Vísir - 04.06.1958, Blaðsíða 9

Vísir - 04.06.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 4. júní 1958 V t S IR JL George Gallup: Beityiis sannleika fSltiíil Rússar eru fullan mannsald- ur á undan olikur í áróðurs- þekkingu og kunnátíu í að beita áróðri. Sagt er að þeir verji árlega 1—2 milljörðum dollara til dreifingar honum. Eg lét því eitt sinn í ljós við þingnefnd, að 5 milljarða fjárveiting til hervaeðingar — skriðdreka, fallbyssna og herskipa — myndi reynast víðs fjarri því að vinna lokasigur á kommún- isma samanborið við það, ef sömu upphæð væri varið til hugtaksfræðilegs (ideological) hernaðar. Fjárveitingar einar, þótt stór ar séu, veita auðvitað enga tryggingu fyri r sigri í hinu kalda stríði. Við verðum að hafa mikilvægan boðskap að flytja, og einnig jafngildis nauðsynlegan. Við verðum að ganga úr skugga um, að hann sé áhrifamikill, áður en við veitum fé í þessu skyni. En ekki er hægt að hafa áhrif á fólk nema til þess náist, og í því felst kostnaðurinn mestur. Eg bar eitt sinn fram þá kenningu — eða heilræði — að bezta og öruggasta leiðin sem fylgja bæri í hugtaks- fræðilegum hernaði, væri, a. m. k. á voru núverandi þekk- ingarstigi, að fylgja reglu skot- árásar í stríði. Við þurfum að hitta sem flesta, ná til fleiri þjóða og oftar, og flytja þeim betri boðskap en fjandmenn- irnir. Allmargir myndu helzt vilja skjóta algerlega skolleyrum við öllu tali um slíka baráttu um hug manna og hjarta. Vona margir að hernaðarstyrkur muni Ieysa allan vanda í áróð- ursstarfi voru. En hugsjónum verður eigi „kálað“ með V.- sprengjum. Það er því sama, hvernig þetta er reiknað, ódýr- asta leiðin og áhrifaríkasta í viðskiptum við rússneska kommúnista er að andæfa þeim og stöðva allar árásir þeirra í hugtaksfræðilegum hernaði. Hafi kommúnistar unnið eitthvert land með áróðri og glundroða, er það okkur glatað jafn óbætanlega og þótt við hefðum misst það í raunveru- legri styrjöld. Okkur sést yfir þann raunveruleika, að við getum glatað mörgum vinum vorum og bandamönnum allt að því á éinni nóttu. Allt sem gerist hjá einhverri þessara þjóða, er aðeins kosningar, sem veita kommúnistum nægilegan atkvæðafjölda til að hrifsa stjórnarvöldin í sínar hendur. Annar raunveruleiki sem virðist hafa dulizt stjórnarfor- ingjum vorum og stjórnmála- mönnum, er sá að fullnaðar- sigur í nýrri heimsstyrjöld myndi ekki ljúka hugtaks- fræðilegri styrjöld. Hugsum okkur aðeins það viðhorf, að við og bandamenn vorir ættum að horfast í augu við þann raunveruleika og ætla okkur að reyna að bæla niður kommún- S*'< f>3 isma í herteknu Rússlandi og Kína. Slíkt viðfangsefni myndi ekki aðeins reynast óvinnandi, heldur einnig myndi andspyrn- an eflast og harðna um allan l.'elming. II. Rök gegn áróðri. Þeim rökum er iðulega beitt gegn hæfilegum áróðri, að við þuríum alls ékki á neinu á- róðursstarfi að halda, þar eð vérkin tali hærra en orðin tóm. En bezta sönnun þess að þetta sé alröng ályktun, er hinn geysilega árangur af ágengni kommúnista í Asíu, Afríku og Evrópu. Verk kommúnista og efndir eru venjulega þveröfug við orð þeirra. Önnur rökfærsla er sú, að , okkur beri ekki að hreykja okkur né hafa hátt, fyrr en við höfum gert hreint fyrir eigin dyrum. Væri þessari reglu