Vísir - 09.07.1958, Blaðsíða 8

Vísir - 09.07.1958, Blaðsíða 8
C.------------------------------------------- Ekkert blaS er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað leitrarefni heim — án fyrirhafnar nf yðar hálfn. ±;*iáej Sími 1-16-Gfl. WflSIK. Miðvikudaginn 9. júlí 1958. Munið, aS þeir, sem gerast áskrifendœr Vísis eftir 10, hvers mánaðar, fá blaSið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Sijttiofa ittsiiáiitattítiö: íslendingar töpulu bæði fyrir Sú[göruin og Bandaríkjamönnum, Sextán þjóðir taka þátt í keppnmni, sem fram fer í 4 riðlum. SíðiJegis í gær bárust fyrstu fregnir af V. Heinismeistaramóti stúdenta í skák, sem þessa dag- una stendur yfir í Búlgaríu, og nokkru fyrir hádegi í dag kom svo annað skeyti frá íslenzku sveitinni. iFyrsta umferð Skeyti það, sem hingað kom í gasrdag með frásögn af úrslit- um í 1. umferð mótsins, hafði brenglazt mjög á leiðinni og hljóðaði svo, er það barst í hend ur fréttaþjónustunnar hér: „SEHTAN THIODIR FIORIK RIDLAR BULGARIA 3 5 fS- LAND 05 BOBOTSOV KOLOR- •OV FRIDRIK INGVAR STEF- AN IAFNTEFLI PADEWSKY BANDARIKIN TVO ALBANIU THAIRBIDSKAKIR". Upphaf skeytisins skilja menn á þann veg, að sextán þjóðir taki þátt í keppninni og hafi þáttak- endum verið skipt niður i 4 riðla. Það, sem síðar kemur liggur ekki eins Ijóst við, en helzt hef- ur verið komizt að þeirri niður- stöðu, að Búlgarar hafi í um- ferðinni fengið 3% vinning í viðureigninni við íslendinga, sem hafi orðið að láta sér nægja Vz. Einstökum skákum hafi lyktað á þann veg, að Bobotsov hafði unnið Friðrik, Kolorov unnið Ingvar, Stefán gert jafntefli við Padewsky en úrslit fjórðu skák- arinnar (á 3. eða 4. borði) hafi fallið niður, eða að hún hafi farið í bið og vinningslíkur séu -engar. f niðurlaginu kemur fram að Bandaríkin hafi þá þeg- ar fengið 2 vinninga í keppninni við Albani, en hinar tvær skákir þeirra hafi farið í bið. í sambandi við jafntefli Stef- áns við Padewsky má geta þess, að sá síðarn. keppti á heims- meistaramótinu hér í fyrra á þriðja borði fyrir búlgörsku sveit 'ina og náði næst hæsta vinninga- fjölda af þriðjaborðs-mönnum í keppninrii, liiaut S1i vinning af!- 12 mögulegum. Verður því að telja frammistöðu Stefáns með ágætum i þessai'i fyrstu keppn- isskák hans á erlendri grund. Önnur uniferð. Um tíu-leytið í morgun bárust svo fréttir af úrslitum í 2. um- ferð og voru þær greinilegri. fslendingar kepptu við Banda- ríkjamenn og töpuðu fyrir þeim með 1 vinningi gegn 3. — Frið- rik Ólafsson tapaði fyrir Lom- bardy, Ingvar Ásmundsson gerði jafntefli við Mednis, Freysteinn Þorbergsson gerði jafntefli við Saidy og Bragi Þorbergsson tdpaði fyrir Feuerstein. í þessari umferð fengu Búlg- arar 2% vinning og unnu þar með Albani, sem hlutu 1 Vz; kem- ur frammistaða Albana fremur á óvart, þar sem lítið orð hefur farið af styrkleik þeirra. Af framangreindum fregnum er ljóst, að því fer víðs fjarri, að lán hafi leikið við íslenzku sveitina. Þó er árangur hennar nú litlu lakari en í viðureignun- um við sömu þjóðir á mótinu í fyrra, en þá fengu íslendingar 1 gegn Búlgaríu og IV2 gegn Bandaríkjamönnum. fslenzka sveitin virðist þvi hafa verið ó- heppin með riðlaskiptinguna. Oorgarísjakinn týndur. f lok síðustu viku barst sú fregn út um heim, að sézt hafi til 13 ferkm. stórs borg'arísjaka undan írlandi. Fregn þessi vakti að sjálfsögðu mikla athygli, því að það er sjald gæft, að jakar sjáist á þeim slóð- um, en þegar brezk herflugvél var send daginn eftir til að svip- ast um eftir jakanum, gátu flug- mennirnir ekki með neinu móti fundið hann — og er hann enn týndur. Er það skoðun manna, að fregnin hafi verið gabb eitt. Stormur fyrir norðan og skipin við land. Annríki enn á plönunum og margur hvíldar þurfi. ! ; Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði í morgun. Enn liggur allur síldarflot- inn við land, á annað hundrað skip hér á höfninni, því að norðanstormur er á og bræla á miðum. Löndun úr öllum skipum er lokið, en þó eru enn