Vísir


Vísir - 16.05.1958, Qupperneq 9

Vísir - 16.05.1958, Qupperneq 9
Föstudaginn 16. maí 1958 VfóH; 3 „Hestamaðm-“, skrifar í Vísi fimmtudaginn 8. þessa mán- aðar. Miklu skip!.;r, ef mál er fram borið, h'rer málstaðinn kynnir. Ekki er það sökum þess að sannleikurinn verði annar við annars manns flutning heldur vegna þess, að sumra hluti get- ur þessi og þessi maður ekki vitað. ólæs fáviti -er ekki við- mælandi um atómrannsóknir. Og nú ræðir ,,Hestamaður“ í Vísi um hrossamálefni, en þar ætti nú að vera öðrum málum svör að gefa. Hvað þýðir orðið hestamað- ur? Það orð hefir verið notað um ólíka menn og stundum þótt réttnefni en aðra tíma skrum- heiti. Hestamaður var að réttu talinn Jón Ásgeirsson á Þing- eyrum, en hann er nú flestum ókenndur orðinn nema af af- spurn, þar sem þeir menn verða að vera hartnær áítræðir, sem sáu hann svo vaxnir og viti bornir að treystandi sé til að hafa þá haft eftirtekt og dóm- greind á manni og hesti. Annar slíkra manna var Hesta- eða ReykjalBjarni Jó- hannesson og muna hann fleiri sökum síðari ævidaga. Ef miða skal við þessa menn og þá, sem finnast kynnu svipaðir í sögu og framtíð (enginn þekkist í nútíð), þá leyfist víst hverj- um, sem er að draga í efa rétt greinarhöfundar til undirskrif- aðs heitis, svo glæsilegar gáfur og afrek í faginu ættu ekki að hafa dulizt. En þótt hann aldrei nema væri aðeins að eigin dómi hestamaður eða hestamaðúr meira af vilja en mætti, þá sannar það-ekki, að skoðanar- gerð hans og niðurstöður, séu ekki orða verðar til samþykkis eða ágreinings og er þá fyrst fyrir að gera sér nokkra grein fyrir íslenzkum hrossum, hlut- verki þeirra og umhverfi. Skal nú til hætt að ræða það nokkuð. Árið 1784 heldur en ’85 fluttu frá Tungu í Fnjóskadal að Hjaltadal í sömu sveit hjón- in Dínus nokkur og kona hans með einhver börn sín smá. Engum mun þurfa að segja, hvernig þau hjón muni hafa verið framg.engin á því vori, sjálf eða búfé þeirra, er ólík- legt, að farangur þeirra hafi mikiil verið. en þar sem þau fluttu af einbýlisjörð á aðra slíka, þá hafa þau orðið að hafa nokkurn fiutning, þar sem ekki varð til annarra sótt það, sem hafa þurfti til matar og starfa, báru þau hjón sjálf það, sem þau ekki gátu flutt á kinn- óttri meri tveggja vetra gam- alli, einu hrosseign búsins. Ekki segir frá, hve oft var farið á milli, en þaðan mætti vera orðtakið: „Það er ekki öðrum að ýta en trippinu hvíta.“ Varla þarf að bera undir „Hestamann“ Vísisgreinarinn- ar, hvort fóður og meðferð hafi þar verið Hamborgarhæf, en mætti kannske víkja til hans spurningu um, hvort hefði átt að verða fyrir þjökuninni, fólk- ið eða færleikurinn. Þar sem nú ,,Hestamaður“ er ekki mér svo nærri að geta : svarað um hæl má upplýsa það, sem sagnir í Fnjóskadal birta um niðurstöðu flutningsins, en það er þetta: Mevin varð fjör- gömul og formóðir mikilla ætta , og Dínus í Hjaltadal og ^kona hans komu upp börnum sínum til starfs og dáða. Voru þau ýkjulaust mörg hver ^ sveitaprýði og afkomendur þeirra jafnvel hlutgengir í höf- uðstacnum, þeir sem þangað hafa lent. i | Svo langt mál þá um líðan rnanna og mera norður þar og verður sú ályktun ein af dreg- in, að lifið svari kostnaði, mað- an því er lifað. Svo verður að teljast á meðal manna, því þeir eru þekktir að því að gera sig af með tóruna, ef mjög illa líkar, en er hálfu frekar víst á meðal skepna og gróðurein- staklinga, sem sum'a varla, en flesta alls. ekki, hendir það að þurfa að búa við smán og harma, sem eru þyngst mein mannheima og næstum ein- vörðungu þar, þótt svo líti út sem vitrir hestar og góðir hundar kunni bæði að blygðast sín og sýni jafnvel