Vísir - 30.05.1958, Qupperneq 11
j'ostudaginn 30. maí 1908 '
i£v
VlSI B
11
Knattspyrna:
KR. Reykjavíkurmelstarí.
Valgerður Árnadóttir Hafstað.
Vaigerðar Á. HafstaB.
Málverkasýning Valgérðar
Áraadóttur Hafstað var opnuð í
gærkyöldi í Sýningarsalniun i vgeis opin írá kl. 1 til 77 e.h.
Ingólfsstræti að viðstödduni
fjölda gesta.
Nokkrar myndir eru þegar
seldar. Sýningin opnar kl. 1 í
dag fyrir aðra gesti og er opin
til kl. 10 i kvöld en verður fram
iiPÍ
•'/t'MViV*
Pantaðar trjaplöntur
verða að sækjast fyrir hádegi á laugardag á Grettisgötu 8.
Skógræktarfélag Reykjavíkur.
Skógrækt ríkisins.
NÝKOMIÐ
RÚÐÖGLER
3 m.m. og 4 m.m.
Selt í heilum kössum.
á
BfYHJAVÍH
SKRIFSTOFUSTÚLKA
ÓSKAST
Opinber stofnun óskar eftir að ráða skrifstofustúlku nú
þegar. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf,
óskast sendar afgreiðslu blaðsins merktar: „S/“ fyrir 1.
júní n. k.
I gærxvöldi fór fram úrslita-
leikurinn í Reykjavíkurmóti
meistaraflokks. Áttust þar við
K.R. og Fram og lauk leiknum
með sigri K.R. 2:1, sem tryggði
sér þar með titilinn: „Bezta
knattspyrnufélag Reykjavíkur
: 1958“,
í
Margt manna var á vellinum,
og er langt síðan jafnmargir
áhorfendur hafa verið við-
staddir leik milli tveggja
reykviskra liða.
Leikurinn var fjörugur og
spennandi, en einkenndist
nokkuð af taugaspenningi, eins
og títt er um úrslitaleiki.
Framarar gerðu fyrsta mark-
ið, og var þar að verki Björgvin
miðherji, sem skoraði með
skalla eftir góða sendingu frá
Skúla Nielsen. K.R.-ingar jöfn-
uðu snemma í síðari hálfleik úr
vítaspyrnu, sem Gunnar Guð-
mannsson skoraði örugglega úr.
Sigurmarkið skoraði svo Ellert
Schram með glæsilegri koll-
spyrnu í bláhornið.
K.R.-ingar voru vel að sigr-
inum komnir. Þeir börðust eins
og ljón allan tímann, þrátt fyrir
að þeir yrðu fyrir því óhappi,
að tveir þeirra beztu manna
yrðu óvirkir vegna meiðsla.
Þórólfur Beck varð að yfirgefa
leikvanginn í fyrri hálfleik, og
Gunnar Guðmannsson meiddist
í síðari hálfleik og gat lítið beitt
sér eftir það.
Framarar hafa mikla breidd
í meistaraflokki; sagt er, að
þeir geti stillt upp tveimur
jafngóðum liðum. Liðið, sem
þeir tefldu fram á móti K.R.
var ekki það sterkasta, að mínu
áliti. Maður saknaði Grétar Sig-
urðssonar og Rúnars Guð-
mannssonar.
Beztu menn K.R. voru Gunn-
ar Guðmannsson, sem var jafn-
framt bezti maður vallarins,
meðan hann gekk heill til skóg-
ar, og Garðar Árnason fram-
^ vörður, sem lék af Iagni og
viti allan tímann.
Framliðið var nokkuð jafnt
j með Henrik framvörð og Guð-
I mund Óskarsson sem beztu
menn. Karl Bergmann var
einnig nokkuð drjúgur.
Það má segja um K.R.-inga,
að nú vænkist hagur Strympu.
í fyrra voru þeir ekki nema
Hársbreidd frá því að falla nið-
ur í 2. deild, en nú skjóta þeir
öllum knattspyrnuliðum höfuð-
jborgarinnar aftur fyrir sig.
Þetta má eflaust þakka því, að
nú hafa þeir fengið Óla B.
Jónsson aftur sem þjálfara.
K.R. hlaut 8 stig í mótinu,
skoraði 12 mörk gegn einu.
Fram hlaut 6 stig, Valur 4, Vík-
ingui' 1 og Þróttur 1.
Dómari í leiknum var Ingi
Eyvinds.
Ó. H. H.
Frakkland -
Frh. af 1. siðu.
