh. af 3. síðu. eftir fyrirmælum læknana. Það kom í ljós, að engin þeirra 250 kvenna., sem fóru að ráðum lækn 'anna, varð ounguð á tímahilinu. Læknarnir höfðu miklar á- hyggjur af þvi, hvort svo kynni að fara, að konurnar gætu ekki orðið þungaða,*, ef þær tæki pill- urnar inn um lengri tíma. Þessi ótti reyndist ástæðulaus, því það kom brátt í ljós, að þegar kon- urnar h; inntökum, leið ekki á löngi. unz þær urðu þung- aðar. E'kki ríust nein eftirköst fylgja lyfja :kun þessari. Lyfsins beðið með óþreyju. Eins og áður segir eru pillurn- ar of dýrar fyrir allan almenn- ing og mundi mánaðarskammtur kosta um 4 sterlingspund í lyfjabúð, ef fáanlegur væri. Þeg- ar stórframleiðsla hefst, sem væntanlega verður áður en langt liður, ættu pillurnar ekki að vera dýrari en aspirin. 1 mörgum löndum er þess beð- ið með óþreyju að lyf þetta komi á markaðinn. Ekki verðut' svo um þessi mál rætt, að gengið sé fram hjá mót- spyrnu ikaþólsku kirkjunnar gegn takmörkunum barneigna. Hafa kaþólskir hingað til talið það synd að grípa fram í lögmál náttúrunnar á þessu sviði. Nú er hinsvegar að skapast nýtt við- horf til þessara mála og hafa kaþólskir lagt blessun sína yíir vissar aðferðir við takmörkun barneigna og lagt sig fram um að veita mönnum fræðslu um þetta — meðal annars með kvik- myndum. Þannig er mál með vexti, að visindamenn hafa komist að raun um, að þegar eggið losnar úr eggjastokknum, er það ekki í neinum tengslum við blóðæðar í leginu, er færi því næringu og var því ráðgáta, hvernig það afl- aði sér næringar til að það gæti lifað þar um lengri tima. Rann- sóknir hafa loks leitt í Ijós, að eggið fær næringu samt sem áður, nefnilega úr vissum vökv- um, sem umljúka það i leginu. Næring þessi er sykur, sem kirtl- ar i leginu gefa frá sér. Eggið lifir í 24 klst. Sé þessi sykur ekki fyrir hendi deyr eggið og um frjóvgun eft- ir það getur ekki verið að ræða. Þá .kom í ljós, að þessi sykur er e-kki alltaf fyrir hendi, og er hægt að ganga úr skugga um það, hvort og hvenær hann er fyrir hendi. Loks kom það á dag- inn, að sykurinn var þvi aðeins fyrir hendi, að lifandi egg væri í leginu. Eggið lifir aðeins i 24 tíma í leginu og hverfur þá syk- urinn. Væri hægt að ganga úr skugga um. hvort sykur væri í leginu, vai' einnig ljóst hvort lifandi egg væri þar og þar með möguleiki fyrir frjóvgun. Þá fannst aðíerð til að sann- •'vna þetta. Er einskonar plástri haH'ð að maga konunnar í fimm mín.'.tur. Sé sykur fyrir hendi, verður plásturinn grænn á litinn,' annars breytir hann ekki um lit. Sé plásti rinn grænn, skal varast samfarir r.æstu fjóra daga. Þann- ig er hægt r.ð forðast óæskilegar afleiðingar og telja kaþólskir þetta samrín'.mlegt siðalögmál-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.