sorgarvott, þótt ekki hendi þá verra en að missa frá sér íslenzkan mann, en að þvi er látið liggja í Vis- isgreinini, að slíkra sé lítt að sakna frá skepnuumhirðu. Hér að framan hefir verið dreginn í efa réttur „Hesta- manns“ til hins virðulega starfsheitis, sem hann auð- kennir sig með, skiptir slíkt að vísu engu máli nema ef þeirri skoðunargerð fylgdi vantraust á þekkingu hans á hlutverki og eðlilegum kjörum íslenzkra hesta. Um sumt af því þarf engan að rengja. Allir vita að hross hafa verið vinnugripir og eru enn og það með, að sem slíkir eiga þeir skilið forsjá fulla og umönnun um hagsæld sína engu síður en fólkið, sem nýt- ur þeirra og notar þá. En þótt þar hafi vissulega mikið á brostið, þá eru þar dæmi fyrir og upp fyrir sig sótt, því sjálfur drottinn allsherjar elur ekki allar mannkindurnar til feg- urðar né strykins hárafars, þótt haldnar séu þær aðaltilrauna- dýr hans, en rétt er það hjá greinarhöfundi, að þar færi vel að bæta úr og líklega hjá báð- um. Þar skal ekki úrtölum við beitt. En lögun sú geiist ekki með kröfurn einum um að svelta í sinuhögum eða við alla húsvist allt fram í gróindi. öll þau hross, sem út voru flutt í vetur þótt á vetri væri. Aðbúnaður að hestum væri heldur ekki viss með að batna, þótt hestaeigendur þeir sem til eru, væru gerðir þeirri eig'n sinni fátækari, sem hverfa myndi ef 31000 hross væru skorin niður í þá tölu, sem nú hafa notaðir vinnuhestar. Jafnvel þótt það dyggði til lögunar með þá, sem lifðu af niðurskurðinn, þá skortir ..Hestamann“ þekkingu eða at- hygli til að reikna með öðrum hlutverkum íslenzkra hrossa en vinnustundum bókfærðum í búreikningum eða skemmtana- kostnaði. Þeir eru happdrætti búaliðsins, æintýri heimaaln- ingsins og manndómsraun eða kannske sérstaklega mann- kostaraun tamningamanns og notanda auk áður nefnds eigna- auka, sem er nokkur, hvort sem gripurinn er tekinn til tamningar eða átu og mun vera stjórnarskrárverndaður með öðrum eignarrétti. Þá er enn óskoðað hvað ís- lenzkur hestur er íslenzkum högum, en um það má lesa hjá Magnúsi Ketilssyni sýslumanni í ritlingi háns um hagbeit, og hefir hann boðið fræðslu sína síðan um 1770 og sannast víð- ast þótt landsárir beitarsvíð- ing'ar vilji ekki viðurkenna. En niðurstaða Mag'núsar og ann- arra slíkra byggist á því að gras, sem búið er að tyggja og melta og skila til jarðar aftur er fljótvirkari gróðurnæring en hitt, sem stendur trénað og blaktandi kannske árum sam- an, þótt það aldrei nema hafi í fyrstu verið þurefnisríkara. Segja má, að þeir hinir mörgu, sem nú ’vilja íslenzka hseta af jörðinni flesta eða alla, hafi það til síns máls að hvorki éti kýr né fé stráin, sem hross- in grípa upp í sig, sem og hitt, að unnt sé að ofbjóða beitar- þoli lands, kemur það helzt til álita á uppblásturssvæðum landsins, en þá er það ekki hrossið, sem spillir, heldur sauðkindin og geitin. Ef það er rétt, sem haldið er fram af ýmsum, að jarðvegsmyndun á grjótum íslands byggist á fok- hindrun skóglenda þá væri þjóðarhagur hvað það snerti, að hætta sauðfjáreign að mestu um sinn og ala allan lýðinn á stóð- hrossakjöti á meðan ilmbjörk væri að sá sér út og sprotast upp fyrir kindakjaftana. Þau málefni önnur, sem þar koma til álita, heyra ekki undir hrossaútflutning né hárafar Hamborgarhesta. En ef stóðið er bændum til . dómsáfellis fremur en önnur misvel hirt mannleg viðfangsefni, skepnur, sem þó er reynt að gera alla framkvæmanlega úrlausn, hvað mun þá um hreindýrin, sem enginn sinnir um eða refinn við eitrið eða valinn, sem rjúp- an drepst frá alltaf öðru hvoru, eða rjúpuna sjálfa? En reynum nú að rekja hið eiginlega