verkefni á plönunum. í hrotunni á dög- tinum gat landfólkið ekki ann- að því að koma hverjum hlut á sinn stað. Nú þarf að ljúka við það, mikið að gera í bili, en að því loknu verður marg- ur orðinn hvíldar þurfi. Starfsfólki hefur fjölgað mik- ið hér upp á síðkastið, fólk alls- staðar að. Margt er nú senn á förum heim aftur. Bændur og J unglingar héðan úr Fijótunum , og víðar úr sveitum fara að halda heim aftur 'í hteyskapihn. ' Fólk í sumarleyfum kemur og fer. Síðasta hálfa mánuðinn var hér yej. áskipað fólki, og kom sér vel, önnur eins feikn og bárúst á land af síld. Leigubílstjóri bráðkvaddur við akstur. um miðjan mánuðinn, og er gert ráð fyrir, að hann komi aftur í heimahöfn um miðjan septem- ber. Var aðeins 23ja ára gamall og var einn í bílnum þegar atvikið skeði. MIG-þotur grönduðu bandarískri flugveL í nótt skeði sá sviplegi at- burður, að 23ja ára gamal at- vinnubílstjóri, Gísli Ölver Guð- mundsson, Álfheimum 27 hér í bæ, varð bráðltvaddur við akstur. Það mun hafa verið laust eft- ir klukkan hálfeitt í nótt, að bíll sást renna stjórnlaus á Laugaveginum móts við Nóa- tún, rann þar út á vegbrúnina og stöðvaðist. Annar bíll kom á móti í sömu svifum og sá ökumaður- inn, að hér mundi eitthvað ekki með felldu. Nam bílstjórinn þá staðar til þess að athuga þetta nánar og kom þá að Gísla, þar sem hann var einn í bílnum og meðvitundarlaus við stýrið. Fleiri menn mun einnig hafa borið að um sama leyti, og telja þeir, að Gísli hafi þá þegar verið örendur. Gísli Ölver var aðeins 23ja ára gamall, sonur Guðmundar heitins Gíslasonar skólastjóra Reykjaskóla í Hrútafirði. Var Gísli ein aðalfyrirvinna móður sinnar og voru þau að koma sér upp húsi eða íbúð við Álf- heima. Gísli vann á bifreiða- stöðinni Hreyfli. Munið Heimdallarferðina í Kerlingarfjöll um næstu helgi! — Þátttöku ber að tilkynna skrifstofu félagsins í síma 17102 fyrir annað kvöld. Ágætur afli Norðmanna vil Grænland. Frá fréttaritara Vísis — Osló i fyrradag. Fyrsta norska skipið, sem kemur af Grænlandsmiðum á þessu ári. tók höfn í Álasundi í dag. Skýrslu skipverja sv'o frá, að aflabrögð hafi vrerið betri en um langt árabil, svo að gera megi ráð fyrir fjölda skipa í næstu viku. Skip þessi veiða öll í salt, !og er afli þeirra 100—-200 lestir hvers, mestmegnis þorskur. Flot- inn heldur allur aftur á miðin I Rússar hafa nú skilað aftur 9 flugmönnum, sv7o sem fyrr hefur verið getið, af flugvél sem sögð var hafa nauðlent í Armeniu, en annað er koinið í Ijós. Hún var skotin niður. Og það er heldur ekki rétt, sem fyrr var sagt, að banda- rísku flugmennirnir hefðu kveikt í henni, áður en þeir stigu út úr henni, til þess að eyðileggja njósnagögn. Rússneskar MIG-flugvélar skutu á flugvélina og kvikn- aði við það í henni. Fimm stukku út í fallhlíf en 4 freistuðu nauðlendingar. Var enn gerð árás á liana meðau á því stóð. M&sitintjtiárslit í Fistttittattli: akkarmr bngst til hægri vinstri unnu á. Erfiðleikar á stjórnarmyndun. Kosnimgar til þings fóru fram í Finnlandi á sunnudag og mánu- dag og vo.ru úrslit kunn síðdeg- is í gær. Ihaldsflokkurinrt bætti við sig þingsætum, einnig hið svo- nefnda Lýðræðisbandalag, eða kommúnistar og róttækir jafn- aðarmenn. fhaldsflokkurinn hlaut 28 þingsæti (hafði 24), Jafnaðarmenn 50 (53), Bænda- flokkurinn 48 (53) kommúnistar 50 (43). Sænski þjóðfokkurinn og finnski þjóðflokkurinn töpuðu þingsætum, Óháðir jafnaðar- menn buðu fram og fengu 3 þingsæti. Kosið var um 200 þing- sæti. Kosningaþátttaka var að- eins um 70%. ) Allt er í óvissu um stjórnar- | myndun. Því var yfirlýst í kosn- ingabaráttunni, bæði af fhalds- fiokknum og jafnaðarmönnum, að þeir myndu ekki stjórna með kommúnistum. Embættismanna- ^ stjórn fer með völd eins og sak- ir standa. J Forsetinn mun nú athuga möguleika til myndunar sam- steypustjórnar, en þeir eru tald- ir litlir. Slæmt efnahagsástand og at- vinnuleysi hefur orðið kommún- istum vatn á myllu í kosningun- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.