átt neinn þátt i því, sem hers-
höfðingjarnir í Alsir tóku sér
fyrir hendur og ekki reynt að
hafa þar áhrif á gang mála, og
loks lýsir De Gaulle yfir, að
hann taki þvi aðeins við völd-
um, að hann fái meirihluta
þings til stuðnings við sig og
stjórn sína.
Afstaða Rússa.
Talsverða athygli vekur, að
Voroshilov forseti Sovétríkj-
anna notaði tækifærið í gær-
kvöldi í móttöku í finnska
sendiráðinu, til þess að láta í
ljós álit sitt á De Gaulle. Ha'nn
sagði, að hann hefði ástæðu til
að ætla, áð meira illt en gott
myndi af því leiða, fyrir
Frakkand, ef De Gaulle tæki
forustuna. En finnska frétta-
stofan, sem birtir tilkynningu
um þetta, segir hann hafi bætt
við, að ef hann reyndist vinur
Frakklajids yrði að fallast á
hann.
Kristinn 0. Guðmundsson hdl.
Málflutningur — Innheimta — Samningsgerð
Hafnarstræti 16. — Sími 13190.
2-3 duglega menn
vantar strax til handfæraveiða á stóran og góðan bát.
Uppl. í kvöld og annað kvöld í síma 50456 og í dag og á
morgun í síma 1-1452.
„Valdataka“.
Meginfréttir allra brezkra
blaða í morgun og ritstjórnar-
greinar eru um Frakkland og
horfurnar þar. Times segir, að
svo hafi virst í gær, sem það
gæti aðeins orðið nokkurra
klukkustunda bið á því, að
borgarastyrjöld brytist út í
landinu, en er leið að kvöldi
hafi jafnaðarmenn verið orðnir
mjög hikandi, og þótt óvissa
ríkti þá um afstöðu þeirra,
hefðu líkurnar verið meiri fyr-
ir, að þeir sættu sig við De
Gaulle, þar sfem ágreiningurinn
milli ílokkanna, sem De Gaulle-
, telur orsök öngþveitisins, virt-
ist ætla að leiða til hernaðar-
legrar íhlutunar við forustu
hershöfðingjanna í Alsír. —>
Blað verkamanna Dailey Her-
ald birtir ritstjórnargrein, sem.
það nefnir „Valdataka“. Þar
segir, að margir þeirra, sem
hefðu átt að verja lýðræðið,
hefðu gefist upp. Ennfremur
segir þar, að ekki sé fordæmi
fyrir því í sögunni, að ríkis-
forseti hafi sent þjóðþingi slíka
úrslitakosti sem Coty, en þeir
hafi í fáum orðum verið:
De Gaulle — 1
cða borgarastyrjöld.
De Gaulle —
eða eg biðst lausnar.
Hótanirnar
frá Alsír.
Manchester Guardian segir,
að þegar hótað var frá Alsír,
að drepa sérhvern þann, sem
vildi verja núverandi lýðræðis-
fyrirkomulag, hafi Coty forseti
beitt öllu áhrifavalda sínu til
þess að fallist væri á, að De
Gaulle tæki forustuna, og þann-
ig væri tekin hinn betri kostur.
af tveimur illum. -— Scotsman
segir, að það muni ekki draga
úr hættunni af borgarastyrjold,
að De Gaulle taki við, heldur.
auka hana.
Eiturbikarinn.
Daily Telegraph telur sig
hafa ástæðu til að ætla, að
sumir jafnaðarmenn a. m. k.
vilji samfylkja með kommún-
istum gegn De Gaulle — en til
þessa hafi þeir alltaf neitað, að
drekka úr þeim eiturbikar. —
Afleiðingar slíkrar samfylking-
ar yrðu geigvænlegar. Daily
Mail telur hinsvegar, að De
Gaulle geti látið sem kommún-
istar séu ekki til, er hann geng-
ur fyrir þjóðþingið. Enn sé
von um, að friður haldist og nú
ættu hvatningsorðin ekki leng-
ur að vera Lifi De Gaulle, held-
ur Lifi Frakkland.
mm
KSÍ-KRR-ÍBR
Einn af stérleikjnm ársins
cr á morgun, laugardag kl. 5,30 á Melavellinum.
ík — Akraiies
Bómari: Hannes Sigurðsson. — Línuverðir: Ingi Eyvinds og Halldór Sigurðsson.
Verð aðgöngumiða: Síúka kr. 30,—, sæti kr. 20,—, stæði kr. 15,—, barnamiðar kr. 3,00.
Sala aðgöngumiða hefst á laugardag.
Athugið, að
mótabækur K.R.R.
fást í sælgætisturninum
á íþróttavellinum,
Bókabúð Blöndals,
í Vesturveri og
Bókabúð
Braga Brynjólfssonar.
MOTANEFNÐIN.