Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1958næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Vísir - 09.06.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 09.06.1958, Blaðsíða 10
HL VISIB Mánudaginn- 9. júm.1953 CATHERIIXIE GASKIN. jt)ótti!r FDÐUR S!NS 41 á vegi þeirra. Á stöku stað sáust menn í dyrum úti og nokkrir voru á ferð á veginum í gegnvotum frökkum og regnið draup af höttum þeirra. En flestar hurðir voru lokaðar. Mauru fannst hún vera mjög einmana. — Áttu sígarettu, Tom? spurði hún. Hann fór ofan i vasa sinn og tók upp sígarettur og vindla- kveikjara. — Viltu kveikja mér í einni líka? — Kveikjarinn var ekki í lagi. Gerald, sem sat í aftursætinu, tók upp eldspýtnastokk. — Eg vildi, að eg hefði farið heim, sagði hann. — Mig langar ekki til að fara til Drumknock. Og i svona veðri.... hélt hann áfram með eymdarlegri rödd. — Eg veit ekki, hvernig þú hefðir átt að geta haínað boð- ínu, sagði Tom. Sheelagh er indæiis stúlka. Eg vildi, að það hefðu verið peningaverðlaun fyrir veðreiðarnar, en ekki bikar. Henni hefði ekki veitt af peningum til að kaupa sér ofurlítið af fatnaði. Eg veit ekki, hvernig fer, þegar Margaret deyr. — Eg hef ekki séð frú Margaret lengi, sagði Tom. — Síðast þegar eg sá' hana var það í böði liennar, þegar Harry var að fara í herþjónustuna. Manstu eftir því? Eg kom þangað í orlofi á síðustu stundu. Hún vildi, að Harry og Sheelagh giftu sig þá. — Það vildum við öll, Tom, nema þau sjálf. Þau sögðust vilja bíða. Þau voru ekki einu sinni trúlofuð opinberlega. Eg held, að Sheelagh sjái eftir því nú. En hún er ekki nema tuttugu og sjö ára — jafngömul og Harry var — og hún giftir sig sennilega, þegar móðir hennar deyr. — Hvernig líður henni nú? spurði Tom. — Margaret? Það er sjaldan talað um hana. Stundum er hún jsvo veik, að hún getur ekki tekið á móti fólki — hún vill ekki fá heimsókn, þegar hún er í rúminu. Læknarnir þora ekki að skera hana upp, þú skilur. Hjartað er bilað. Eg held, að hún eigi ekki langt eftir. Sheelagh sagði mér frá meininu fyrir meira 'en ári síðan. Eg kenni í brjósti um hana. — Slíkt og þvílíkt kemur fyrir fólk eins og Sheelagh — hún hefur viðnámsþrek og er nógu hugrökk til að taka því. — En eitt er víst, sagði Gerald. — Hún er gerð úr öðrum málmi en faðir hennar. Maura, sem hlustaði á samtalið, varð fyrir vonbrigðum, þegar hún sá, að þau nálguðust Drumknock og samræðurnar hættu, þegar þau komu að húsinu. Hún mundi óljóst eftir föður Shee- laghs. Hann hafði verið vingjarnlegur í málrómi og komið stöku sinnum til Rathbeg. En, sem sagt hún var að miklu leyti búin að gleyma honum og hún skildi ekki, hvers vegna það var heppi- legt, að hún var ekki lík honum. Bíll Sheelaghs stóð fyrir framan dyrnar. Hún hlaut að hafa ekið hratt til að komast á undan beim, hugsaði Maura. Magur þjónn kom með regnhlíf og Sheelagh stóð í dyrunum. Hún var í tweedfötum, sem fóru henni mjög vel, en þau voru orðin nokkuð gömul, að því er Mauru sýndist. — Móðir mín biður ykkur að hafa sig afsakaða. sagði Shee- lagh um leið og hún vísaði þeim inn í salinn. — En hún hélt þó að hún mundi geta tekið á móti ykkur, þegar eg fór að heim- an í morgun. | — Hvemig líðm- henni? — Henni liður ekki vel, Tom. Hún hefur miklar þrautir. Hún hefur áreiðanlega breytzt mikið síðan þú sást hana síðast. — Já, við vorum að tala um það í bílnum áðan. Það var rétt áður en Harry fór. — Já, sagði hún. Svipur hennar var órólegur og það var ekki auövelt að sjá hvort þjáning bjó í svipnum eða ekki. En hún var snögg í hreyf- ingum, þegar hún sneri sér við og hringdi til að fá teið inn og það kom dálítið upp um hana. Maura hallaði sér aftur á bak í stólnum og litaðist um í hvítu herberginu, þar sem var hátt tii lofts og hún áleit, að það hlytu að vera að minnsta kosti fimmtán ár síðan hún hafði verið þar. Herbergið var vissulega mjög fallegt, en þó var það ekki eins skrautlegt og það hafði verið áður