Vísir - 09.07.1958, Blaðsíða 4
4
■'T r-
TtSII
Miðvikudaginn 9. júlí 1958
^XiSXlL
1 , D A G B L A Ð
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
, kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Ný tækni í iandgræðshi.
Ekki verður annað sagt en að
íslendingar leitist við að
fylgjast með á sem flestum
]_ sviðum. Á það ekki sízt við
r á sviði tækninnar, því að við
f erum oft furðu fljótir að til-
! einka okkur ýmsar nýjung-
^ ar, sem jafnvel eru lítt eða
j ekki þekktar í nágranna-
löndum okkar, þegar við
! höfum tekið þær í þjónustu
J okkar. Getur það jafnvel
, stundum komið okkur í koll,
l hversu fljótir við erum til,
þegar við bíðum ekki eftir
; því, að reynsla sé fengin á
j ýmsa hluti, heldur grípum
j til þeirra, án þess að hafa
gengið úr skugga um nota-
gildi þeirra fyrirfram.
Nú höfum við tekið til á nýjum
vettvangi, tekið tæknina í
þjónustu okkar á nýju sviði,
þar sem mikil þörf er fyrir
hjálp vélanna. Þetta er á
• sviði landgræðslu, og hefir
] flugvél verið fengin til að
dreifa áburði og útsæði á
] stór svæði, sem áður hafa
verið gróðurlaus með öllu
j eða að miklu leyti. Er langt
I síðan farið var að nota flug-
j vélar með þessum hætti víða
, erlendis, meðal annars til að
t dreifa skordýraeitri yfir
; akra, og skóglendi og hef-
ir það borið mjög góðan ár-
j angur, þegar veður hefir
verið hagstætt.
fsland er meðal þeirra landa,
þar sem gróðurlausar auðnir
eru. hvað mestar, því að víð-
; ast er gróðurinn aðeins á
mjóum ræmum með strönd-
j. um fram. Stærð landsins og
náttúra gera það hinsvegar
j’ að verkum, að það er mjög
erfitt að rækta það upp, sem
orðið hefir að auðn á um-
liðnum öldum vegna skamm-
VEGIH
06
sýni landsmanna og af öðr-
um orsökum. Það mundi
taka marga áratugi, og þó
sennilega margar aldir, þótt
vel og dyggilega væri geng-
ið að verki á hverju ári, og
hvert byggðarlag sendi fram
vaska sveit til starfa nokk-
urn tíma árlega.
En nú virðist um breytt viðhorf
að ræða, að því er þetta at-
riði snertir. Fengin hefir
verið til landsins lítil flug-
vél með útbúnaði til að
dreifa áburði og útsæði, og
það segir sig sjálft, að hún
kemst yfir miklu meira
svæði en maðurinn eða þau
tæki, sem hann hefir haft til
umráða fram að þessu. Auk
þess er hægt að beita flug-
vél þessari, þar sem land er
erfitt yfirferðar fyrir menn
og vélar, enda þótt landslag
geti vitanlega verið þannig,
að hún komi ekki að notum.
Þess er að vænta, að þessi nýja
tækni, sem nú verður unnt
að beita á sviði landgræðsl-
unnar, beri verulegan og
skjótan árangur. Það ætti að
koma nokkuð fljótlega í ljós,
hvort árangurinn verður
eins mikill og menn gera sér
eðlilega vonir um. Ef árang-
urinn verður eftir vonum,
ættum við að vera reiðubún-
ir til að leggja meira fé af
mörkum til framkvæmda
og tilrauna af þessu tagi. Hér
er um landnám að ræða, sem
getur verið mikilvægt fyrir
íslenzku þjóðina, því að hún
er ört vaxandi og þarfnast
því æ meira gróðurlendis
fyrir bústofn sinn. Vonandi
getur hin nýja tækni stytt
leiðina að mai'kinu á þessu
sviði.
• •
Oryggisieysi austantjalds.
VEGLEYSCB
EFTIR
Víöförla
að kaupa þessa bók og tryggja
með því, að höfundur geti hald-
ið áfram sínu merkilega fræði-
starfi, sem síðari kynslóðir eiga
áreiðanlega eftir að halda nafni
hans á lofti fyrir.
Af Keflavíkurveginum er
þau tíðindi að segja, að nú er
byrjað að vinna í honum. Um
síðustu helgi var búið að setja
mjóa moldarræmu meðfram
öðrum kanti hans frá Voga-
stapa inn undir Brunnastaða-
hverfi. Menn bíða í ofvæni eft-
ir því, hvað úr þessu á að
verða, en flestum munu finnast
Brautryðjemdur í íslenzkuml að. Ósköp virðist hún lífseig
samgöngumálum voru hér gamla kreddan um, að bókvit-
heimsókn nýverið. Það voru, ið verði ekki látið í askana. Nú
þeir Vestur-íslendingarnir Páll’vil eg skora á alla þá, er að
Bjainason og Sveinn Oddsson, kifre}£.amálUm standa og starfa, vinnubrögðin heldur kátleg.
en þeir voru höfuðpaurarnir í
þvi að koma fyrstu Ford-bif-
reiðinni hingað til íslands og
hefja með henni flutninga suð-
ur með sjó og austur yfir fjall.
Mönnum þessum var boðið
hingað heim og þeim vel tekið
eins og vera ber. Henni er far-
ið að fækka, kynslóðinni, sem
var á fullorðinsaldri er þessi
merkilegi atburður skeði, og
fæstir munu geta gert sér grein
fyrir þeirri reginbyltingu í
samgöngumálum landsins, sem
fylgdi í kjölfar þessa atburðar.
Og enn færri munu þeir vera,
sem vita það að saga þessarar
byltingar hefir verið skráð og
gefin út að nokkru leyti í bók-
arformi. Það var útkoma þess-
arar bókar og frásögnin í henni,
sem varð fyrst og fremst orsök
þess að þessum ágætu mönnum
var sómi sýndur, en þótt und-
arlegt megi virðast var henn-
hvergi getið þó að blöðin stydd-
ust við hana að mestu leyti í
frásögnum sínum. En slíkt er
nú ekkert nýtt í íslenzkri blaða
mennsku.
Það er alkunna, hversu mikil
ferðalög foringjarnir í
Moskvu eru fúsir til að
leggja á sig í þágu einingar
kommúnistaflokkanna í ná-
grannalöndunum. Þeir eru
nánast eins og slökkvilið eða
lögreglusveit, sem send er á
vettvang, þar sem einhver
vandræði steðja að eða hætt-
ur eru yfirvofandi. Bendir
þetta síður en svo til þess,
að einingin og eindrægnin sé
eins mikil austan tjalds og
kommúnistar vilja vera láta,
því að foringjarnir þurfa
' alltaf að vera að „redda“
einhverju, eins og það heitir
; á reykvísku, eða styðja við
[ bakið á einhverjum.
Undanfarin fimm ár hefir verið
gerð að heita má hver upp-
reistin af annari í ríkjum
kommúnista. Hin fyrsta var
gerð í A.-Þýzkalandi fyrir
röskum fimm árum, og þeg-
ar Krúsév & Co. fara nú
þangað, þá er það af því að
þjóðin unir stjórn kommún-
ista enn illa sem fyrrum og
það þarf að sýna henni, að
enn verði rússneskum morð-
tólum að mæta, ef hún geri
aðra tilraun til uppreistar.
Þrátt fyrir stór orð er ríki
kommúnista, hvert ög eitt,
reist á sandi, því að þeir
geta ekki treyst nema á lít
inn minni hluta í hverju
landi.
Bókin Bifreiðar á fslandi
I. 1904—1915, eftir Guðlaug
Jónsson lögregluþjón, kom út
fyrir tæpum tveim árum. Það
var heldur hljótt yfir útkornu
hennar því að henni stóð ekk-
ert fjársterkt útgáfufyrirtæki,
sem gat ausið fé í að auglýsa
hana, heldur höfundurinn
sjálfur. Þetta er stórmerkileg
bók og verður því merkilegri
eftir því, sem árin líða. í henni
er að finna tæmandi frásögn
um bifreiðar og bifreiðamál á
íslandi frá því að Thomsens-
bíllinn kom til landsins árið
1904 fram á árið 1915, en þá
má segja að föst skipan
væri komin á þessi mál og
bifreiðaferðir engin nýlunda
lengur. Bókin er samantek-
in og samin af fágætri elju
og samvizkusemi og málfar
höfundar er gott. Hann mun
vera kominn töluvert áleiðis
með annað bindi og á það að
ná yfir næstu 10—15 árin. En
vegna þess tómlætis, er flestir,
er að bifreiðamálum standa
hér á landi, hafa sýnt þessu
verki, eru mikil líkindi til að
hann verði að hætta við verkið.
Höfundur bókarinnar leitaði
fyrir sér hjá forystumönnum
hlutaðeigandi stéttar- og at-
vinnusamtaka um það leyti er
50 ár voru liðin frá því að
fyrsta bifreiðin kom til lands-
ins, með það fyrir augum að
bókin yrði hálfrar aldar minn-
ingarrit, og að þeir stæðu að
einhverju leyti að útgáfu henn-
ar. En undirtektir voru harla
litlar og tómlætið var meira að
segja svo mikið, að fáir af þess-
um aðilum gerðust áskrifendur
að bókinni, er höfundur ákvað
að gefa hana út á eigin kostn-
MINNISBLAÐ FERÐAMANNA:
VESTFIRÐIR.
Vestfirðir eru að opnast fyrir bifreiðaferðum á síðustu árum
en erfiðir eru vegirnir þar og sumir hættulegir. Og langt þykir
mörgum að krækja fyrir firðina. Heldur er rýrt með fyrir-
greiðslu ferðamanna á þessum slóðum enda vart von á öðru
því lítið hefur verið þarna um ferðafólk fram að þessu. Eg vil
taka það fram að mig vantar upplýsingar frá sumum stöðum
þarna og vil feginn fá bréf um þetta svæði frá kunnugum.
Patreksfjörður er nú kominn í vegasamband við Reykjavík
en erfiður og langur er sá vegur. Mér er ókunnugt um gistingu
þar en matsala er þar í heldur lélegum húsakynnum. Þarna
þyrfti að koma snyrtilegur greiðasölustaður.
ísafjörður er enn ekki í beinu vegasambandi við Reykjavík.
en hægt er að fá bíla flutta frá Arngerðareyri með Fagranesinu,
sem nýlega hefur verið gert í stand. Gisting er þarna aðeins í
Herkastalanum og er mér sagt að þar sé gott að gista, herbergim
hrein og snyrtileg. Maturinn þarna hefur aftur á móti fengið
misjafnt orð. Aftur hefi ég heyrt að samkomuhúsið Uppsalir
hafi góðar veitingar á boðstólum og þar munu húsakynni í góðu
lagi. ísfirðingar þurfa nauðsynlega að koma sér upp góðu gisti-
húsi.
Arngerðareyri við ísafjarðardjúp er endastöð bifreiðaferða
héðan að sunnan og þaðan eru skipsferðir til ísafjarðar og víðar
eins og áður er sagt. Þessi staður hefur ætíð haft gott orð og
veitingar voru þar til fyrirmyndar. Nú munu þar nýir húsráð-
endur og vonandi að þeir standi í ístaðinu.
Hólmavík er snoturt þorp og leiðin þangað falleg sumstaðar.
Þarna mun hægt að fá gistingu og mat en öll húsakynni heldur
takmörkuð svo sem við er að búast. Viðtökur eru sómasamlegar.
Víðförli.
RaBhúsin í Réttarhoitshverfi
og kaupendur þeirra.
GreiitMffferð Srá Sétatji peirra.
Vegna blaðaskrifa, sem orðið | 2) íbúðirnar voru afhentar
hafa um erindi okkar, sem ligg- eigendum fokheldar, og annast
ur fyrir til afgreiðslu hjá Reykja þeir innréttingu sjálfir að öllu
víkurbæ, viljum við taka fram leyti. Frá bæjarins hálfu var
eftirfarandi til skýringar: þeim gefinn kostur á að ganga
1) Lán þau, sem veitt eru til inn í sameiginleg innkaup á tré-
byggingar raðhúsanna í Réttar- stiga, eldhúsinnréttingu, gólfdúk
holtshverfi, eru skv. IV. kafla laga og hreinlætistækjum. Ýmsir
um íbúðarhúsabyggingar og ætl- töldu sig þó hafa aðstöðu til að
uð % útrýmingar á heilsuspill- ,afla sér einhverra þessara hluta
andi húsnæði, enda á við úthlut- jmeð hagkvæmari kjörum en
un þessara íbúða að taka fyrst þarna buðust, og önnuðust það
og fremst tillit til fjölskyldu- þvi á eigin spýtur.
stærðar og þeirra, sem búa við
versta húsnæðisaðstöðu.
Hafa verið byggðar hér í hverf
Allar fullyrðingar um, að eig-
endur íbúða hafi látið rífa burt
úr ibúðinni vaska, eldhúsinnrétt-
inu 144 íbúðir í þessu skyni. Verð ingar og hurðir eru tilhæfulaus
fokheldrar íbúðar í A-verki var fjarstæða. Þess má t.d. geta, að
ca. 140 þús. kr., og nutu þær lána ibúðaeigendum hefur aldrei ver-
frá hálfu Húsnæðismálastjórnar
og bæjarstjórnar, sem nam fok-
helda verðinu. íbúðir þessar ei-u
45 talsins. í B-verkinu eru 99 í-
búðir, og reyndist þar kostnað-
arverð fokheldrar íbúðar ca. 164
þús. kr. Lán til þeirra eru hins
vegar kr. 140 þús. fram til þessa,
eins og til hinna fyrri.
Því var það, að félagið fór
fram á, að lán til B-verksins yrðu
hækkuð um kr. 24 þús., þannig
að íbúðaeigendur þar nytu sömu
fyrirgreiðslu og í A-verkinu.
Hefur Húsnæðismálastjórn fall-
ist á þetta fyrir sitt leyti, og er
þess að vænta, að svo verði einn-
ig í bæjarstjórn.
ið gefinn kostur á kaupum á
hurðum hjá bænum, og varðandi
aðra hluti, þá var það fyrirfram
ákveðið, hvað af þeim þeir kysu
að kaupa hjá bænum.
3) Það er fjarri lagi, að þarna
sé um að ræða byggingu á „lux-
usíbúðum", og að kröfur eigenda
séu óhóflegar. Fyrir liggur
skýrsla, þar sem nákvæmlega er
greint frá ástandi íbúða og að-
stöðu hvers eiganda fyrir sig,
þannig að bæjaryfirvöldunum er
fullkunnugt um, að beiðni okkar
á fullan rétt á sér, og að hér er
um sanngirnismál að ræða.
Stjórn Ásgarðs — félags rað-
húsaeigenda. -