fylgt út á æsar, ættum vér enga presta né prédikara kristin- dóms — nema heilagmennin. Þá myndu engar auglýsingar sjást né heyrast sökum þess, að enn er engin vara fullkomin. Enn einum rökum er beitt sökum þess misskilnings, að áróður þurfi nauðsynlega að heita lygi. Úrslit þessara raka verða því, að við eigum að forð- ast áróður af siðferðilegum á- stæðum, þótt elcki væri annað. Göbbels og hinir nýtízku rússnesku jafningjar hans hafa valdið því, að almennt er tal- inn slæmur þefur af orðinu áróður. En mikilvægasti og áhrifamesti áróður heims, eins og til dæmis kristnin beitir, er og verður að byggjast á sann- leika. Margendurtekin lýgi get- ur blekkt marga; en mörgum sést yfir, að marg-endurtekin sannleikur nær auðveldlega sterkari tökum en lygi. Lokarökin verða þá á þann veg, að við eigum ekki að verja milljörðum dala án þess að vera öruggir um árangurinn. Eg er fyllilega samþykkur þeirri á- lyktun. Og hér kemur rann- sókn til sögunnar. Sá eini vett- vangur sem okkur ætti að vegna betur á heldur en Rúss- um, er fólginn í rannsóknar- aðgerðum okkar og endurmati á áróðri. Við þurfum ekki að eyða milljónum í málefni, er síðar myndu reynast ónothæf og á- rangurslaus. Með rannsókn og athugunum getum við komist að öruggri niðurstöðu um það, < hvert hinna mörgu undirstöðu- atriða muni reynast árangurs- ríkast. Við getum fundið beztu leiðana og beinustu til að útmá' algerlega óvina-áróðurinn. — Við getum frá upphafi vitað, hver vinna muni áróðurs- stríðið. Þekki eg þjóðþing vort rétt, mun reynast erfitt að fá hæfi- lega fjárveitingu til þessara framkvæmda í náinni framtíð. Beztu vonir okkar felast þá í því að sýna með fáeinum ein- földum tilraunum, hvað hægt sé að gera. Með þolinmæði og látlausu starfi getum við ekki aðeins veitt löggjöfum vorum dýpri skilning á viðfangsefn- um kalda stríðsins, heldur einnig vakið trúnað þeirra og traust á því, að okkur muni1 takast að bera sigur af hólmi. [ Ðómswnál ftjrr otj nú: Tveir líflátsdómar kveðnir upp hér á landi frá 1880. Á hverju ári eru nær 6000 íslend- ingar kærðir fyrir einhverjar sakir. Á árabilinu 1946—52 voru 41275 menn kærðir liér á landi fyrir ýmsar sakir, en það svarar til þess, að nær 5900 manns hafi verið kærðir á ári hverju til jafnaðar. Langfæst þessara mála hafa þó komið til dómskvaðningar, eða aðeins rúmlega 7% kær- anna. Hinar kærurnar voru ýmist afgreiddar með sátt, á- minningu eða niðurfellingu málsins. Langmest er um brot gegn áfengislögunum, eða nær helm- ingur allra kæranna. Einnig er mjög mikið um brot gegn bif- reiða- og umferðarlögunum, eða samtals 6256 á þessu tíma- bili. A framangreindu árabili, þ. e. 1946—52 voru kveðnir upp dómar yfir 1372 mönnum vegna brota á hegningarlögunum. Af þeim var 101 sýknaður, en 1271 sakfelldur. 3.3% þeirra voru konur (45 talsins). Meg- inið af þeissum dómum er kveðið upp í Reykjavík, eða 83.7%. Rúmlega 70% hinna sakfelldu eru innan tvítugs- aldurs. Þess má geta til nokkurs fróleiks, að á árinu 1881— 1920 voru tveir menn dæmdir til lífláts á íslandi, en lífláts- refsing var ekki numin úr gildi fyrr en 1928. Hinsvegar er meir en öld liðin frá því er dauðarefsingu var siðast full- nægt hér á landi. Skilorðsbundinn dóm fengu 407 af þeim 1271, sem sakfelld- ur var fyrir brot á hegningar- lögunum árin 1946—52. Tíð- astir eru slíkir skilorðsbundnir dómar þegar um er að ræða þjófnaði í fyrsta sinn. Á þessu tímabili voru 776 eða nær % sakfelldra, sviptir kosningar- rétti og kjörgengi til opinberra starfa. Gjaldþrot hafa verið 84 á þessu timabili á öllu landinu og 54 þeirra í Reykjavík. Hæstiréttur kvað upp sam- tals 927 dóma á þessum árum, eða 132 til jafnaðar á ári. Af því voru 270 dómar í opinber- um málum, en 657 í einkamál- um. í 386 hæstaréttardómanna var undirréttardómur stað- festur. Eftir dómsmálaskýrslum að dæma virðast Skaftfellingar vera friðsamastir og seinþréytt a'stir til vandræða, ef dséma skal eftir einstökum sýslum því þar bárust aðeins 9 kærur í opinberum málum á árunum 1946—52 og dómur ekki upp- kveðinn í neinni þeirra, heldur voru öll málin afgreidd með á- minningu eða sátt. Næst kem- ur Dalasýsla með samtals 13 kærur á þessu árabili og þau mál einnig öll afgreidd með sátt. Svipuðu máli gegnir einn- ig með einkamál í þessum sýslum. í Dalasýslu var aðéins 1 slíkt mál afgreitt á þessum tíma en 2 í Skaftafellssýslu. M. CL A.ndersen : EITTHVAÐ. Nr. 3 ”3 • Svo kom snillingurinn, fjói'ði bróðmnn, sem vildi finna upp eitthvað nýtt, eina hæð enn„ en honum tókst það ekki. Hann hrap- aði og hálsbraut sig, en hann fékk virðulega útför. Nú var hann dáinn alveg eins og bræður hans þrír, en hinn síðásti, þessi með vangaveiturnár lífði þá alla. Hann var svo skyn- samur, sögðu meiin. En þar kom að hann dó og stóð úti fyrir dyrum himna- ríkis. Hann stóð þarna með annarn sál sem einnig ætlaði sér til himnaríkis og það var engm önnur en hún Margrét gamla úr húsinu við ána. „Hvermg stóð á því að konan hafði yfir- gefið jarðlífi.ð,“ spurði hann. ,,Eg veit það í laun- inni ekki,“ sagði gamla konan, „en það var harð- ur vetur. Allt fólkið úr þorpinu fór út á ísinn. Þar lék það sér vio skautahlauþ og dans. Frá húsinu mínú sá eg að bliku dró upp á himininn við sjóndeildár- hringinn. Eg þekkti þessa bliku og vissi að hræðilegt óveður myndi skella á mn- an stundar og að veðrinu myndi fylgja ógurlegl flóð. Eg kallaði til fólksins eins hátt og ég gat en það heyrði enginn til mín.. Þá gaf guð mér þá hugmynd að kveikja í húsinu. Mér tókst það og komst sjálf út úr lúsinu en lonarmr voru á hælum mér. Fólkið á ísnum sá að kviknað var í húsinu og hljóp nú allt hvað af ók til að hjálpa mér, aum- ingjánum. Þá heyrðust utan af ísnum brestir eins og fallbyssuskot og hann brotnaði, en fólkinu var borgið, það var komið upp á ströndina áleiðis til húss- ins.“, Þá opnaðist hlið himmsins og engillinn leiddi gömlu konuna mn fyrir. „Þetta var það sem greiddi götu gömlu konunnar til ! himnaríkis. „Hvað er það, sem á að greiða götu þína? Þú hefur ekki einu smni búið til múrsteina, hvað þá meira.“ Þá sagði gamla lconan: „Bróðir hans gaf mér alla steinana sem ég notaði til að búa mér til hús.“ „Bróðir þinn,“ sagði engillinn, „sá er í ráuáinni var minnstur ykkar bræðra gefur þér framlag sitt til himnaríkis. Þér er því vís- að burt. Þú mátt standa hér fyrir utan, en inn fyrir færðu ekki að koma fyrr en þú hefur gert góðverk, gert eitthvað, sem er nokk- urs virði.“ ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.