fyrri. Sennilega hafði skort peninga til að halda því við. Það hafði undarleg áhrif á mann að vita, að þetta herbergi notaði aðeins ungfrúin og móðir hennar, sem alltaf var í rúminu. Kvikasilfrið var farið að flosna af speglunum, en logaöi glatt á arninum. Allt um það hafði maður það á vitundinni, að húsið væri hérumbil autt. Tveir veiði- hundar hnipruðu sig saman fyrir framan arininn. Þeir voru dapurlegir í rigningunni. Maura vakti upp í huga sínum þær fátæklegu minningar, sem hún átti um Drumknock. Þar hafði oft verið glatt á hjalla, jafn- vel hávaöasamt. Hún minntist þess, að hún hafði leikið tennis þar og þar hafði verið margt flók — gestir frá Englandi og kon- urnar höfðu verið vel klæddar. Siðan þetta var hafði styrjöld geysað, hugsað hún, og frú Margaret var að því komin að deyja. En þetta hvorttveggja var þó ekki fullkomin skýring á breyt- ingunni, sem orðið hafði. Hún hafði á vitundinni, að eitthvað hefði glatazt. Ef til vill var það lát föðursins og Harry’s. Hún mundi ekki, hvernig móðir Sheelaghs leit út, nema hún var há- vaxinn, eins og dóttirinn og að hún var skozk. Mauru langaði til að sjá frú Margareti aftur. En það var ekki hægt. Hún hafði aldrei verið mjög kunnug á Drumknock. Fyrir fjórtán árum hafði engin á þessum stað, nema ef til vill faðir Sheelagli’s veitt henni athygli. Og hún hafði þá verið bæði ung og feimin. Hún hlustaði á glamrið í skeiðum og bollum og virti fyrir sér veiðihundana, sem komu til að snikja sér kökubita. Sheelagh og Tom töluðu saman og nefndu nöfn á fólki, sem þau höfðu hitt í Collhaven. Maura varð þess vör, að Tom naut sín vel á Hafið f>ór nokkurn tíma reynf að enda góða máltíð með nokkrum ostbitum? Osiur er ekki aðeins svo Ijúffcngur, að matrhenn taka hann fram fyrir aðra tyllirótti, heldur er hollusta hans mjög mikil Saensko heilbrigðisyfirvöldin hafa t.d gefið (aau ráð I barátt* unni gegn tannsjúkdómum, að gott sé að „enda máltíð með osti. sykurlausu brauði og smjöri - Látib ostinn aldrei vanta á matborðiðf - E. R. Burroughs ■TARIAN' 2« 3 7 Kulp heyrðist hlægja sigri , hrósandi, þegar hann hljóp inn í skóginn. „Hann hlær ekki lengi, ógnir skógarins munu fljótlega kæfa þennan hlátur,“ sagði Harzan. Eftir stundarkorn féllu dverg- arnir að fótum Tawi drottn- ingar sinnar og vottuðu henni hollustu. Rebbi skaut veiðimann. Óvenjulegt slys varð á Kornwallskaga í Bretlanði í sl. viku. Tvítugur bóndi var á refaveiðum og kom skoti á yrðling, sem gat þó forðað sér í greni sitt. Veiði- maðurinn rak byssuskeftið ofan í grenið til að hrekja rebba jþaðan, en allt í einu bljóp skot úr byssunni og í veiðimanninn. Nærstaddir menn komu honum til lijálp- ar, og er þeir drógu byssuna úr greninu, fylgdi yrðling- urinn með, dauður og fastur í gikknum með annan fótinn. Umræðu um Túnis enn frestað. Öryggisráð S.Þ. tekur 18. júní fyrir árekstrana milli Frakka og Túnismanna. Fulltrúi Frakklands óskaði eftir þessu, til þess að aðilar í deilunni gætu ræðzt við, og fulltrúi Túnis féllst á það, en bætti því við, að það væri hin varanlega dvöl fransks herliðs í Túnis, sem um mætti kenna öll vandræðin. >3:wnkölliifr ^Cojiieún^) n GEVAFOTO LÆKjARTORGi M .F, Málflutningsskrifstofa MAGNÚS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. Sími 11875. Þróttur og þrek tii starfaog Seiks í SÖL GRJÓNUM Ungir og aldnir fá krafta og þo! mad ncyzlu heilsusamlegra og natnnd'SÓLGRJÓNA, hafragrjó- na sem eru glóðuðog smásöxuð. Bordið þau á hverjum morgni og þér fáið eggjahvítuefni.kalk.fosfór og jirn. auk B-fjörefna, allt nauð- syníeg efni líkamanum, þýðingar* mikil fyrir heil- suna og fyrir ,------------- s:.irfsþrekið og J borðið sr-3: ísgleðina. ri SOL: r\ i i ' GRjÓN I sem auka þrótc I oj þrek, J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 123. tölublað (09.06.1958)
https://timarit.is/issue/83891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

123. tölublað (09.06.1958)

Aðgerðir: