Vísir - 04.06.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 04.06.1958, Blaðsíða 10
10 VtSIB CATHERIME GASKIM. Ubóttir FOÐUR SINS 37 — Við höfum ekkert tækifæri, Maura. Þú hefur séð það, sem skeði. Irene svipti sig lífi mín vegna. Heldurðu að ég vilji, að fleiri konur geri slíkt hið sama? — En það er mikill munur á þessu. Við elskum hvort ann- að. Ég elska þig. — En Irene elskaði mig lika. — í hamingjubænum, Johnnie. Hann þagnaði. Hún gekk til hans og tók í handlegginn á honum. ! - — Hefur það enga þýðingu fyrir þig lengur, að við höfum elskað hvort annað? — Það mun alltaf hafa m;ikla þýðingu fyrir mig, Maura. Ég hef aldrei hætt að elska þig. ' — Gefðu okkur þá báðum tækifæri. Vertu kyrr í London um tíma. Ef til vill leysir það vandamálin, ef til vili ekki. — Ég get ekki dvalizt hér lengur. Eg get ekki átt það á hættu að eyðileggja líf annarrar konu til. — Johnnie! Skilurðu ekki, að við Irene vorum ekkert líkar. : — Það er ég, sem ekki hef breytzt. — Hvernig áttu við? ' — Ég er sá sami og þegar ég kvæntist Irene. Eg yfirgaf hana stundum mánuðum saman eða tók hana með mér, allt eftir duttlungum mínum. Ég hleyp alltaf á burt frá öllu. Eg hef ekkert breytzt. Ekki hið minnsta. — En ég elska þig. — Ástin er ekki hið eina í þessu lífi. j, — Hún er það eina, sem hefur nokkra þýðingu. — Þetta sagðir þú ekki í Ostende. Þá var það annað, sem hafði meiri þýðingu. Trúarbrögð þín, faðir þinn og Irene. Þetta allt var þér þýðingarmeira en ást þín á mér. — En hvernig geturðu farið án þess að gefa okkur tæki- færi, til að greiða úr þessu? Heldurðu, að ást okkar hafi beðið hnekki v:ið það, sem skeð hefur? Heldurðu að hún sé svo lítil- fjörleg? Hann þrýsti henni aftur að sér. — Þú veizt ekki, hvað þú segir. Ég vil hafa þig hjá mér hverja stúnd ævi minnar. En ég vil ekki hafa þig hjá mér og sjá ástir okkar blikna. Ég vil ekki mýrða ást okkar á sama hátt og ég myrti Irene. — Þú gætir ekki myrt hana, Johnnie, sagði hún. Hún er hluti af mér og mun lifa. — Ætti ég þá að láta þig búa með mér og vera vitni að því að ást þín færði þér enga hamingjú?-Drottinn minn dýri! Það mundi ég ékki vilja. Hún fór að gráta. •, — Segðu þetta ekki, Johnnie. Hún þrýsti sér fast upp að honum og hvíldi andlitið við öxl honum. Hann hélt fast utan um hana og sagði ekki orð. — Johnnie! Hann svaraði eklfi. — Er þér alvara,'Johnnie; ætlarðu að fara frá mér? — Já. Hún stirðnaði snöggvast í faðmi hans og ýtti sér örlítið frá honum. — Get ég þá ekkert sagt — ekkert gert? Verð ég að láta þig fara, án þess að reyna að hindra það? . - - . Hún lét armana síga niður með síðunum. Tárin glitruðu á kinnum hennar. Og hún varð að þola það áftur að yfirgefa hann. í Ostende hafði hún álitið, að hún mundi aldrei fram- ar verða að þola aðrar eins þjáningar. En þetta var þó enn þá verra en hún hefði nokkru sinni getað ímyndað sér. Og jafn framt var hún dálítið uppreisnargjörn, því að þetta hefði ekki þurft að ske. Johnnie hafði á röngu að standa, Og iiún virt ist ekki geta breytt ávkröðun hans. — Ég þoli þetta ekki lengur, sagði hún, sneri sér við og gekk út úr herberginu. FJÓRÐI HLUTI. Fyrsti kafli. Fjöllin í fjarska bak við Rathbey voru eins og smaragðar, og þröngur vegurinn bugðaðist gegnum landslagið, hálfa milu, áður en þau komu að húsinu. Landið var allt í grænum vor- skrúða. Tom vissi, hvað hann gerði, þegar hann fór með hana hing- að rétt fyrir brúðkaupið. Tom virtist vita, hversu þjáningafullt mót hennar og Johnnie hafði verið. Og hann virtist hafa grun um, að Maura efaðist um, að Johnnie hefði verið alvara með það, sem hann sagði. Tom samþykkti allt — og virtist skiija það. Hann hafði farið með hana til Rathbey, án þess að segja orð. Desmond hafði létt stórum við brottför þeirra. Vika var liðin síðan Johnnie fór og Desmond þóttist nú sannfærður um, að hættan væri liðin hjá. Nú báru bréf hans vott um, að hann væri fullkomlega hamingjusamur. Maura hafði hagað sér eins og hann hafði óskað. Honum fannst mikið öryggi í því að vita hana á Rathbey. En hamingjusamastur var Desmond þó vegna þess, að hún var honum háð enn þá. Hún svipaðist um og sá engin, sem voru vaxin fallegum blómum og hún hugsaði með sér, að hún hefði átt rétt í því að gefa Johnnie ást sína, skyldi hún hafa elskað hann af öllu hjarta og allri sál sinni. Ekkert hefði orðið eftir handa Des- mond. Hana langaði til að hrópa hátt, að ástin varaði alltaf. En hún hrópaði ekki. Hún fór eftir mjóu stígunum, sem lágu yfir engin heim að húsinu. Það var farið að skyggja. Litir kvöld- himinsins voru daufir. Hlýja hásumardaganna var fyrir löngu horfin, og mennirnir, sem höfðu unnið á ökrunum, voru á leið heim. Þeir tóku ofan fyrir henni og brostu glaðlega til hennar. Það var friðsælt í garðinum umhverfis húsið, enda þótt hann væri ekki vel hirtur. Rétt hjá húsinu var garður rneð rósum. Maura stanzaði hjá honum og ilmurinn af júnírósunum bland- aðist loftinu. Um þetta leyti kvöldsins var kvrrð í húsinu og garðinum. Engin hreyfing var a neinu, enginn heyrðist hrópa. Háir gluggar salsins voru opnir, en engin hreyfing var fyrir innan þá. Loftið var svo kyrrt, að gluggatjöldin bærðust ekki. Fótatak hennar heyrðist ekki, þegar hún gekk að glugganum. Hún gægðist inn um gluggann og sá, að öllu var vel fyrir komið þar inni, nema á einum stað, þar sem pípur og dagblöð Geralds lágu við stólinn. — Jæja, svo að þú ert þarna litla stúlka. — Eg er nýkomin neðan frá ströndinni. — Já, það er dásamlegt þar í kvöld. Eg fer oft þangað. Varstu að baða þig. — Nei. Eg fór úr sokkunum og óð í flæðarmálinu. Það er langt síðan eg hef gert það. Það var eins og þegar eg kom til Rathbeg í fyrsta sinni. ' — í fyrsta sinn.... þá varstu img telpa á gelgjuskeiði. Hún gekk inn í herbergið. — Eg hef ekki breytzt mikið. Hún sneri sér að honum og benti út í garðinn fyrir utan gluggann. ■— Það hafa orðið litlar breytingar hér. Gerald yppti öxlum. — Já, hér hafa litlar breytingar orðið. Eg hef aldrei fram- kvæmdasamur verið. En Tom — hann er öðru vísi. Já, það er hann. En mun hann vilja nokkrar breytingar hér? — Eg veit það ekki. Eg hef r.lltaf verið á móti breytingum. En breytingar veröa að gerast. Þ:.j er ekki hægt að komast hjá því. E. R. Burroughs —TARZAM 2«:S3 1Í nafni roðasteinsins dæmdi Kulp þremenning- ana til dauða. Tarzan og Jim settu sig í varnarstöðu og ætluðu sér að selja líf sitt eins dýrt og auðið væri. Dvergarnir nálguðust þá eftir skipun Kulps. Allt í einu benti Tarzan í áttina að tröppunum og hrópaði: ,,Sjáið!“ Miðvikudaginn 4. júní 1958 GEVAF0T0J LÆK3ARTORGI HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðsla VISIS í Hafnarfirði er að Garðavegi 9. Sími 50641. Kaupendur í Hafnarfirðl vinsamlega snúi sér þang- að, ef um kvartanir er að ræða. Nýir kaupenéxir geta einnig gerst áskrifendur með því að hringja i sima 50641. PIPUR Þýzkar filterpípur Spánskar Clipper - pípur HREYFILSRÚÐIN, Kalkofnsvegi Framhald af 3. síðu. „Auk þess eru sum egg kjúk- lingaegg, en önnur eru það ekki.“ „Hvernig fara menn að því, að þekkja þau í sundur?“ spurði hún og studdi hendi undir kinn. „Ja—e, það er undir því komið hvort hani hefir verið í hænsnahúsinu, sem hænan hefir svo getað gifzt. Já, það er undir því komið,“ sagði eg þrugg í máli. s „Nú, jæja,“ sagði litla stúlk- an og tók aftur til skeiðar sinn- ar. „Þú ert þá alveg viss um, : ð það hefði ekki getað komið kjúklingur úr þessu eggi?“ „Já, handviss,“ sagði eg. ■ Nú leið eitt lítið augnablik meðan hún var að setja salt og pipar í eggið. Svo leit hún upp á mig og ,-agði: ..Það er nú líka ágætt, er það ekki? Því annars væri það nærri því ei -s og maður væri mannæta . . . . “

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.