vandamál: Uppgjör hrossanna á sæld og sulti við menn og tíðarfar. Gerum ráð fyrir, að líðan stóðflotans á landinu væri yfir sumarmánuð- ina hæfilega ákveðin með ein- hverri nokkuð hárri tölu ein- kunnastígandi t. d. +8 eða + 10. tlver myndi þá treysta sér til að finna tilsvarandi hlut- fallstölu á mínusinn fyrir vet- urinn? En það er fyrst að þeirri tölu fundinni, sem vitað verður hvort hrosslífið geíur sælu- reikningi jarðarinnar tjón eða ábata. Gæti þá og herra „Hestamaður“ sín að hvorki steli hann unaði reiðhests síns af hreyfingu frelsi og leik frá honum og geri hann að bjána- legri básstirðri hel-þrúgu eða ríði undan honum lappirnar á fylliríistúrum á hörðum bílveg- um, en hvorttveggja þetta er svo þekkt og algengt að óvíst er að hrossaræktarráðunatur ríkisins komi út á erlendan markað þótt hann notaði til þess bæði sumur og vetur jafn- mörgum hrossurn og sjálf- nefndir hegtamenn hafa drepið annað hvort á stöðum eða a£ reið nema saman hafi farið. Enn mætti fá sér til um- ræðu sjálfa siglingu hestanna I vetur: sjóveiki þeirra, hræðslui og hnjask og reyna þá að gera sér grein fyrir hvort muni bera meira að meta frelsun þeirra frá íslenzkri illmennsku eða þennan síðasta búhnykk lubba- skaparins: að brjóta lög á blessuðum skepnunum og senda þær á sjóinn á vetrardag. En þar fer eins og áÖur. Eg treysti hvorugum okkar „Hesta- manns“ til að vita þar rétt, eH honum vel tl að hyggja rangt, einkum vegna þess að það virð- ist ekki verulega rökfast, e£ hann telur vetrarlíðun íslenzkrai hesta mjög illa, að telja þá ekki líka einni hörmungarferð kost- andi til að losa þá að fullu við endurtekningu slíkra vetra'. Mestu munar þó fyrir folöldin, þau eiga að öllu sjálfráðu lengstan tímann eftir við mannkosti sveitamannsins, Frh. á 10. s. r&Yiisrf. SF. C. A.ndersen : Það er alveg áreiðanlegt - 2. Uglumamma blakaði vængjunum og sagði: „Að heyra þetta. Ein af hænun- um reitir allar f jaðrirnar af sér og lætur hanann sjá það. Þetta skal ég svei mér segja nágrannauglunni, hún er svo siðvönd ugla.“ „Úhú, Úhú,“ heyrðist í þeim til dúfnanna í dúfna- skýlinu á húsi nágrannans. „Hafið þið heyrt það? Hafið þig heyrt það? Það er hæna, sem reitir af sér allar fjaðrirnar vegna han- ans. Hún frýs í hel, ef hún ler þá ekki þegar dauð.“ „Hvarf? Hvarf?“ kurraði í dúfunum. „1 húsi nágrann- ans. Eg sá það með eigin augum. Það er alveg áreið- anlegt.“ Og dúfurnar létu söguna ganga til allra dúfn- anna. „Það er hæna, já, sumir segja tvær, sem hef- ur reitt af sér allar fjaðr- irnar, til þess að láta han- ann lítast á sig. Þetla er hættulegt. Það er hægt að ofkælast og fá hita. Og þær eru báðar dauðar.“ „Vakn- ið!“ galaði haninn. „Það eru þrjár hænur dauðar af ástarsorg. Þær reittu alla fjaðrirnar af sér. Þetta er ljót saga, en hún verður að berast.“ „Látum hana ber- ast, látum hana berast,“ tísti leðurblakan. Svo flaug sagan frá einu hænsnahús- inu til annars og var að lok- um aftur komin þangað sem hún byrjaði og þá var hún þannig að allar fimm hænurnar hefðu reitt af sér fjaðrirnar til að sýna hver þeirra væri orðin mögrust af ástarsorg til hanans og svo hjuggu þær hver aðra til dauða. Hæn- an, sem hafði misst fjöðrina þekkti auðvitað ekki sög- una og vegna þess að hún var siðlát hæna sagði hún: i „Eg fyrirlít svona hænsni, og þau eru víst fleiri tiL Það er ekki hægt að þegja yfir svona nokkru og eg skal gera mitt til að það komi í blaðinu, svo húrt fréttist um allt land. —- Hænsnin hafa verðskuldað það og fjölskyldan líka.“ Það er alveg áreiðinlegt að ein lítil fjöður getur orðið að fimm hænum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.